Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Sunna Óttinn sem rífur í hverja taug „Maðurinn minn, maðurinn minn. Ég sakna hans svo. Getið þið hjálpað mér?“ spyr Safiva og grætur. Eiginmað- urinn flúði frá Líbanon til Evrópu fyrir 4 mánuðum. Lengi heyrði hún ekkert í honum og hélt að hann væri dáinn. Nú telur hún víst að hann hafi náð til Þýskalands. En hvernig á hún að komast til hans? „Ég á ekkert,“ segir hún og þerrar tárin með slæðunni sinni. Hún flúði sprengjuregn í þorpinu sínu í Sýrlandi. Nú býr hún ein í múrsteinskofa. AF VETTVANGI Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Eitthvað undarlegt er á seyði meðal sýrlensks flóttafólks í Líb- anon. Eitthvað sem hingað til hef- ur verið fátítt í menningu Sýrlend- inga. En nú eru milljónir þeirra á flótta undan stríði sem staðið hef- ur í fimm ár. Fólkið býr við ör- birgð, á hvergi heima og örvænt- ingin stigmagnast. Í þessum aðstæðum hefur þetta nýja og ógnvekjandi vandamál fæðst: Barnahjónabönd. „Þetta er ákveðið form af sjálfs- bjargarviðleitni, auðvitað vilja þau helst ekki gera þetta,“ segir Violet Warnery, aðgerðastjóri UNICEF á vettvangi í Líbanon. Hún þekkir dæmi um að stúlkur allt niður í 10 ára séu giftar. Foreldrarnir vonist til að tryggja þannig framtíð þeirra og reyni að gifta þær mönnum sem þeir treysta. Þessi ráðstöfun færir fjölskyldunum sem eru upp fyrir haus í skuldum fjár- hagslega sárabót um hríð. En til lengri tíma litið stofnar þetta heilsu stúlknanna og allri framtíð þeirra í hættu. Í Líbanon eru rúmlega 6% sýr- lenskra stúlkna undir átján ára aldri giftar og 18% þeirra sem eru milli 15 og 18 ára. Sumar hafa gifst mun eldri mönnum. Aðrar eru giftar Líbönum og foreldrarnir fá greiðslu – eða mat – að launum. Þetta er mun hærra hlutfall en t.d. meðal líbanskra stúlkna og hærra en þekktist meðal Sýrlendinga fyr- ir stríð. Börn sem eignast börn Þessar stúlkur eru dregnar inn í heim fullorðinna. Þær eignast börn meðan þær eru sjálfar börn, hljóta því fæstar viðunandi mennt- un og eru fjárhagslega háðar eig- inmönnum sínum. Þær eru líklegri til deyja af barnsförum og að verða fyrir kynferðis- og heimilis- ofbeldi en konur sem giftast og eignast börn síðar á lífsleiðinni. „Ef það væri ekki þetta stríð hefðum við aldrei leyft dóttur okk- ar að giftast svona ungri,“ sagði móðir 13 ára stúlku nýverið við starfsmann UNICEF. Stúlkan, Nour, býr í tjaldi í Bekaa-dalnum í Líbanon ásamt 27 ára eiginmanni og nýfæddu barni þeirra. Sambærileg dæmi má finna víða í flóttamannabyggðum landsins. „Já, þær eru líka allt niður í þrettán ára gamlar, mæðurnar sem koma hingað til mín,“ segir ljósmóðirin Mirvat Mohammad og lítur alvarleg upp úr sjúkraskrán- um sínum á lítilli heilsugæslustöð í Líbanon. „Foreldrarnir gifta þær kornungar í von um að fyrir þeim verði séð.“ Mirvat hefur sinnt barnungum sýrlenskum mæðrum í auknum mæli síðustu mánuði. „Þær eru mjög hjálparþurfi og þurfa sál- rænan stuðning,“ segir hún. „Þær vantar einhverja festu í líf sitt.“ Mirvat er í teymi heilbrigð- isstarfsfólks sem starfar á fær- anlegum heilsugæslustöðvum sem íslenski og norski Rauði krossinn reka í sameiningu í Líbanon. Teymin fara á milli svæða og sinna grunnheilsugæslu meðal flóttamannanna. Í dag er Mirvat ásamt lækni, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðingi að störfum í Joun, litlu fjallaþorpi sem dreifir úr sér um sjö grösugar hæðir í suðurhluta landsins. Lítil forvitin stúlka Í næsta herbergi situr 23 ára, þriggja barna móðir gegnt lækn- inum og ræðir líðan yngsta barns- ins, þriggja mánaða drengs. Eldri systir hans, sem er um þriggja ára, fylgist forvitin með í fyrstu en missir fljótt áhugann og fer að skoða sig um á læknastofunni. Hún klípur í bómullarhnoðra, stíg- ur á vigtina. Svo dæsir hún óþol- inmóð. Hún vill fara út í sólina að leika sér. Móðir hennar segir henni að bíða, læknirinn eigi eftir að athuga hvort litli bróðir sé bú- inn að ná sér að fullu. Hann fædd- ist á sjúkrahúsi í nágrenni þorps- ins og nokkuð erfiðlega gekk að koma honum í heiminn. Hann fór úr lið en er nú á batavegi. Dóttur sína fæddi hún í Sýrlandi en fyrir tveimur árum ákváðu hún og eiginmaðurinn að yfirgefa land- ið. „Ástandið var orðið mjög slæmt, við urðum að flýja til Líb- anons,“ segir hún og vill ekki hafa fleiri orð um flóttann. Nú á hún þrjú ung börn og býr í Joun ásamt 800 öðrum flóttamönnum. Flestir leigja þeir herbergi eða íbúðir. Þá eru þeir einnig margir með vinnu, m.a. á gjöfulum ólífuökrunum sem svæðið er þekkt fyrir. Við akrana búa þeir sumir hverjir í hrörlegum múrsteinskofum og þiggja mun lægri laun en líbanskir samstarfs- menn þeirra. Því vinna þeirra er ólögleg. „Aðstæður þeirra í Joun eru við- unandi,“ segir Salim Kholat, for- maður bæjarráðsins. Hann vill Barnungar brúðir gjald- miðill í neyð  Íslenski og norski Rauði krossinn reka fimm heilsugæslustöðvar í Líbanon  Meðal þeirra sem sækja þjónustuna eru allt niður í þrettán ára gamlar mæður 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 HALDA AFMÆLI Gefðu barninu ævintýralega jólagjöf Fallegt gjafabréf fæst í miðasölu Borgarleikhússins eða í síma 568 8000 . 6% sýrlenskra stúlkna yngri en átján ára í Líbanon eru gift. 10 ára stúlkur eru í þeim hópi. 18% stúlkna á aldrinum 15-17 ára eru gift en hlutfallið er mun lægra meðal drengja. Heimild: Flóttamannastofnun Við ólífuakur Þessar sýrlensku stúlkur voru að flytja í múrsteinskofa við ólífuakur í líbönsku fjöllunum.  SJÁ SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.