Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
www.opticalstudio.is
MIÐNÆTUROPNUN
25% afsláttur af
öllum vörum í dag
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarson
sbs@mbl.is
Þess verður minnst með ýmsu móti á
Flateyri um helgina að næstkomandi
mánudag, 26. október, eru liðin rétt
20 ár frá því snjóflóð féll á byggðina
þar sem alls 20 manns fórust. Fyrir
dyrum standa tveir fyrirlestrar þar
sem fjallað verður um sálræn og fé-
lagsleg áhrif áfalla eins og snjóflóða.
Á mánudag verður svo samvera í
Flateyrarkirkju þar sem ýmsir lista-
menn koma fram.
Snjóflóðið féll á nítján hús
Það var klukkan rúmlega fjögur
aðfaranótt mánudags sem snjóflóðið
féll úr svonefndri Skollahvilft í fjalls-
hlíðinni ofan við Flateyrarþorp.
Tunga flóðsins gekk yfir stóran hluta
þorpsins og féll á nítján íbúðarhús
sem flest voru utan skilgreinds
hættusvæðis. Alls voru 45 manns í
húsunum sem flóðið skall á. Fjórir
fundust á lífi í rústunum en 21 bjarg-
aðist af eigin rammleik eða með að-
stoð nágranna. Strax héldu 340
björgunarsveitarmenn til Flateyrar
og 230 til viðbótar voru í viðbragðs-
stöðu víða um land. Þegar þetta
gerðist voru Flateyringar 379, en
eru nú 206.
Fyrirlestrar og samvera
Í kjölfar snjóflóðsins, hins mikla
áfalls, tók við hreinsunar- og síðar og
uppbyggingarstarf. Reistir voru
varnargarðar í fjallshlíðinni fyrir of-
an bæinn, sem fljótt sönnuðu gildi
sitt og hafa komið í veg fyrir snjó-
flóð.
Á þeirri dagskrá sem framundan
er á Flateyri er fyrstur fyrirlestur
Guðlaugar M. Júlíusdóttur fé-
lagsráðgjafa sem verður í Grunn-
skóla Önundarfjarðar kl. 20. á föstu-
dagskvöld. Áhrif áfalla á fjölskyldur.
Hvað væri gagnlegt að vita? er yf-
irskrift erindis Guðlaugar sem ræðir
almennt um eðli fjölskyldunnar,
áhrif sem áföll geta haft á hana, hvað
getur breyst og leiðir sem fjölskyld-
ur nota til að ná fyrri styrk.
Félagslegur auður og seigla sam-
félaga heitir erindi Þórodds Bjarna-
sonar, prófessors í félagsfræði við
Háskólann á Akureyri, sem hann
flytur í grunnskólanum kl. 14 á laug-
ardag. Þar fjallar hann um hve Fá-
menn samfélög séu sérstaklega við-
kvæm fyrir áföllum af ýmsu tagi, en
þarna verður sjónum beint að leiðum
til að vinna úr áföllum með því að efla
félagslegan auð samfélagsins.
Á samverustund í Flateyr-
arkirkju á mánudagskvöld kl.
20 koma fram félagar úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, tón-
listarmaðurinn KK og fleiri.
Á eftir verður boðið
verður upp á kjöt-
súpu, þótt megin-
inntakið sé
samveran og
minning-
arnar.
Uppbyggingin fylgdi áfallinu
20 ár næstkomandi mánudag, 26. október, frá snjóflóðinu mikla á Flateyri 20 fórust en 25 komust
lífs af Varnargarðar skýla byggðinni Seigla samfélaga er umfjöllunarefni á fyrirlestri um helgina
Morgunblaðið/RAX
Aðgerðir Strax eftir að snjóflóðið héldu 340 björgunarmenn til Flateyrar og unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður.
„Snjóflóðið er atburður og
reynsla sem maður gleymir auð-
vitað aldrei,“ segir Jón Svanberg
Hjartarson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. Hann er Flateyringur að
uppruna og bjó vestra þegar
flóðið féll. Var þá í eldlínunni,
bæði sem björgunarsveitar-
maður og lögregluþjónn, en býr
nú syðra.
„Strax um nóttina þegar snjó-
flóðið féll fórum við björgunar-
sveitarmenn af stað og svo var
gengið hús úr húsi í þorpinu til
að ná í mannskap. Það lögðust
allir á eitt og fyrstu fimm
klukkustundirnar barst engin
utanaðkomandi aðstoð til
heimamanna. Það hjálpaði mik-
ið að hálfum sólarhring eftir
flóðið hafði veður gengið niður,
sem auðveldaði allt. Sagt er að
snjóflóðin tvö á Vestfjörðum
séu ein erfiðustu verk-
efni sem íslenskir
björgunarmenn
hafa sinnt og
nokkuð kann að
vera til í því.“
Það lögðust
allir á eitt
SNJÓFLÓÐ GLEYMIST EKKI
Jón Svanberg
Hjartarson