Morgunblaðið - 31.10.2015, Page 51
fæddri Bartl, og eignuðust þau einka-
soninn, Einar, í árslok 1958.
Eftir komuna til Íslands, 1963,
settust þau að í Neskaupstað og
bjuggu þar til ársloka 2005, en fluttu
þá um sjötugt til Reykjavíkur.
Allan þennan tíma gegndi Kristín
læknisstörfum við Fjórðungssjúkra-
húsið í Neskaupstað. Hjörleifur
kenndi við Gagnfræðaskólann í Nes-
kaupstað til 1973 en starfaði jafn-
framt og ætíð síðan að fjölmörgum
verkefnum. Árið 1978 var hann kjör-
inn á Alþingi þar sem hann átti sæti
til aldamóta, alls í 21 ár. Hann kom
upp Náttúrugripasafninu í Neskaup-
stað, rannsakaði útbreiðslu og hæðar-
mörk plantna í Austfjarðafjallgarði
og norðan Vatnajökuls. Um 1970
hafði hann frumkvæði að Safna-
stofnun Austurlands, Náttúru-
verndarsamtökum Austurlands
(NAUST), sat í Náttúruverndarráði
1972-78 og veitti byggingarnefnd
Menntaskóla á Egilsstöðum forystu
þar til sá skóli tók til starfa 1979.
„Áhugi á náttúrufræði og land-
fræði hefur verið ættarfylgja allt frá
því að langalangafi okkar, Guttormur
Pálsson, komst í ritið Flora Danica
(útg. 1761) í Skálholti hjá Hannesi
Finnssyni upp úr 1790.
Ég heiti reyndar í höfuðið á Hjör-
leifi presti Þórðarsyni (d. 1786), móð-
urafa Guttorms. Tengdasonur Gutt-
orms og langafi okkar, Sigurður
Gunnarsson, síðast prestur á Hall-
ormsstað, þekkti flestum betur til há-
lendis Íslands fyrir daga Þorvalds
Thoroddsen. Guttormur faðir okkar
var skógarvörður á Hallormsstað á
fimmta tug ára að við tók Sigurður
Blöndal frændi okkar. Einar, sonur
okkar Kristínar, er dr. í sjávarlíffræði
og Hjörleifur, sonur hans, er í mast-
ersnámi í frumulíffræði í Kaup-
mannahöfn. Svona hefur þessi þráður
haldist óslitið í meira en tvær aldir,“
segir Hjörleifur.
Hjörleifur var ráðherra iðnaðar- og
orkumála í tveimur ríkisstjórnum
1978-83. Hann er m.a. þekktur fyrir
störf sín að umhverfismálum innan og
utan þings og hafði frumkvæði að
friðlýsingu margra landsvæða, svo
sem Lónsöræfa og Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Eftir hann hafa frá árinu
1974 komið út 12 bækur, þar af sjö ár-
bækur Ferðafélags Íslands, með
myndum, oftast eftir hann sjálfan.
Hann sinnir ritstörfum og fleiri
áhugamálum dag hvern.
Systkini og foreldrar
Alsystkini Hjörleifs: Margrét, f.
28.9. 1932, d. 11.2. 2001, kennari í
Reykjavík; Loftur, f. 5.4. 1938, pró-
fessor emeritus við KHÍ, og Elísabet,
f. 26.5. 1943, fyrrrv. félagsráðgjafi í
Reykjavík.
Hálfsystkini, samfeðra: Bergljót, f.
5.4. 1912, d. 12.4. 2003, húsfreyja í
Reykjavík; Páll, f. 25.5. 1913, d. 17.11.
2002, skógfræðingur á Hallormsstað;
Sigurður, f. 27.7. 1917, d. 27.9. 1968,
bóndi á Hallormsstað, og Þórhallur, f.
17.2. 1925, d. 8.5. 2009, kennari.
Foreldrar Hjörleifs voru Gutt-
ormur Pálsson, f. 12.7. 1884, d. 5.6.
1964, skógarvörður á Hallormsstað,
og s.k.h., Guðrún Margrét Pálsdóttir,
f. 24.9. 1904, d. 19.11. 1968, húsfreyja.
Úr frændgarði Hjörleifs og Gunnars Guttormssona
Hjörleifur og Gunnar
Guttormssynir
Gyðríður Þórhalladóttir
húsfr. á Syðri-Steinsmýri, bróðurdóttir
Halldóru, langömmu Guðmundar,
föður Alberts alþm. og ráðherra
Elías Gissurarson
b. á Syðri-Steinsmýri
í Meðallandi
Margrét Elíasdóttir
húsfr. í Þykkvabæ
Páll Sigurðsson
b. í Þykkvabæ í Landbroti
Guðrún M. Pálsdóttir
húsfr. á Hallormsstað
Guðríður Bjarnadóttir
húsfr. í Nýjabæ
Sigurður Sigurðsson
b. í Nýjabæ í Meðallandi
Sigrún Pálsdóttir
forstöðuk. Húsmæðra-
skólans á Hallormsstað
Gunnar
Gunnarsson
yngri
Gyðríður Pálsdóttir
húsfr. í Seglbúðum
Sigurður
Blöndal
skóg-
ræktarstj.
Gunnar
Gunnarsson
hreppstj. á
Ljótsstöðum
S. Björn
Blöndal
form.
Borgar-
ráðs
Gunnar Gunnarsson
rithöfundur
Vilhjálmur
Hjálmarss. alþm. og
ráðherra á Brekku
Vilhjálmur Einarsson
skólameistari og
Ólympíuverðlaunahafi
Hjálmar
Vilhjálms-
son fiskifr.
Valgeir
Guðjónsson
tónlistarm.
Sigurður
Gunnarsson
prófastur og alþm.
á Hallormsstað
Bergljót Guttormsdóttir
húsfr. á Hallormsstað
Elísabet Sigurðardóttir
húsfr. á Hallormsstað
Páll Vigfússon
b. og ritstj. á Hallorms-
stað í Skógum
Guttormur Pálsson
skógarvörður á
Hallormsstað
Vigfús Guttormsson
pr. í Ási í Fellum, systursonur
Ingunnar, langömmu Þorsteins
Gíslasonar ritstj. og skálds
Björg Stefánsdóttir
húsfr. í Ási
Stefanía Sigurðard.
húsfr. á Brekku í
Mjóafirði
Björg
Sigurðard.
húsfr. á
Hánefs-
stöðum
Árni
Vilhjálmss.
b. á Hánefs-
stöðum
Sigríður
Vilhjálmsd.
húsfr. á
Hafranesi við
Reyðarfjörð
Tómas Árnason ráðherra
og seðlabankastj.
Margrét
Árnad.
athafnak.
í Rvík
Sigurður
Stefáns-
son b. á
Hánefs-
stöðum
Jón Helgason alþm. og
ráðherra í Seglbúðum
Stefán
Gunnars-
son b. í
Stakkahlíð
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015
Laugardagur
85 ára
Fjóla Runólfsdóttir
Guðrún Eiríksdóttir
Valgerður Jónsdóttir
80 ára
Friðrika Kristjana
Bjarnadóttir
Hrafnhildur Tryggvadóttir
María Óskarsdóttir
Rannvá Kjeld
75 ára
Bríet Böðvarsdóttir
Edda Gísladóttir
Erla Jónasdóttir
Guðný Sigurjónsdóttir
Jóhanna Gísladóttir
Olaf Forberg
Ólöf Októsdóttir
Pétur Einarsson
70 ára
Birgir Steingrímsson
Finnur Sigfús Jónsson
Guðmundur Jónsson
Sveinn L. Jóhannesson
Vilhjálmur Snædal
60 ára
Einar Pétursson
Eyvindur Þórarinsson
Guðmundur Árni
Stefánsson
Guðrún Jónasdóttir
Kristján S. Stefánsson
Oddný Sigurborg
Gunnarsdóttir
Sverrir Benjamínsson
Örn Ísfeld Ólason
Örn Pálsson
50 ára
Ásgerður Hulda Karlsdóttir
Guðmundur Sigurðsson
Halla Óladóttir
Hildur Óladóttir
Hulda Þorbjarnardóttir
Jadwiga Teresa Smolinska
Lubomír Krchnavý
Suphan Lamai
Þröstur Harðarson
40 ára
Berglind Snæland
Daði Bergþórsson
Einar Jón Geirsson
Ellen María
Sveinbjörnsdóttir
Elma Rún Ingvarsdóttir
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir
Halldór Vagn Hreinsson
Ireneusz Wysocki
Irina Adamonis
Steinar Gíslason
30 ára
Artur Jaroslaw Oberda
Elín Vigdís Guðmundsdóttir
Hasan Al Haj
Miroslaw August Safin
Ragnheiður Ólína
Kjartansdóttir
Ricardo Anthony Morris
Sverrir Þór Gunnarsson
Tomasz Wiktor Jalowiecki
Sunnudagur
95 ára
Helga Jónsdóttir
85 ára
Kjartan Lárus Pétursson
Þórunn Sigurðardóttir
80 ára
Ásta Guðmunda
Ásgeirsdóttir
Baldur Sigurðsson
Friðrik J. Jónsson
Gréta Jósefsdóttir
Guðjón Ólafsson
Jónas Jónsson
75 ára
Hildigunnur Gestsdóttir
Hrafnhildur S. Björnsdóttir
Sigurður Kristinn
Herbertsson
70 ára
Auður Skúladóttir
Birkir Skúlason
Guðbjörg Kristín
Jónsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Guðrún Þorgerður Larsen
María Jenny Jónasdóttir
Steinunn Yngvadóttir
Unnar Þór Böðvarsson
60 ára
Árný Rósa Aðalsteinsdóttir
Benjamín Ágúst Ísaksson
Ioan Prisacaru
Joachim Lehmann
Jóhanna Sigríður
Harðardóttir
Þuríður Dóra Ingvarsdóttir
50 ára
Aðalheiður D.
Guðmundsdóttir
Bryndís Bjarnadóttir
Darunee Kornee
Guðmundur H. Guðjónsson
Gunnar Ólafur Kristleifsson
Gunnlaugur Ásgeirsson
Halldór Grétar Gestsson
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Hrafn Jökulsson
Jóhann Nikulásson
Jóna Björk Jónsdóttir
Kristinn Grétar Andrésson
Magnús Gunnarsson
María Ragnarsdóttir
Orri Þór Ormarsson
Páll Már Pálsson
Soffía Magnea Gísladóttir
Torfi Sigurjón Einarsson
Örn Tryggvi Johnsen
40 ára
Aðalheiður Sigurðardóttir
Anton Ingibjartur
Antonsson
Barbara Lind Gígja
Belinda Marie Garcia
Hafsteinn Hjálmarsson
Ívar Ragnarsson
Sigríður Ramsey
Kristjánsdóttir
30 ára
Einar Franz Ragnars
Guðmundur Hallur Hallsson
Jenna Marika Hynynen
Jóhanna Lára
Brynjólfsdóttir
Jónas Tómasson
Kolbeinn Árni Gíslason
Marcin Hubert Kozlowski
Matthildur Magnúsdóttir
Pálmi Hrafn Tryggvason
Stefán Georg
Ármannsson
Uelar Jaersk
Til hamingju með daginn
Kalina H. Kapralova hefur varið
doktorsritgerð sína í líffræði við Há-
skóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er
Formmyndun og tjáning miRNA tengd
breytilegu útliti höfuðs bleikjuafbrigða
(Salvelinus alpinus – Study of
morphogenesis and miRNA expression
associated with craniofacial diversity in
Arctic charr, Salvelinus alpinus,
morphs).
Frá lokum síðustu ísaldar hafa
þróast fjögur afbrigði bleikju (Salvel-
inus alpinus, Linn. 1758) innan Þing-
vallavatns. Markmið þessarar rann-
sóknar var að kanna erfðafræðilegar og
þroskunarfræðilegar orsakir þessa fjöl-
breytileika og öðlast þannig innsýn í
þróun og varðveislu bleikjuafbrigðanna
í Þingvallavatni. Stofnerfðafræðilegri
leit að genum tengdum ónæmiskerfinu
sem sýna mismun milli afbrigða er lýst
í fyrsta kafla ritgerðarinnar. Annar kafli
lýsir þroskun brjósks og beina í höfði
fóstra og seiða stuttu eftir klak. Sá
munur sem fram kemur milli afbrigða í
þroskunarfræðilegum brautum útlits
og stærðar þessara stoðeininga bendir
til þess að orsakanna sé að leita í breyt-
ingum á tímasetningu atburða í þrosk-
un. Í þriðja kafla
segir frá litlum
en marktækum
mun í útliti höf-
uðbeina á fyrstu
stigum eftir klak
seiða þriggja af-
brigða bleikju.
Þá sýna blend-
ingar tveggja
ólíkra afbrigða svipgerð sem fellur að
verulegu leyti fyrir utan útlitsmengi
beggja foreldra-afbrigðanna. Það bend-
ir til þess að aðskilnað afbrigðanna í
vatninu megi rekja til minni hæfni
blendinga. Fjórði kafli fjallar um þrosk-
unarfræðileg tengsl valinna stoðein-
inga í höfði, þ.e. hversu sjálfstæðar eða
samþættar þær eru, og hvernig þess-
um tengslum er háttað hjá kynblend-
ingum ólíkra afbrigða Í fimmta kafla er
miRNA sameindum bleikjunnar og tján-
ingu þeirra í þroskun lýst í mismunandi
afbrigðum. Athyglin beindist að
miRNA-genum sem sýndu mismunandi
tjáningarmynstur í afbrigðunum en slík
gen kunna að leika mikilvægt hlutverk í
formþroskun höfuðbeina og verið
undirstaða útlitsmunar milli afbrigða.
Kalina H. Kapralova
Kalina H. Kapralova fæddist í Sofíu í Búlgaríu 1980. Hún lauk BS-námi við Paris
Descartes University og Lille 1 University 2004 og meistaragráðu frá HÍ 2008
undir leiðsögn Sigurðar S. Snorrasonar og Moiru Ferguson, University of Guelph,
Kanada. Kalina starfar nú sem nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ.
Hún er meðlimur hóps vísindamanna sem rannsaka breytileika og afbrigðamynd-
un meðal fiska og beinast rannsóknir hennar sérstaklega að þroskun mismun-
andi afbrigða bleikju. Kalina er gift Fredrik Holm, jarðfræðingi og ljósmyndara.
Doktor
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
EKKISLEIKJA
MALBIKIÐ Í FROSTINU!
-NAGLADEKKIN
UNDIRHJÓLIÐ
FÁST ÍGÁP