Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 www.opticalstudio.is MIÐNÆTUROPNUN 25% afsláttur af öllum vörum í dag BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Þess verður minnst með ýmsu móti á Flateyri um helgina að næstkomandi mánudag, 26. október, eru liðin rétt 20 ár frá því snjóflóð féll á byggðina þar sem alls 20 manns fórust. Fyrir dyrum standa tveir fyrirlestrar þar sem fjallað verður um sálræn og fé- lagsleg áhrif áfalla eins og snjóflóða. Á mánudag verður svo samvera í Flateyrarkirkju þar sem ýmsir lista- menn koma fram. Snjóflóðið féll á nítján hús Það var klukkan rúmlega fjögur aðfaranótt mánudags sem snjóflóðið féll úr svonefndri Skollahvilft í fjalls- hlíðinni ofan við Flateyrarþorp. Tunga flóðsins gekk yfir stóran hluta þorpsins og féll á nítján íbúðarhús sem flest voru utan skilgreinds hættusvæðis. Alls voru 45 manns í húsunum sem flóðið skall á. Fjórir fundust á lífi í rústunum en 21 bjarg- aðist af eigin rammleik eða með að- stoð nágranna. Strax héldu 340 björgunarsveitarmenn til Flateyrar og 230 til viðbótar voru í viðbragðs- stöðu víða um land. Þegar þetta gerðist voru Flateyringar 379, en eru nú 206. Fyrirlestrar og samvera Í kjölfar snjóflóðsins, hins mikla áfalls, tók við hreinsunar- og síðar og uppbyggingarstarf. Reistir voru varnargarðar í fjallshlíðinni fyrir of- an bæinn, sem fljótt sönnuðu gildi sitt og hafa komið í veg fyrir snjó- flóð. Á þeirri dagskrá sem framundan er á Flateyri er fyrstur fyrirlestur Guðlaugar M. Júlíusdóttur fé- lagsráðgjafa sem verður í Grunn- skóla Önundarfjarðar kl. 20. á föstu- dagskvöld. Áhrif áfalla á fjölskyldur. Hvað væri gagnlegt að vita? er yf- irskrift erindis Guðlaugar sem ræðir almennt um eðli fjölskyldunnar, áhrif sem áföll geta haft á hana, hvað getur breyst og leiðir sem fjölskyld- ur nota til að ná fyrri styrk. Félagslegur auður og seigla sam- félaga heitir erindi Þórodds Bjarna- sonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, sem hann flytur í grunnskólanum kl. 14 á laug- ardag. Þar fjallar hann um hve Fá- menn samfélög séu sérstaklega við- kvæm fyrir áföllum af ýmsu tagi, en þarna verður sjónum beint að leiðum til að vinna úr áföllum með því að efla félagslegan auð samfélagsins. Á samverustund í Flateyr- arkirkju á mánudagskvöld kl. 20 koma fram félagar úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands, tón- listarmaðurinn KK og fleiri. Á eftir verður boðið verður upp á kjöt- súpu, þótt megin- inntakið sé samveran og minning- arnar. Uppbyggingin fylgdi áfallinu  20 ár næstkomandi mánudag, 26. október, frá snjóflóðinu mikla á Flateyri  20 fórust en 25 komust lífs af  Varnargarðar skýla byggðinni  Seigla samfélaga er umfjöllunarefni á fyrirlestri um helgina Morgunblaðið/RAX Aðgerðir Strax eftir að snjóflóðið héldu 340 björgunarmenn til Flateyrar og unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður. „Snjóflóðið er atburður og reynsla sem maður gleymir auð- vitað aldrei,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Hann er Flateyringur að uppruna og bjó vestra þegar flóðið féll. Var þá í eldlínunni, bæði sem björgunarsveitar- maður og lögregluþjónn, en býr nú syðra. „Strax um nóttina þegar snjó- flóðið féll fórum við björgunar- sveitarmenn af stað og svo var gengið hús úr húsi í þorpinu til að ná í mannskap. Það lögðust allir á eitt og fyrstu fimm klukkustundirnar barst engin utanaðkomandi aðstoð til heimamanna. Það hjálpaði mik- ið að hálfum sólarhring eftir flóðið hafði veður gengið niður, sem auðveldaði allt. Sagt er að snjóflóðin tvö á Vestfjörðum séu ein erfiðustu verk- efni sem íslenskir björgunarmenn hafa sinnt og nokkuð kann að vera til í því.“ Það lögðust allir á eitt SNJÓFLÓÐ GLEYMIST EKKI Jón Svanberg Hjartarson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.