Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Matur og drykkir S ystkinin vilja bjóða upp á mat fyrir alla fjölskylduna með áherslu á að venja börn á að borða hollan mat frá fyrstu tíð. Aðalheiður sér um reksturinn en Guðmundur er matreiðslumeistari staðarins. Hún er með bakgrunn í hótel- og veitingageiranum en hann á langan kokkaferil að baki og hefur kokkað á Apótekinu og í Orkuveitunni svo eitthvað sé nefnt. Nú hafa þau tekið saman höndum að gera vel við gesti sína með hollum mat. „Aðaláherslan er á hollustu, það eru engin aukaefni í matnum og við notum mikið árs- tíðabundið íslenskt grænmeti,“ segir Aðal- heiður og bætir við að innihaldslýsing sé ná- kvæm á öllum réttum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þrátt fyrir of- næmi fyrir einhverju. Þau vilja hafa fjöl- breytni á matseðli svo alltaf sé hægt að prófa eitthvað nýtt. „Við breytum um mat- seðil í hverri viku, og það er alltaf súpa og salat,“ segir hún en þau leggja mikið upp úr fersku hráefni og að elda allt frá grunni. Einnig eru þau með viðskipti við fyrirtæki og veisluþjónustu. „Við ætlum að auka fyrir- tækjaþjónustu og vera með veisluþjónustu og stefnum að því að fá vínveitingaleyfi, en það er núna opið til níu öll kvöld nema um helg- ar,“ segir Aðalheiður. Gleðjast saman yfir dásamlegum mat Aðalheiður og maðurinn hennar Hákon buðu góðum vinum í mat til að smakka á sýnishornum af þeim réttum sem í boði eru á Lifandi markaði. Það var notalegt andrúmsloft og létt yfir hópnum sem hittist reglulega yf- ir góðum mat. Súpan var ljúffeng og bragðmikil en hún var borin fram með dásamlegu súrdeigsbrauði og heimatilbúnu graskerspestói. Aðalrétt- urinn var svo borinn fram, brakandi ferskur þorskur með salati og kart- öflum og að lokum fengu gestir að smakka Súkkulaði Ganache og Kær- leikskúlur. Allir héldu saddir og sælir út í dimmu og blautu haustnóttina. Guðmundur leggur lokahönd á kvöldmatinn og Aðalheiður hjálpar til. HOLLT OG GOTT FRÁ LIFANDI MARKAÐI Lifandi matarboð SYSTKININ AÐALHEIÐUR OG GUÐMUNDUR GUÐMUNDS- BÖRN ERU NÝIR EIGENDUR LIFANDI MARKAÐAR Í BORGARTÚNI. ÁHERSLAN ER Á FERSKAN MAT ELDAÐAN FRÁ GRUNNI OG VILJA ÞAU KENNA BÖRNUM AÐ BORÐA HOLLT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Aðal-áherslaner á hollustu, það eru engin aukaefni í matnum og við notum mikið árstíðabundið íslenskt græn- meti. 160 g pecan hnetur 150 g döðlur 70 g kókosmjöl 20 g kakó 50 g kókosolía við herbergishita Saxið allt niður og þrýstið í botninn af formi. Setjið 250 g hnetur í bleyti í 4 tíma, takið úr vatni og maukið. 80 g kakó 250 ml vatn 100 g agave sýróp 100 g kókosolía Hrærið öllu saman og setjið yfir botninn. Setjið í frysti í 4 tíma og takið út klukkutíma áður en borið fram. Stráið yfir kókósflögum. Súkkulaði Ganache 1,5 l vatn 1 dós kókosmjólk 3 sætar kartöflur 1 spergilkálshaus 2 paprikur 2 laukar 5 tómatar turmerik rót (3 stk söxuð) engifer ( 3 cm rót söxuð) 1 tsk karry Lífrænn grænmetiskraftur 1tsk Skerið allt grænmeti gróft niður. Sjóðið kartöflur og grænmeti í vatn- inu og kókósmjólkinni ásamt krydd- unum. Maukið með töfrasprota. Sætkartöflusúpa 2 bollar ristuð graskers- fræ 1 bolli olífuolía 4 hvítlauksgeirar salt, pipar og skvetta sítrónusafi Ristið graskersfræin þar til að- eins farin að brúnast. Setjið allt í matvinnsluvél. Berið fram með góðu brauði. Graskerspestó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.