Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Beinagrindin sem við fæðumst með er lifandi vefur sem alla ævi er brotinn niður og endurbyggður. Bein eru því háð margvíslegum fæðu- þáttum og vítamínum í nægu magni en magn og hlutföll eru aðeins breytileg eftir aldurs- skeiðum. Beinþynning varðar lýð- heilsu þar sem henni má nú líkja við faraldur á efri árum. Nú getur ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum átt von á því að brotna af völdum beinþynningar. Vandinn er að tap á beinmassa sem slíkt gefur ekki einkenni og oftast er fyrsta einkennið beinbrot. Brot á úlnlið, samföll á hryggjarliðum og brot á lærleggshálsi og lærhnútu eru algengustu brotin og fjölmargir lenda í endurteknum brotum. Enda þótt erfðaþætt- ir segi mikið til um það hvort einstaklingur er í aukinni áhættu á bein- þynningu eru það lífs- stílsþættir, svo sem næring, hreyfing og lík- amsrækt, sem gegna lykilhlutverki í upp- byggingu beina á yngri árum og hjálpa til við að hægja á beinþynningu á fullorðinsárum. Mikil- vægi næringar og lík- amsræktar liggur í því að þessum þáttum má breyta og að- laga. Einstaklingar geta tekið já- kvæð skref í þá átt að styrkja bein og draga úr líkum á brotum. Í tilefni af alþjóðlega beinverndardeginum, sem var 20. október sl., mun ég draga fram gildi næringar á efri ár- um. Eins og öll líffæri þarf beinagrind- in jafnvægi milli allra næringarefna, vítamína og steinefna. Vert er að huga sérstaklega að D-vítamíni, kalki, próteinum og snefilefnum. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina, þar sem það styður við frásog kalks í görn og tryggir rétta endurnýjun og styrk- ingu beinanna. Einnig er nú ljóst að D-vítamín bætir vöðvastyrk og get- ur þannig að nokkru leyti bætt upp þá vöðvarýrnun sem fylgir efri ár- um. Nýlega birtist grein frá öldr- unarrannsókn Hjartaverndar sem sýndi fram á að lágt D-vítamíngildi í blóði tvöfaldaði áhættu á mjaðma- brotum í báðum kynjum. Mjaðma- brot verða nær alltaf við byltur. Aðr- ar rannsóknir hafa sýnt fram á að uppbótarmeðferð með D-vítamíni dregur um það bil 20% úr bæði bylt- um og mjaðmabrotum. D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólarljóss og þess er þörf árið um kring. Að þessu leyti standa Ís- lendingar höllum fæti, þar sem sól skín takmarkað flesta mánuði árs- ins. Við þurfum því að reiða okkur á fæðuinntöku, þar með talið lýsi og vítamíntöflur. Það er einna helst að fá D-vítamín úr feitum fiski svo sem laxi en almennt dugar fæðan ekki ein og sér til að uppfylla D-vítamín- þarfir á efri árum. Sýnt hefur verið fram á að D-vítamínþörf eldra fólks er nálægt 800 alþjóðlegum einingum á dag. Þeir sem takast á við lang- vinna sjúkdóma geta þurft meira, að ráðleggingu læknis, einkum í upp- hafi, ef skortur hefur myndast. Kalk er lífsnauðsynlegt efni fyrir líkamann og er það steinefni sem er í mestum mæli í líkamanum. Af því kílói af kalki sem heilbrigð fullorðin manneskja ber eru 99% í beinum og tönnum og aðeins 1% í blóðvessa. Dagleg kalkþörf fullorðins fólks er um 1000 til 1200 mg á dag. Hefð- bundin fæða fullorðinna inniheldur um það bil 700 mg af kalki á dag. Þessa staðreynd er vert að hafa í huga og bæta inn í fæðuvalið kalk- ríkum fæðutegundum. Almennt er mun betra að reiða sig á fæðu en kalktöflur. Töflurnar eru af mismun- andi gerðum og innihalda mismikið hreint kalk, þó að milligrammafjöld- inn sé skráður sá sami. Skýrist það af bindiefnunum. Langbest er að reiða sig á mjólk- urafurðir. Sem þumalfingurreglu má nota að einn „skammtur“ af mjólk- urafurðum innihaldi 250 mg af kalki og gæti það verið eitt mjólkurglas, ein lítil skyr- eða jógúrtdós eða ein þykk ostsneið. Ágætt er því að tryggja þrjá „mjólkurskammta“ í fæðu hvers dags. Aðrar fæðuteg- undir ríkar í kalki eru t.d. grænt grænmeti og hnetur. Prótein eru nauðsynleg beinum og vöðvum. Dagleg þörf er að lágmarki 0,8g/kg líkamsþyngdar og fremur nær 1,2-1,5, en við bráð og langvinn veikindi er þörfin enn aukin í allt að 1,5, þá að ráðleggingu læknis. Gæði próteina skipta einnig máli. Þar koma mjólkurafurðir enn og aftur sterkar inn en þær innihalda amínó- sýruna leucine sem er mikilvæg bæði beinum og vöðvum eins og kalk. Sjaldan er talað um snefilefni. Rannsóknir hafa sýnt fram á mik- ilvægi sinks og magnesíums í bein- myndun og þar kann kopar einnig að vera mikilvægur. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að hefðbundin fæða mætir ekki fullkomlega þörfum fyrir þessi snefilefni á efri árum. Með hliðsjón af þessu mæli ég með einni fjölvítamíntöflu með steinefnum á dag, einkum og sér í lagi fyrir þá sem takast á við einkenni langvinnra sjúkdóma og fæðuinntaka er skert. Hefðbundin fæða auk þriggja „mjólkurskammta“, 800-1000 alþjóð- legar D-vítamíneiningar og ein fjölvítamíntafla með steinefnum á dag auk hressilegrar hreyfingar og göngu gerir mikið til þess að styrkja bein og koma í veg fyrir brot á efri árum. Næring og beinstyrkur á efri árum Eftir Pálma V. Jónsson Pálmi V. Jónsson »Næg inntaka á kalki, D-vítamíni og pró- teinum eru lykilþættir sem stuðla að góðri beinheilsu á efri árum. Höfundur er prófessor í öldrunar- lækningum við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir öldrunarlækn- inga á Landspítala. Það er eitthvað skrýtið í gangi á leigu- markaðnum í dag. Um 40% ungs fólks á þrí- tugsaldri búa enn í for- eldrahúsum og á með- an leigjendur kvarta yfir óöryggi og háu leiguverði vegna skorts á leiguhúsnæði, þá ber- ast fréttir af því að íbúðafjárfesting hafi dregist saman um 20%. Af hverju eru fjárfestar ekki að bregðast við þessari gríðarlegu þörf sem myndast hefur? Á frjálsum markaði eiga ávallt að geta fundist lausnir sem allir geta grætt á. En einhverra hluta vegna virðist mark- aðurinn ekki virka sem skyldi. Það er eins og markaðinn vanti alla græðgi, sem er sá frumkraftur sem drífur áfram flesta frumkvöðla út í óvissuna og er ávallt til staðar í miklum mæli á umbrotatímum þegar verið er að mæta brýnni þörf á markaði. Eitt besta dæmið um þá orku breytinga sem græðgi getur leyst úr læðingi er umbreyting íslensku ferðaþjónust- unnar. Til að mæta vaxandi þörf ferðamanna fyrir afþreyingu, mat og gistingu, þá hefur átt sér stað gríð- arlega öflug uppbygging og nýsköp- un í þessum geira. Hótel og veitinga- staðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur og í dag virðist ímyndunar- aflið vera eina takmörkunin á þeirri afþreyingu sem hægt er að fá. Öll þessi hraða uppbygging er keyrð áfram af frjálsri og óheftri græðgi fjárfesta og frumkvöðla og fyrir vikið hefur vöxtur í greininni orðið mun meiri en nokkurn hefði órað fyrir. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi ferðamanna t.d. nær tvöfaldast og í dag er iðnaðurinn orðin langmik- ilvægasta atvinnugreinin og er í raun helsta ástæða þess hversu hratt land- ið hefur risið upp úr kreppunni. Skemmdarverk á leigumarkaði Stórfelld ríkisafskipti á fasteigna- markaði eru meginástæða þess hversu veikt íbúðaleigumarkaðurinn stendur í dag. Lagður er um 14% skattur á leigutekjur einstaklinga og 20% skattur á leigu- tekjur fyrirtækja sem eyðileggur samkeppn- isstöðu og arðsemi greinarinnar. Fyrir vik- ið er lítið að græða á leigusölu einni sér og leigusalar þurfa að treysta á áframhald- andi hækkun fast- eignaverðs til að fjár- festingin að borgi sig. Skammtímasjónarmið ráða för og leigjendur geta ýmist átt á hættu að leiguverð snarhækki eða að leigu- sali ákveði að selja. Lítil gróðavon veldur einnig því að græðgi fjárfesta er það lítil að þeir nenna hreinlega ekki að byggja nýjar leiguíbúðir þannig að framboðið minnkar sífellt og leiguverð hækkar. Stærri útleigu- fyrirtæki sem þekkjast víða erlendis eru lítið áberandi, sem er miður því þau eru „atvinnumennirnir“ sem í réttu markaðsumhverfi gætu lyft leigumarkaðnum upp á hærra plan með því að bæta þjónustuna og skapa leigjendum öruggt heimili. Þetta mundi gera leigu að mun fýsilegri valkosti en hún er í dag. Leigu- tekjuskattur er óbein skattheimta á lífsnauðsynjar sem mismunar fólki eftir búsetuformi. Skattheimtan er sérstaklega óréttlát og hún bitnar í raun tvöfalt á leigjendum með því að skapa bæði húsnæðisskort og hækka leiguverð allra. Byggingareglugerðin er einnig allt of flókin og laumað hefur verið inn lúxuskröfum um lofthæð, ganga-, stiga- og dyrabreidd, geymslurými, hjóla og barnavagnageymslurými og þvottarými sem stækka sameign og séreign minnstu íbúða um 10-20 m2. Auk þess er krafist 4m2 svala á allar íbúðir á annarri hæð eða hærra og lyftu og hjólastólaaðgangs á allar íbúðir í fjölbýlishúsum sem eru þriggja hæða eða hærri. Skipulags- yfirvöld bæta síðan oft enn í fast- eignakostnaðinn með ýmsum tak- mörkunum og gjöldum. Þegar upp er staðið þá hafa þessar tilbúnu við- skiptahindranir hækkað verð ódýr- ustu íbúða dæmigert um 10 milljónir. Ef óréttlátir skattar væru felldir nið- ur og leyfilegt væri að byggja ódýrar rúmgóðar öríbúðir sem þekkjast víða erlendis, þá væri hægt að ná leigu- verði niður fyrir 60 þúsund á mánuði þegar framboð væri komið í jafnvægi við eftirspurn. Eftir þetta skemmdarverk þá reynir hið opinbera síðan að redda málum með því að úthluta bótum og húsnæðisúrræðum til þeirra sem verst standa. Engar gjafir eru þó nokkurn tímann ókeypis. Hjálpin er háð tekjum og um leið og fólk fer að vinna í sínum málum missir það bú- seturéttinn og bæturnar lækka. Leigjanda sem ekki vill festa sig í þessari fátæktargildru, standa því aðeins tveir kostir til boða. Annað hvort þarf hann að sætta sig við að þurfa að borga töluvert hærri skatt (dæmigert 300 þ/ári) eða að skuld- setja sig í botn vegna íbúðakaupa. Sú fjárfesting getur þó einnig reynst óheillaspor því ef boginn er spenntur of hátt á hann á hættu að enda sem vaxtaþræll í langan tíma. Leyfið börnunum að flytja að heiman Græðgi er frumkraftur heilbrigðs markaðsumhverfis. Með ofskattlagn- ingu íbúðaleigu og því að banna ódýr- ustu íbúðirnar hefur gróðavon við nýbyggingu leiguhúsnæðis horfið. Nýrrar nálgunar, sem byggist á dýpri skilning á kröftum markaðsins, er þörf. Fyrst græðgi í ferðaþjónustu gat á örfáum árum lyft okkur upp úr einni dýpstu efnahagslægð Íslands- sögunnar, á hún vel að geta séð til þess að öllum þörfum leigumark- aðarins verði mætt á mettíma. Þá geta börnin loks flutt að heiman sem hlýtur að vera allra hagur. Það eina sem stjórnvöld þurfa að gera er að hætta að þvælast fyrir. Það kostar ekki neitt. Rúmgóð ný stúdíóíbúð fyrir 60 þúsund á mánuði Eftir Jóhannes Loftsson »Með ofskattlagningu íbúðaleigu og því að banna ódýrustu íbúð- irnar hefur gróðavon við nýbyggingu leiguhús- næðis horfið. Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Ögmundur Jón- asson, fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs- ins í Strassborg, seg- ir í greininni „Ís- lenskt brautryðjendastarf“, sem birtist í Morg- unblaðinu 12. sept- ember sl., að hann hafi ítrekað hlustað á lof um framlag Ís- lendinga til réttinda barna og sé þá einkum horft til Barnaverndarstofu og Barnahúss. Hann kveðst feimnari við að berja sér á brjóst en hann var fyrir hrun, en sjá ástæðu til þess að hafa orð á því þegar aðrir hrósa okkur fyrir það sem talið er vel gert og öðrum til mik- ilvægrar fyrirmyndar. Ögmundur segir íslenska frum- kvöðla hafa stofnsett Barnahús árið 1998, þremur árum eftir stofnun Barnaverndarstofu, en aðrar þjóðir hafi komið í kjölfar- ið, m.a. Svíar, Norðmenn og Dan- ir. Ekki geri ég lítið úr mik- ilvægu barnaverndarstarfi sem Ögmundur vísar til, en vil aðeins beina kastljósi á þetta með frum- kvöðuls- og brautryðjendastarfið. Því hefur lengi verið haldið fram, og ekki verið leiðrétt, að Íslend- ingar hafi átt frumkvæði að hug- myndafræði barnahúsa um heim- inn, svo trúlega veit Ögmundur ekki betur en að það sé rétt. Við skulum samt hafa það sem sann- ara reynist. Rifjum upp málið. Á árinu 1997 komu til Reykja- víkur þrír félagsráðgjafar frá Children’s Advocacy Center (CAC) [i] í Texas til að halda nám- skeið um viðtöl við börn í kyn- ferðisbrotamálum. CAC var stofnuð árið 1994 sem miðstöð til verndar börnum sem þolað hafa kynferðismisnotkun. Í fyrstu var starfsemin rekin í 13 barnahúsum en nú eru þau orðin 68 og dreifð um ríkið. Mig minnir að námskeiðið, sem var vel sótt, hafi verið haldið á vegum Barnaverndarstofu. Kenn- arar þess, þær Ellen T. Cokinos, Moreen O’Connell og Dana Zakin, höfðu sérhæft sig í rann- sóknarviðtölum við börn sem þolað höfðu kynferðismisnotkun. Þær fjölluðu eftirminnilega um nýtt hlutverk sérhæfðs fag- manns, félagsráðgjafa eða sálfræðings, við það að taka slík rann- sóknarviðtöl. Tilgang rannsóknarviðtala sögðu þær vera þann að hjálpa börnum við að segja satt og skýrt frá atvikum, þannig að upplýsingarnar gætu gilt sem sönnunargögn fyrir rétti. Einnig fjölluðu þær um samvinnu CAC við dómskerfið um tilhögun hinna vandmeðförnu viðtala, aðstæður, meðferð málsgagna og fleira. Rannsóknarviðtölin og samvinnan við dómskerfið þóttu mikil ný- lunda á þessum tíma. Skömmu eftir námskeiðið var Barnahús stofnað. Hugmynda- fræði starfseminnar var fengin frá Texas, en sérsniðin að lögum og réttarkerfi hérlendis. Með þessu fylgdu íslenskir fagmenn í fótspor bandarískra fagmanna og nýttu sér frumkvæði þeirra. Ís- lendingum ber því að viðurkenna á alþjóðavettvangi frumkvöðla- og brautryðjendastarf CAC við að koma þar upp barnahúsum. Einn- ig ber þeim að vísa þangað við- eigandi hrósi en ekki eigna sér það. Á hinn bóginn er það rétt að Íslendingar voru fyrstir Evr- ópuþjóða til að setja upp barna- hús og bjóða þar upp á rannsókn- arviðtöl við börn. [i] http://www.cactx.org/. Sótt 12. september 2015. Fyrirmynd Barna- húss í Texas Eftir Gunnar Hrafn Birgisson Gunnar Hrafn Birgisson » Því hefur lengi verið haldið fram, og ekki verið leiðrétt, að Íslend- ingar hafi átt frum- kvæði að hugmynda- fræði barnahúsa um heiminn. Höfundur er sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.