Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 78
78 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú ætti fjárhagurinn að leyfa fjár- festingu fyrir framtíðina. Við þurfum öll að taka okkur tíma í að ganga frá skriffinnsku svona endrum og sinnum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hafa verið fengin völd yfir störfum annarra. Samræður við maka og nána vinu ganga þar af leiðandi talsvert stirðlega. Ekki fara ófögrum orðum um náungann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu það ekki eftir þér að grípa til aðgerða bara til þess að hrista upp í mann- skapnum. Komdu þér út slíkri klípu með lip- urð og festu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hindranir gætu komið upp vegna ferðaáætlana, útgáfutækifæra eða einhvers tengdu menntun. Með þínum náttúrlegu hæfileikum fyrir samræðum, geturðu fengið fólk á þitt band. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Notið tækifærið til að rétta vinum ykkar hjálparhönd sem þurfa á henni að halda nú fyrir jólin. Gefðu þeim tíma til þess að sjá það sigra í framkvæmd. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Brynjaðu þig fyrir andstöðu annarra og haltu þig við fyrri áætlanir. Alltumlykjandi ást einhvers er kannski dálítið yfirþyrmandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sýndu varfærni á öllum sviðum ekki síst í peningamálunum því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mistök á því sviði. En mundu að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu auga með bankareikn- ingnum í dag. Hin mega bíða og þú skalt ekki eyða tíma í þau á meðan hin eru óafgreidd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að vera með opin huga og sýna samstarfsvilja, þín fyrstu viðbrögð eru að streitast við. Gleymdu samt hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft ekki að sitja með hendur í skauti og bíða þess að komi betri tíð með blóm í haga. Kannski áttu þér leynilegan vel- vildarmann, eða ert bara farinn að skilja eitt- hvað í fjármálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nei þú ert ekki skrýtin/n. Gakktu hiklaust til verks og láttu utanaðkomandi hluti ekki trufla þig. Alveg eins og þú tengir ekki við þeirra sýn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert með ýmsar vangaveltur í sam- bandi við ákveðna samstarfsmenn þína. Einn góðan veðurdag stendur þú uppi sem sig- urvegarinn. Menn hafa lengi dundað sér við aðleita uppi höfund Njálu og eru margar tilgátur skemmtilegar. Mig rekur minni til að faðir minn hafi sagt mér að á miðilsfundi á Héraði fyrir hálfri öld eða svo hafi skrifari Páls biskups Jónssonar í Skálholti (1155-1211) upplýst að Páll biskup væri höfundur Njálu. Þar með virtist málið upplýst – en mér sýnist Anton Helgi Jónsson vera á annarri skoðun: Landsins börn með hýrri há um höfund Njálu þrefa. Skyld’ann lifa skrattinn sá og skyld’ann heita Eva? Og nú varð mér hugsað til Hann- esar Péturssonar. Í bók hans Rím- blöð heitir eitt ljóðið „Höfundur Njálu“ með undirtitli: „Brot úr nið- urstöðu rannsóknar“: …Staðreyndir ýmsar stangast á stórum meir en vér héldum. Ekki t.d. var Ingjaldur þá orðinn bóndi á Keldum. Áður hef ég áherzlu lagt á örlög Hámundarsona. Ég hygg því rétt, eins og hér var sagt að höfundur Njálu sé kona. Í Blöndu er rifjuð upp vísa úr Njálu-rímum, „sem nú eru fyrir laungu liðnar undir lok, en hafa ver- ið ortar varla síðar en á 16. öld“: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum: allir komu þar óvinir Njáls, nema Ingjaldur frá Kjöldum. Matthías Johannessen skrifaði skemmtilega bók um „Njálu í ís- lenzkum skáldskap“. Þar er þessi visa eftir Árna Böðvarsson á Ökrum (1713-1776) um Hallgerði langbrók: Enginn hafi það eftir mér, allir heldur lofi víf. Máske hún hafi séð að sér og síðan hlotið eilíft líf. Ólafur Stefánsson er á sólarströnd og yrkir um Carmen og eilífðina: Til eilífðar óska að vera, á eyjunni La Comera, því Carmen þar býr, kurteis og hýr. Við sólina sá hana bera. Auðvitað gat Davíð Hjálmar Har- aldsson ekki stillt sig: Þónokkuð skýrt er þetta ljóð: Þarna var tvennt í sólarglóð. Ólafur kúrði, Carmen stóð, kíkt’ann upp undir pilsklætt fljóð. Gáta um Seljalandsfoss: Að kom ég þar elfan hörð á var hlaupum fljótum; undir vatni, ofan á jörð arka ég þurrum fótum. Gengt er bak við fossinn þurrum fótum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Höfundur Njálu og Carmen Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÆ, JÓNSI, ERTU ENN AÐ HORFA Á 50-TOMMU SJÓNVARPIÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann breytir um stefnu í áttina að þér. ÉG ER PÍNU SYFJAÐUR ÞÚ REYNIR EKKI EINU SINNI, JÓN ÉG ER SOFANDI MEIRA AÐ SEGJA ÞEGAR ÉG VAKI! PÍNU SYFJAÐUR? PÍNU SYFJAÐUR?! ÉG HATA AÐ FARA HEIM! HELGA ER Í ÓÐAÖNN AÐ SINNA HVENÆR BYRJAÐI HÚN? HÚN HÆTTI ALDREI! „VORHREIN- GERNING- UNUM“ LÖGREGLAN HEFUR VERIÐ SÖKUÐ UM AÐ BEITA OF MIKLU AFLI EN Á HINN BÓGINN… EKKI SANNGJARNT! … VAR MÓTMÆLANDINN Í KANÍNU- BÚNINGI – ÞANNIG AÐ KANNSKI LEIT ÞAÐ BARA ÚT FYRIR AÐ VERA OF MIKIÐ Allt fram streymir, eins og skáldiðkvað, ár og dagar líða. Þessi merkilega staðreynd virðist ansi oft vefjast fyrir kvikmyndagerðar- mönnum, sérstaklega þeim sem búa til myndir upp úr vísindaskáldskap, eða sem gerast í framtíðinni. Oftar en ekki eru myndirnar tímasettar ca. „kortér inn í framtíðina,“ og fyrr en varir er sá tími runninn upp, að kvikmyndin um framtíðina er orðin að „heimildarmynd“ um fortíðina. x x x Í gær var til dæmis merkilegur dag-ur, 21. október 2015, en söguþráð- urinn í Back to the Future- myndunum hverfist að nokkru leyti um þennan dag. Frá og með næstu viku, þegar atburðum myndarinnar lýkur, verður hún ekki lengur að „framtíðartrylli“, þar sem framtíðin í myndunum verður orðin að fortíð. Sem ævintýri hafa myndirnar elst ágætlega, en það dregur að sjálf- sögðu ögn úr boðskap myndarinnar um tímaflakkið, að hin fjarlæga framtíð var ekki fjarlægari en þetta. x x x Í tilefni af deginum mátti síðan lesaurmul greina á netinu um það sem myndirnar hefðu spáð rétt fyrir um, og síðan hitt, þar sem myndirnar voru víðsfjarri. Myndsímtöl, sem virðast fastur liður í flestöllum fram- tíðarmyndum, eru til dæmis ekkert sérstaklega algeng, jafnvel þó að Skype og Facetime hafi aðeins opn- að fyrir þann möguleika. Þá sakna líklega flestir aðdáendur myndanna svifhjólabrettisins sem Marty McFly, aðalhetja myndanna, svífur um á í Back to the Future II. Eitt- hvað hefur þó heyrst um tilraunir fólks til þess að láta slíkt verða að veruleika. x x x Hitt er síðan annað mál, að Back tothe Future er ekki fyrsta eða síðasta myndin sem hefur eða mun eldast framyfir þann sögutíma sem kvikmyndagerðarfólkið setti á hann. Escape from New York og Term- inator 2 spáðu t.d. báðar fyrir um að 1997 yrði hræðilegt ár. Þá þarf ým- islegt að gerast á næstu fjórum ár- um til þess að Blade Runner geti orðið að veruleika. Víkverji bíður all- tént spenntur. víkverji@mbl.is Víkverji Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121:2) SLIK -SLÉTTUJÁRN SLIK -KEILUJÁRN slik -hárblásari SLIK -KRULLUJÁRN lúxushártækjalína fyrirþásemviljaaðeinsþaðbesta Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.