Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 77
MINNINGAR 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
✝ Ingvar Þórhall-ur Gunnarsson
fæddist á Eskifirði
þann 27. apríl 1944.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimili
Vesturlands á
Akranesi 29. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Kristín Elín
Þorkelsdóttir Szli-
uga húsfreyja, f. 9.
desember 1917, d. 22. maí 2004,
og Gunnar Bjarg Ólafsson, sjó-
maður og leigubílstjóri, f. 27.
janúar 1922, d. 8. febrúar 2002.
Fósturforeldrar Ingvars voru
afi hans og amma, Þorkell Ei-
ríksson frá Vattarnesi, f. 4. nóv-
ember 1886, d. 8. febrúar 1972,
og Helga Þuríður Indriðadóttir
frá Hafranesi við Reyðarfjörð, f.
16. september 1892, d. 23. maí
1964.
Ingvar var elstur 10 systkina.
Sammæðra eru: Rosalinda
Szliuga, f. 1951 og Anna Margr-
et Chavis, f. 1952. Samfeðra eru:
Arnbjörg, f. 1948, Hallfríður
Lína, f. 1951, Sigríður Rut, f.
steinsson, barn þeirra er Krist-
ófer Andri.
Fjölskyldan bjó lengst af á
Hlíðarendavegi 4a á Eskifirði, í
húsi sem Ingvar byggði sjálfur,
en árið 1998 fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur og bjuggu þar til
ársins 2005 þegar þau fluttu á
Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit.
Ingvar vann á sínum yngri ár-
um sem netagerðarmaður á
Eskifirði. Stundaði sjóinn um
tíma en stofnaði síðar fyrirtækið
Þór hf., þar sem rekin var bæði
útgerð og fiskvinnsla. Um tíma
var hann einnig hluthafi í fisk-
vinnslunni Skerseyri í Hafn-
arfirði. Hann sat í bæjarstjórn
Eskifjarðar fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og var mikill athafn-
armaður og frumkvöðull á ýms-
um sviðum.
Eftir að þau hjónin seldu fjöl-
skyldufyrirtæki sitt fyrir aust-
an, árið 1998, fluttu þau til
Reykjavíkur og keyptu litla fisk-
verkun á Grandagarði ásamt því
að reka þrjár fiskbúðir undir
nafninu Svalbarði. Árið 2005
keyptu þau gamalt sláturhús í
Hvalfjarðarsveit og breyttu því í
Ferðaþjónustuna Laxárbakka.
Minningarathöfn um Ingvar
fór fram frá Akraneskirkju,
miðvikudaginn 9. desember.
Útför Ingvars fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 12. des-
ember 2015, klukkan 11.
1953, Eggert Ísfeld,
f. 1953, Ólína Guð-
rún, f. 1954, Ólafur
Gunnar, f. 1958 og
Stefanía Anna, f.
1959.
Ingvar ólst upp á
Eskifirði hjá afa
sínum og ömmu.
Hann giftist Huldu
Bryndísi Hanni-
balsdóttur frá Han-
hóli í Bolungarvík,
f. 4. febrúar 1943, þann 22. sept-
ember 1968 og eignuðust þau
fjórar dætur: Sigríður Kristín, f.
25. júlí 1968, maki; Skúli Her-
mannsson, börn: Hermann Ingi,
Ingvar Páll og Helga Þuríður, f.
19. júlí 1969. Sambýlismaður
Helgu er Jesus Salvador Tabar-
nero, börn þeirra: Ivan Snær,
Sólmar Aron, Berglind Steina, f.
27. sept. 1975. Maki Berglindar
er Sævar Guðjónsson, börn
þeirra eru: Anton Berg, Hulda
Lind og dóttir frá fyrra sam-
bandi, Bergrós Arna, f. 17.3.
1994, og Inga Bryndís, f. 8. okt.
1982. Sambýlismaður Ingu
Bryndísar er Karl Ragnar Frey-
Það er alltaf sárt að kveðja þá
sem standa manni næst.
Stutt er síðan þú hélst upp á
sjötugsafmælið þitt með hátíð-
legri athöfn á Laxárbakka þar
sem þið mamma hafið rekið ferða-
þjónustu með glæsibrag. Það var
glatt á hjalla og ekki óraði mann
fyrir að stutt væri þá í kveðju-
stundina.
Það er auðvitað margs að
minnast þegar sest er niður og
farið er yfir farinn veg. Þú hefur
áorkað svo miklu um ævina og
varst svo mikill frumkvöðull í
mörgu því sem þú tókst sér fyrir
hendur sem hægt er að vera stolt-
ur af: Útgerðin, fiskvinnslurnar,
fiskbúðirnar, ferðaþjónustan og
allt þetta byggðir þú upp frá
grunni ásamt mömmu þér við hlið
sem ávallt studdi vel við bakið á
þér í gegnum súrt og sætt.
Við erum fjórar systurnar og
þú reyndist okkur öllum vel. Við
göntuðumst stundum með það að
þú ættir hálft Hinriks áttunda
veldið en nú höfum við systurnar
bætt úr því þar sem sex af sjö
barnabörnunum eru drengir.
Það var lærdómsríkt fyrir okk-
ur systurnar að taka þátt í starf-
seminni á Þór hf. á Eskifirði með
þér og mömmu og því metnaðar-
fulla starfi sem þar fór fram.
Sælar eru minningarnar um
allar skíða- og skautaferðirnar og
ekki má gleyma frægum brun-
ferðum þínum í Oddsskarðinu.
Um tíma spilaðir þú badminton,
tefldir og fyrir sunnan tóku við
spinningtímarnir sem þér fannst
mesta fjörið í. Á seinni árunum
voru tíðar ferðir í sundlaugina og
göngutúrar með hundinn þinn
Depil. Tómlegt verður að geta
ekki varið jólunum með þér, þátt-
töku þinni í blysförinni sem var
hefð hjá okkur um áramótin eða
spjallað um úrslit fótboltaleikj-
anna og þjóðmálin.
Við systurnar viljum þakka
þér, pabbi, fyrir samfylgdina og
allt sem þú hefur gert fyrir okkur
í gegnum árin. Þú hefur verið
góður faðir, kletturinn í fjölskyld-
unni, umhyggjusamur, örlátur og
með húmorinn á réttum stað.
Okkur systurnar ólstu upp með
það í fyrirrúmi að hamingjan
skapast ekki með peningum eða
öðrum efnislegum gæðum. Þú
kenndir okkur að vinna og læra
að standa á eigin fótum, hvattir
okkur til náms og stappaðir í okk-
ur stálinu þegar við þurftum á því
að halda og fyrir það erum við þér
ævinlega þakklátar. Þú hefur
einnig reynst barnabörnunum
góður afi og fylgst vel með því
sem við öll höfum verið að fást við
og hafðir reglulega samband til
að fá fréttir.
Fjölskyldan skipti þig ávallt
miklu máli og áfram munum við
standa þétt saman og styðja við
bakið á mömmu og hvor annarri.
Elsku pabbi, hvíl í friði með
þökk fyrir allt.
Lífið er þraut og leysa hana þarf,
ljúft það og sárt er í senn,
en bjartsýni ég fékk í föðurarf
og frábært lífið er enn.
Pabbi þú hefur kennt mér svo mikið
margt hefur þú lifað og reynt,
ég veit ég er sterkari fyrir vikið
þótt erfiðleikarnir fari ekki leynt.
(Árný Sigurbjörg Guðjónsdóttir)
Þú hefur kennt okkur að vera þolin-
móðar og sterkar
hvatt okkur áfram að stunda okkar
verk
„þið skuluð alltaf standa á ykkar,“ hann
ávallt hefur sagt
og hafði mikla áherslu á það lagt.
Við elskum þig, okkar kæri faðir, og
takk fyrir allt.
(SKI)
Þínar dætur,
Sigríður Kristín, Helga
Þuríður, Berglind Steina og
Inga Bryndís.
Ingvar Þórhallur Gunnarsson
var maður athafna og frumkvæð-
is, maður sem ekki gafst svo auð-
veldlega upp. Hann laut þó að
lokum í lægra haldi fyrir þeim ör-
lögum sem bíða okkar allra, eftir
snarpa en skammvinna viður-
eign.
Ingvar var um margt fyrir-
mynd mín þegar ég var ungur
maður og ég leit upp til hans eins
og stóra bróður. Hann varð ung-
ur að árum bátseigandi ásamt
móðurbróður sínum og síðar út-
gerðarmaður og eigandi fisk-
verkunar og fiskbúða. Allt sem
hann kom nálægt var gert af óbil-
andi elju og dugnaði. Það átti svo
fyrir honum að liggja að byggja
upp, ásamt Huldu, eiginkonu
sinni, ferðaþjónustu á Laxár-
bakka í Leirársveit.
Við systkinin ólumst upp við
Ingvar sem órjúfanlegan hluta af
fjölskyldu okkar, enda hafði
mamma gengið honum að hluta
til í móðurstað á sínum unglings-
árum eftir að systir hennar, móð-
ir Ingvars, flutti til Bandaríkj-
anna. Amma og afi ólu Ingvar
upp með hjálp mömmu og
tveggja bræðra hennar, þeirra
Eika og Sigga, sem leiddi til þess
að Ingvar var gjarnan kenndur
við afa og nefndur Ingvar Þor-
kels. Mamma flutti að heiman og
stofnaði sína eigin fjölskyldu en
sambandi hennar við Ingvar var
viðhaldið með því að foreldrar
okkar héldu austur til Eskifjarð-
ar hvert einasta sumar öll æsku-
ár okkar systkinanna og þaðan
eigum við öll ljúfar minningar.
Eftir að við Lydia tókum sam-
an og eignuðumst okkar eigin
fjölskyldu var sambandið ræktað
áfram og fyrir það erum við afar
þakklát. Það hefur alltaf verið
tekið vel á móti okkur á heimilum
þeirra Ingvars og Huldu og
dætra þeirra. Dætur Ingvars og
Huldu hafa allar erft dugnað for-
eldra sinna og hafa þær og fjöl-
skyldur þeirra reynst Ingvari og
Huldu stoð og stytta í öllu sem
þau hafa tekið sér fyrir hendur.
Þeirra bíður að styðja við Huldu í
þeim verkefnum sem framundan
eru.
Þeir einstaklingar sem við
kynnumst á lífsleiðinni skilja eft-
ir misdjúp spor í huga okkar.
Ingvar skilur eftir sig djúp spor
sem hvert um sig geymir góðar
minningar um góðan dreng,
minningar sem gera okkur að
betra fólki.
Við erum þakklát fyrir þá
gæfu að hafa átt vegferð með
Ingvari og vottum Huldu, dætr-
um hennar og fjölskyldum okkar
innilegustu samúð.
Þorkell V. Þorsteinsson
og Lydia Jósafatsdóttir.
Vinur minn, Ingvar Þ. Gunn-
arsson, er fallinn frá langt um
aldur fram og er til moldar bor-
inn í dag.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an í Búnaðarbankanum fyrir
meir en fjórðungi aldar. Þá kom
hann ásamt félögum sínum til að
láta á það reyna hvort nokkur
skilningur væri þar á bæ fyrir
því, að styðja þá félaga til þess að
setja á laggirnar nýtt og fram-
sækið fyrirtæki í sjávarútvegi.
Við fyrstu kynni mátti manni
ljóst vera að þar fór enginn flysj-
ungur eða yfirborðsmaður, enda
þáði hann dugnaðinn í vöggugjöf.
Föðursystir mín, Torfhildur
Magnúsdóttir á Eskifirði, sagði
mér aðspurð, að oft hafi hún
dáðst að eljusemi og dugnaði
Ingvars, þegar á unglingsaldri,
og því aldrei nein spurning um að
hann mundi fyrr eða síðar setja
mark sitt á staðinn. Þótt sann-
arlega hafi ekki verið mulið undir
hann ungan og allar silfurskeiðar
víðs fjarri.
Torfhildur hafði rétt fyrir sér
og Ingvar lét muna um sig í
byggðarlagi sínu með myndar-
legri útgerð og glæsilegri fisk-
verkun.
En Ingvar sigldi ekki alltaf
lygnan sjó í sínum atvinnu-
rekstri, því hann var kjarkmaður
og lét sér ekki allt fyrir brjósti
brenna og veðjaði ekki alltaf á
réttan hest.
Á nýrri öld vatt Ingvar kvæði
sínu í kross og keypti hús SS á
Laxárbakka í Leirársveit og end-
urbyggði með miklum myndar-
brag og útsjónarsemi. Nú gefur
að líta á staðnum glæsilegan veit-
ingastað og fjölda vel búinna
íbúða og gistihúsa af ýmsum
toga. Við þetta allt naut Ingvar
konu sinnar, Huldu Hannibals-
dóttur, sem er slíkur dugnaðar-
forkur að líklega á hún sér engan
jafninga í samtíð sinni. Ingvar og
Hulda eiga fjórar glæsilegar
dætur, sem allar hafa verið þeim
stoð og stytta í þessum miklu
framkvæmdum og rekstri. Þau
hjón bjuggu nú við þjóðbraut
þvera í einkar fallegu og vel búnu
húsi, prýddu listaverkum og öllu
því sem gerir heimili hlýtt og
notalegt. Um Ingvar mætti segja
það sem Njála segir um Flosa á
Svínafelli „Flosi var allra manna
glaðastr og bestr heima at hitta.“
Það mátti heita regla hjá mér
að koma við á Laxárbakka á leið
minni til og frá Grundarfirði.
Eftir góðgerðir og gott kaffi var
tekið í nefið og farið yfir það sem
efst var á baugi og ekki þjakaði
Ingvar skoðanaleysið, því hann
tók skýra afstöðu í hverju máli
og aldrei bilaði stuðningur hans
við Sjálfstæðisflokkinn á hverju
sem gekk. Ingvar vissi nákvæm-
lega hvað að honum snéri og
hverjum hann gæti treyst, enda
sagði hann eins og Friðrik
Prússakeisari fyrir margt löngu,
„því betur sem ég kynnist mönn-
unum því vænna þykir mér um
hundinn minn“. Depill var hans
besti vinur og mjög var það
gagnkvæmt.
Nú er lokið þessum skemmti-
legu samfundum okkar og maður
saknar vinar í stað. Ingvar var
fjölfróður og húmoristi af þeirri
gráðu að viðbrugðið er.
Huldu, dætrum og fjölskyld-
um þeirra sendum við Þórunn
innilegar samúðarkveðjur.
Árni Emilsson.
Í ágúst 1984 kom ég sem
skiptinemi til Íslands. Fyrsta
fósturheimili mitt var á Eskifirði
hjá Huldu og Ingvari. Ég man
hversu undrandi ég var þegar ég
fékk heila íbúð til umráða í kjall-
aranum.
Kynni mín af Eskifirði og Ís-
landi hófust á því að þau fundu
mér verkefni eins og að taka upp
kartöflur, fara í smölun og hjálpa
til við sláturgerð. Þessi verkefni
voru mér mjög framandi. Þegar
svið voru svo elduð fyrir mig í
fyrsta sinn gerði heimþráin og
einmanaleikinn vart við sig svo
um munaði.
Ingvar settist þá við hlið mér
og fór að hæla kunnáttu minni í
tungumálum og fleiru til að
hressa mig við, en allt sem ég
óskaði mér var að kunna íslensku
svo ég gæti talað við fólk.
Þá voru lögð drög að því að ég
færi að vinna í fiskinum hjá Ingv-
ari og þar með voru örlög mín
hér á Íslandi ráðin.
Ég byrjaði að vinna í saltfisk-
inum og síðan í síldinni um haust-
ið hjá Útgerðarfélaginu Þór hf.,
fyrirtæki sem Ingvar rak á sín-
um tíma. Ég kynntist Eskfirð-
ingum, þar á meðal Atla, mann-
inum mínum, lærði íslensku og
fékk að halda jól með þeim. Þeg-
ar ég kom aftur til Íslands til að
festa ráð mitt treysti Ingvar mér
einnig fyrir bókhaldsvinnu á
skrifstofunni.
Við misstum aldrei sjónar
hvort á öðru þrátt fyrir að þau
flyttu suður. Þegar tækifæri
gafst reyndum við að heilsa hvort
upp á annað og gjarnan minntist
Ingvar þá á fósturdótturina.
Elsku Hulda, Sigga Stína, Helga
Þurý, Berglind Steina, Inga
Bryndís og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur frá okkur. Ég
minnist Ingvars með hlýhug og
velvild og þakka fyrir samfylgd-
ina. Megi hann hvíla í friði.
Bea.
Ingvar Þórhallur
Gunnarsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og
afi,
KRISTJÁN ÞORGEIR MAGNÚSSON
flugstjóri,
sem lést í Bandaríkjunum 26. nóvember,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 15. nóvember klukkan 15.
.
Jóhann Svavar Þorgeirsson Guðrún J. Halldórsdóttir,
Davíð Blöndal Þorgeirsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Kristín Diljá Þorgeirsdóttir,
Jóhann Magnús Magnússon,
Marinó Már Magnússon
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
sambýliskonu, dóttur, móður,
tengdamóður, ömmu og systur,
ÁSGERÐAR GARÐARSDÓTTUR,
Silungakvísl 6,
110 Reykjavík,
sem lést 1. nóvember síðastliðinn.
.
Þóroddur Stefánsson,
Garðar Hinriksson, Hulda Jónsdóttir,
Ásgeir Jóel, Þrúður Arna Briem,
Tinna Rut Þóroddsdóttir, Jóhann Kröyer Halldórsson,
Rakel Þóroddsdóttir,
Blær Örn Ásgeirsson, Kolka Prema,
Birna tvíburasystir, Jón Hinrik og Sigrún.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Vesturbraut 17,
Höfn, Hornafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
á Höfn þann 6. desember.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarkirkju
laugardaginn 19. desember klukkan 10.30.
.
Jón Arason,
Guðrún Arndís Jónsdóttir,
Elfa Signý Jónsdóttir, Hannes Höskuldsson,
Sigurður Gunnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir mín, mágkona, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVANBJÖRG HRÓBJARTSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Laugarnesvegi 96,
lést á Landspítalanum 27. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
.
Guðlaug Hróbjartsdóttir Erlendur Guðmundsson
Þóra Berg Jónsdóttir Sigmar B. Bjarnason
Sandra Björgvinsdóttir Geir Bjarnþórsson
Ásta Sigmarsdóttir Valur Steinarsson
Sigtryggur Berg Sigmarsson Jóhanna Sigurðardóttir
Elín Berg Sigmarsdóttir
Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir Ingvi Þór Georgsson
Ágúst Benedikt Sigmarsson Alda Kristinsdóttir
Anney Ýr Geirsdóttir
Bergþór Vikar Geirsson
og langömmubörn.