Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Dagar koma“ er heiti róm-aðs upphafsljóðsins ífyrstu ljóðabók GyrðisElíassonar, Svarthvít axlabönd, sem GM forlag gaf út árið 1983 þegar skáldið var aðeins 22 ára gamalt. Þar sér ljóðmælandinn dag- ana koma í birtingu þungstíga yfir hæðina „og bera / við kaldsólaðan himin // í þögulli ógn“. Í þessari frumraun gaf að líta furðu þroskuð ljóð, frumleg og fersk, ljóð sem hrifu marga og þar á meðal þennan rýni sem tókst á við „Dagar koma“ í ljóðgreiningu á vor- prófi þetta sama ár. Og ég var afar lánsamur að fá að kynnast verkum Gyrðis á mótunartíma unglingsáranna og að hafa feng- ið að vera sam- stiga þessu merka og mik- ilvæga skáldi og rithöfundi allar götur síðan; hreint makalaus og afar persónuleg verk hans hafa á ein- hvern furðulegan hátt orðið hluti af minni sýn á umhverfið og líklega um leið mótað alla mína upplifun af skáldskap. Og þar með af heim- inum. Dagar hafa ekki bara komið, þeir hafa líka liðið, árin eru orðin 32 og ljóðabækur Gyrðis orðnar 14, auk fjögurra safna ljóðaþýðinga sem hafa orðið mikilvægur hluti höfund- arverksins – allt fléttast það saman hjá Gyrði, ljóð og prósaverk – frum- samin sem þýdd – eiga í látlausri og áhugaverðri samræðu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi Gyrðis hjá forlaginu Dimmu, og skáldið og þýðandinn Magnús Sigurðsson hafa tekið úrval úr öllum ljóðabókum Gyrðis í þetta fyllilega tímabæra ljóðaúrval, en margar bókanna eru fyrir löngu ófá- anlegar. Hvaða ljóð þeir hafa valið úr bókunum er áhugavert, þeir draga fram meginlínur og þemu í hverri bók fyrir sig, en tekst jafn- framt að sýna hvernig ákveðnir straumar flæða gegnum agað og persónulegt heildarverkið. Sumum finnst að ljóðheimur skáldsins taki ekki miklum breytingum frá einni bók til annarrar, afstaða sem þessi rýnir hefur löngum furðað sig á, og hér má glögglega sjá hvernig heimssýnin hefur breyst og mótast, ungæðisleg á köflum í fyrstu, þó ljóðin séu furðu þroskuð, þá á stundum æði myrk og ekki er hún björt sýn skáldsins á umgengni manna um náttúruna, og fram- koman við dýrin, sem birtist í síð- ustu ljóðabókinni, Hér vex enginn sítrónuviður (2012). Þetta er ljóðið „Hreinsun“: Einhverntíma kemur að því að plánetan fær nóg, tekur á sig snöggan rykk á ofurhröðum snúningi sínum og þeytir öllum þessum 7 milljörðum ásamt því sem tilheyrir út í myrkan geiminn, svona rétt einsog þegar dýr hristir af sér óværu. Svo byrjar hún í rólegheitum upp á nýtt að safna lífi (143) Ritstjórarnir velja sex til átta ljóð úr flestum bókanna, þó ekki nema þrjú úr þriðju bókinni, Einskonar höfuðlausn (1985), þar sem skáldið var á kafi í konkretljóðagerð, en hins vegar leggja þeir mesta áherslu á ljóð úr þremur af fjórum síðustu ljóðabókum, birta fjórtán eða fimmtán úr Hugarfjallið (1999), Nokkur almenn orð um kulnun sól- ar (2009) og fyrrnefndri Hér vex enginn sítrónuviður. Valið er svo áhugavert og laust við tilviljanir að erfitt er að benda á einhverja galla á því fyrir utan að rýnir hefði kosið að sjá fleiri ljóð úr Bakvið maríuglerið (1985), sannkölluðu lykilverki á fyrri hluta ferils skáldsins. Á móti kemur að ánægjulegt er að ljóðabálkurinn Blindfugl / Svartflug (1986) er birt- ur í heild sinni, allar 404 línurnar, sem er vel enda eitt mikilvægasta og merkasta verk íslenskra bók- mennta á níunda áratugnum. Þessi martraðarkennda lýsing á hugar- heimum, draumsýnum og andvök- um sem hefst með þessum orðum: „Rósemi get ég ekki miðlað, / af henni á ég ekkert, flugþol / órólegra hugmynda virðist án / takmarka, þær hefja sig á loft / í hvelfingunni og sveima nótt / eftir nótt í húð- vængjulíki milli / súlna …“ (32). Og „Svefnleysið smíðar huganum vængi / eða vefur honum töfrateppi, hann / líður yfir spanskgrænt ólg- andi / haf að sorfinni strönd …“ á þessu makalausa og óhugnanlega ferðalagi áður en, undir lokin, er vaknað „með andfælum við hryglu- / kennt óp klukkunnar“ (48). Þetta ljóðaúrval hefði mögulega nýst nýjum lesendum verka Gyrðis enn betur hefðu ritstjórar skrifar for- eða eftirmála, greint heild- arverkið og rétt lesendum lykla að ljóðheimunum. Fjarvera slíks texta dregur þó ekki úr mikilvægi eða gæðum ljóðanna. Í einni sagna Gyrðis lætur per- sóna orðið magnað fara í taugarnar á sér en ég kýs að nota það engu að síður; í þessu látlausa kveri birtist lesendum magnaður ljóðheimur, úr- val af einhverjum bestu og mik- ilvægustu bókmenntum sem skap- aðar hafa verið á Íslandi á síðustu þrjátíu árum, af einu af höf- uðskáldum þjóðarinnar í dag. Það er ekkert öðruvísi. Lesið þessi ljóð. Morgunblaðið/Einar Falur Meistaraverk „… í þessu látlausa kveri birtist lesendum magnaður ljóð- heimur, úrval af einhverjum bestu og mikilvægustu bókmenntum sem skap- aðar hafa verið á Íslandi á síðustu þrjátíu árum, af einu af höfuðskáldum þjóðarinnar í dag,“ skrifar rýnir um Ljóðaúrval Gyrðis Elíassonar. Flugþol órólegra hug- mynda virðist án takmarka Ljóð Ljóðaúrval 1983-2012 bbbbb Eftir Gyrði Elíasson. Dimma, 2015. Kilja. 155 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög, ljóð og léttar aríur í hádeginu í Fríkirkjunni í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og verða um 30 mín. að lengd. Að- gangseyrir er 1.500 kr. og er ekki tekið við greiðslukortum. Ingibjörg og Hrönn í Fríkirkjunni Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir Hrönn Þráinsdóttir 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 24/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 24/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu DAVID FARR HARÐINDIN Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Sun 1/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:30 Allra síðustu sýningar! At (Nýja sviðið) Fim 22/10 kl. 20:00 14.k Fös 23/10 kl. 20:00 15.k Allra síðustu sýningar! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 15/11 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00 Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00 Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Mið 18/11 kl. 20:00 Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Fim 19/11 kl. 20:00 Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Fim 19/11 kl. 20:00 Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar! Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS .. — — Nazanin (Salur) Mið 18/11 kl. 20:30 Lokaæfing (Salur) Lau 24/10 kl. 20:30 Sun 8/11 kl. 19:00 Lau 31/10 kl. 20:30 Fös 13/11 kl. 20:30 Þú kemst þinn veg (Salur) Sun 25/10 kl. 20:30 Lífið (Salur) Sun 1/11 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00 Petra (Salur) Fös 30/10 kl. 19:00 Ævintýrið um Augastein (Salur) Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 This conversation is missing a point (Salur) Mið 28/10 kl. 20:30 Mið 11/11 kl. 20:30 Þri 17/11 kl. 20:30 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.