Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Helgi Ragnars- son, eða Helgi Ragg eins og við kölluðum hann, var svo sann- arlega drengur góð- ur og hvers manns hugljúfi. Þegar ég steig mín fyrstu skref í meist- araflokki FH í fótbolta árið 1978 var maður fljótur að hænast að Helga og seinna meir tókust með okkur sterk vinabönd, bæði innan sem utan vallar og á vinnustaðn- um Berki þar sem við FH-ingar vorum fjölmennir. Helgi tók mér opnum örmum þegar ég kom inn í meistaraflokk- inn og nú þegar hann er farinn frá okkur rifjast upp ótalmargar góð- ar minningar um þennan eðal- dreng. Helgi var hrókur alls fagnaðar. Hann var meinfyndinn, stríðinn með afbrigðum og lífsglaður mað- ur sem vildi öllum vel. Helgi var vinur vina sinna og átti ekki í vandræðum með að fá fólk til að hlæja og finna spaugilega fleti á lífinu. Karl faðir minn, sem kvaddi þennan heim ekki alls fyrir löngu, og Helgi náðu afar vel saman en pabbi var liðsstjóri FH-liðsins í mörg ár. Helgi kom oft við á Breiðvanginum á leikdegi og fékk gott í gogginn hjá mömmu og auð- vitað notaði hann tækifærið til að segja skemmtilegar sögur. Helgi var snillingur í því að stríða fólki og pabbi fékk að kynn- ast því eins og margir aðrir. Það rifjast upp fyrir mér ein saga frá þessum tíma. Eitt sinn þegar pabbi hélt eitt af nokkrum lið- spartíum kviknaði í þaki gamla Haukahússins þetta sama kvöld en Helgi gerði sér auðvitað mat úr því. Hann hringdi í pabba daginn eftir og kynnti sig sem yfir- lögregluþjóninn í Hafnarfirði. Pabba dauðbrá og enn meira þeg- ar maðurinn í símanum sagði hon- um að hann væri grunaður um að hafa lagt eld að þakinu. Pabbi varð skelfingu lostinn og tjáði mannin- um í símanum að þetta gæti ekki átt við rök að styðjast. Eftir nokk- urra mínútna símtal kom svo hlát- urinn. Auðvitað var það Helgi sem var á línunni þar sem hann var að gabba vin sinn og nú hafa þeir vonandi hist og rifjað þessa sögu upp. Einn af þeim fyrstu sem höfðu samband við mig þegar pabbi dó var Helgi. Honum var brugðið að hafa misst sinn góða vin og félaga. Ekki grunaði mig að þetta yrði í síðasta skipti sem ég heyrði í Helga Ragg, vini mínum. Kæra fjölskylda, ég sendi mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Helga Ragnarssonar. Hvíl í friði. Guðmundur Hilmarsson. Eitt af því dýrmætasta við að taka þátt í íþróttastarfi til margra ára er að kynnast góðu og skemmtilegu fólki. Það er ómet- anlegt að hafa kynnst góðri fyr- irmynd sem var hæfileikaríkur í boltanum, skemmtilegur og gef- andi í mannlegum samskiptum, manni sem hafði eldmóð fyrir sinni íþrótt og sínu félagi alla tíð. Þegar við strákarnir fórum að fylgjast fyrst með knattspyrnuliði FH um 1970 voru nokkrar hetjur þar innanborðs og ein þeirra var Helgi Ragnarsson. Þá var hann í okkar huga einn af bestu leik- mönnum liðsins sem var að skrifa nýja kafla í sögu knattspyrnu- deildar FH, m.a. að spila úrslita- leik í bikarkeppninni 1972 og spiluðu síðan í fyrsta sinn í efstu Helgi Flóvent Ragnarsson ✝ Helgi FlóventRagnarsson fæddist 2. ágúst 1951. Hann lést 6. október 2015. Útför Helga var gerð 20. október 2015. deild árið 1975. Síðar kynntumst við hon- um enn frekar þegar hann þjálfaði okkur í yngri flokkum og þegar við fórum að spila með honum í meistaraflokki. Þá áttuðum við okkur á því að hann var ekki bara góður leikmað- ur heldur einnig góð- ur þjálfari sem og frábær samherji, innan vallar sem utan. Um áratuga skeið var hann óþreytandi að starfa fyrir félagið; hvort sem um var að ræða félags- störf utan vallar eða að þjálfa yngri og eldri flokka, og ekki má gleyma frábærum árangri meist- araflokks kvenna á þessum árum undir hans stjórn. Hvar sem hann lagði hönd á plóginn skyldi gera hlutina vel, vera félaginu til sóma innan vallar sem utan, sýna mik- inn metnað og um leið að hafa gaman af. Helgi var ótrúlega fyndinn og húmoristi af guðs náð. Hann hafði gaman af því að segja sögur og grínast. Hann gat breytt sorg í gleði með einni setningu og látið alla veltast um af hlátri sem voru nærri. Það var hluti af persónu- töfrum hans að geta glatt hópinn hvort sem það var útiæfing í frosti og snjókomu, liðið undir í baráttu- leik eða hópurinn búinn að missa af flugi! Alltaf gat hann séð það spaugilega og laðað gleðina fram þannig að menn tóku sig saman í andlitinu vitandi að brosið léttir leikinn. Þegar Helgi fór að minnka eig- in spilamennsku fór hann að starfa meira við þjálfun. Hann varð eftirsóttur þjálfari og þjálfaði víða innanlands sem og erlendis, um margra ára skeið. Alls staðar var það sami krafturinn og áhug- inn sem einkenndi hann í störfum hans sem þjálfari. Síðustu misserin voru Helga erfið hvað heilsuna varðaði. Vegna heilsubrests átti hann orðið erfitt með að gera margt af því sem hon- um þótti skemmtilegt. Hann fór sjaldnar á völlinn en hélt þó alltaf áfram að fylgjast með boltanum, einkum félagi sínu og hafði ávallt skoðun á hlutunum. Hann var stoltur og ánægður yfir frábæru gengi undanfarinna ára enda gerði hann sér grein fyrir því að hann var einn af frumherjunum sem gat litið stoltur um öxl og séð að árangur þeirra hafði skilað sér í mörgum titlum og enn öflugra fé- lagi. Blessuð sé minning gleðigjaf- ans Helga Ragg sem lagði sig all- an fram við að efla Fimleikafélagið til dáða um ára- tuga skeið. Vegna framlags hans er félagið öflugra, litríkara og skemmtilegra en annars hefði ver- ið. Vil ég senda eftirlifandi ætt- ingjum og vinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Þór Brandsson. Fallinn er frá fyrsti þjálfari meistaraflokks karla hjá HK í knattspyrnu, öðlingsdrengur sem skilaði tímamótastarfi fyrir félag- ið. Að tilkynna þjálfara að lið hans yrði lagt niður og félagið myndi ganga inn í annað félag voru erfið spor fyrir okkur haustið 1991. Þá var Helgi þjálfari meistaraflokks ÍK, Íþróttafélags Kópavogs, og hafði stýrt liðinu í eitt keppnis- tímabil, þar sem það hafði verið í baráttu um sæti í næstefstu deild. Ákveðið var að leggja ÍK niður og stofna í staðinn knattspyrnu- deild í HK. Ljóst var að lið HK yrði að hefja keppni í neðstu deild og við þurftum að færa Helga þessar erfiðu fréttir þegar hann var byrjaður að undirbúa mann- skapinn fyrir átök næsta tímabils. Helgi tók þeim af einstakri já- kvæðni og leit á þetta sem spenn- andi áskorun sem gæti orðið upp- hafið að nýjum tímum. Þetta viðhorf Helga hjálpaði okkur mikið við að fá leikmenn til að taka þátt í þessu verkefni og vera með í að gera HK að fullgildu félagi í íslenskri knattspyrnu. Helgi tók þarna við sem fyrsti þjálfari hjá nýstofnaðri knatt- spyrnudeild HK. Árangurinn sem liðið náði undir hans stjórn næstu tvö tímabil er einstakur í íslensku knattspyrnusögunni. HK vann fyrstu 22 leiki sína á Íslands- mótinu og það hefur ekkert annað félag gert, hvorki fyrr né síðar. Liðið vann sig upp um tvær deildir á þessum árum og haustið 1993 hafði Helgi komið því upp í næst- efstu deild, aðeins sextán mánuð- um eftir að það spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmóti. Allan þennan tíma voru sam- skiptin við Helga afar ánægjuleg og áreynslulaus. Vandamál voru ekki til. Hann vann mjög vel með sinn leikmannahóp, náði einstak- lega vel til strákanna með metnaði sínum og óborganlegri kímnigáfu, og gerði úr efnilegum hópi afar sterka og samheldna liðsheild. Með sanni má segja að hann hafi gert drengina sem hann tók við að fullvaxta knattspyrnumönnum á þessum árum, enda áttu margir þeirra eftir að ná langt sem leik- menn og þjálfarar. Síðan skildi leiðir eins og oft gerist í heimi íþróttanna en Helgi kom aftur nokkrum árum síðar og þjálfaði lið HK eitt tímabil í viðbót. Við viljum með þessum orðum þakka Helga Ragnarssyni fyrir mikilvæg störf fyrir Handknatt- leiksfélag Kópavogs og sendum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Sigurðsson, for- maður HK, og Víðir Sigurðs- son, fyrrv. formaður meist- araflokksráða ÍK og HK. Við Helgi Ragnarsson höfum þekkst í meira en hálfa öld. Héld- um við alltaf góðu sambandi þótt leiðir okkar hafi stundum legið hvors í sína áttina. Var gott að hringja í Helga og „taka stöðuna“. Fyrsta minning mín um Helga Flóvent Ragnarsson, eða Helga Ragg eins og hann var alltaf kall- aður, er þegar hann situr á tröpp- unum við heimili mitt á Tjarnar- brautinni, nýfluttur frá Húsavík, með fótboltaskó í fanginu. Ég segi við hann: „Flottir skór, Helgi!“ Hann svarar um hæl: „Já þetta er ný týpa af Iðunnar-fótboltaskóm, þeir heita Iðunnar Helgi Ragg Súper.“ Helgi var eldheitur FH-ingur og féllu Haukarnir þar óneitan- lega í skuggann. Einu sinni fór ég með bræðrum mínum, miklum Haukamönnum, á Þorláksmessu í Haukahúsið til að borða skötu. Ég hringdi í Helga á heimleiðinni og sagði honum frá þessu í smáatrið- um. Við þessa skýrslu mína sló grafarþögn á símalínuna, mátti heyra saumnál detta, en síðan segir Helgi: „Jahá, vertu blessað- ur, Dýri,“ og leggur á. Stundum áttu símtöl okkar til að þróast yfir í eins konar leikrit, sem fjölluðu gjarnan um karakt- erinn Sússa, uppstökkan húsvörð í blokk, og viðskipti hans við íbúana. Ég: „Þetta er Jói hérna, Jói á 7. hæðinni.“ Helgi: „Já, sæll Jói, Sússi húsvörður hérna meg- in!“ Ég: „Ég vildi bara láta þig vita að það var rosalegur hávaði í gær- kvöldi á 7. hæðinni!“ Helgi: „Sko, Jói minn, ég ráðlegg þér bara að gera eitthvað í því sjálfur, þetta kemur mér ekkert við, ha!“ Ég: „En …“ Helgi: „Sko, Jóhann, hættu þessu þrasi, vertu ekki að trufla mig, ég er enginn sálfræð- ingur, en ég skal fylgjast með þessu, hafðu engar áhyggjur af því.“ Ég: „Ókey, ókey, allt í lagi Sússi, fyrirgefðu að ég var að trufla.“ Helgi: „Já, vertu blessað- ur, Jóhann!“ Og svo hlógum við til næsta bæjar. Eins og sögurnar bera með sér var stutt í kímnina. En Helgi gat líka verið alvarlegur og hafði t.d. mjög ákveðnar skoðanir á stjórn- og samfélagsmálum, sem gjarnan mótuðust af ríkri réttlætiskennd. Hann náði frábærum árangri í íþróttum, í handbolta og fótbolta, bæði sem leikmaður og síðar þjálf- ari. Þar kom að góðum notum hæfileiki hans til að umgangast fólk í hópum, þar sem allir fengu að njóta sín. Þrír synir Helga eru afar mannvænlegir piltar sem hann passaði vel upp á og sýndi rækt- arsemi. En nú er komið að kveðjustund, kæri vinur, gakktu á Guðs vegum, þin er sárt saknað. Við sendum sonum Helga, systkinum og öllum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Dýri og Hildur. Það haustar að á landinu bláa og náttúran hefur slegið sína feg- urstu tóna í bili. Þessa eftirminni- legu októberdaga virðist vindur- inn kaldari, rigningin blautari og myrkrið svartara. Helgi Ragnarsson, sá einstaki maður, hefur lokið sínu sérstaka hlutverki hér í jarðlífinu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka einstökum vini fyrir ógleymanlegar stundir til margra ára. Ég ylja mér við margar óborganlegar minningar. Megi Helgi ávallt ganga á Guðs vegum. Sonum hans, afabarni og systk- inum votta ég samúð mína og bið Guð að styrkja þau á þessum erf- iðu tímum. Helgi var einstaklega vinmarg- ur og sendi ég vinum hans hlýjar kveðjur á þessum undarlegu haustdögum. Helgi, við sjáumst síðar. Guðrún A. Kristjánsdóttir. Það er með miklum hlýhug og þakklæti sem við minnumst gamla knattspyrnuþjálfarans okkar. Helgi Ragnarsson þjálfaði okkur hjá hinu fornfræga knattspyrnu- félagi ÍK, sem síðar varð knatt- spyrnudeild HK, árin 1990-1993. Haustið 1991 stóð Helgi á tíma- mótum með lið sitt þegar ÍK var lagt niður og knattspyrnudeild innan HK stofnuð. Flestir reynsluboltar liðsins hurfu á braut og eftir stóð Helgi með afar ungt lið drengja. Hann tók þeirri áskor- un og á næstu tveimur árum tókst honum að fara með þennan unga hóp, ásamt tveimur erlendum leikmönnum sem bættust í hóp- inn, úr neðstu deild upp í þá næst- efstu á tveimur árum. Árangur sem tekið var eftir. Helgi var lífleg og skemmtileg persóna, drengur góður og átti auðvelt með að ná til okkar strák- anna, enda einstaklega hnyttinn maður og sá hlutina jafnan í já- kvæðu ljósi. Leiðbeiningar hans voru að jafnaði bráðskemmtileg- ar, en undirliggjandi var metnað- ur hans til þess að ná settu mark- miði. Aðferðir hans í þjálfun snerust að mestu um að við þyrft- um að hafa gaman af verkefni hvers tíma, leggja á okkur og ár- angurinn væri eftir því. Lagði hann áherslu á að skapa góða liðs- heild og hafði gott lag á því að ná því besta út úr hverjum leikmanni. Það gerði hann með einlægni og bar traust til hópsins. Við munum án efa njóta góðs af aðferðum hans í framtíðinni en nokkrir leikmenn úr okkar hópi hafa starfað sem þjálfarar við góð- an orðstír og hafa án efa leitað í reynslubankann frá þessum góðu árum með Helga. Við erum afar þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta leiðsagnar Helga og varð- veitum fjölmargar góðar minning- ar frá þessum tíma. Hans verður sárt saknað í okkar hópi og minn- umst við hans með bros á vör. Fjölskyldu og vinum Helga fær- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Fyrir hönd leikmanna mfl. ÍK/ HK árin 1990-1993, Rúnar Höskuldsson, Einar Tómasson og Hugi Sævarsson. Elsku Ússa, það er táknrænt að um leið og farfuglarnir hófu sig til flugs kvaddir þú okkur. Náttúran og þú tengd órjúfanlegum böndum. Þín verður sárt saknað af okkur vinkonum þínum, íslenskum stallsystrum þínum, sem kynnt- ust þér í Finnlandi. Vinátta þín gagnvart okkur var hlý, lituð af gamansemi, djúpri visku og já- kvæðni. Hin hlýja hippa/rokk- ara-afstaða þín til lífsins snerti okkur allar. Skilningsríka Inga Þóra Vilhjálmsdóttir ✝ Inga Þóra Vil-hjálmsdóttir (Ússa) fæddist 31. mars 1959. Hún lést 5. október 2015. Útför Ingu Þóru fór fram 12. októ- ber 2015. hreiðrið sem þú bjóst dætrum þín- um var til fyrir- myndar. Með sköpunar- gleði þinni og hug- myndaauðgi héld- um við saman fyrstu sumarbúðir íslenskra skóla- barna í Finnlandi. Þó var það ekki fyrr en síðustu árin þín í Finnlandi og á Íslandi sem frumkraftur þinn braust fylli- lega í gegn og þú sýndir hversu megnugt vænghaf þitt var. Þá fórstu að blómstra. Fljúgðu hátt, elsku Ússa! Áslaug Hersteinsdóttir, Arna Lísbet Þorgeirsdóttir, Sigurlína Margrét Osuala og Sólveig Sveinbjörns- dóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR sjúkraliði, Kvistahlíð 7, Sauðárkróki, lést á heimili sínu mánudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 24. október klukkan 14. . Ingvar Gýgjar Jónsson, Þuríður D. Ingvarsdóttir, Alexander G. Eðvardsson, Jón O. Ingvarsson, Gígja Rafnsdóttir, Sigurður H. Ingvarsson, Berglind Ragnarsdóttir, Magnús Ingvarsson, Aðalheiður Reynisdóttir, Ingvar P. Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTGEIR HÁKONARSON sjómaður, sem lést á heimili sínu þann 11. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. október klukkan 13. . Berglind Kristgeirsdóttir, Arnar Már Guðmundsson, Reynir Sæmundsson, Finnbjörg Hákonardóttir, Steinunn Helgu Hákonardóttir, Kristborg Hákonardóttir og barnabörn hins látna. Okkar ástkæra MARGRÉT MARÍA EINARSDÓTTIR varð bráðkvödd að heimili sínu þann 18. október. Útförin verður auglýst síðar. . Erlingur Haraldsson, Elísabet Jóhanna Guðmundsdóttir, Esra Már Arnbjörnsson, Lára Ósk Víðisdóttir, Árni Jóhann Jóhannsson, Ingibjörg Lára Sveinsdóttir og ættingjar. Systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins 20. október 2015. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 26. október klukkan 11. . Anna Karlsdóttir, Stefanía Björk Karlsdóttir, Stefán Arnar Kárason, Fanney Sigurjónsdóttir, systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.