Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af því semAlþingi af-rekaði á síðasta kjörtímabili var að festa í lög ákvæði um að sveit- arfélög „þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri“ skuli hafa 23 til 31 aðalmenn í sveit- arstjórnum. Fyrir þá sem eru þokkalega staðkunnugir hér á landi var þetta ákvæði nokkuð sérkennilega orðað, en það snerist um að borgarfulltrúum í Reykjavík skyldi fjölgað úr 15 um 8 til 16. Fram að þessu hafði borgar- stjórn sjálf ákveðið fjölda borg- arfulltrúa og hafði einu sinni í sögu sinni fjölgað þeim. Það var í tíð vinstristjórnarinnar sem sat á árunum 1978 til 1982 sem fjölgaði fulltrúunum upp í 21. Sú fjölgun var svo óvinsæl að borg- arbúar höfnuðu henni við fyrsta tækifæri og síðan hefur enginn meirihluti í Reykjavík þorað að fjölga borgarfulltrúum. En með hjálp frá vinstri meirihlutanum á Alþingi á síð- asta kjörtímabili tókst vinstri- mönnum í borgarstjórn að fá þennan gamla draum sinn upp- fylltan og nú bíða þeir spenntir eftir að taka á móti fleiri eftir næstu kosningar. Aukinn kostn- aður dregur ekkert úr áhugan- um, jafnvel þótt borgarsjóður eigi í miklum fjárhagsvanda vegna óráðsíu núverandi borg- arstjóra og borg- arstjórnarmeiri- hluta. Í fyrradag flutti Kjartan Magn- ússon tillögu þess efnis fyrir hönd sjálfstæðismanna í borgarstjórn að skora á Alþingi að afnema ofan- greint ákvæði um fjölgun borg- arfulltrúa og gefa borgarstjórn sjálfdæmi um fjöldann. Borgarfulltrúar meirihlut- ans, sem mega ekki heyra á það minnst að þingið hafi skoðun á því hvort ríkið reki áfram inn- anlandsflugvöll í borginni, voru ófáanlegir til að styðja þessa til- lögu, en svæfðu hana þess í stað með því að senda hana til for- sætisnefndar. Í umræðum um tillöguna komu fulltrúar vinstriflokk- anna, VG, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, hver af öðrum og ræddu nauð- syn þess að fjölga borg- arfulltrúum. Röksemdirnar voru afar fátæklegar, allt frá því að fulltrúarnir væru búnir að vera fimmtán svo lengi að þeim yrði að fjölga af þeim sök- um, yfir í að þriðja rótin af íbúa- fjölda sveitarfélags ætti að ráða fjölda borgarfulltrúa. Ætli nokkrum detti í hug að það hjálpi að fjölga borgar- fulltrúum upp í þriðju rótina ef þeir hafa ekkert skárra fram að færa en þetta? Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn styð- ur fjölgun borgar- fulltrúa þrátt fyrir fjárhagsstöðuna} Mistökin endurtekin Það liggur í eðlidómsmála, hvort sem þau eru einkamál eða opin- ber, að aðilar máls hafa mjög ólíka sýn á því, hver niður- staðan hljóti að vera. Þetta ligg- ur í augum uppi í einkamálunum og er helsta ástæða þess að mál ganga til dómstóla. Í opinberu málunum er það óháðra sak- sóknara að ákveða hvort ákært sé eða ekki. Öllum má vera ljóst að í ákærunni einni felst „refs- ing“ enda eru fjölmiðlar og aðr- ir stundum berir að því að taka ákæruna eina sem áfelli gagn- vart ákærða. Af þeim ástæðum m.a. verða saksóknarar að fara gætilega og ákæra ekki nema verulegar líkur standi til að ætla að ákæran standist fyrir dómi. Sum mál fá meiri athygli en önnur og málflutningur um ein- stök mál heldur stundum áfram úti í samfélaginu eftir að loka- dómur hefur gengið. Ekki er nokkur ástæða til að reyna að takmarka slíka umræðu í frjálsu þjóðfélagi. Þannig hefur verið veruleg umræða um svo- kallað Al Thani-mál og fleiri mál af svipuðum toga og margir mætir menn og fróðir blandað sér í þá umræðu. Nýlega gekk dómur í Hæstarétti um brot konu sem nafngreind er í dómnum. Í upphafi málsins í héraðsdómi segir: „Mál þetta, sem dómtekið var 12. nóvember 2014, er höfðað með ákæru lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, útgefinni 6. maí 2014, á hendur (nafni, heimilisfangi og kennitölu sleppt hér) fyrir fjársvik og þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 5. nóvember 2013, í verslun […], […], […], stolið tveimur sápum að verð- mæti kr. 1.996 og blekkt af- greiðslumann, er ákærða fram- vísaði og greiddi fyrir tvo kertastjaka kr. 954, sem voru að verðmæti kr. 4.396, eftir að hafa límt 954 kr. verðmiða á kerta- stjakana.“ Málinu lauk þannig, að brota- konan var dæmd í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og málskostnaður á báðum dóm- stigum felldur á hana. Hann er samtals 633 þúsund krónur. Ekki hefur neinn talið nauð- synlegt að fjalla opinberlega um þetta mál. Hvernig var þetta með snærisspottana og Jón Hregg- viðsson?} Sápuóperur og merkikerti R eyndur blaðamaður á Fréttatím- anum og bókagagnrýnandi Kilj- unnar, Friðrika Benónýsdóttir, var blekkt af bókaútgefanda þeg- ar hún tók að því er virtist viðtal við höfund nýrrar bókar. Heil opna var lögð undir viðtalið og birt stór mynd af rithöfund- inum, ungri konu sem var að skrifa sína fyrstu bók. Ágætis tilefni til að gefa lesendum tæki- færi til að kynnast nýjum höfundi. Í ljós kom hins vegar að myndin var keypt úr erlendum myndabanka og svörin við spurningum blaða- mannsins líklega öll uppspuni. Engum blaðamanni væri skemmt að vera vísvitandi blekktur með þessum hætti þó að forleggjararnir hlæi sig líklega máttlausa. Sjálfsagt er takmarkinu náð þegar flestir fjöl- miðlar hafa greint frá þessu og þar með vakið athygli á bókinni sem nýkomin er á markaðinn. Ég meira að segja tek þátt í þessum leik með því að eyða orku minni í að skrifa um þetta. En ég get bara ekki orða bundist. Hvað með traustið sem þarf að vera til staðar á milli við- mælanda og blaðamanns og traustið á milli fjölmiðils og lesanda? Blaðamaðurinn þarf að treysta því að viðmæl- andinn sé að segja satt og rétt frá og lesandinn þarf að geta treyst því að blaðamaðurinn komi því til skila á skilj- anlegan hátt. Viðmælandinn treystir blaðamanni fyrir staðreyndum og lesandinn treystir því að staðreyndirnar séu raunverulegar. Það er stutt síðan upp komst um blekkingar Volks- wagen-bílaframleiðandans. Þá var allur heim- urinn blekktur af stjórnendum fyrirtækisins þegar okkur var talin trú um að dísilvélar bíla þeirra menguðu minna en raunverulega var. Það var mikill skellur fyrir Volkswagen þegar upp komst um svikin. Eigendur áttuðu sig á að það var ekkert annað að gera í stöðunni en að láta forstjórann taka pokann sinn. Hann var ímynd hneykslisins. En jafnvel þótt hann hafi horfið á braut hefur þýski bílaframleiðandinn ekki enn bitið úr nálinni með þetta. Það gæti tekið langan tíma að byggja aftur upp sama traustið. Svo stór er þessi bílablekkingarleikur að rætt hefur verið um að hann gæti haft áhrif á ímynd heillar þjóðar sem þekkt hefur verið fyrir traust og áreiðanleika. Flestir byggja tilveru sína á trausti, bæði í einkalífi og starfi. Fjölmiðlar eru í þeim hópi en líklega eru stjórnmálamenn þeir sem þurfa einna mest á traustinu að halda. Traust er þeirra helsta útspil ef þeir vilja láta kjósa sig oftar en einu sinni. Í gegnum fjöl- miðlana er dregin upp ákveðin ímynd sem þeir geta mikið til stjórnað sjálfir. Að segja satt og rétt frá er lykilatriði. Að leika tveim skjöldum getur verið erfið jafnvægislist. Við höfum margsinnis horft á hversu erfitt getur reynst að lappa upp á ímyndina þegar hún hefur beðið hnekki. Við getum ákveðið núna hvort við kaupum nýja bók bókaútgefandans eða dísilbíl. En við þurfum að bíða þar til í næstu kosningum með að ákvarða hvaða stjórnmála- menn eru traustsins verðir. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Ertu traustsins verður? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Skýrslan Ungt fólk 2015 komút í vikunni. Hún var unn-in af Rannsóknum oggreiningu við Háskólann í Reykjavík og byggist á könnun sem gerð var meðal nemenda í 5.-7. bekk í febrúar þar sem líðan þeirra var könnuð innan og utan skóla sem og tómstundaiðja og íþrótta- iðkun. Meðal þess sem kemur fram er mikil íþróttaiðkun barna á þess- um aldri. Um 80% barnanna segj- ast æfa eða keppa á vegum íþrótta- félags að minnsta kosti einu sinni í viku. Almennt er um aukningu að ræða milli kannanna en sérstaklega fjölgar þeim börnum sem stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Á þessum aldri eru börnin að bæta við sig æfingum og fer tíðnin stigvaxandi með hverjum bekk. Í 7. bekk segjast 54% drengja og 51% stúlkna stunda íþróttir í fjögur skipti í viku sem er talsverð aukning frá könnuninni árið 2011, sérstaklega meðal stúlkna. Mikilsvert starf íþróttafélaga Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, seg- ir það sérstaklega mikilvægt að iðkunin fari fram á skipulegan hátt innan félaga sem ráða yfir sér- menntuðu starfsfólki. Hún segir fé- lögin afar mikilvægar stofnanir inn- an samfélagsins þegar kemur að uppeldi. „Innan íþróttahreyfingarinnar erum við að sjá einstakar tölur á heimsvísu þegar kemur að íþrótta- iðkun. Það að svona stór hluti sé virkur innan íþróttafélaga einu sinni í viku eða oftar þar sem eru menntaðir þjálfarar er mjög já- kvætt og mikilvægur liður í for- varnastarfi,“ segir Margrét. „Það verður svo alltaf eitthvert brottfall en það er ekki endilega raunhæft að halda öllum í iðkun.“ Líkamsímynd barna jákvæð Flestir nemendur í könnuninni lýsa holdafari sínu sem passlegu. Á milli 69-79% svara svo og hefur þróunin verið í þá átt á milli kann- ana. Strákar eru almennt líklegri til þess að telja sig of mjóa og stelpur líklegri til þess að telja sig of feitar. Hlutfallið hækkar eftir því sem stelpurnar eldast. Samkvæmt rannsókn Land- læknisembættisins og heilsugæsl- unnar frá 2012 var tíðni ofþyngdar meðal barna í 7. bekk þá 16-18% og offitu um 5%. Í könnuninni sögðust 14% drengja í 7. bekk og 20% stúlkna vera of feit. Drengjum líður verr í skóla Sem fyrr kemur fram að drengjum líður verr í skólanum en stúlkum, þeir segjast frekar eiga í erfiðleikum með námið og þeim leiðist það frekar. Þá sýnir könn- unin að drengir lesa síður bækur en stúlkur, þó að þeir lesi meira á stafrænum miðlum en þær. Margrét segir þetta gegnum- gandandi niðurstöðu í rannsóknum á náminu. Brugðist sé við þegar komi upp sérstök tilvik en henni er ekki kunnugt um almennar aðgerð- ir gegn þessu. „Drengirnir upplifa frekar leiða heldur en stúlkur og fá síður hrós frá kennara. Það eru stað- bundin frávik en heilt yfir er þetta staðan. Það er samt margt sem kemur til í þessu sambandi. Ef mér berast stöðugar fréttir um að ég hafi lítinn lesskilning og leiðist stöðugt í skólanum þá er ákveðin hætta á að ég innbyrði þau skilaboð og hagi mér eftir því. Mikil íþróttaiðkun barna góðs viti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Börn Mikil þátttaka barna í skipulögðu íþróttastarfi hér á landi stendur upp úr í skýrslunni. Hún er talin mikilvægur liður, m.a. í forvarnastarfi. Í skýrslunni kemur fram að neysla á kóla- og orkudrykkj- um sem al- mennt inni- halda koffín er meiri hjá þess- um aldurshópi en talið er æskilegt. Neyslan er umtalsvert meiri hjá drengjum en stúlkum. 14% drengja og 6% stúlkna segjast drekka eina til þrjár flöskur eða dósir af kóladrykkjum á dag. 5% drengja og 2% stúlkna drekka að auki einn til þrjá orkudrykki á dag. Neyslan fer þó minnkandi á milli kannana. Margrét segir samfélagið í raun enn vera að læra að um- gangast vöruna. „Þegar orku- drykkirnir komu þá varð ákveðin sprenging. Við erum að átta okkur á því hvaða áhrif koffínið hefur og að drykkirnir séu ekki æskilegir fyrir börn.“ Vara við koff- índrykkjum NEYSLUVENJUR Margrét Lilja Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.