Morgunblaðið - 31.10.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.10.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það hafa fáir gert sér grein fyrir því að Danakonungar reyndu að minnsta kosti fjórum sinnum að selja Ísland, það voru gerðar þrjár skýrslur í Bretlandi um að hertaka Ísland og það var gerð ein skýrsla í Bandaríkjunum um að kaupa Ís- land og í móðuharðindunum var talað um að rýma landið,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, um efnistök fyrirlestrar sem hann hélt á Þjóðarspeglinum, kynningu á rannsóknum á fé- lagsvísindasviði Háskóla Íslands í gærdag. Málstofan var vel sótt. Í umræðum var því velt upp hvort það hefði verið Íslandi gott eða slæmt að heyra undir Dana- konung. Taldi Hannes líklegra að íslensk tunga hefði tapast hefðum við heyrt undir Breta en Dani. Vera landsins undir veiku stór- veldi hefði í raun verndað tungu- málið. Kom ekki eigninni í verð Danakonungur reyndi í þrígang að selja Ísland frá sér til Hinriks VIII, á árunum 1518, 1524 og síð- ast 1535. Á þeim tíma var landið falt fyrir um fimmtíu þúsund flór- ínur sem jafngildir um 6,5 millj- ónum bandaríkjadala, eða um 830 milljónum íslenskra króna. Því næst reyndi Kristján IV að selja Hansakaupmönnum landið árið 1645. Reyndi hann að selja það fyrir fimmhundruð þúsund thalers sem á raunvirði eru um 6,4 milljónir bandaríkjadala eða 820 milljónir íslenskra króna. „Dana- konungur var alltaf í fjárhags- vandræðum og þetta var eign sem hann var að reyna að koma í verð. Hann kom landinu þó aldrei í verð, ekki einu sinni fyrir þessa smá- upphæð,“ segir Hannes en landið hafi verið afar lítils virði því skatt- tekjurnar hafi verið ónógar og fiskveiðar ekki leyfðar. Þegar Bandaríkjamenn veltu fyrir sér kaupum á Íslandi höfðu þeir nýlega fest kaup á Alaska af Rússum. Verðið sem um var rætt við það tækifæri var svipað og áð- ur. „Það varð aldrei að alvöru að Bandaríkjamenn keyptu Ísland og það var hlegið niður á Bandaríkja- þinginu.“ Hvar værum við í dag? Í fyrirlestrinum fór Hannes einnig yfir það hvað framtíðin hefði borið í skauti sér, ef af kaup- unum hefði orðið. „Hvort við hefð- um orðið ríki í Bandaríkjunum eins og Alaska eða sjálfstjórnar- svæði innan Bandaríkjanna eins Jómfrúeyjarnar. Eða hvort við hefðum orðið sjálfstjórnarsvæði í Bretaveldi eins og Guernsey eða hvort við hefðum orðið útkjálki eins og Hjaltland.“ Ísland ítrekað falboðið en of lítils virði  Danakonungur reyndi að selja Ísland fyrir um 830 milljónir króna Morgunblaðið/Styrmir Kári Ísland Danir reyndu að selja landið, Bretar að hertaka það og Banda- ríkjamenn að kaupa það. Hannes Hólmsteinn flutti um það fyrirlestur. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna athugasemda frá lögfræð- ingum RÚV voru upplýsingar felld- ar úr nýrri skýrslu um rekstur og starfsemi félagsins frá árinu 2007, sama dag og hún var kynnt á blaða- mannafundi. Eyþór Laxdal Arnalds var for- maður nefnd- arinnar. Haft er eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni út- varpsstjóra í Morgunblaðinu í dag að það sé ekki rétt sem fram kemur í skýrslunni að stjórn RÚV geri kröfu um alls 5,9 millj- arða viðbótarframlag. Það var sagt skiptast í 2,5 milljarða aukatekjur vegna óbreytts útvarpsgjalds, yfir- töku ríkisins á 3,2 milljarða skulda- bréfi við LSR og 182 milljóna króna viðbótarframlag á þessu ári. Fengu gögnin frá RÚV Spurður um þetta segir Eyþór að fulltrúar RÚV hafi haft skýrsluna til yfirferðar vikum saman. „Við byggðum okkar vinnu að miklu leyti á gögnum frá RÚV. Við áttum samstarf við RÚV um gagna- öflun. Þegar skýrslan var tilbúin gáfum við þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum og áttum fjölmarga fundi með þeim síðustu fimm vikurnar, þar sem farið var yfir ýmis efnisatriði skýrslunnar. Það bárust fjölmargar athuga- semdir frá fulltrúum RÚV en þeir gerðu ekki athugasemdir við að þetta væri þeirra krafa um fjár- magn. Það er ljóst að það er stefnt að því hjá stjórn RÚV að fá stór- aukið ríkisframlag. Við hefðum viljað birta meira en okkur var tjáð að RÚV vildi ekki kynna ákveðin atriði til Kauphallar. Það er RÚV að gera það en ekki okkar. Þannig að við felldum á brott atriði að ósk RÚV,“ segir Eyþór. Útgáfa skýrslunnar hefur valdið miklum titringi hjá RÚV en stjórn félagsins hefur áður vísað til til- kynningarskyldu til Kauphallar vegna skuldabréfs við LSR. Sem áður segir er rætt við út- varpsstjóra í blaðinu í dag. »16 RÚV lét stöðva birtingu  Ný skýrsla veldur titringi hjá RÚV Eyþór Arnalds Guðbjartur Hannesson, þingmaður og fyrrver- andi ráðherra, var jarðsunginn í gær við hátíð- lega athöfn í Akraneskirkju. Mikið fjölmenni var við útförina en Guðbjartur átti að baki farsælan feril sem stjórnmálamaður og skólastjóri auk þess að vera virkur í starfi skátahreyfingarinnar til margra ára. Guðbjartur lætur eftir sig eigin- konu, Sigrúnu Ásmundsdóttur, og tvær dætur, þær Birnu og Hönnu Maríu. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur í Akraneskirkju, jarðsöng en lík- menn voru (f.v.) þau Ingunn Jónasdóttir, Árni Páll Árnason, Sigurður Arnar Sigurðsson, Anna Sigrún Baldursdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Ás- mundur Ásmundsson, Hörður Helgason og Magnús Ásmundsson. Morgunblaðið/Styrmir Kári Guðbjartur Hannesson jarðsunginn á Akranesi Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tólf starfsmönnum var sagt upp hjá 365 miðlum í gær, níu karlmönnum og þremur konum. Sigríður Elva Vil- hjálmsdóttir og Ásgeir Erlendsson eru meðal þeirra en þau hafa birst reglulega á skjám landsmanna. Ás- geir í Íslandi í dag og Sigríður með innslög og þætti. Þá er hún ein af fjór- um einstaklingum sem taka þátt í þættinum Örir Íslendingar sem sýnd- ur er á Stöð 2 þar sem fullorðnir ein- staklingar lýsa baráttu sinni við ADHD og ofvirkni. Aðrir voru á dagskrársviði, meðal annars Gísli Berg Guðlaugsson fram- leiðslustjóri en hann hefur verið einn af aðalmönnunum á bak við tjöldin í stóru þáttaröðum Stöðvar 2, nú síðast í Ísland got talent. Eva Georgsdóttir tekur við hans starfi. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við mbl.is í gær um ástæður uppsagnanna að um skipu- lagsbreytingar sé að ræða á sviðinu með breyttri sýn sem Jón Gnarr komi til með að stýra. Undir dagskrársvið heyrir sjónvarp og útvarp hjá 365 miðlum, auk þess sem íþróttadeild er þar undir. Engar uppsagnir voru á íþróttadeildinni. Samhliða þessum uppsögnum hefur Hrefna Lind Heim- isdóttir verið ráðin ritstjóri dagskrár- sviðs og mun hún stýra deildinni ásamt Jóni Gnarr. Þau hafa unnið ná- ið saman, nú síðast að bókinni Útlag- inn. Hrefna mun einnig stýra nýrri handritsdeild sem verður sett á lagg- irnar hjá fyrirtækinu. Óráðið með aðrar breytingar Jóhanna Margrét Gísladóttir var ráðin dagskrárstjóri en hún var fram- kvæmdastjóri sjónvarpssviðs. Sævar sagðist ekki geta svarað spurningum um hvort frekari breytingar eða upp- sagnir væru framundan, ekkert hefði verið ákveðið um það að svo stöddu. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns. 12 sagt upp hjá 365  Breytingar í Skaftahlíð  Einn af aðalmönnum á bak við tjöldin látinn fara  Frekari breytingar ekki útilokaðar Morgunblaðið/Eggert 365 Annað árið í röð segir 365 upp fólki á þessum mánaðamótum. Elín Björg Jóns- dóttir hlaut í gær endurkjör sem formaður BSRB á 44. þingi bandalagsins. Þá var Árni Stefán Jónsson, formað- ur SFR, endur- kjörinn 1. vara- formaður BSRB og Garðar Hilm- arsson, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, endur- kjörinn 2. varaformaður. Talsverðar breytingar eru á stjórn- inni en áður höfðu allir formenn að- ildarfélaga sæti í stjórn. Nú munu hins vegar níu menn sitja í stjórn en nýtt formannaráð hefur einnig ver- ið sett á laggirnar. Þau sem hlutu kjör til stjórnar eru: Arna Jakobína Björnsdóttir, Halla Reynisdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Karl Rúnar Þórsson, Kristín Guðmundsdóttir og Snorri Magnússon. Forysta BSRB hlýtur endurkjör á 44. þingi sambandsins Elín Björg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.