Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Side 39
uðum jöxlum, sem jafnan voru kynntir sem blaðamenn á þekktum breskum fjölmiðli, og fóru um með virðu- legum mönnum sem keyptir höfðu verið til þess að greiða þeirra för. Á börum gátu þeir þó ekki þagað yfir því hver það var sem ól þá hér og virtust telja sér til upphefðar. Sláandi upplýsingar En erlendum fjölmiðlum eða aðkeyptum eftirlíkingum af fjölmiðlasnillingum verður þó ekki kennt um allt það sem bjagast þegar sannleikurinn afbakast. Og það snýst ekki allt um bankakreppur og daunilla atburði í aðdraganda þeirra. Sumt er miklu nær hinu venjulega Íslandi og hinni daglegu tilveru. Greinafjöld, umræður og fréttaskýringar, sem allt til samans er eins óteljandi og Breiðafjarðareyjar og Vatnsdalshólar til samans, flæða um allt með eitt og sama þema: Stjórnvöld hafa síðustu árin ekki gætt þess að kaupmáttaraukning launþega skilaði sér til fulls til bótaþega. Langt er frá því og þetta er óend- anlega ljótt. Innhringingarþættir útvarps eru uppfullir af þessu sama og varla nokkur sem andmælir. Það er ekki endilega skrítið. Því æra þess sem það gerði fyki jafn hratt og þess sem spyrði hvort ekki væri rétt að ræða málefni flóttafólks efnislega. En eins má vera að allir séu orðnir sannfærðir um að þetta sé jafn satt og að Esjan sé norðuraustur af Kjalarnesi. Stjórnmála- menn úr flestum eða öllum flokkum, að undanskildum Pétri heitnum Blöndal, hafa lagt sitt til þessarar sann- leiksgerðar og hafa spunnið þennan lopa árum saman í von um vinsældir. Þurrar tölur þegja ekki Embætti ríkisskattstjóra stundar ekki vinsældakapp- hlaup, þótt það vilji augljóslega vera í góðu sambandi við almenning í landinu. Það gefur út ritið Tíund, sem birtir fróðlegt efni sem tengist verksviði embættisins. Í nýjasta heftinu segir þetta: „Tryggingastofnun rík- isins greiddi rúma 73,7 milljarða í dagpeninga, dán- arbætur, ellilífeyri, endurhæfingarlífeyri, foreldra- greiðslur, heimilisuppbót, maka- og umönnunarbætur, mæðra- og feðralaun, örorkulífeyri og örorkustyrki og ýmsar aðrar greiðslur árið 2014. Greiðslur frá Trygg- ingastofnun voru rúmum sjö milljörðum eða 10,5% hærri en árið áður. Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofn- un hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launa- greiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá.“ Þá segir í sömu grein: „Það er athyglisvert að frá árinu 2010 hefur þeim sem fá greiðslur frá Trygg- ingastofnun fjölgað um 8.815, eða tæp 19,7%, en á sama tíma hefur framteljendum á skattgrunnskrá fjölgað umm 11.042 eða um 4,2%. Þeir sem fengu greidd laun voru hins vegar aðeins 6.679 fleiri árið 2014 en 2010 og hafði aðeins fjölgað um 3,8% á þessum tíma.“ Hver verða viðbrögðin? Upplýsingar af þessu tagi, með nauðsynlegu talnaefni, kunna að fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. En þær eru himinhrópandi og ættu því að hljóta mikla athygli og skapa umræður. Fyrir það fyrsta þá er meintum sannleika, sem hamrað hefur verið á af ákefð og varla nokkur hefur þorað að andæfa, hrundið af stalli með dynk. Hvernig stendur á því að þingmenn og ráðherrar hafa ekki látið málið til sín taka með afgerandi hætti? Hvernig getur það gerst, að á aðeins fjórum árum hef- ur þeim sem þiggja bætur frá Tryggingastofnun fjölg- að um 19,7% á meðan „vinnandi fólki sem stendur að mestu undir velferðinni í landinu“, eins og það er orðað í Tíund, hefur aðeins fjölgað um 3,8%? Faraldrar hafa ekki geisað né landið setið undir loftárásum og sprengjuregni. Ekki þarf að kunna mikið annað en margföld- unartöfluna til að sjá að þessi þróun leiðir í ógöngur haldi hún áfram. Upplýsingar af þessu tagi hrópa á að við þeim sé brugðist. Og það fast. Þeir lesendur þessa bréfs, sem hafa trú á því að sú verði raunin, rétti upp hönd. Já, því miður þá kemur þessi nær samhljóða niður- staða ykkar ekki á óvart. Morgunblaðið/Árni Sæberg 1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.