Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 þingi lögum sem veittu Kroner lækningaleyfi. En þá höfðu þau hjónin gert ráðstafanir til að komast til Bandaríkjanna og fóru þangað haustið 1944. „Þau voru hins vegar Íslandi alltaf þakklát fyrir björgunina og voru jarðneskar leifar þeirra fluttar til Ís- lands að þeirra eigin ósk. Þór White- head segir sögu þeirra í bókum sín- um um síðari heimsstyrjöldina,“ segir Hannes. Leyndarmál um Hitler „En Kroner bjó yfir merkilegu leyndarmáli,“ bætir Hannes við. „Bandaríkin höfðu tekið við her- vernd Íslands sumarið 1941 og Hitl- er hafði sagt þeim stríð á hendur seint á sama ári. Nú fengu bandarísk hernaðaryfirvöld áhuga á Hitler og fortíð hans. Árið 1943 komu starfs- menn leyniþjónustu bandaríska flot- ans að máli við Kroner hér á Íslandi og tóku af honum skýrslu sem leynd var létt af 6. júní 1972, og er raunar hægt að lesa hana á netinu. Þannig var mál með vexti að liðþjálfi einn, sem var enginn annar en Adolf Hitl- er, var í október 1918 lagður inn á hersjúkrahúsið Pasewalk í Austur- Pommern. Sjálfur sagði Hitler síðar að hann hefði verið lagður inn vegna þess að hann hefði blindast við sinn- epsgasárás breska hersins á víg- stöðvunum í Belgíu. En Kroner þekkti lækni á Pasewalk-sjúkrahús- inu, dr. Edmund Forster, sem gerði aðra sjúkdómsgreiningu á Hitler. Forster taldi að Hitler hefði orðið blindur af því að hann hefði orðið fyrir taugaáfalli á vígstöðvunum. Ekki er ljóst af skýrslu Kroners frá 1943 hvort hann hafði sjálfur verið læknir á Pasewalk og tekið þátt í að greina Hitler, þótt höfundar skýrsl- unnar segðu það í formála hennar, en Kroner vissi að minnsta kosti vel af sjúkdómsgreiningu Forsters. Hann benti líka á það í skýrslunni til leyniþjónustumannanna að venju- lega læknast menn ekki skyndilega af blindu sem stafar af sinnepsgas- árás, en Hitler fékk tiltölulega fljótt sjónina aftur. Taldi hann það benda til að sjúkdómsgreining Forsters væri rétt,“ segir Hannes. Hannes segir að nærri megi geta að nasistar hefðu ekki verið hrifnir af því að þetta kæmi í ljós: Foringi þeirra hefði orðið fyrir taugaáfalli á vígstöðvunum, en ekki verið fórnar- lamb sinnepsgasárásar breska hers- ins, eins og hann sagði sjálfur. Sjúkraskýrslurnar frá Pasewalk voru vandlega læstar niður, og gætti Kurt von Schleicher, hinn raunveru- legi yfirmaður Ríkisvarnarliðsins þýska, þeirra eins og sjáaldurs augna sinna í sérstökum skjalaskáp. En hann birti sjúkraskýrslurnar ekki, og á „nótt hinna löngu hnífa“ 1934 drápu nasistar von Schleicher. Sjúkraskýrslurnar hurfu. „Í rauninni er eina frambærilega heimildin um þetta vitnisburður Kroners 1943 í samtalinu við banda- rísku leyniþjónustumennina,“ segir Hannes. „Hann fullyrti þar að nas- istar hefðu líka drepið Edmund Forster, en opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg haustið 1934. Forster, sem var gyðingur, var þá læknaprófessor í Greifswald- háskóla, og sagði Kroner að hann hefði verið maður léttlyndur og heilsugóður. Skáldað og spunnið Margt hefur hins vegar verið skáldað eða spunnið upp í kringum þetta mál,,“ segir Hannes, „enda er Hitler vinsælt bókarefni. Til dæmis skrifaði sálfræðingurinn David Lew- is bókina The Man Who Invented Hitler: The Making of the Fuhrer, sem kom út 2003, þar sem hann les að mínum dómi allt of mikið í skýrsl- una sem bandarísku leyniþjónustu- mennirnir tóku af Kroner 1943. Heldur hann líka út sérstakri heima- síðu á netinu um fróðleik um málið. Lewis fullyrðir að Kroner hafi gert fyrstu sjúkdómsgreininguna á Hitl- er, en það kemur alls ekki fram í skýrslu leyniþjónustu bandaríska flotans. Mér þykir einmitt líklegt að Kroner hefði tekið það sérstaklega fram ef hann hefði sjálfur greint Hit- ler eða jafnvel aðeins hitt hann, en það gerði hann ekki í skýrslunni. Lewis setur fram ýmsar kenningar um að Hitler hafi orðið sá sem hann varð af því að Forster hefði læknað hann af taugaáfallinu með dáleiðslu, en heimildir fyrir því eru ekki áreið- anlegar, eins og margir fræðimenn hafa bent á.“ Hannes segir að fleiri bækur hafi komið út um dvöl Hitlers á her- sjúkrahúsinu í Pasewalk. Sumar styðjist þær við skáldsögu sem þýski rithöfundurinn Ernst Weiss skrifaði árið 1938 og bar nafnið Ich, der Aug- enzeuge eða Ég, sjónarvotturinn. Var hún um sálfræðing sem hafði til meðferðar sjúkling, og var augljóst að átt var við Hitler. Átti Weiss, sem var landflótta gyðingur í París, að hafa lesið sjúkraskýrslurnar um Hitler fyrir milligöngu Forsters. „Augljóst er að ekki er hægt að nota þessa skáldsögu sem einhvers konar heimild um hugsanlegan sjúkdóm Hitlers,“ segir Hannes. „Sjálfur stytti Weiss sér aldur 1940, um það bil þegar nasistar voru að halda inn í París. En eftir stendur skýrslan sem leyniþjónusta bandaríska flotans tók af Karli Kroner 1943 þar sem hann hafði eftir Edmund Forster að Hitl- er hefði verið lagður inn á hersjúkra- húsið vegna taugaáfalls, en ekki sinnepsgasárásar, og sú staðreynd, sem Kroner lagði sjálfur einmitt áherslu á, að Hitler fékk sjónina nánast strax aftur, eins og gerist iðu- lega þegar menn blindast af tauga- áfalli.“ Þess má geta að haustið 1996 birti Morgunblaðið langt viðtal Elínar Pálmadóttur við Klaus Erlend Kron- er verkfræðiprófessor, son þeirra Karls og Irmgard Kroner. Þar rakti hann sögu þeirra hér og afdrif í Bandaríkjunum. Viðtalið má lesa á netinu. Karl Kroner lést vestanhafs 1954, en Irmgard lifði til ársins 1973. Adolf Hitler fékk taugaáfall  Þýskur læknir af gyðingaættum, Karl Kroner, sem hér dvaldi á stríðsárunum, bjó yfir leyndarmáli um leiðtoga Þriðja ríkisins  Vitnisburður Kroners hefur orðið efni í nokkur fræðirit um ævi Hitlers Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands. Fjölskyldan Læknishjónin Karl og Irmgard Kroner með Klaus Erlendi syni sínum. Myndin er tekin meðan þau bjuggu á Íslandi. Þau komu hingað á flótta undan ofsóknum nasista 1938 og fóru til Bandaríkjanna árið 1944. Morgunblaðið/Mynd úr safni. Blindur Adolf Hitler (lengst til hægri) ásamt tveimur öðrum hermönnum í lok fyrri heimsstyrjaldar. Þetta mun eftir að sjúkrahúsdvölinni lauk. Meðal þess sem Hannes hefur verið að kanna eru heim- ildir um fund Gunnars Gunnarssonar skálds og Adolfs Hitlers. „Ég rakst á heimild sem sýndi að Gunnar hafði í hinni frægu fyrirlestraferð sinni til Þýskalands á út- mánuðum 1940 þegar stríðið geisaði gert það sem hann sagði einmitt að hefði verið tilgangur fararinnar. Hann hefði vakið máls á hinu illa hlutskipti Finna á fundi sem hann átti með Adolf Hitler í mars 1940. Þá hafði foringinn gripið fram í fyrir honum, æstur og reiður, og sagt að hann hefði boðið Finnum griðasátt- mála, en þeir ekki viljað gera hann. Auðvitað var Hitler þar að tala sér þvert um hug. Slíkur griðasáttmáli hefði verið markleysan ein, enda voru Danir eina Norður- landaþjóðin sem gerði slíkan griðasáttmála við Þýska- land, og engu að síður réðst þýskur her inn í Danmörku 9. apríl 1940. En þessi heimild var Jón Krabbe, en Gunnar sagði honum sjálfur frá fundinum með Hitler. Þetta fór því miður fram hjá ævisöguriturum Gunnars, þeim Halldóri Guðmundssyni og Jóni Yngva Jóhann- essyni. Mér finnst þessi frásögn styrkja þá skoðun sem ég hef látið í ljós oftar en einu sinni að Gunnar Gunn- arsson var umfram allt hlynntur Norðurlandahugsjón- inni, en ekki neinn stuðningsmaður eða meðreiðar- sveinn nasista, þótt hann væri vissulega almennt hlynntur Þjóðverjum og þýskri menningu og hefði ekki að fullu gert sér grein fyrir mannvonsku nasismans. Raunar hafði Gunnar þegar á þriðja áratug gefið út bók á dönsku um það áhugamál sitt að sameina norrænu ríkin. Þess vegna var hann sérstakur áhugamaður um hlutskipti Finnlands.“ Erindi Gunnars var að ræða hlutskipti Finna FUNDUR GUNNARS GUNNARSSONAR OG HITLERS 1940 Í Berlín Gunnar Gunnarsson skáld kemur af fundi Hitlers 1940. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Haustið 1918, undir lok fyrri heims- styrjaldar, var þýskur liðþjálfi, Adolf Hitler að nafni, lagður inn á hersjúkrahús í Austur-Pommern og sagður vera blindur. Þegar hann var orðinn valdamaður í Þýskalandi á fjórða áratugnum kvaðst hann hafa blindast tímabundið við sinnepsgas- árás breska hers- ins á vígstöðv- unum í Belgíu. En læknarnir á sjúkrahúsinu vissu betur. Hit- ler hafði orðið fyrir taugaáfalli. Hann hafði ekki þolað álagið í stríðinu. Það mátti bara ekki vitnast. Vitn- eskjan um þetta er komin frá þýsk- um lækni af gyðingaættum, Karli Kroner, sem dvaldist landflótta á Ís- landi á stríðsárunum seinni. Kroner og fjölskylda hans bundust mörgum Íslendingum nánum vináttuböndum, og rækti sonur þeirra, Klaus Er- lendur, tengsl við Ísland og Íslend- inga eftir að þau voru látin. Það er Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor sem segir okkur þessa sögu. Hann hefur á undan- förnum mánuðum sökkt sér niður í sögu samskipta Íslands og erlendra stórvelda í tengslum við rannsókn sína á bankahruninu og komist að mörgu nýju sem hefur annaðhvort farið fram hjá sagnfræðingum og al- mennum lesendum eða ekki verið tekið saman í heild. Vitnisburður Karls Kroners um Adolf Hitler er eitt af því sem Hannes hefur rekist á og kannað. Íslandsvinir í Berlín „Í Berlín bjuggu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar hjón, dr. Karl og Irmgard Kroner, ásamt syni sín- um. Þau voru Íslandsvinir og höfðu komið til Íslands og Irmgard, sem var bæði læknir og málfræðingur, hafði lært íslensku,“ segir Hannes. „Þau buðu oft heim Íslendingum í Berlín. Ég hef til dæmis séð í skjala- safni Bjarna Benediktssonar boðs- bréf frá henni til Bjarna, en hann var við framhaldsnám í lögfræði í Berlín, og voru þá líka þar staddir Finnbogi Rútur Valdimarsson og Kristinn E. Andrésson og boðnir með. Kroner var gyðingur, en kona hans ekki. Kroner var frægur taugalæknir í Berlín. Sátu þau um kyrrt í Berlín eftir valdatöku Hitlers. Eftir krist- allsnóttina aðfaranótt 10. nóvember 1938 þegar nasistar fóru hamförum um allt Þýskaland var Kroner hins vegar handtekinn og sendur í fanga- búðir. Kona hans sneri sér til sendi- ráðs Dana, þar sem dr. Helgi P. Briem gætti hagsmuna Íslands, og notaði Helgi sambönd sín við æðstu menn nasistaflokksins í Berlín til að fá Kroner lausan. Helga tókst að koma Kroner, sem var illa til reika eftir slæma meðferð í nasistabúð- unum, upp í flugvél til Kaupmanna- hafnar og þaðan til Íslands. Kona Kroners og sonur komu síðar til landsins.“ Gróf hitaveituskurði Íslensk lög bundu lækningaleyfi við íslenska ríkisborgara, og Kroner gat þess vegna ekki stundað lækn- ingar fyrstu árin hér. Hann vann þá meðal annars við að grafa hitaveitu- skurði, en læknar leituðu oft til hans, enda var hann viðurkenndur sér- fræðingur og skrifaði raunar í Læknablaðið um sérsvið sitt, tauga- lækningar. Kona hans varð hins veg- ar þýskulektor í Háskólanum. Loks tókst hinum fjölmörgu vinum Kron- ers á Íslandi að koma í gegnum Al- Hannes Hólm- steinn Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.