Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 76

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hildur Sverris-dóttir er lögmað-ur og varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Stjórnkerfið er öðruvísi uppbyggt en á Alþingi og það fer eftir því hve mörgum nefndum og ráð- um maður situr í hversu mikil vinna þetta er, og þetta er svo gott sem full vinna hjá mér.“ Hildur vildi á dögunum leggja niður ráð sem hún situr sjálf í. „Maður verð- ur að hugsa þetta út frá heildinni en ekki eigin hagsmunum.“ Meirihlutinn felldi til- löguna en samþykkt var að færa ráðið niður um flokk svo það sé aðeins minna greitt í nefndar- laun. „En ég tel að það hefði átt að stíga skrefið alla leið því að þessum verkefnum er auðveld- lega hægt að sinna annars staðar í borgarkerfinu. Borgarkerfið er of stórt og með mörg ráð og marga sem sitja í hverju ráði.“ Hildur skrifar hálfsmánaðarlega bakþanka í Fréttablaðið. „Ég skrifa um ýmis samfélagsleg mál og þá oft út frá hægri vinkli sem ég tel að skipti máli að heyrist oftar. Ég skrifa samt sjaldan um borgar- mál því mér finnst ósanngjarnt að pólitískir andstæðingar mínir geti ekki svarað mér á sama vettvangi.“ Hver eru áhugamálin fyrir utan pólitíkina? „Mér hefur alltaf fund- ist þessi spurning erfið. Ég hef svo sem lesið margar bækur og finnst gaman í göngutúrum, en ég hef mestan áhuga á samfélagsmálum og að spjalla við fólk um þau. Eftir að hafa séð myndina um Jóhönnu Sig- urðardóttur sem sagði að vinnan væri áhugamál sitt þá get ég bara óhikað svarað þessari spurningu eins.“ Hildur mun eyða afmælisdeginum í aðdraganda landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. „Ég mun stússast í að skoða ályktanir og um kvöldið verður hóf Landssambands sjálfstæðiskvenna sem verður m.a. til- einkað 100 ára kosningaafmæli kvenna.“ Faðir Hildar var Sverrir Einarsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, en hann lést árið 1998. Móðir hennar er Rannveig Jó- hannsdóttir kennari og þekkt sem annar hluti af dúóinu Rannveig og Krummi sem voru í fyrstu Stundinni okkar. Varaborgarfulltrúinn „Öll þessi ráð eru af góðum hug en það þarf að forgangsraða þegar borgin er rekin með halla.“ Vinnan er áhugamálið Hildur Sverrisdóttir er 37 ára í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. R agnar fæddist í Reykjavík 22.10. 1965, ólst þar upp fyrstu sjö árin, átti heima á Selfossi í tvö ár en síðan í Kópavogi. Hann var í Kópa- vogsskóla og Víghólaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1984, lauk prófum í viðskiptafræði við HÍ 1988 og lauk MBA-prófi frá McGill University í Montreal í Kanada 1992. Ragnar var í sveit sem ungling- ur, fyrst í Miðfirði í tvö sumur og síðan á Fljótshólum í Flóa: „Þar var ég hjá afabróður mínum, Þor- móði Sturlusyni og Guðrúnu Jó- hannesdóttur, konu hans. Þessi sumardvöl var góður skóli og ég kunni alltaf vel við mig í sveitinni. Skemmtilegast var að vinna á trak- tor en umhverfið er strangara í dag og vélarnar mun stærri. Bæði þessi bú voru kúabú en það var handmjólkað fyrir norðan en mjaltakerfi á Fljótshólum og mun stærra bú. Ég hef alltaf haldið góðu sambandi við frændfólk mitt á Fljótshólum, og nú er styttra að fara frá sumarbústaðnum sem fjöl- skyldan hefur átt í landi Öndverð- arness í nokkur ár.“ Ragnar segir að fyrsta launaða starfið hans hafi verið blaðburður á vegum Morgunblaðsins í Kópavog- inum. Hann vann síðan með skóla hjá útgáfufélögunum Eldhúsbók- inni og Setbergi en á háskóla- árunum starfaði hann hjá BYKO: „Þar var ég fyrst við afgreiðslu- störf, þá innheimtu og annaðist loks bókhald tveggja dótturfyr- Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls – 50 ára Fríður hópur Ragnar og Íris Halla með börnunum, Patreki, Andreu, Karen og Kristófer sem er að verða fimm ára. Er alsæll í golfinu og í sumarbústaðnum Afmælisbarnið Hér er Ragnar í vinn- unni, forstjóri Norðuráls frá 2007. Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson Reykjavík Róbert Aron fæddist á Landspítal- anum 5. október 2014 kl. 00.38. Hann vó 4.980 g og var 56 cm langur. Móðir hans er Berglind Svanlaugardóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM LED LÝSING - SANDBLÁSUM ispan@ispan.is • ispan.is 30% afslátturaf speglum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.