Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Grunnurinn að góð- um rekstri er að fyr- irtæki hafi sterkan rekstrargrunn. Aðal- einkenni fyrirtækja með sterkan rekstr- argrunn er að bókhald þeirra er fært í sam- ræmi við gildandi reglur á hverjum tíma. Ákveðinn agi ríkir meðal stjórnenda þessara fyrirtækja hvað bókhald varðar og freistast þeir ekki til að færa einkakostnað til gjalda sem rekstrarkostnað fyrirtækis. Í rekstri fyrirtækja reynir oft á skattareglur um frádráttarbæran rekstrarkostnað. Í 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt o.fl., er að finna mikilvæga heimild fyrir aðila í atvinnurekstri sem heimilar frá- drátt rekstrarkostnaðar frá tekjum. Nánari útfærslu á rekstr- arkostnaði er að finna í reglugerð nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi. Heimildin er rúm og nær til alls þess sem talið er falla undir rekstrarkostnað fyrirtækis. Með rekstrarkostnaði er átt við gjöld sem eiga að ganga til að afla við- komandi tekna, tryggja þær og halda þeim við og eru ekki sér- staklega undanskilin í lögum. Einkaútgjöld eigenda fyrirtækja falla ekki undir ofangreinda skil- greiningu og eru ekki frádrátt- arbær frá tekjum rekstraraðila við ákvörðun skattstofns. Til að kostn- aður geti talist frádráttarbær í skilningi skattalaga verða að vera tengsl milli útgjalda og tekna og geta yfirvöld krafist þess að rekstraraðili sýni fram á slík tengsl. Eins þarf frádráttur frá tekjum að byggjast á gögnum sem tilheyra viðkomandi rekstraraðila. Skilin á milli raunverulegs rekstrarkostnaðar og einkakostn- aðar eru þó oft óskýr og rekstrar- aðilum hættir til að færa einkaút- gjöld frá tekjum í rekstri sínum hvort sem það er vegna vankunn- áttu í bókhaldi eða beins ásetnings um að lækka greiðslu tekjuskatts. Þegar einkakostnaður er færður sem rekstrarkostnaður hjá virð- isaukaskattsskyldum rekstraraðila er kostnaðurinn oft einnig inn- skattaður. Rekstraraðili fær þann- ig endurgreiddan virðisaukaskatt vegna gjaldanna jafnvel þótt slíkt uppfylli ekki kröfur 1. gr. reglu- gerðar nr. 192/1993, um innskatt, þ.e. að umræddar vörur eða þjón- usta sé nýtt í viðkomandi rekstri. Í slíkum tilvikum tap- ast miklir skattpen- ingar er hefur áhrif á samfélagið í heild. Eins skapast ójafn- ræði milli aðila utan rekstrar og í rekstri og þá á ég við tilvik þar sem þessir aðilar eru báðir að kaupa vöru/þjónustu fyrir sig persónulega. Ennfremur virðist þjóðfélagið beinlínis ýta undir skattsvik af þessu tagi, t.d. þegar aðilum er að fyrra bragði boðið að setja kenni- tölu á reikning við kaup. Margir freistast þá til að gefa upp kenni- tölu fyrirtækis síns. Fyrirtækjum er að sjálfsögðu heimilt að greiða fyrir ýmsan kostnað og færa hann til frádráttar tekjum í reiknings- skilum sínum en til að umræddur kostnaður geti verið grundvöllur lægri tekjuskatts og hugsanlega endurgreiðslu innskatts þarf hann að uppfylla áður nefnd skilyrði skattalaga. Virkt skatteftirlit opinberra að- ila er með gjaldfærðum rekstr- arkostnaði eins og vera ber. Þeir sem hafa byggt upp sterkan rekstrargrunn með langtímasjón- armið að leiðarljósi ættu ekki að óttast slíkt eftirlit enda líklegt að þeir hafi haft metnað til að færa bókhald sitt í samræmi við lög og reglur. Þeir sem hafa stytt sér leið í rekstri sínum ættu að huga að bókhaldi sínu sem fyrst. Þeirri hugsun „hvaða kostnað kemst ég upp með að færa til frádráttar“ þarf að breyta í „hvaða kostnaður er sannanlega tilkominn vegna öfl- unar tekna í rekstrinum og heimilt að færa til frádráttar“. Það er svo miklu skemmtilegra og hagkvæm- ara að hafa þessi mál á hreinu enda óskemmtilegt að fá bakreikn- ing frá skattyfirvöldum sem hrein- lega getur kippt fótunum undan hvaða rekstri sem er. Hvet ég rekstraraðila til að kynna sér vel reglur um frádráttarbæran rekstr- arkostnað og færa aðeins til frá- dráttar þann kostnað vegna vöru og þjónustu sem þeir kaupa sann- anlega fyrir rekstur sinn. Gjaldfærir þú einkakostnað í rekstrinum þínum? Eftir Ingibjörgu Björnsdóttur » Grunnurinn að góð- um rekstri er að fyrirtæki hafi sterkan rekstrargrunn. Ingibjörg Björnsdóttir Höfundur er lögmaður, viðurkenndur bókari og rekstrarráðgjafi hjá ACTIO ráðgjöf. „En sú á einmitt að vera undirstöðu- hugsun í afskiftum vorum og allri afstöðu til barna, að vér vit- um ekkert um þau nema eitt: að þau eru í heiminn borin – hvernig kemur þjóð- félaginu ekki við. Hvert barn er alfull- komið gagnvart rétt- lætinu, hvort heldur storkurinn kom með það í nefinu ellegar læknirinn í tösku; eða það er eingetið eins og Jesús Kristur.“ Nóbelsskáldið gat þess í Al- þýðubókinni að hvert einasta barn er fætt fullkomið gagnvart rétt- lætinu. Þetta fer greinilega úr skorðum við úthlutun fjármagns vegna skólabarna frá ríki til sveit- arfélaga. Skuldsetning kallar á ójöfnuð og sýnir afleiðingar slóða- skapar sveitarfélaga (sjá töflu). Það fer t.a.m. alfarið eftir því í hvaða sveitarfélagi við búum á höfuðborgarsvæðinu hvaða þjón- ustu barn fær í grunnskólum þrátt fyrir að ríkið skili hinu sama fyrir hvert barnsnef. Skuldsetning sveitarfélaga og sameining Um árabil hafa sveitarfélög ver- ið að sameinast. Garðabær tók yf- ir Álftanes sem gat ekki staðið lengur undir sér en þar komu til ástæður sem óþarfi er að tíunda enda flestum kunnugar. Hvaða áhættu ganga sveitarstjórnarmenn undir og hvaða ábyrgð sæta þeir sem setja sveitarfélög sín í greiðsluþrot? Er hún ekki aðeins pólitísk? Með tilkomu R-listans á síðustu öld var farið að bjóða upp lóðir á hinum „frjálsa markaði“. Það vita allir sem vilja vita að hér var um dulbúna skatta að ræða. Það vita allir hvernig þetta endaði. Verð- bólga rauk upp, fjármagn var sog- ið frá almenningi langt inn í fram- tíðina. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu byggðu síðar á þessu vænta tekjuflæði sínu og skuld- settu sig mörg upp í rjáfur. Sam- hliða brutu sveitarfélögin eigin loforð sín í millum þess efnis að hvorki ætti að byggja né skipuleggja, þ.e. fyrir hrun, nema ákveðið marga fermetra svo slíkt myndi ekki valda óróa og ofþenslu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gengu sjálf gegn eigin loforðum í þessu efni. Flest þeirra veltu þessu yfir á almenn- ing eftir hrun í formi hærri gjalda og skatta. Þetta finna allir á eigin skinni. Nú vilja hinir sömu „breiðari skattstofn“ rétt eins og bankar sem hafa yfir 40 blaðsíðna verðskrá til handa þeim sem tæp- ast geta sótt þessa þjónustu ann- að. Ber hér ekki allt að sama brunni? Hvað gerist í bæ skáldsins? Svo er komið fyrir sveit Nób- elsskáldsins að búið er að loka bókasafni í Varmárskóla, bóka- safni skáldsins. Eldri börn skólans geta ekki farið þar inn á skólatíma til að stunda lestur bóka. Það er ekki lengur hægt að láta sig hverfa inní heim bókmenntanna og fá þar frið eða stuðning fag- fólks á sviði bókmennta og bóka- safna. Aðeins er hér um eitt atvik af mörgum að ræða þar sem meiri- hlutinn í bænum, með bæj- arskáldið innanbúðar, fer illa að ráðum sínum og skerðir þjónustu við börn og foreldra þeirra. Þetta er ekki stjórnendum skóla um að kenna. Krafan um niðurskurð kemur að ofan. Samhliða eru frjáls félagasam- tök að berjast gegn ólæsi barna og hið opinbera er með átak á mörgum sviðum til að tryggja aukinn lestur og lesskilning. Er þetta forsvaranleg forgangsröðun hjá meirihlutanum í Mosfellsbæ? Borgar- og bæjarráð bregðast við Um þessar mundir, sbr. frétt í Stöð 2 þann 11. október sl., eru borgar- og bæjarráð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að sam- þykkja hvert á fætur öðru álykt- anir þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að „beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga“. Hér vekur sérstaka athygli að í forsvari fyrir þessu ákalli til rík- isins eru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. „Við erum að óska eftir því að tekjustofnar sveitarfélaganna verði fjölþættari og breiðari. Það er ástæða fyrir því. Nú eru ný- gerðir kjarasamningar kennara og fleiri aðila og þetta kostar gríð- arlega mikla fjármuni,“ sagði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í viðtali á dögunum. Er þetta svona einfalt? Hækk- aði ekki útsvarið umfram lækkun tekjuskatts þegar verkefni grunn- skóla var fært frá ríki til sveitar? Fylgdu ekki fjármunir frá ríkinu vegna einsetningar skóla? Hvað með dulbúna ríkisvæðingu við flutning verkefna frá ríki til sveit- arfélaga? Er það vinnumat kenn- ara sem er að setja sveitarfélög á hliðina? Nei, vinnumat mun aðeins segja stjórnum sveitarfélaga hvað þær skulda börnum og foreldrum þeirra. Sumir sjálfstæðismenn vilja leita í vasa skattgreiðenda Viljum við að sveitarfélögin geti skattlagt okkur enn frekar? Ríkja ekki afar undarlegar áherslur í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir? Er þetta e.k. „sósíalismi“ í Sjálfstæðisflokkn- um? Hvað með sparnað eða sam- einingu í stað þess að heimta sí- fellt meira fjármagn frá ríkinu án þess að skila því í réttar hendur? Sveitarfélög virðast nú í vörn eins og ofvaxin ólesin börn. Sýnir reynslan ekki að sveit- arstjórnum, sem kjörnar eru til fjögurra ára án þess að rjúfa megi það tímabil og boða til kosninga, er tæpast treystandi til að fara með skattstofn og hvað þá breiðari skattstofn.? Er ekki kjör- ið að sameina og spara? Menn eiga ekki að taka bækur frá börnunum eða brauðpening til kennslu. Það er annaðhvort tær mannvonska eða einskær fáviska. Sósíalisminn í Sjálfstæðisflokknum Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Nóbelsskáldið gat þess í Alþýðubókinni að hvert einasta barn er fætt fullkomið gagnvart réttlætinu. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er fv. formaður Sjálfstæð- isfélags Mosfellinga, situr í skólaráði Varmárskóla og stjórn foreldrafélags Varmárskóla. Er talsmaður FGMOS, svæðisráðs grunnskólaforeldra í Mos- fellsbæ. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Sportsæti, sportstýri, sóllúga, gardínur ofl. Verð 9.900.000 kr. Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.254156Mjög vel útbúinn,stórglæsilegur bíll! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.