Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 44
44 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Frá því að úrskurðarnefnd í vátrygg-
ingarmálum tók til starfa fyrir um 20
árum hefur málafjöldi aukist nokkuð.
Fyrsta heila starfsárið, 1995, voru
felldir 256 úrskurðir en flestir urðu
þeir árið 2012, eða 542. Síðan þá hefur
dregið úr fjölda mála, voru 428 árið
2013 og 374 úrskurðir 2014. Það sem
af er þessu ári hafa 427 mál verið
skráð, en þau enda ekki öll sem úr-
skurðir þar sem í nokkrum málum er
samið um niðurstöðuna. Einnig er
nokkrum málum vísað frá árlega. Frá
upphafi hafa um 6.500 úrskurðir verið
felldir hjá nefndinni.
Ekki eru gefnar upplýsingar um
hvernig málafjöldinn skiptist milli
tyggingafélaga þar sem kveðið er á um
nafnleynd málsaðila í samþykktum um
nefndina.
Hægt að leita til dómstóla
Á vef Fjármálaeftirlitsins, sem vist-
ar nefndina, er að finna yfirlit um
starfsemi nefndarinnar, þar sem allir
úrskurðir eru birtir og ýmsar aðrar
upplýsingar. Nefndin tók til starfa á
haustmánuðum 1994, samkvæmt sam-
komulagi fjármálaráðuneytisins,
Neytendasamtakanna og Samtaka
fjármálafyrirtækja. Meginmarkmiðið
er að fjalla um ágreining neytenda og
tryggingafélaga. Hlíti neytendur ekki
úrskurði nefndarinnar er hægt að fara
með málin fyrir dómstóla. Reglulega
koma slík mál upp en tölfræði um það
liggur ekki fyrir. Almenna reglan er
að úrskurðirnir eru bindandi fyrir
tryggingafélögin en þau geta andmælt
niðurstöðu og hafa til þess tveggja
vikna frest frá uppkvaðningu úrskurð-
ar.
Þegar yfirlitið á vef FME er skoðað
vekur athygli að sjaldnar er úrskurðað
neytendum í hag en áður. Á fyrstu
mánuðum 1994, frá september til ára-
móta, voru tekin fyrir aðeins 36 mál og
í 52,7% tilvika hafði málskotsaðili sig-
ur. Á næstu árum, 1995-1996, vannst
sigur í 43% málanna en síðan þá hefur
hlutfallið lækkað jafnt og þétt. Var
það komið niður í rúm 20% árið 2013
en fór síðan í 26% árið 2014. Frá 2007
hefur hlutfallið verið undir 30%, eins
og sést nánar á meðfylgjandi grafi.
Tjónanefnd lögð niður
Spurð um skýringar á þessu segir
Sigrún Ögmundsdóttir, starfsmaður
nefndarinnar, enga stefnubreytingu
hafa orðið í umfjöllun nefndarinnar.
Hún bendir á að málum hafi um tíma
fjölgað verulega og þegar málafjöld-
inn var mestur þá fjölgaði einnig
þeim málum sem vísað var frá. Getur
nefndin vísað málum frá ef þau eru
óljós, illa upplýst eða krafa svo óskýr
að hún sé ótæk til úrskurðar.
„Einnig sáum við breytingu á kær-
um þegar vátryggingafélögin haustið
2008 hættu með sameiginlega tjóna-
nefnd félaganna, nema í þeim málum
sem vörðuðu árekstra. Þá varð mikil
aukning á öðrum málum fyrir nefnd-
inni, eins og ábyrgðartryggingu at-
vinnurekstrar, fjölskyldutryggingu
og fleira. Komu þá inn fleiri mál sem
kannski ekki var eins sterkur grunur
eða ástæða fyrir að kæra til nefnd-
arinnar,“ segir Sigrún, og bendir
jafnframt á að áður en til úrskurðar
komi sé samið í mun fleiri málum í
dag en áður. Á þessu hafi orðið aukn-
ing síðustu 2-3 ár.
Sigrún er eini starfsmaður nefnd-
arinnar en nýtur einnig aðstoðar rit-
ara FME við að taka við málum þeg-
ar málafjöldinn er hvað mestur.
Þrátt fyrir fjölgun mála segir Sig-
rún að tekist hafi að halda afgreiðslu-
tíma mála að mestu óbreyttum. Á
fyrstu tíu mánuðum þessa árs hefur
meðaltíminn verið fimm og hálf vika,
eða frá því að málskot er skráð þar til
úrskurður liggur fyrir. Að jafnaði
fara tvær vikur í gagnaöflun en Sig-
rún segir tölvutæknina hafa hjálpað
til við að halda afgreiðslutíma niðri.
Sjaldnar sigur í úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum hefur fellt um 6.500 úrskurði Tryggingafélög njóta nafn-
leyndar í úrskurðum Hlutfallslega færri mál en áður enda neytendum í vil Samið í fleiri málum
Morgunblaðið/Ernir
Ökutækjatjón Flest málanna hjá úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum tengjast tjóni á ökutækjum, eða um þriðj-
ungur allra mála. Næst þar á eftir koma mál sem tengjast ábyrgðartryggingum í atvinnurekstri, eða um 20% mála.
Fjármálaeftirlitið (FME) vistar
úrskurðarnefnd í vátrygging-
armálum. FME tekur við mál-
skotum neytenda, sér nefndinni
fyrir fundaraðstöðu og annast
almennt skrifstofuhald fyrir
nefndina. Aðalmenn eru Þóra
Hallgrímsdóttir lögfræðingur,
sem er formaður, Jón Magn-
ússon hrl. og Valgeir Pálsson
hrl. Varamenn eru Sóley Ragn-
arsdóttir lögfr., varaformaður,
Ólafur Lúther Einarsson hrl.,
Sigurður Óli Kolbeinsson hdl.
og Sævar Þór Jónsson hdl.
Hægt er að nálgast málskots-
eyðublöð á vef FME en ekki er
tekið við málskoti nema sér-
stakt gjald upp á 6.000 kr. sé
greitt. Fæst það endurgreitt ef
mál fellur niður eða það vinnst.
Vistuð
hjá FME
ÚRSKURÐARNEFNDIN
Úrskurðir í vátryggingamálum
1995-2014*
Úrskurðir (v. ás) Sigur málskotsaðila í % (h. ás)
600
500
400
300
200
100
0
50%
40%
30%
20%
10%
0%
199
6
199
8
20
00
20
02
20
04 20
10
20
12
20
06
20
08 20
14
* Haustið 1994 hóf úrskurðarnefnd vátryggingamála störf. Frá september til
áramóta voru 36 málskot og í 52,7% tilvika var úrskurðað málskotsaðila í vil. Heimild: FME
Úrskurðarnefndin fær til sín hin
fjölbreyttustu mál, og eins og kem-
ur fram hér að ofan skilar það ekki
alltaf árangri fyrir viðskiptavini
tryggingafélaganna.
Í einu þeirra vildi eigandi báts í
smábátahöfninni í Neskaupstað fá
bætur úr ábyrgðartryggingu sveit-
arfélagsins þegar möl fauk á bátinn
í miklu hvassviðri í mars 2014. Möl-
in kom úr malarhaug við flugstöð-
ina og var á vegum sveitarfélagsins
Fjarðabyggðar vegna jarðvegs-
vinnu fyrir hafnarsjóð.
Taldi eigandi bátsins að Fjarða-
byggð hefði borið ábyrgð á tjóninu
á bátnum, þar sem ekki hefðu verið
gerðar ráðstafanir til að hefta fok
úr malarhaugnum, t.d. með því að
breiða net yfir hauginn og fergja
hann. Krafðist eigandi bátsins bóta
úr ábyrgðartryggingu Fjarða-
byggðar en tryggingafélagið hafn-
aði bótaskyldu.
Nefndin segir í sínum úrskurði
að þótt mölin hafi komið úr haugn-
um verði ekki séð í ljósi þess veðurs
sem geisaði að það verði virt sveit-
arfélaginu til sakar þótt ekki hafi
verið gerðar ráðstafanir til að hefta
fok úr haugnum áður en veðrið
skall á. Bótakröfu sé því hafnað.
Hafnað
Möl fauk
frá flugstöð
á smábát
Stundum borgar sig að fara með
málin lengra ef tryggingafélögin
neita að greiða bætur. Úrskurðar-
nefndin fékk á borð til sín þessa
tjónstilkynningu, um óhapp á
vinnustað einum þar sem verið var
að kveðja einn fráfarandi sam-
starfsfélaga:
„Slasaði var að hlaupa með
vatnsfötu í fanginu og datt. Innlegg
í skóm virðist hafa runnið til inn í
skónum þannig að hann misstígur
sig og dettur á bílastæðinu.“
Gerðist þetta í lok vinnudags en
tryggingafélag vinnuveitandans
féllst ekki á að hinn slasaðist hefði
slasast í starfi innan vinnutíma síns.
Það að skvetta úr vatnsfötu á sam-
starfsfélaga sé ekki „í nokkrum
tengslum við framkvæmd starfs-
ins“.
Úrskurðarnefndin taldi hinn slas-
aða hins vegar eiga rétt á bótum úr
slysatryggingu vinnuveitandans,
þar sem óhappið hefði átt sér stað á
vinnutíma. Ekki hefði verið sýnt
fram á með óyggjandi hætti að
vinnudegi mannsins hefði verið lok-
ið. Ósannað hefði verið að trygg-
ingafélagið gæti takmarkað ábyrgð
sína vegna háttsemi mannsins, t.d.
vegna stórkostlegs gáleysis.
Samþykkt
Datt með
vatnsfötu á
vinnutíma
ÖMMUR VITA BEST.
Þess vegna notum við bara Pillsbury Best í baksturinn.
Próteinríka, ameríska, vítamínbætta hveitið sem amma notaði
– og amma hennar líka.