Morgunblaðið - 31.10.2015, Side 57

Morgunblaðið - 31.10.2015, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Sænski teknótónlistarmaðurinn Petter B leikur á skemmtistaðnum Paloma í kvöld kl. 23 ásamt Exos, Yamaho og Dj Hendrik og Emblah. Petter B er meðal þeirra sem halda uppi heiðri sænskrar teknótónlistar og hefur sent frá sér hvern slagar- ann á fætur öðrum, að því er fram kemur í tilkynningu. Af þeim eru nefndir „Global Writes“, „Shut yo- ur eyes“, „Belgian Green“ og „Tool 4“. Teknó Petter B hinn sænski. Teknótónlistar- maðurinn Petter B leikur á Paloma Kvikmyndavefurinn The Holly- wood Reporter greinir frá því að Hera Hilmarsdóttir muni leika í kvikmyndinni An Ordinary Man á móti leikaranum Ben Kingsley. Kvikmyndin er sögð spennutryll- ir og fjalla um eftirlýstan stríðs- glæpamann sem vingast við þjón- ustustúlku sem Hera leikur. Hann áttar sig á því að hún er sú eina sem hann getur treyst, eins og því er lýst í frétt vefjarins. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á m.a. að baki kvikmyndina Le- mony Snicket’s A Series of Un- fortunate Events. Tökur á mynd- inni hefjast í næstu viku í Belgrad. Rísandi Hera leikur á móti Ben Kingsley. Hera leikur í kvikmynd með Kingsley Melodia, kammerkór Áskirkju, heldur útgáfutónleika í Laugarnes- kirkju í dag kl. 15 vegna nýútkom- ins hljómdisks síns, Melodia, sem hefur að geyma íslensk þjóðlög í nýjum og nýlegum útsetningum samtímatónskálda og þá bæði þekkt þjóðlög og minna þekkt. Nokkur laganna voru útsett sér- staklega að beiðni Melodiu og munu heyrast í fyrsta sinn á tónleikunum. Efnisskrá disksins verður flutt í heild og er aðgangur að tónleik- unum ókeypis. Melodia, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, hefur á að skipa 16 söngvurum. Kórstjóri Magnús Ragnarsson. Þjóðlagaarfurinn í nýjum búningi Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hljóðheimur okkar sameinar ýmsa tónlistarstíla og því pössum við jafn vel inn í Jazzhátíð Reykjavíkur og Airwaves. Erlendis höfum við komið fram á heimstónlistarhátíðum og í tónleikasölum sem fyrst og fremst eru nýttir fyrir klassíska tónlist. Við pössum því víða inn,“ segir Heiða Árnadóttir, söngkona hljómsveit- arinnar Mógils. Sveitin sendi fyrr á árinu frá sér plötuna Korriró, en út- gáfutónleikarnir voru haldnir á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágúst. Næstu tónleikar verða hins vegar á Iceland Airwaves í Kaldalóni Hörpu miðvikudaginn 4. nóvember milli kl. 21.30 og 22.00. „Við hlökkum mikið til tónleikanna og ætlum eingöngu að spila lög af nýju plötunni.“ Korriró er þriðja plata Mógils. Sú fyrsta, sem nefnist Ró, kom út árið 2008 og í framhaldinu fylgdi Í still- unni hljómar árið 2011. „Hljómsveit- arskipanin hefur breyst frá því síð- asta plata kom út. Við vorum fjögur, en erum núna fimm þar sem við bættum við trompeti. Einnig kom inn víóla í staðinn fyrir fiðlu,“ segir Heiða, en auk hennar eru í hljóm- sveitinni þau Hilmar Jensson á gít- ar, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Joachim Badenhorst á klarinett, en fiðluleikarinn Ananata Rossen er hætt. Hlý vetrarplata Að sögn Heiðu skýrist einstakur hljóðheimur Mógils af því að með- limum tekst að vefa saman klassík, þjóðlagatónlist og djass, sem helg- ast af ólíkum bakgrunni hljómsveit- armeðlima. „Hilmar, Eiríkur og Joachim koma úr djassinum, en við Stína höfum klassískan bakgrunn. Þetta blandast hins vegar vel sam- an, þannig að það kemur skemmti- legur bræðingur út úr þessu,“ segir Heiða sem lagði grunninn að Mógil í samstarfi við Badenhorst fyrir sjö árum. „Við Joachim, sem er Belgi, vorum saman í Tónlistarháskól- anum í Haag í Hollandi. Á mast- ersprófinu mínu ákvað ég að vinna með íslensk þjóðlög og ég fékk hann til að spila með mér. Okkur langaði til að starfa meira saman og spurð- um þá Hilmar hvort hann vildi vera með,“ segir Heiða og bendir á að Ananata Rossen hafi líka verið í námi við sama skóla í Haag. „Við byrjuðum að halda tónleika á Íslandi með þjóðlögum úr ýmsum áttum, en þegar kom að því að gera plötuna langaði okkur til að hafa bara frumsamið efni. Þá settust allir í sitt horn og sömdu lag áður en við hittumst og unnum úr því. Við vinnum efnið okkar ennþá þannig, þ.e. hver semur í sínu horni og svo útfærum við hlutina í sameiningu,“ segir Heiða sem semur flesta text- ana, en á nýju plötunni eru einnig textar eftir Hannes Pétursson, Vil- borgu Dagbjartsdóttur og Árna Ís- aksson. „Þegar ég var að velja og semja texta fyrir nýju plötuna var ég mjög mikið að hugsa um vetur, þannig að platan er ævintýraleg og hlý vetrarplata.“ Mógil þýðir ekki mamma! Að sögn Heiðu stefnir hljóm- sveitin að því að fylgja nýju plötunni eftir á meginlandinu á næsta ári. „Þar sem allir textar á plötunni eru á íslensku gáfum við nýverið út textabók með nýjasta disknum þar sem textarnir voru þýddir, en útgef- andinn er Princess Archæological Squeeze í NYC. Bókin var hand- skrifuð af mér, hönnuð af Kára Emil Helgasyni og myndskreytt af Joac- him, sem er mikill listamaður, en hann hefur séð um myndskreyt- ingar á öllum diskunum þremur,“ segir Heiða og bendir á að þar sem Badenhorst búi í Belgíu vinni hljóm- sveitin í skorpum þegar kemur að tónleikahaldi og upptökum. „Sem stendur er Joachim reyndar í Japan og því fengum við hinn frábæra Hauk Gröndal til liðs við okkur og mun hann blása í klarinettið á tón- leikunum á Airwaves.“ Að lokum er Heiða spurð hvernig hljómsveitarnafnið Mógil sé til- komið. „Þegar við unnum að fyrstu plötu okkar gerði ég lista með mögulegum hljómsveitarnöfnum og valdi ýmsa staði af landinu,“ segir Heiða og bendir á að Mógil hafi rat- að á listann þegar hún átti leið framhjá Mógilsá við Esjurætur. „Þegar við settumst niður komumst við að því að okkur fannst Mógil fal- legast.“ Spurð hvort nafnið virki vel erlendis svarar Heiða því játandi. „Við lentum þó einu sinni í vandræð- um með nafnið. Á einum stað fyrir nokkrum árum hafði tónleikahaldari sett orðið í gegnum „google trans- late“ og fengið það út að orðið mógil þýddi mother eða mamma. Þegar við mættum á staðinn blöstu við okkur dreifimiðar með þessari þýð- ingu. Í framhaldinu tóku aðrir tón- leikastaðir þetta upp, en ég held að okkur hafi tekist að hrista þetta af okkur aftur.“ Spurð hvort sveitin sé farin að leggja drög að næstu plötu svarar Heiða: „Við verðum 10 ára eftir tvö ár. Það væri draumur að koma með næstu plötu um það leyti.“ „Skemmtilegur bræðingur“  Mógil kemur fram á Iceland Airwaves í Kaldalóni Hörpu nk. miðvikudag  Stefna á fjórðu plötuna á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar eftir tvö ár Einstakur hljóðheimur Heiða Árnadóttir, Eiríkur Orri Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Joachim Badenhorst og Hilmar Jensson skipa Mógil. JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30,8 SCOUTSGUIDE,ZOMBIE APOCALYPSE 8,10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 6 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 3D 5;30,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina Námskynning TJARNARBÍÓ (Tjarnargötu12) Laugardag 31. október, kl. kl. 13:00-17:00 Fulltrúar frá 7 skólum á Englandi, Skotlandi, Ítalíu og Þýskalandi verða á staðnum. Sjá nánar: lingo.is/frettir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.