Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 ✝ Guðríður El-ísa Jóhanns- dóttir fæddist í Neskaupstað 14. mars 1932. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. desember 2015. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Sveinmar Sveins- son, f. 6. maí 1905, d. 30. ágúst 1951, og Klara María Jóhanna Flórent- ína Hjelm, f. 17. október 1910, d. 19. mars 1984. Systkini Guðríðar eru Anna Siggerður, f. 3.10. 1930, d. 13.3. 1998, Helena Víolanta, f. 27.8. 1934, d. 8.8. 1995, Kapi- tola Snjólaug, f. 22.1. 1937, Jóhanna Matthildur, f. 26.2. 1.3. 1972, Guðjón Birgir, f. 19.1. 1985. b) Sigurður Þorsteinn, f. 2.6. 1954, d. 26.12. 2012, maki Berit Jensen, f. 11.2. 1960. Þau skildu. Börn þeirra eru: Tore, f. 16.1. 1983, Steinar, f. 19.9. 1986, Elín, f. 1.11. 1989. c) Helena Lind, f. 26.8. 1956. Sonur hennar með Ólafi Sigurðssyni, f. 7.11. 1955, d. 20.12. 1974, er Birgir Karl, f. 22.2. 1974. Helena giftist Vil- helm Daða Kristjánssyni, f. 4.7. 1955. Tvíburadætur þeirra eru Hanna Lísa og Kol- brún Lára, f. 30.9. 1979. d) Pétur Hafsteinn, f. 19.9. 1960, maki Sigurborg Kjart- ansdóttir, f. 10.5. 1962. Synir þeirra eru Daníel, f. 25.2. 1990, og Birgir, f. 13.11. 1993. Barnabarnabörn Guðríðar og Birgis eru 16. Guðríður ólst upp í Nes- kaupstað og bjó þar alla ævi. Útför Guðríðar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 12. desember 2015, klukkan 14. 1938, d. 30.12. 2006, Sveinn Sveinlaugur, f. 5.6. 1940, Jónas Þorsteinn, f. 15.2. 1943, d. 6.10. 1970, Kristín Sæ- björg, f. 30.9. 1946, d. 4.12. 1998, Valdís Sig- urjóna, f. 15.9. 1948, Brynja Að- alheiður, f. 22.8. 1950. Þann 5. apríl 1952 giftist Guðríður Birgi Sigurðssyni skipstjóra, f. 21.10. 1929. Börn þeirra eru: a) Karl Jóhann, f. 27.9. 1950, maki María Guðjóns- dóttir, f. 2.1. 1952. Börn þeirra eru: Guðrún Júlía, f. 23.8. 1970, Guðríður Elísa, f. Mín móðir var eins og drottning, hún var eins og fegursta lag. Móðir mín var eins og blómskrúð, hún var eins og lifandi tré. Mín móðir var skjólið mitt góða, hún veitti mér öryggið tryggt. Hún var ávallt skærasta ljósið sem lýsti mér dimman veg. Mín móðir var sterkasta höndin sem leiðir mig heim á ný. Hjá þér mun ég ávallt standa og minningin lifir hjá mér. (Þýtt úr færeysku) (Höf.: Eivör Pálsdóttir.) Hinsta kveðja og hjartans þökk. Karl Jóhann, Helena Lind og Pétur Hafsteinn. Í dag verður borin til grafar tengdamóðir mín, Guðríður Elísa Jóhannsdóttir. Renna fram minn- ingar svo ljúfar í dag eftir fimmtíu ár í fjölskyldu, þar sem ég var bara þrettán ára stelpuskott þeg- ar ég kom fyrst á heimili tengda- foreldra minna. Við Karl Jóhann erum bæði fædd og uppalin hér í Neskaupstað þar sem við nutum þeirra forréttinda að eiga og alast upp í stórri fjölskyldu. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Blómsturvöllum eins og börnin okkar sögðu, þar var tengdamóðir mín alltaf til staðar en tengdafaðir minn var sjómað- ur. Tengdamóður minni var margt til lista lagt, hún var hann- yrðakona mikil og ófáir voru þeir hlutir sem börnin okkar fengu að njóta, eins og peysur, sokkar, vettlingar og margt fallegt sem hún saumaði líka. Ef eitthvað bil- aði sem þurfti að lagfæra í sauma- vél, lærðu þau fljótt að segja, ég bið bara ömmu Guju að laga þetta. Tengdamóðir mín var söng- elsk kona, hún var í Samkór Nes- kaupstaðar á sínum yngri árum, kunni ógrynni af textum og þegar fjölskyldan kom saman var oft mikið sungið. Hún kenndi Jó- hanni sín fyrstu grip á gítar. Þeg- ar Guðjón Birgir var farinn að spila á píanó bað hún hann oft að setjast við hljóðfærið og um síð- ustu jól bað hún þá feðga að vera búna að finna til fleiri jólalög því texta kunni hún alla þó minnið væri farið að gefa sig. Guja hafði áhuga á allri hönnun og ber heim- ilið þess glöggt merki, með mörg- um fallegum hlutum sem hún kom með víða að úr heiminum en Guja og Birgir höfðu mjög gaman af að ferðast og fóru víða. Guja hafði áhuga á íþróttum og handbolta spilaði hún með Þrótti í mörg ár á sínum yngri árum. Hún hafði líka gaman af allri útiveru og eru þær ófáar stundirnar sem hún átti í garðinum sínum, og þar er meðal annars að finna mjög fallega moskusrós sem hún kom með sem pínulítinn anga frá Kýpur. Þetta eru bara örfá minningabrot, en efst er mér í huga þakklæti fyrir allt hið góða sem við fengum að njóta. Elskulegur tengdafaðir minn stóð við hlið Guju og sá um allt þegar heilsa hennar fór að gefa sig. Við vitum að missir hans er mikill. Það er alltaf sárt að kveðja og þá eru minningarnar svo dýrmæt- ar. Elsku Guja mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, María Guðjónsdóttir. Elsku amma. Með söknuði en miklu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman kveðjum við þig. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín og afa. Á Blómsturvöllunum var alltaf opið hús fyrir okkur barnabörnin og barnabarnabörnin. Nú eru jólin að nálgast. Ofarlega í huga okkar er kvöldkaffið hjá ykkur á Þor- láksmessu eftir að búðum var lok- að. Þú og afi voruð búin að gera allt klárt fyrir jólin og við fengum heitt kakó með rjóma og smákök- ur. Þetta var alltaf svo yndisleg stund hjá ykkur og þarna byrjuðu jólin fyrir okkur systkinin. Í jóla- pökkunum voru svo yfirleitt föt sem þú hafðir saumað eða prjónað handa okkur. Alltaf hitti þetta í mark, enda fengum við að taka þátt í að velja snið og liti. Þú þurftir aftur og aftur að skella í piparkökur og rúsínukökur á að- ventunni þar sem við systkinin vorum dugleg að koma við og klára úr smákökudöllunum. Á jóladag komum við svo til ykkar eftir kirkju og borðuðum hátíðar- mat langt fram eftir kvöldi, spil- uðum og horfðum á jólasirkus í sjónvarpinu. Það voru mikil forréttindi að eiga alltaf möguleika á að koma í hús hjá ömmu og afa. Hvort sem það var til að læra, borða eða bara að hvíla sig. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa okkur og redda málun- um. Hvort sem það var að sauma grímubúning frá grunni fyrir Guðjón Birgi eða læra dönsku með Guðrúnu Júlíu. Það var gaman að eiga ömmu sem hafði ferðast um allan heim- inn, réð danskar krossgátur og spilaði kasínu við okkur. Þú hafðir svo gaman af því að syngja með okkur og varst með alla texta á hreinu. Þú þekktir öll staðarheiti og varst fyrir okkur heill hafsjór af fróðleik. Í seinni tíma sýndir þú okkur og börnunum okkar áfram mikinn áhuga og sagðir við afa að barna- börnin væru eins og bestu vinir þínir. Við systur og þú, elsku amma, vissum þegar við hittumst í sumar að við myndum ekki hittast aftur. Þér tókst að gera þessar síðustu stundir okkar saman að miklum gæðastundum sem núna hjálpa okkur mikið að takast á við að þú ert ekki lengur hjá okkur. Hvíldu í friði, elsku amma, við munum alltaf geyma mynd af þér í hjört- um okkar. Þín sonarbörn, Guðrún Júlía, Guðríður Elísa, Guðjón Birgir. Elsku amma mín, þegar ég kveð þig er þakklæti mér efst í huga, þakklæti fyrir að eiga þig fyrir ömmu. Þegar ég hugsa um þig hvarflar hugurinn mörg ár aftur í tímann þegar við systur komum í sumarheimsókn til þín. Ef afi var á sjónum fengum við að sofa í hans bóli og á morgnana hlustuðum við á morgunleikfim- ina í útvarpinu og svo greipst þú stundum gítarinn og spilaðir og söngst fyrir okkur. Það voru góð- ar stundir. Ég er líka þakklát fyrir að börnin mín fengu þig sem lang- ömmu og náðu að hitta þig og knúsa þig nokkrum dögum áður en þú kvaddir. Ég vona að þú hafir það gott núna og við sjáumst síðar. Ég kveð þig með söknuði og texta sem minnir mig alltaf á þig: Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Þín ömmustelpa, Hanna Lísa. Elsku amma, það er hálfskrýt- ið að sitja hér í eldhúsinu á Blómsturvöllum án þín. Það er hér sem við höfum átt svo margar stundir saman. Hér var setið oft og lengi og rætt um alla heima og geima. Hér voru alltaf kræsingar í kaffinu, ömmukryddbrauð og sandkaka. Hér var okkur kennt að spila kasínu og eftir það marg- oft setið við spil. Það hefur alltaf verið sérstök tilfinning að keyra niður Odds- skarðið og gægjast svo út fjörð- inn, það var svolítið eins og að koma heim. Hjá ömmu og afa hef- ur maður líka alltaf verið velkom- inn og mikið dekrað við mann. Sumarfríin fyrir austan hjá ömmu og afa voru alltaf hápunktur sum- arsins, hér var alltaf nægur tími fyrir yngstu barnabörnin og voru gefin leyfi fyrir hinum ýmsu hlut- um sem ekki fengust heima fyrir. Að sama skapi var alltaf beðið eftir páskum með óþreyju enda fastur liður að eyða þeim fyrir austan hjá ömmu og afa. Alltaf gaf amma sér tíma til að hlusta og ræða málin. Hún var líka uppfull af fróðleik og skemmtilegum sög- um af ævintýrum sínum. Það er með miklum söknuði sem við nú kveðjum þig en á sama tíma þökkum við fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Daníel og Birgir Péturssynir. Elsku Guja amma. Það er svo skrýtið að þú sért farin. Í mínum barnaskap hélt ég að þú yrðir hér til eilífðar. Það var einhvernveginn alveg sama hvað gekk á, þú stóðst alltaf upp aftur. En nú er komið að því. Ég veit að nú ertu komin í góðan fé- lagsskap með systrum þínum, bróður og elsku Sigurði frænda. Eftir stendur minningin um fallega, heilsteypta og umfram allt gamansama og söngelska konu. Minningarnar um öll kaffiboðin eftir skíðamótin í Oddsskarði. Kryddbrauðið, sandkakan og rúsínukökurnar um jólin. Allar sögurnar sem þér fannst svo gaman að segja bæði okkur barnabörnunum og ekki síður barnabarnabörnum. Ljóðin og þulurnar sem þú kunnir svo mikið af. Súru pungarnir sem ég lærði að borða hjá þér og minningarnar af þér leggjandi kapal við eldhús- borðið eða að plata einhvern í kas- ínu þar sem var eiginlega ekki möguleiki að vinna þig. Rúntur á Rovernum með ykk- ur afa og krikket og boccia í garð- inum. Færeysku lögin og dans- arnir sem þú elskaðir. Ég veit þú ert hamingjusöm núna, en við sem elskum þig meg- um gráta og sakna. Hvíldu í friði, elsku amma. Kolbrún Lára. Elsku langamma. Mér fannst gaman þegar við fórum í langa göngutúra með þér og þú sagðir mér sögur af álfum og huldufólki. Þegar þú last Bjössa Englabarn fyrir mig og svo bakaðir þú bestu jólaköku og sandköku í heimi. Knús, Hanna Lára. Langamma bjó til bestu jóla- köku í heimi. Hún las fyrir okkur um Bjössa Englabarn. Hún var alltaf tilbúin í knús, kossa og döðl- ur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og aðra. Englakossar, Helena Lind. Elsku langamma, ég er mjög þakklát fyrir það að eiga þig sem langömmu. Ég man svo vel þegar ég kom í heimsókn og þú sýndir mér myndir af systkinum þínum, sýndir mér fallegu blómin þín og svo fékk ég alltaf að horfa á Emil í Kattholti. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að knúsa þig rétt áður en þú kvaddir. Guð hefur þurft sterka og afar ljúfa manneskju upp til sín á þess- um tíma því annars hefði hann ekki tekið þig frá okkur. Þó þú sért ekki lengur með okkur verður þú alltaf stór partur af hjartanu mínu. Kveðja, Elísa Maren. Elsku langamma, takk fyrir að vera alltaf svona góð langamma. Ég man að þegar ég kom í heim- sókn fékk ég alltaf að horfa á Emil og þú spilaðir alltaf boccia við mig. Ég vona að á himnum fáir þú ennþá að rækta fallegu blómin þín og vonandi hvílir þú með þeim, elsku langamma. Kveðja, Vilmar Óli. Guðríður Elísa Jóhannsdóttir Með kærleik og virðingu Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Þorsteinn Elísson lí i | í i | Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR KRISTINN KLEMENZSON læknir, Rekagranda 8, lést á heimili sínu þann 8. desember sl. Útförin verður tilkynnt síðar. . Ólafur Örn Klemensson, Inga A. Valdimarsdóttir, Sæunn Klemenzdóttir, Hallur Helgason, Sigurður Jökull Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Valdís Ólafsdóttir, Valdimar Klemens Ólafsson, Hallur Hallsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI EIRÍKUR BJÖRGVINSSON frá Víðilæk í Skriðdal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Birgir Smári Bragason, Lára Elísdóttir, Bjarki Hrannar Bragason, Margrét Lísa Sigþórsdóttir, Baldur Þeyr Bragason, Sonja Hvidbro, Brynjar Frosti Bragason, Svala Ösp Valgeirsdóttir, Heiðdís Sóllilja Bragadóttir, Hjalti Jónsson og barnabörn. Ástkær systir okkar og mágkona INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. desember. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 16. desember klukkan 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Frúargangi fyrir góða og kærleiksríka umönnun. . Sigríður Guðný Jónsdóttir Geir Guðgeirsson Sesselja Ásta Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, JÓNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Álfkonuhvarfi 45, Kópavogi, áður í Ytri-Njarðvík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 14. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Rúnar Freyr Þorgilsson, Daizy Cabeza, Íris Ósk Haraldsdóttir, Ingvar Einarsson, Einar Kr. Haraldsson, Signý Ósk Ólafsdóttir, Heiðdís Ósk Haraldsdóttir, Bjarni Kr. Ólafsson, Haukur Örn Jóhannsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.