Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 71
töm. Hann þurfti ekki að hækka róminn til að koma sínu fram, þvert á móti nánast hvarf per- sóna hans sjónum; verkefnið og lausnir þess skiptu hann meira máli. Hann sameinaði vel að vera fagmaður og félagi. Við starfsfólk Samgöngustofu kveðjum góðan vin. Mörg hver unnum við með honum, lærðum af honum og öll nutum við alúðar hans við að stíga fyrstu skrefin hjá sameinaðri stofnun. Sóley og fjölskyldan stóðu sem klettur með Pétri í veikind- um hans og samúð okkar er hjá þeim með vissu um að Pétur hef- ur nú fengið hvíld á góðum stað eftir erfið veikindi undanfarinna ára. Blessuð sé minning góðs drengs. Þórólfur Árnason. Ég fór að læra vélaverkfræði 1974. Fyrsta verkfræðigreinin hét Rekstrarfræði 1 og kennar- inn var Pétur K. Maack. Ég vissi að hann var bróðir Gunnars vin- ar míns úr menntaskóla, og alveg rosalega klár. Síðan er liðin ein starfsævi, með sigrum og ósigrum og hversdagsleika þar á milli. Þegar ég horfi til baka kemur í ljós hvað Pétur hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Hann kenndi samt fræði sem ég gerði ekki að mínum. Engu að síður er mér ljóst að það sem ég lærði hjá Pétri hefur haft veruleg áhrif á líf mitt. Hlutverk háskólakennarans er ekki bara að flytja fyrirlestra, láta reikna heimadæmi upp úr kennslubókinni og birta virðu- legar greinar í alþjóðlegum rit- rýndum tímaritum. Það er einnig að vera vera fyrirmynd, vekja til umhugsunar og gera „einföld“ mál flókin. „Ef eitthvað er svo augljóst að það þarf ekki að ræða það, þá er það venjulega rangt“, einfalda svarið er venjulega vit- laust. Hjá Pétri lærði ég þá visku að taka aldrei við spurningu á blaði án þess að snúa blaðinu við og líta á bakhliðina. Kannski er spurningin vitlaus jafnvel þótt svarið sé 42. Síðar vorum við samkennarar við Véla- og iðnaðarverkfræði- skor Háskóla Íslands. Þar var góður andi og sambandið við nemendurna var gott. Pétur dreif hvert verkefnið eftir annað áfram og hvatti nemendurna til dáða, jafnt til frekara náms og til stofnunar fyrirtækja. „Never push when you can pull“ – ef það er gaman hjá nemendunum, þá munu þeir vinna betur. Við kennararnir leigðum sam- an sumarbústaði eina helgi á hverju hausti. Pétur stóð þar fyr- ir viðfangsefnum fyrir yngri kyn- slóðina – ratleik um hóla og hæð- ir, og leiksýningu unga fólksins – þ.e.a.s. þeirra sem höfðu aldur til að ganga nokkurn veginn óstuddir. Hann hafði metnað fyrir hönd skólans og nemendanna. Þarna vann hann verkefni sem hafa haft áhrif á þjóðfélagið, mörg þeirra tengd innleiðingu nýrra aðferða í gæðastjórnun. Og alltaf var einhver nemandi Péturs að gera góða hluti og með í verk- efnum til framfara fyrir vísindin, atvinnulíf og þjóðfélag – með Pétur sem könguló í miðjum vefnum. Pétur skipti um vettvang og fór að vinna að flugmálum. Það er gæðastjórnun sem veldur því að við getum sest upp í flugvél áhyggjulaus um líf okkar og ör- yggi. Og þar voru næg verkefni, orkuboltinn hélt áfram að sinna metnaðarfullum verkefnum, bæði innanlands og á alþjóða- vettvangi. Síðustu árin höfum við hist reglulega á sinfóníutónleikum. Þá höfum við Pétur, Björk og Sóley setið saman eftir tónleika og krufið lífsgátuna til mergjar, ekkert mannlegt hefur verið okkur óviðkomandi í þeim grein- ingum, hvorki menn né málefni. Við erum svo mörg sem höfum lært hjá Pétri eða lært af Pétri. Hann hefur verið leiðtoginn, fyrirmyndin, mentorinn sem víkkar sjóndeildarhringinn og opnar hugann. Hinn sanni prófessor sem spyr spurninga án þess að vera með einfalt svar á vörunum, menntar fremur en kennir. Ég er þakklátur fyrir að hafa lent í þessum stóra hópi, þakk- látur fyrir að hafa fengið að vinna með Pétri og þakklátur fyrir að hafa átt hann að vini. Takk fyrir allt, Pétur. Páll Valdimarsson. Fallinn er frá góður félagi, Pétur K. Maack, tæplega sjötug- ur að aldri, eftir erfiða baráttu við sjúkdóm. Undirritaður kynntist Pétri fyrst er við sátum saman í nefnd á vegum háskólaráðs sem m.a. hafði það hlutverk að koma á fót og sjá um úthlutun úr Tækja- kaupasjóði Háskóla íslands. Pét- ur stýrði nefndinni og mér er minnisstætt hve snöfurlega og fagmannlega hann tók á málum. Tillögur hans voru skýrar og af- dráttarlausar og umfram allt óvilhallar í öllu og vinnan gekk vel og vandræðalaust. Vonandi höfum við sem með honum vor- um lært af þessum vinnubrögð- um. En lengst urðu þó kynni okkar á vettvangi Íþróttahússins þar sem starfsmenn skólans hafa um áratuga skeið komið saman til að iðka líkamsrækt og leika blak, auk samfunda í gufubaði hússins í vikulok. Á þeim vettvangi er margt rætt og stundum haft á orði að ekkert mál megi útkljá innan skólans nema fullrætt hafi verið í gufubaðinu. Pétur var einn staðfastasti meðlimur þessa hóps. Hann var vel á sig kominn, léttur og lipur og flinkur leikmaður í okkar íþrótt. Honum var annt um að við tileinkuðum okkur góða leik- tækni og lékum af alvöru en ekki með hangandi hendi. Átti til að orða ábendingar þar að lútandi en ávallt af kurteisi og góðum hug. Í viðræðum var hann ein- beittur og rökfastur og líklegur til að varpa ljósi á mál með ábendingum um ný sjónarhorn. Um margra ára skeið glímdi hann við erfiðan sjúkdóm og sýndi þá af sér þolgæði og karl- mennsku svo sem fáum er gefið. Gegnum það langa ferli hélt hann ótrauður áfram og þolgæði hans og þrautseigja vakti undrun og aðdáun þeirra sem fylgdust með. Þó að stundum slægi í bak- seglin vegna sjúkdóms og erfiðra lyfjagjafa var hann ávallt kominn aftur til leiks eftir fáeina daga eins og ekkert hefði í skorist. Slíkir menn eru öðrum góð fyr- irmynd. Hans verður mjög sakn- að meðal okkar félaga. Sóleyju konu hans og fjöl- skyldu sendi ég samúðarkveðjur. Hörður Filippusson. Kveðja frá Verkfræðinga- félagi Íslands Með Pétri K. Maack er fallinn frá fjölhæfur verkfræðingur, góður félagi og liðsmaður í Verk- fræðingafélagi Íslands. Pétur lauk fyrrihlutaprófi í vélaverkfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1968, Civ. Ing. prófi frá DTH í Danmörku 1971 og doktorsprófi frá sama skóla 1975. Starfsferill hans var fjöl- breyttur og farsæll. Hann starf- aði um langt skeið sem dósent og prófessor í verkfræði við Há- skóla Íslands. Þar átti undirritaður þess kost að njóta kennslu Péturs og minn- ist ég hans sem góðs kennara sem lét sér annt um nemendur sína. Pétur átti stóran þátt í að byggja upp kennslu í iðnaðar- verkfræði við Háskóla Íslands. Hann vann ötullega að því að tengja saman kennslu og þarfir atvinnulífsins með því að innleiða nútíma stjórnunarhætti og var frumkvöðull á sviði gæðastjórn- unar. Pétur gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir Verkfræð- ingafélag Íslands. Hann sat í stjórn félagsins árin 1985-87 og var formaður 1986-87. Hann starfaði í Menntamálanefnd VFÍ um árabil. Heiðursmerki VFÍ hlaut Pétur aldamótaárið 2000 fyrir störf sín og framlag á sviði verkfræði. Við minnumst Péturs K. Maack með hlýju og vottum fjöl- skyldu og aðstandendum inni- lega samúð. Kristinn Andersen, formaður VFÍ. Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman í Kaupmannahöfn haustið 1970, er hann var þangað kominn í hópi vaskra sveina til að halda áfram námi í vélaverkfræði við danska tækniháskólann, DTU. Var ég þá starfandi sem lektor við byggingarverkfræðideild skólans og átti mikil samskipti við þennan káta og hressilega flokk íslenzkra stúdenta, en margir þeirra sóttu tíma í nám- skeiðum mínum. Nokkrum árum síðar hittumst við svo aftur í verkfræðideild Háskóla Íslands, en Pétur var ráðinn dósent við vélaverkfræðiskor hennar fljót- lega eftir að hafa lokið doktors- prófi frá DTU 1975. Störfuðum við þar saman næstu áratugina og hittumst nær daglega á kaffi- stofunni til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Ekki þarf að fjölyrða um hæfileika Péturs, því að glæstur starfsferill hans segir allt sem segja þarf. Meira um vert er vinátta hans og fé- lagsskapur gegnum tíðina. Við hittumst meðal annars nokkrum sinnum ásamt mökum okkar í Florida á árunum eftir 2000, þegar við vorum staddir þar á sama tíma. Pétur sá þá um grill- ið, enda meistari á því sviði. Það voru ánægjulegar stundir sem aldrei gleymast. Hæst ber þó samveru okkar í Menningar- félagi Háskólans. Þar hittumst við reglulega í vikulegum leik- fimistímum og gufubaðinu á föstudögum. Pétur var mikill íþróttamaður og ákafur liðsmað- ur í blakinu, sem við stunduðum af miklu kappi. Fengum við orð í eyra ef honum þótti við vera staðir og linkulegir í leiknum. Við félagar hans fylgdumst með baráttu hans við hinn illvæga sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Dáðumst við að þreki hans, hugarró og æðruleysi. Ný- kominn úr erfiðri lyfjameðferð kom hann í leikfimina eins og ekkert hefði í skorizt og ham- aðist í blakinu sem aldrei fyrr. Þannig var Pétur. Við félagar hans kveðjum nú góðan vin og sendum jafnframt hugheilar samúðarkveðjur til Sóleyjar og dætranna. Þórður Jóhannesson, eitt af hirðskáldum Menningar- félagsins, sendir þetta kvæði fyrir hönd okkar allra. Mér býr harmur í huga horfinn er Pétur af sviði. Engin dáð mátti duga og dreng góðum verða að liði. Nú er skarð fyrir skildi skeleggur braut er á farinn. Stranga háði hann hildi hugdjarfur, víða þó marinn. Laus við þrautina þunga hann þenur út vængi og flýgur. Fjarri depurð og drunga djarfur í nýheima stígur. Júlíus Sólnes. Fallinn er frá heiðursmaður- inn Pétur K. Maack. Kynni okk- ar hófust þegar hann kenndi mér við verkfræðideild Háskóla Ís- lands fyrir um þrjátíu árum. Pét- ur var sá kennari í verkfræðinni sem kenndi nemendum sínum að hugsa út fyrir boxið og velta fyr- ir sér öllum hliðum hvers við- fangsefnis. Pétur hafði stundað framhaldsnám sitt við Danska Tækniháskólann DTH og hafði þar alist upp við óformlegt sam- band kennara og nemenda sem hann viðhafði þegar heim var komið. Hann var til dæmis upp- hafsmaður að svokölluðum kenn- arafagnaði þar sem kennarar ásamt mökum og eldri nemendur í véla- og iðnaðarverkfræði hitt- ast árlega eina kvöldstund og eiga saman glaða stund. Þessi hefð er einstök og hefur haldist fram til þessa dags. Pétur var beint eða óbeint þess valdandi að ég fór til framhaldsnáms við DTH að loknu námi við Háskóla Íslands. Að loknu námi í Dan- mörku hóf ég störf við véla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands. Þá kynntist ég annarri hefð sem Pétur hafði ásamt öðr- um komið á, en sú hefð fólst í því að kennarar skorarinnar fóru ásamt fjölskyldum í sumarbú- staðaferð í Brekkuskóg á haustin og áttu saman fjöruga og skemmtilega helgi í góðra vina hópi. Pétur hóf störf hjá Flug- málastjórn 1997 og var hans sárt saknað sem samstarfsmanns við Háskóla Íslands. Oft var leitað til Péturs þegar á þurfti að halda og reyndist hann ávallt ráðagóður. Með Pétri er genginn einn af merkustu brautryðjendum í kennslu í verkfræði á Íslandi. Við hjónin þökkum Pétri fyrir samfylgdina og sendum samúð- arkveðjur til Sóleyjar, dætra og annarra aðstandenda. Ólafur Pétur Pálsson, forseti Iðnaðarverk- fræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands. Leiðir okkar Péturs lágu sam- an árið 1976, þegar ég kom til starfa við verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla Íslands. Hann hafði þá starfað við deildina um eins árs skeið og var byrjaður að byggja upp kennslu og rann- sóknir á sérsviði sínu í rekstrar- og iðnaðarverkfræði af mikilli atorkusemi. Hann vann jafn- framt ötullega að því að koma á samstarfi við íslensk iðnfyrirtæki um gæðastjórnun, sem var ný af nálinni. Verkfræðinemar fögn- uðu því heilshugar að nú væri hafin öflug kennsla í tæknilegum rekstrargreinum. Enginn vafi er á því að sá innblástur og þekking sem þeir fengu í námskeiðum Péturs hefur nýst þeim vel og orðið til þess að breikka starfs- svið verkfræðinga frá því sem verið hafði. Pétur var góður félagi hvort sem var í starfi eða leik. Auk þess að vera gefandi í að byggja upp menntun í véla- og iðnaðar- verkfræði var hann mikill íþrótta- og útivistarmaður. Hann tók alla tíð virkan þátt í íþrótta- iðkun háskólakennara. Pétur var fær blakmaður og kom í þeim leik vel fram hve mikill keppnis- maður hann var. Menn vissu að ef þeir vildu vera í vinningsliðinu var skynsamlegt að vera í liði með Pétri. Hann stundaði þessa íþrótt nánast til síðustu stundar af ósegjanlegri viljafestu og hæfni þrátt fyrir erfiðan sjúk- dóm. Nýr kafli í samskiptum okkar Péturs hófst þegar hann kom til starfa hjá Flugmálastjórn á sviði öryggismála, fyrst sem ráðgjafi og frá árinu 1997 sem fram- kvæmdastjóri flugöryggissviðs. Þar gegndi hann lykilhlutverki við að innleiða nýjar samevr- ópskar flugöryggisreglur. Pétur var sérstaklega hæfur til að gegna þessu hlutverki vegna mikillar þekkingar og reynslu í að framfylgja nýju regluverki, sem er forsenda þess að rekstur íslenskra flugfélaga njóti alþjóð- legrar viðurkenningar. Þótt ýms- um fyndist hann á stundum ósveigjanlegur var Pétur alltaf reiðubúinn að setjast niður og ræða málin og reyna að finna lausnir sem menn gætu sætt sig við. Hann vissi manna best að oft má finna fleiri leiðir að sama markmiði. Á þessu sviði reyndi mikið á samskiptahæfni hans við erlend flugöryggisyfirvöld og stofnanir. Skemmst er frá að segja að Pét- ur naut mikils trausts þeirra að- ila sem hann átti samskipti við á þessum vettvangi, ekki hvað síst hjá Flugöryggisstofnun Evrópu. Þar sat hann í stjórn frá því að þessari stofnun var komið á lagg- irnar árið 2003. Það var því rök- rétt og farsæl ákvörðun þegar Pétur var valinn til að gegna embætti flugmálastjóra, þegar Flugmálastjórn Íslands varð að stjórnsýslustofnun árið 2007. Því embætti gegndi hann af mikilli reisn þar til á síðasta ári og naut mikilla vinsælda meðal sam- starfsmanna. Þegar komið er að leiðarlok- um er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga samfylgd, sam- starf og vináttu í leik og í starfi í nær fjóra áratugi. Pétur lagði SJÁ SÍÐU 72 MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR KRISTÍN HERMANNSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, Hlíf 1, Ísafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 7. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. október klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. . Gunnar Valdimarsson, Herdís Halldórsdóttir, Hermann S. Gunnarsson, Þorgerður H. Kristjánsdóttir, Valdimar S. Gunnarsson, Linda Kristín Gunnarsdóttir, Bergsteinn Gunnarsson, Kristín Ósk Jónasdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Hrund Hjaltested, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, GUÐRÚN OSVALDSDÓTTIR fulltrúi hjá Ríkisskattstjóra, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. október klukkan 11. . Sigurður Ingi Sigurðsson, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Helga Guðbjartsdóttir, Þórdís Gyða Guðbjartsdóttir, Herdís Rut Guðbjartsdóttir. Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Erfidrykkjur á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR TORFASON frá Háafelli, Drangsnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. október, verður jarðsunginn frá Drangsneskapellu laugardaginn 24. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Björg á Drangsnesi, reiknnr. 0316-26-265, kt. 711090-2079. . Ása María Hauksdóttir, Pétur Óskarsson, Guðbjörg Hauksdóttir, Óskar Torfason, afa- og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegs sonar, bróður og mágs, VIGFÚSAR ERLENDSSONAR byggingatæknifræðings. . Jóhanna Soffía Sigurðardóttir, Guðrún og Ingólfur, Björk og Símon, Sigurður og Rósa, Guðmundur, Guðbjörg og Ólafur Haukur og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.