Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Grænlands, dýpkaði mjög ört þar og fór austur um. Veðrið skipti um ham á skömmum tíma. Klukkutíma áður en veðrið skall á á Króknum var sunnanandvari og blíða. Sannkallað svikalogn. Síðan brast hann á með norðanfár- viðri með snjókomu,“ segir Magnús. Hann segir viðlíka veður, kallað Hákonarhretið, hafa skollið á um páskana 1963, eða 9. apríl, eftir sunnanhlýindi í sex vikur á undan. Á hálfum sólarhring fór hitinn úr 8-10 gráðum í 10-15 stiga frost. Þá fórust 11 sjómenn á bátum úti fyrir Norðurlandi, flestir frá Dalvík, og fimm fórust á vélskipinu Súlunni undan Garðskaga á Reykjanesi. Súlan var frá Akureyri þannig að óveðrið kom hart niður á Norð- lendingum það árið. „Þá gerðist það líka að veðrið varð snarbrjálað á einum klukkutíma.“ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Veðurfræðilega er þetta mjög áhugavert veður og af því geta veðurfræðingar dregið lærdóm enn þann dag í dag,“ segir Magnús Jónsson, fv. veðurstofustjóri, sem vegna er- indis á opnum fundi á Sauðárkróki fyrir um 20 árum kynnti sér mannskaðaveðrið 1935 sér- staklega. Magnús er fæddur og uppal- inn á Sauðárkróki og ólst upp með frá- sögnum heimamanna af þessu mikla hamfaraveðri sem skyndilega skall á og olli miklu tjóni. Að sögn Magnúsar fór kröftug lægð með hlýju lofti norður um fyrir vestan land dagana 9. og 10. desember 1935. Miklar hitaandstæður voru því milli Ís- lands og Grænlands. Hann bendir á að síðdegis þann 13. desember hafi verið 3ja gráðu hiti á Vestfjörðum. Í veður- skeytum um kvöldmatarleytið greindi Veðurstofan frá lægð við suðvesturströndina sem myndi halda austur um og þá myndi norðan- og norðaustanátt ná sér með snjó- komu eða slyddu norðanlands. Vakandi veðurtungl ekki til staðar „Góðviðrið sem ríkti um allt norðan- og austanvert land- ið á þessum föstudegi 13. desember gaf fá eða engin teikn um hvað var í vændum. Á köldum og hægfara skilahala lægðarinnar hlýju, sem nú var komin langt norðaustur í haf, var gerjun í gangi þar sem hann silaðist rólega á Grænlandssundi,“ segir Magnús en sakleysisleg lægð nálgaðist landið úr suðvestri og austanáttar fór að gæta vestur af landinu, samtímis sem hæð yfir Grænlandi þrýsti köldu loftinu út frá austurströnd Grænlands í átt að Vest- fjörðum. Magnús segir að í átökunum milli loftmassanna á Græn- landssundi hafi orðið til lægð sem með þeirra tíma athug- unum hafi ekki verið unnt að greina á kortum. „Vakandi veðurtunglum háloftanna var ekki til að dreifa á þessum árum. Þessi lægð, sem líklega fæddist á Hala- miðum, var hins vegar í aðalhlutverki þess ofsaleiks sem hófst á Vestfjörðum einhvern tímann aðfaranótt 14. des- ember,“ segir Magnús en engar veðurathuganir voru gerðar að næturlagi. Að morgni laugardags sá Veðurstofan betur hvað var að gerast. Klukkan átta er enn hæg sunnanátt í Skagafirði og allt austur á Grímseyjarsund, lægð komin í Húnaflóa og 6 vindstig á Blönduósi en komin norðan 10 vindstig og snjó- koma á Vestfjörðum. Undir hádegi var óveðrið skollið á á öllu vestanverðu landinu og um kvöldið höfðu lægðirnar skollið saman. Í samspili við hæðina yfir Grænlandi héldu lægðirnar við veðurofsanum allt fram á miðjan sunnudag. Svipar til hamfaraveðurs á páskum 1963 Eins og Magnús bendir réttilega á þá hefði Veðurstofan getað gefið út viðvaranir fyrr, hefði sú tækni í veðurspám verið við lýði árið 1935 sem er til staðar í dag. Hann segir það sama gilda um önnur hamfaraveður allt til ársins 1991, þegar óveður olli usla í Reykjavík og víðar þann 3. febrúar. „Ég var á vaktinni þarna daginn áður og náði ekki að spá því veðri sem varð. Þá höfðum við ekki tölvuspár sem hægt var að reiða sig á, með sama hætti og gert er í dag. Enn síður var þessi tækni til staðar 1935. Þá sáu menn ekki fyrir þessa lægð sem myndaðist milli Vestfjarða og Sakleysisleg lægð gaf fá teikn um framhaldið Magnús Jónsson Stóra myndin Svona litu lægðirnar út að morgni laug- ardagsins 14. desember 1935, samkvæmt veðurkorti sem Magnús Jónsson bjó til fyrir um 20 árum. Versnandi Íslandskortið að morgni laugardags, kominn var stormur og stórhríð á Vestfjörðum en logn í Skaga- firði. Þessa lægð sáu menn illa fyrir kvöldið áður. Óveðrið Síðdegis þann 14. desember er skollið á norð- anbál með snjókomu á öllu vestanverðu landinu. Enn var blíðuveður á Austurlandi, skúrir og nánast logn.  Magnús Jónsson, fv. veð- urstofustjóri, hefur kynnt sér mannskaðaveðrið 1935 Þetta árið margir muna, mjöll og bárur ollu grandi, flakir í sárum fólk af bruna, falla tárin óstöðvandi. Blessaðu árin - bið eg hljóður - bægðu fári elds og hranna, þerraðu tárin, Guð minn góður, græddu sárin þjáðra manna. Þannig orti Ísleifur Gíslason, kaupmaður og hagyrðingur á Sauð- árkróki, að kvöldi gamlársdags 1935 en jólin voru döpur á Sauð- árkróki og víðar um land þetta árið. Kvöldið áður, 30. desember, höfðu níu manns, bæði börn og fullorðnir, farist á jólaskemmtun í Keflavík og fjöldi særst, en Ísleifur ólst upp á Suðurnesjum. Margir áttu því um sárt að binda en veðurofsinn kostaði níu mannslíf í Skagafirði. Lík þriggja sjómanna fundust aldrei en þeirra er minnst á sérstökum legsteini í Sauðárkrókskirkjugarði auk ann- arra sjófarenda er hvíla í votri gröf og þeirra sem aldrei hafa fundist. Atburðanna verður minnst sérstaklega í messu í Sauðárkróks- kirkju kl. 14 á morgun, sunnudag, hjá sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Margir áttu um sárt að binda um jólin 1935 MINNINGARSTUND VIÐ MESSU Í SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU Á MORGUN Sauðárkrókskirkja Messað á morgun. Norðurlands, Sveinn Þorvalds- son, er þótti einn fremsti skákmað- ur landsins á þeim tíma, aðeins 26 ára. Örlögin hög- uðu því svo að Sveinn fór í róð- urinn í forföllum annars manns. Hafði móðir Sveins þrábeðið hann um að fara hvergi. Sveinn var ókvæntur og barn- laus en það segir dálitla sögu um áhrif svona atburðar á lítið samfélag að Skákfélag Sauðárkróks lagðist niður í mörg ár á eftir. Missti eiginmann og bróður Mannskaðaveðrið hafði mikil áhrif víðar um land. Á Breiðafjarðarsvæð- inu fórust alls þrír bátar með sjö manns um borð; einn við Barða- strönd, annar við Elliðaey og sá þriðji skammt undan Fellsströnd í Hvammsfirði. Á Faxaflóa fórst vél- báturinn Kjartan Ólafsson frá Akra- nesi, með fjóra um borð, og í Vest- mannaeyjahöfn drukknaði einn maður er bát hvolfdi þar. Þá fórust feðgar á báti frá Látraströnd í utan- verðum Eyjafirði og háseti úr áhöfn togarans Sviða frá Hafnarfirði drukknaði er hann féll frá borði í stórsjó við Aðalvík á Vestfjörðum. Mannskaðar og óhöpp eru nánar listuð á kortinu á fremri síðu en óveðrið varð einnig til þess að menn urðu úti í stórhríðinni. Tveir menn í Skagafirði skiluðu sér ekki heim, eftir að hafa lagt af stað fótgangandi áður en veðrið skall á. Annar þeirra var frá Hvammskoti og hafði lagt af stað frá Heiði í Gönguskörðum og ætlað yfir Laxárdalsheiði. Hinn var bóndi á Fagranesi, sem varð úti á Reykjaströnd. Mikill harm- ur var kveðinn að Fagranesi þennan dag því mágur bóndans, sem einnig bjó á Fagranesi, var meðal bátsverja á Öldunni. Ekkjan á Fagranesi missti því bæði eiginmann og bróður í veðr- inu og þrjú ung börn hennar urðu föð- urlaus. Einn maður varð úti skammt frá Svalbarðseyri, eftir að hafa ásamt tveimur öðrum fest bíl á leið þeirra frá Akureyri. Bíllinn festist við Ytri- Varðgjá og bílstjórinn ákvað að fá húsaskjól á bænum. Hinir tveir héldu áfram göngu sinni til Svalbarðseyrar en stórhríðin var slík að annar mann- anna gafst upp, þrotinn að kröftum, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins. Hafði félagi mannsins þá borið hann á höndum sér um stund. Þá hné maður niður örendur við bæinn Grænumýrarkot innst í Hrúta- firði, uppundir Holtavörðuheiði. Hafði hann verið að smala fé bróður síns heim undan óveðrinu. Víða um norðan- og vestanvert landið varð mikið tjón, sem fyrr segir. Bátar og skip slitnuðu frá bryggju í Reykjavík og á Reykjanesi, bátur sökk í Keflavíkurhöfn, háseti á Geir goða féll útbyrðis en var bjargað, bílar festust á heiðum, þak fuku af húsum, sjór gekk á land, brimgarðar sópuðust burtu og þannig mætti lengi telja. Nokkurra báta til viðbótar var saknað og víðtæk leit gerð þegar veð- ur gekk niður. Þeir komu loks í leit- irnar, m.a. bátur frá Ólafsfirði með þrjá um borð. Áhöfn hans komst í land í Héðinsfirði og gekk þaðan til Ólafsfjarðar við illan leik. Ljósmynd/Úr einkasafni Guðnýjar Þ. Njörður SK-130 Sigurjón Pétursson bátsformaður, lengst t.h., fórst í óveðrinu. Lengst t.v. er Þórður P. Sighvats. Ókunnur í miðju. Ljósmynd/Úr einkasafni Guðnýjar Þórðardóttur Bátar Leiftrið SK-136, í eigu Pálma Sighvatssonar, var einn þeirra báta sem sluppu undan óveðrinu 14. des. 1935. Við bátinn er Sighvatur Pétursson. Sveinn Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.