Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Elsku pabbi. Nú þegar leiðir skilur, í bili allavega, þá fara um hugann margar, margar minningar um þig og hluti sem við gerðum saman. Allar eru þær þó af sama meiði, þ.e. hversu góður og hjartahlýr maður þú varst. Þú hafðir yndi af því að vera með börnunum þínum og gera eitt- hvað, t.d. veiða. Já, það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru inn að á að veiða, aflinn var misjafn en samverustundirnar voru skemmtilegar. Einnig er mér minnisstæður sá dagur er þú fluttir litla sum- arbústaðinn sem þú byggðir út í hvammana við Rangá. Ég man eins og gerst hafi í gær hversu ánægður þú varst og í þessum bústað áttum við fjöl- skyldan eftir að eiga margar góðar stundir saman og leika okkur þar í kring. Talandi um sumarbústaðinn góða sem þú byggðir þá má nú ekki gleyma húsinu sem þú byggðir í Faxatröðinni af mikl- um dugnaði og elju. Það hús hlóðst þú að mestu leyti sjálfur með hjálp góðra manna, enda varstu hagleiksmaður mikill og áttum við margar góðar stundir þar. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga þig fyrir pabba svo góðhjartaðan og ég man sem lítill pjakkur hversu nota- legt var að kúra hjá þér og hlusta á skemmtilegar sögur. Já, þær voru einstaklega skemmtilegar og margar frum- samdar af þér og hef ég reynt af fremsta megni að gleðja mín börn með svona kvöldsögum, Gunnar Bergmann Axelsson ✝ Gunnar Berg-mann Axelsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1936. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 21. september 2015. Foreldrar Gunnars voru Anna Guð- mundsdóttir og Ax- el Vendel Guð- mundsson. Útför hans fór fram frá Egilsstaða- kirkju 29. september 2015. munandi hversu gaman mér fannst þetta sjálfum þeg- ar ég var lítill. Einnig veit ég að barnabörnin þín sem þér þótti svo ákaflega vænt um hafa notið góðs af því hversu góður sögumaður þú varst og fannst þeim fátt skemmti- legra en að hitta afa sinn og heyra hjá honum sögu og kannski fá súkkulaðibita eða eitthvert annað góðgæti. Katrín Dögg, Karen Sif og Björn Gunnar eiga margar góð- ar minningar um afa sinn. Elsku pabbi, ég er afar ánægður fyrir hönd litla stráks- ins míns að hann skuli bera nafn þitt. Því miður náði hann ekki að kynnast þér mikið en þó máttu vita að ég mun leggja mig fram um að hann fái að kynnast því hversu góður maður þú varst, enda hélstu mikið upp á hann nafna þinn sem og að sjálf- sögðu öll hin barnabörnin og barnabarnabörnin. Kveðjustundin er erfið, pabbi minn. Þó veit ég að þú ert á góðum stað og vel hefur verið tekið á móti þér. Ég veit að Axel afi, Anna amma og litli bróðir hafa tekið vel á móti þér. Elsku pabbi minn og afi, hvíldu í friði. Guð blessi þig og varðveiti. Kveðja, Axel Kristinn Gunnarsson, Sandra Björk Björnsdóttir, Katrín Dögg Axelsdóttir, Karen Sif Axelsdóttir og litli nafni þinn, Björn Gunnar Axelsson. Elsku afi. Ég er svo innilega þakklát fyrir að eiga svona margar góðar minningar um þig, elsku afi minn. Ég var svo heppin að fá að eyða svo mikl- um tíma með þér og ömmu þegar ég var barn. Efst í huga mér eru ótal minningar frá ferðum okkar niður í hvammana í Rangá, þar sem þið amma höfðuð gert ykk- ur lítinn sumarbústað. Þessar ferðir okkar elskaði ég og þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér hvernig ég ætti að kasta með veiðistöng og hvern- ig ég ætti að veiða, en til þess að vera alveg viss um að ég myndi ekki meiða mig á öngl- inum settirðu penna í stað öng- ulsins á meðan ég var að æfa mig. Þú varst mikill dýravinur og öll dýr hændust að þér. Á ferð- um okkar niður í hvamma komu yfirleitt allir heimilis- hundarnir á Rangá 2 hlaupandi á eftir bílnum og eltu okkur og þú varst alltaf tilbúinn með ein- hvern góðan bita handa þeim. Þegar ég var svo aðeins eldri kenndirðu mér að keyra og ég fékk að þeytast um túnin á gulu lödunni sem hverfur seint úr minni. Það voru sko aldrei leiðinleg- ir dagar að vera í pössun hjá ykkur ömmu, þú gast alltaf fundið upp á einhverju til að gera. Ég man hvað mér fannst notalegt að skríða upp í rúm til þín á daginn þegar þú tókst þér miðdegisblund og þú sagðir mér þá sögur af því þegar þú varst strákur í sveit eða sögur af mömmu og bræðrum hennar og prakkarastrikum sem þau höfðu gert sem krakkar. Það var í algjöru uppáhaldi hjá mér að koma til ykkar ömmu og fá kringlur og kakó og einnig elskaði ég að fá harð- fisk sem afi hafði smurt, því ef einhver annar reyndi að smyrja fyrir mig harðfiskinn var hann bara ónýtur og ekki hægt að borða hann. Hvíldu í friði, elsku afi, þín er sárt saknað en ég veit að þér líður vel núna. Ég er viss um að þú situr einhvers staðar á árbakka með veiðistöngina og blístrar fallegan lagstúf. Kveðja, Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir. Ég ætlaði varla að trúa því þegar mamma sagði mér að elsku afi minn hefði fallið frá eftir áralanga veikindabaráttu. Þar sem við bjuggum í Reykja- vík en afi og amma fyrir austan hittum við þau ekki næstum eins oft og við vildum, en þegar við hittumst var tíminn nýttur og stundirnar æðislegar. Laug- ardagskvöldin voru alltaf heilög hjá okkur, þá voru lottókvöld og afi fyrir löngu búinn að kaupa tíu raðir með jóker. Ég mun ævinlega vera þakklát fyr- ir að hafa náð að kveðja afa á spítalanum í Reykjavík daginn sem hann fór. Ég veit að þér líður betur núna og það er það sem skiptir máli. Við munum hittast aftur, að eilífu ég lofa. Kveðja, Karen Sif Axelsdóttir. Elsku langafi, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið, það var svo gaman þegar þú varst að búa til skutlur, flugvélar og báta úr blöðum. Við elskum þig. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Kveðja, Heiðar Árni Ægisson og Sæbjört Vala Ægisdóttir. HINSTA KVEÐJA Í litbrigðum haustsins lagðirðu upp í hinstu för ljós þér frá himni sendu hlýju og föðurþel laus frá líkama þjáðum leiftur í ljóssins för á kveðjustund bið þér bata í bæn almættinu fel. Jóna Óskarsdóttir. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar. Þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Hvíldu í friði elsku afi minn. Þín, Helga Sjöfn Hrólfsdóttir. ✝ Þórarinn Pét-ursson fæddist 3. október 1930 á Húsavík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. sept- ember 2015. Hann var sonur hjónanna Birnu Bjarnadóttur hús- freyju, f. 13. ágúst 1892, d. 5. sept- ember 1981, og Péturs Sigfússonar kaupfélags- stjóra, 9. desember 1890, d. 5. október 1962. Systkini Þórarins voru: Bjarni, f. 20.3. 1915, d. 24. Þórarinn dvaldi fyrstu æviár- in á Húsavík en síðan fluttist fjölskyldan til Borðeyrar, þá til Borgarness og loks Reykjavík- ur. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1949, vann eftir það við ýmis skrifstofustörf, m.a. á Keflavík- urflugvelli. Þórarinn fluttist svo til Colorado árið 1956 og var þar við nám og bústörf á býli fjölskyldunnar. Bjó aftur á Ís- landi árin 1960-66 og starfaði hjá launadeild hersins á Kefla- víkurflugvelli. Flutti 1966 til New York þar sem hann bjó og starfaði um áratugaskeið, fyrst lengi hjá Icelandair og síðan um árabil hjá tryggingafélagi. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2002 og bjó á Frakkastíg 12a til dauðadags. Hann var ein- hleypur og barnlaus. Útför hans fór fram hinn 25. september 2015. 3. 1995, Sigríður María, f. 1.8. 1918, d. 10.9. 1997, Hulda, f. 25.9. 1920, d. 16.4. 2007, Sig- fús, f. 7.7. 1924, d. 28.5. 1992, og Sig- urður Már, f. 4.4. 1929, d. 2.6. 1987. Á heimilinu ólust einnig upp þau Heimir Bjarnason, systursonur Birnu, móður Þórarins, f. 2.8. 1923, d. 17.9. 2014 og Sigríður Birna Bjarnadóttir, bróðurdóttir Þór- arins, f. 10.5. 1938, d. 22.3. 2001. Þórarinn Pétursson hefði orð- ið 85 3. október 2015. Hann lést eftir langvarandi veikindi föstu- daginn 25. september síðastlið- inn og hefur útför hans farið fram. Hann var alla tíð kallaður Tótli og þannig munum við minnast hans. Tótli var uppeld- isbróðir föður míns, yngstur í stórum systkinahópi. Fæddur og uppalinn í norðlenskum sveit- um fyrir stríð en varði stærstum hluta ævi sinnar í Bandaríkj- unum, bjó og starfaði lengst af á Manhattan en var um tíma við bústörf hjá bróður sínum og fjölskyldu hans í Colorado. Við starfslok flutti hann aftur heim til Íslands og bjó á Frakkastígnum til dauðadags. Það hefur eflaust verið áskorun fyrir ungan Íslending að aðlag- ast bandarísku umhverfi á sjötta áratugnum, ég sé hann eiginlega fyrir mér sem persónu í sjón- varpsþætti frá þeim tíma. Grannvaxinn, vel klipptur með lakkrísbindi og í támjóum skóm. Þannig er mín fyrsta minning af honum – kvikmyndastjarna komin í heimsókn til Íslands og alltaf til í að tala við okkur krakkana í fjölskyldunni eða dansa við mömmu á stofugólf- inu. Minni áhugi á karlaspjalli um bíla, veiði, pólitík. Tótli undi sér vel í New York, gjörþekkti borgina, kunni vel við sig á breiðstrætum hennar og átti marga kunningja en kannski færri vini. Hann var svolítið merkileg blanda; opinn, ræðinn og glaðvær en líka hlé- drægur, líkaði vel að búa einn og geta haft hlutina eftir sínu höfði. Það var gaman að heimsækja hann – rölta um hverfið hans, fara á uppáhaldsbarinn og uppá- haldsveitingastaðinn, svo ekki sé minnst á uppáhaldssafnið, The Frick Collection. Hann naut þess að fá fjölskylduna í heim- sókn og bauð hiklaust upp á gistingu þó að íbúðin hans væri ekki stór. Þegar heim var komið eftir langa göngu var tekið til við að malla; Tótli eldaði aldrei heldur mallaði eða kokkaði ef þannig stóð á. Hann hafði mikla ánægju af tónlist, bæði klassík og dæg- urmúsík og í gamla daga kom hann með nýjustu plöturnar heim til Íslands. Stundum söng hann með – í útförinni hans var rifjað upp hvernig hann söng „Don’t fence me in“ við girð- ingavinnuna í Colorado í gamla daga. Nú er langt um liðið og þessi heimsmaður genginn út á breið- stræti eilífðarinnar. Við sem þekktum hann kveðjum ljúf- menni og óskum honum góðrar ferðar. María Heimisdóttir. Þórarinn Pétursson Tómas Grétar Ólason er nú farinn heim, en við Æg- isbúar eigum minn- inguna um góðan dreng, góðan skáta sem á upphafsárum fé- lagsins var einn af þeim skátum sem skópu þann vettvang sem ungir skátar njóta enn í dag. Tómas Grétar var einn af fáum heiðursfélögum skátafélagsins Ægisbúa og sakna skátarnir í Vesturbænum vinar, nú þegar Tómasar Grétars nýtur ekki lengur við til þess að veita góð ráð eða leggja hönd á plóg í verklegum framkvæmdum. Um leið og Ægisbúar votta aðstand- endum hans innilega samúð vilja þeir þakka Tómasi Grétari fyrir að leyfa félaginu að njóta krafta sinna. Tómas Grétar var einn af þeim sem eru ávallt viðbúnir. Fyrir hönd stjórnar skátafé- lagsins Ægisbúa, Guðjón Geir Einarsson, félagsforingi. Tómas Grétar Ólafsson, okk- ar gamli félagsforingi, er fallinn frá. Við vorum svo lánsöm að eyða hluta unglingsáranna í skjóli hans í kjallaranum í Hagaskóla þar sem skátafélag Ægisbúa var til húsa. Tómas Grétar kunni þá list skátaforingjans að leiða án þess að stýra. Undir hans handleiðslu og annarra ágætra stjórnarmeð- lima tókum við út allar sveiflur og dýfur unglingsáranna. Við vorum kröftug og skapandi, óþekk og uppreisnargjörn og mynduðum sterka dróttskátak- líku sem var til í allt, nema ef vera skyldi að skúra skátaheim- ilið og Arnarsetur. Tómas Grétar fól okkur stór verkefni og treysti okkur til að leysa þau. Hann leyfði okkur að gera mistök og gera betur næst. Blikið og kímnin í augum hans kom alltaf upp um hann, þegar átti að taka okkur á teppið. Því að hann vissi manna best hvaða kraft öflugur unglingahópur hefur að geyma. Umfram allt leiddi hann okkur áfram í kraft- miklu starfi Ægisbúa. Eftir- minnilegir eru sveita- og fé- lagsfundirnir þar sem Tómas Grétar þandi harmónikkuna og söng af mikilli gleði. Við erum þakklát Tómasi Grétari fyrir hans þátt í uppeldi okkar og þökkum honum sam- fylgdina. Jafnframt vottum við fjölskyldu hans samúð okkar. Ragna Rögnvaldsdóttir, Kristín Arnardóttir og Guðjón Sigmundsson. Íbúar Sólheima kveðja í dag Tómas Grétar Ólason heimilis- vin og heiðursborgara Sólheima, fullir þakklætis fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem hann lagði af mörkum við að breyta Sólheimum úr heimili í byggða- hverfi. Tómas Grétar var fremstur í flokki vaskrar bar- áttusveitar og klettur í vörn þegar sótt var að. Tómas Grétar kynntist ungur Sólheimum þar sem Óli faðir hans hafði unnið við byggingu fyrsta hússins á Sólheimum, en gerðist virkur stuðningsmaður Sólheima eftir að hann varð félagi í Lions- klúbbnum Ægi. Sá góði fé- lagsskapur gerði Sólheima að aðalviðfangsefni sínu. Í þrjá ára- tugi starfaði Tómas Grétar að uppbyggingu Sólheima. Hann Tómas Grétar Ólason ✝ Tómas GrétarÓlason fæddist 11. febrúar 1935. Hann lést 4. októ- ber 2015. Útför Tómasar Grétars fór fram 17. október 2015. var þar í forystu- sveit og átti sæti í framkvæmdastjórn og fulltrúaráði, lengst af sem vara- formaður í 16 ár. Á 70 ára afmæli Sólheima árið 2000 var Tómas Grétar útnefndur heimilis- vinur og heiðurs- borgari Sólheima. Er hann annar ein- staklingurinn í 85 ára sögu Sól- heima sem hlotið hefur þann virðingarsess. Í þakklætisskyni fyrir hans mikla og fórnfúsa starf stóðu Sólheimar fyrir út- gáfu bókarinnar „Athafnamaður og tryggðartröll – brot úr ævi- skeiði Tómasar Grétars Ólason- ar“, sem Steinar J. Lúðvíksson ritaði. Stjórnendur Sólheima vildu með útgáfunni vekja at- hygli á hinu mikla félags- og líknarstarfi sem Tómas Grétar hafði innt af hendi í áratugi í sjálfboðavinnu; ekki aðeins í þágu Sólheima heldur á fjöl- mörgum öðrum sviðum svo sem fyrir skátahreyfinguna, Lions- hreyfinguna og þjóðkirkjuna, þannig að verulega hefur um munað og orðið fjölmörgum til farsældar. Það var ekki eingöngu á sviði framkvæmda sem Tómas Grétar lét verkin tala. Honum var ein- staklega lagið að ná góðu og traustu sambandi við fatlaða íbúa Sólheima. Þekkti vel til hvers og eins og stóð í vináttu- sambandi við þá flesta. Hann gerði sér betur en flestir aðrir grein fyrir að þótt hús og önnur mannvirki væru mikilvæg væri það innra starfið og hið daglega líf sem skipti mestu. Lionsmenn hafa í áratugi heimsótt Sólheima og staðið fyrir „litlu jólunum“, sem eru einn stærsti viðburð- urinn í daglegu lífi íbúa. Þar stóð Tómas Grétar fremstur á sviðinu með harmónikkuna og stjórnaði. Eiginkona Tómasar var Guð- laug Gísladóttir og eignuðust þau fjórar dætur. Guðlaug og fjölskyldan öll voru virkir þátt- takendur í félagsstörfum hans. Ef einhvers staðar var vá fyrir dyrum eða erfiðleikar var fjöl- skyldan jafnan reiðubúin að bjóða fram liðveislu og aðstoð. Aldrei var spurt um þakklæti eða endurgjald. Öll störf voru leyst af hendi með hjartahlýju og hógværð. Tómas Grétar var hávaxinn maður, þrekmikill og gat á stundum verið ákveðinn í fram- komu. Hann hafði stórt hjarta og ríkan vilja til að láta gott af sér leiða og leggja góðum mál- stað lið. Við áttum náið samstarf í meira en tvo áratugi. Töluðum stundum saman oft á dag, Vor- um ekki ætið sammála, en gerð- um með okkur samkomuleg um að skilja aldrei ósáttir. Með okk- ur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Liðveislu hans og vel- vild fæ ég aldrei full þakkað. Efst í byggðahverfinu á Sól- heimum stendur Tómasar- smiðja. Myndarleg bygging sem hýsir trésmiðju, slökkvistöð og verkstæði. Tómas Grétar tók fyrstu skóflustunguna og frá fyrsta degi voru allir sammála um nafngiftina „Tómasar- smiðja“. Þegar Tómas Grétar lauk farsælum starfsferli færði hann að gjöf verkfæri, vélar og áhöld í Tómasarsmiðju. Þau am- boð munu nýtast Sólheimum vel, en minningin um góðan dreng mun lifa um ókomna tíð. Íbúar Sólheima, fram- kvæmdastjórn, fulltrúaráðs- menn og starfsfólk kveðja Tóm- as Grétar með þakklæti og virðingu. Við sendum fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Pétur Sveinbjarnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.