Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áætlað er að um 40% allra spóa í heiminum komi til Íslands til að verpa. Varpstofninn er talinn vera um 250.000 pör og sé miðað við að hvert par komi að meðaltali upp ein- um unga á sumri þá fara héðan 750.000 spóar til vetursetu í Vestur- Afríku. „Ísland er almennt mikil vaðfugla- paradís,“ segir Borgný Katrínar- dóttir líffræðingur, sem starfar við fuglarannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. Hún rannsakaði ásamt fleirum áhrif eldgosa á spóa- varp og viðkomu spóans. Ritrýnd grein um rannsóknina birtist í júlí í sumar. Eins birtist blogg um spóa- rannsóknina á vef Breska fuglafræð- ingafélagsins nú í september. Eldgos olli uppnámi Borgný hóf spóarannsókn sína ár- ið 2009 á Suðurlandi. Vorið eftir gaus Eyjafjallajökull og spjó ösku og eimyrju yfir rannsóknarsvæðið að hluta. Svo fylgdi Grímsvatnagosið 2011 í kjölfarið. „Gosið í Eyjafjallajökli setti rann- sóknina í uppnám, þar sem aðal- svæðin mín voru staðsett mjög ná- lægt eldfjallinu,“ sagði Borgný. Raunin varð samt sú að áhugaverðar niðurstöður fengust um áhrif eld- gosaöskunnar á viðkomu spóans. Borgný sagði að líklega hefði askan valdið því að tímabundið hrun hefði orðið í ýmsum skordýrastofnum sem spóaungarnir reiddu sig á og þeir drepist af þeim sökum. Spóaungarnir verða sjálfir að finna sér fæðu frá því þeir koma úr eggjunum. Foreldrarnir vísa þeim ef til vill á svæði þar sem eitthvað ætt er að finna, gæta þeirra og hlýja þeim á meðan þeir eru litlir. Borgný sagði veiðieðli spóaunganna vera mjög sterkt. „Ég var að mæla ný- klakinn unga inni í bíl og setti hann upp við bílrúðuna þar sem voru flug- ur á vappi. Hann fór strax að pikka í þær. Það var greinilega innbyggt í hann að byrja strax að kroppa í það sem hreyfist, enda fara ungarnir úr hreiðrinu mjög fljótlega eftir klak og þurfa þá að leita sér að fæðu,“ sagði Borgný. Sumurin 2010 og 2011, þegar gaus í Eyjafjallajökli og sumarið eftir, gekk spóunum betur að koma upp ungum eftir því sem þeir urpu fjær eldfjallinu. Borgný sagði að svo virt- ist sem spóunum gengi verr við varpið sumarið 2011 en 2010. Seinna vorið var kalt og mörg paranna reyndu þá ekki einu sinni að verpa. Ástandið lagaðist hins vegar fljót- lega eftir þessi tvö sumur. Nýleg grein hefur líka sýnt fram á að mest er af vaðfuglum á áhrifasvæðum eld- fjallanna en næringarefni í öskunni virka sem áburður og hafa áhrif upp alla fæðukeðjuna. Langtímaáhrifin eru því jákvæð þótt skammtíma- áhrifin geti verið slæm. Kindur og hross rændu eggjum Rannsóknin leiddi í ljós að tals- vert mikið afrán var á spóaeggjum. Þar komu þekktir eggjaræningjar við sögu, eins og kjóar og tófur. Það vakti meiri undrun þegar grasbítar á borð við sauðfé og hesta sáust éta egg. Á tveimur aðalathugunarsvæð- unum, sumurin 2009 og 2010, var 126 af 197 eggjum rænt. Notaðar voru sjálfvirkar myndavélar til að fylgjast með nokkrum hreiðrum og náðust myndir af 13 afránsatburðum (þegar einu eða fleiri eggjum var rænt). Sökudólgarnir voru af ýmsum teg- undum en í sjö tilfellum voru kindur að verki og tvisvar sinnum hross. Borgný bendir á að spóinn sé langlífur. Hvert par þarf því ekki að koma upp ungum á hverju ári til að stofninn haldist stöðugur. Spóaungarnir fara héðan að hausti til Vestur-Afríku og koma ekki aftur fyrr en tveggja ára í fyrsta lagi. Þá eru fuglarnir orðnir kynþroska og geta hafið varp. Elsti spói sem vitað er um náðist 24 árum eftir að hann hafði verið merktur. Sá var enn verpandi og var því orðinn að minnsta kosti 26 ára. Losa sig við ónýta karla Spóar halda sig yfirleitt við sama maka. Borgný segir þó að hugsan- lega séu meiri líkur á skilnaði ef varp parsins gengur illa. „Ég fylgd- ist með karlfugli sem aldrei gekk neitt hjá og sá var alltaf kominn með nýja kerlingu á hverju vori. Honum virtist ekki haldast á þeim,“ sagði Borgný. Pörin, og þá sérstaklega karlfugl- arnir, halda almennt mikla tryggð við óðul sín og mæta á þau ár eftir ár. Borgný sagði að yfirleitt væri hægt að ganga að fuglunum vísum á svipuðum slóðum svo aðeins skeik- aði fáeinum tugum metra á staðsetn- ingu hreiðranna ár frá ári. Eldgosin trufluðu varp spóans  Um 40% allra spóa í heiminum koma til Íslands að verpa  Aska úr Eyjafjallajökli lagðist yfir varpsvæði spóa  Skordýr sem spóaungarnir éta drápust  Óvæntir eggja- og ungaræningjar Morgunblaðið/Ómar Spói Á vorin koma um 250.000 spóapör frá Afríku og koma að meðaltali upp einum unga hvert um sumarið. Spóavarp er hvergi í heiminum þéttara en hér á landi, eftir því sem best er vitað, eða 29 til 45 pör á ferkílómetra þar sem það er þéttast. En hvar er kjörlendi spóans? „Spóinn verpir í margskonar búsvæðum en virðist sækja mikið í hálfgrónar áreyrar. Þar er þéttleikinn mestur,“ sagði Borgný. „Þetta eru snögglend og sendin svæði sem eru um- fangsmest í námunda við jökul- ár. En spóar virðast forðast há- vaxinn gróður.“ Þegar spóinn spókar sig í V- Afríku á vetrum lifir hann mikið á krabbadýrum. Hér leggur hann sér aðallega skordýr, ána- maðka og krækiber til munns. Hvergi þétt- ara spóavarp FORÐAST HÁAN GRÓÐUR Ljósmynd/Borgný Katrínardóttir Ræningi á ferð Búsmali, kindur og hestar, rændu eggjum og ungum spóa eins og sást af myndum úr sjálfvirkum eftirlitsmyndavélum við hreiðrin. Ljósmynd/Borgný Katrínardóttir Spóahreiður Spóinn velur gjarnan að verpa á hálfgrónum áreyrum. ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Skákmótið Æskan og ellin, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 12. sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni. Taflfélag Reykjavíkur og Ridd- arinn, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, með stuðningi Olís, standa saman að mótshaldinu þriðja sinni. Þessi mót hafa jafnan verið fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og vel heppnuð. Yf- ir 80 ára aldursmunur hefur iðu- lega verið milli yngsta og elsta keppandans. Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri, og eldri skákmenn, 60 ára og eldri. Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða níu umferðir með sjö mínútna umhugsunar- tíma. Skráning til þátttöku fer fram á www.skak.is fram að móti. Há- marksfjöldi keppenda miðast við 100 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst og mæta tímanlega á mótsstað, segir í tilkynningu. Æskan og ellin mæt- ast við skákborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.