Morgunblaðið - 31.10.2015, Síða 56

Morgunblaðið - 31.10.2015, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Tilurð Errós nefnist myndlistarsýn- ing sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 16. Á henni eru tekin fyrir mótunar- ár Errós, frá 1955 til 1964. Á sama tíma verður opnuð sýning á verkum Úlfs Karlssonar, Við erum ekki hrædd, í D-sal safnsins og segir í til- kynningu að í þessum tveimur sýn- ingum mætist verk tveggja lista- manna sem báðir hafi fundið hugmyndum sínum meginfarveg í málverki þó að nær 60 ár skilji að elstu og yngstu verkin. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri opnar sýningarnar að lista- mönnunum viðstöddum og verður þá veitt viðurkenning úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem Erró stofnaði til minningar um Guð- mundu frænku sína og ætlað er að efla og styrkja listsköpun kvenna. Danielle Kvaran er sýningarstjóri Tilurðar Errós og ritaði hún einnig texta í sýningarskrá. Á sýningunni er birt mynd af listamanni sem mitt í hringiðu myndlistarheimsins, mest í Parísarborg, gerði ýmsar tilraunir og fetaði sig áfram í listinni, að því er fram kemur í tilkynningu. Á henni megi sjá hvernig Erró hverf- ur frá tjáningarfullu málverki til samtíningsverka og samklippi- mynda sem hann hafi einkum verið þekktur fyrir á síðari árum. Úlfur Karlsson er fæddur árið 1988 og lauk myndlistarnámi við Valand-listaháskólann í Gautaborg árið 2012. Úlfur vinnur mest kraft- mikil og áleitin málverk og innsetn- ingar þar sem marglaga sögur og atvik mynda veröld sem vísar í bæði raunveruleikann og heim fantasíu, segir í tilkynningu. Sýning hans er hluti af sýningaröð sem nefnd er eftir D-sal Hafnarhússins og var haldin í safninu á árunum 2007-2011 og verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Markmið sýningaraðar- innar er að vekja athygli á lista- mönnum sem hafa ekki áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Mótunarár The Big Sabartes, mál- verk eftir Erró frá árinu 1964. Erró og Úlfur í Hafnarhúsi Framhald teiknimyndar-innar Hótel Transylvaníasegir frá Drakúla greifasem rekur hótel í kastala sínum í Transylvaníu þar sem mörg hryllingsveran sinnir gestum; múmíur, uppvakningar og Fran- kenstein, svo nokkrar séu nefndar. Drakúla á dóttur sem er vampíra eins og hann og í upphafi myndar- innar giftist hún dauðlegum manni, föður sínum til vonbrigða. Nokkru síðar tilkynnir hún honum að hún eigi von á barni og þegar barnið vex úr grasi fer Drakúla (eða afi Kúla eins og hann er kallaður af barninu) að hafa miklar áhyggjur af því að það sé ekki komið með vígtennur. Afi Kúla óttast að afa- strákurinn verði bara maður en ekki máttug vampíra eins og hann. Þegar dóttirin fer með eiginmanni sínum til heimaborgar hans og skil- ur barnið eftir hjá afanum ákveður Drakúla að fara með drenginn út í skóg og kenna honum eitt og annað sem vampírur þurfa að kunna, í von um að vampíran vakni í honum. Það er ákaflega fátt skemmtilegt við þessa teiknimynd og lítið var hlegið í bíósalnum á sýningunni sem ég sótti. Ef börn hlæja ekki að teiknimynd sem á að vera fyndin þá hefur eitthvað klikkað, það segir sig sjálft. Kannski það sé gamanleikaranum Adam Sandler að kenna? Hann kom að handritsskrifunum og talar inn á myndina fyrir Drakúla í enskri út- gáfu hennar. Allar þær kvikmyndir sem Sandler hefur komið að hin síð- ustu ár hafa verið leiðinlegar og hér bætist enn ein í safnið (Sandler er með meðaltalseinkunnina 36 af 100 mögulegum á Metacritic, þ.e. þær myndir sem hann hefur leikið í). Persónusköpunin er ófrumleg og þá bæði hvað handrit varðar og vinnu teiknara. Sem dæmi um það má nefna að þegar Drakúla og dóttir hans breytast í vampírur er engu líkara en tuskudýr úr gjafa- vöruverslun hafi verið fyrirmyndir teiknaranna og þeir aðeins bætt við vængjum. Í góðum teiknimyndum höfðar sagan bæði til barna og fullorðinna og grínið sömuleiðis en það klikkar í þessari. Að auki er söguþráðurinn fyrirsjáanlegur en sem betur fer lifnar aðeins yfir Drakúla og fé- lögum í seinni hluta myndarinnar. Það er hætt við því að foreldrar dotti yfir Hótel Transylvaníu 2 og óski margir þess að hún verði búin sem allra fyrst. Vampíra? Afi Drakúla með afastrákinn sinn í Hótel Transylvaníu 2. Bitlaus Drakúla Smárabíó, Borgarbíó og Háskólabíó Hótel Transylvanía 2 bbnnn Leikstjóri: Genndy Tartakovsky. Bandaríkin, 2015. 89 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Smárabíó 14.00, 17.00 Borgarbíó 15.50, 20.00 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Crimson Peak 16 Metacritic 69/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.40 The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Pan 10 Munaðarleysingi ferðast til töfraríkisins Hvergilands og uppgötvar örlög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.00, 15.00, 17.30, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.30, 15.00, 16.00, 17.30 Sambíóin Akureyri 14.30, 15.00, 17.30 Samb. Keflavík 15.00, 17.30 Klovn Forever 14 Casper flytur frá Danmörku til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Smárabíó 20.00, 22.50 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.10 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 14.00, 17.00, 20.00, 22.20 Black Mass 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sicario 16 Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 22.30 The Intern Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 The Walk Metacritic 70/100 IMDB 8,0/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.40 Dheepan 12 Fyrrverandi hermaður úr borgarastríðinu á Srí Lanka reynir að finna sér samastað í Frakklandi. Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Þrestir 12 Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 Tannhäuser Sambíóin Kringlunni 16.00 Inside Out Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00 Sambíóin Keflavík 15.30 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.00, 15.40, 17.45 Háskólabíó 15.00 Borgarbíó Akureyri 14.00, 15.50, 18.00 Töfrahúsið Metacritic 47/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40 Hvað er svona merkilegt við það? Heimildarmynd um hin rót- tæku kvennaframboð sem birtust á níunda áratug síð- ustu aldar. Sambíóin Kringlunni 18.30 Glænýja testamentið Guð er andstyggilegur skít- hæll frá Brussel, en dóttir hans er staðráðin í að koma hlutunum í lag. Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 17.45, 20.00, 22.15 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Á stríðsárunum fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Bíó Paradís 18.00 Fúsi Bíó Paradís 22.00 Jóhanna - Síðasta orrustan Bíó Paradís 20.00 Ice and the Sky Bíó Paradís 22.00 99 Homes Bíó Paradís 17.45 Stille Hjerte Bíó Paradís 20.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Þrír skátar, á lokakvöldi útilegunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sínum frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.40, 15.40, 17.50, 17.50, 20.00, 20.00, 22.10, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísarborgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Smárabíó 17.45, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 14.00, 20.00, 22.10 Burnt 12 Smábæjarstúlkan Jerrica Jem Benton stofnar hljómsveit með systur sinni og tveimur vinkonum og þær slá í gegn. Metacritic 44/100 IMDb 3,2/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00 Samb. Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Smárabíó 13.00, 15.10 Háskólabíó 15.00 Jem and the Holograms

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.