Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hildur Sverris-dóttir er lögmað-ur og varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Stjórnkerfið er öðruvísi uppbyggt en á Alþingi og það fer eftir því hve mörgum nefndum og ráð- um maður situr í hversu mikil vinna þetta er, og þetta er svo gott sem full vinna hjá mér.“ Hildur vildi á dögunum leggja niður ráð sem hún situr sjálf í. „Maður verð- ur að hugsa þetta út frá heildinni en ekki eigin hagsmunum.“ Meirihlutinn felldi til- löguna en samþykkt var að færa ráðið niður um flokk svo það sé aðeins minna greitt í nefndar- laun. „En ég tel að það hefði átt að stíga skrefið alla leið því að þessum verkefnum er auðveld- lega hægt að sinna annars staðar í borgarkerfinu. Borgarkerfið er of stórt og með mörg ráð og marga sem sitja í hverju ráði.“ Hildur skrifar hálfsmánaðarlega bakþanka í Fréttablaðið. „Ég skrifa um ýmis samfélagsleg mál og þá oft út frá hægri vinkli sem ég tel að skipti máli að heyrist oftar. Ég skrifa samt sjaldan um borgar- mál því mér finnst ósanngjarnt að pólitískir andstæðingar mínir geti ekki svarað mér á sama vettvangi.“ Hver eru áhugamálin fyrir utan pólitíkina? „Mér hefur alltaf fund- ist þessi spurning erfið. Ég hef svo sem lesið margar bækur og finnst gaman í göngutúrum, en ég hef mestan áhuga á samfélagsmálum og að spjalla við fólk um þau. Eftir að hafa séð myndina um Jóhönnu Sig- urðardóttur sem sagði að vinnan væri áhugamál sitt þá get ég bara óhikað svarað þessari spurningu eins.“ Hildur mun eyða afmælisdeginum í aðdraganda landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. „Ég mun stússast í að skoða ályktanir og um kvöldið verður hóf Landssambands sjálfstæðiskvenna sem verður m.a. til- einkað 100 ára kosningaafmæli kvenna.“ Faðir Hildar var Sverrir Einarsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, en hann lést árið 1998. Móðir hennar er Rannveig Jó- hannsdóttir kennari og þekkt sem annar hluti af dúóinu Rannveig og Krummi sem voru í fyrstu Stundinni okkar. Varaborgarfulltrúinn „Öll þessi ráð eru af góðum hug en það þarf að forgangsraða þegar borgin er rekin með halla.“ Vinnan er áhugamálið Hildur Sverrisdóttir er 37 ára í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. R agnar fæddist í Reykjavík 22.10. 1965, ólst þar upp fyrstu sjö árin, átti heima á Selfossi í tvö ár en síðan í Kópavogi. Hann var í Kópa- vogsskóla og Víghólaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1984, lauk prófum í viðskiptafræði við HÍ 1988 og lauk MBA-prófi frá McGill University í Montreal í Kanada 1992. Ragnar var í sveit sem ungling- ur, fyrst í Miðfirði í tvö sumur og síðan á Fljótshólum í Flóa: „Þar var ég hjá afabróður mínum, Þor- móði Sturlusyni og Guðrúnu Jó- hannesdóttur, konu hans. Þessi sumardvöl var góður skóli og ég kunni alltaf vel við mig í sveitinni. Skemmtilegast var að vinna á trak- tor en umhverfið er strangara í dag og vélarnar mun stærri. Bæði þessi bú voru kúabú en það var handmjólkað fyrir norðan en mjaltakerfi á Fljótshólum og mun stærra bú. Ég hef alltaf haldið góðu sambandi við frændfólk mitt á Fljótshólum, og nú er styttra að fara frá sumarbústaðnum sem fjöl- skyldan hefur átt í landi Öndverð- arness í nokkur ár.“ Ragnar segir að fyrsta launaða starfið hans hafi verið blaðburður á vegum Morgunblaðsins í Kópavog- inum. Hann vann síðan með skóla hjá útgáfufélögunum Eldhúsbók- inni og Setbergi en á háskóla- árunum starfaði hann hjá BYKO: „Þar var ég fyrst við afgreiðslu- störf, þá innheimtu og annaðist loks bókhald tveggja dótturfyr- Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls – 50 ára Fríður hópur Ragnar og Íris Halla með börnunum, Patreki, Andreu, Karen og Kristófer sem er að verða fimm ára. Er alsæll í golfinu og í sumarbústaðnum Afmælisbarnið Hér er Ragnar í vinn- unni, forstjóri Norðuráls frá 2007. Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson Reykjavík Róbert Aron fæddist á Landspítal- anum 5. október 2014 kl. 00.38. Hann vó 4.980 g og var 56 cm langur. Móðir hans er Berglind Svanlaugardóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM LED LÝSING - SANDBLÁSUM ispan@ispan.is • ispan.is 30% afslátturaf speglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.