Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt úttekt Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem unnin var fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), varð 20% aukning í sölu fatn- aðar í síðustu viku, miðað við sama tíma í fyrra, Bókaverslun er einnig sögð fara vel af stað fyrir jólin og merkjanleg aukning er í sölu barna- bóka. Greina mátti samdrátt í sölu búsáhalda og heimilisbúnaðar en einhver aukning varð í sölu raftækja. Sala á spjaldtölvum er talin hafa dregist saman og merki um að neyt- endur kjósi fremur snjallsíma með stóra skjái. Sala á ferðahátölurum og heyrnartólum hefur hins vegar auk- ist nokkuð. Emil B. Karlsson hjá Rann- sóknasetri verslunarinnar segir að um lauslega úttekt sé að ræða, sem gefi vísbendingu um hvernig jóla- verslunin fari af stað. Upplýsingar hafi fengist frá tveimur til þremur stórum verslunum í hverjum flokki. Hann bendir á að með „Black Friday“ og „Cyber Monday“ hafi jólaverslunin hafist fyrr og af þeim völdum hafi fyrstu dagarnir í desem- ber verið rólegri en oft áður. Þá hafi fannfergi og óveður haft sitt að segja um traffíkina. Emil bendir jafnframt á að nýtt kortatímabil hefjist núna viku seinna en fyrir síðustu jól, eða 12. desember í stað þess 5. í fyrra. Þetta muni færa jólaverslunina aftar í mánuðinum. Fleiri sendingar að utan Eins og kemur fram hér til hliðar hefur verslun á netinu verið að aukast. Það sést vel í tölum frá Hag- stofunni um fjölda póstsendinga frá öðrum löndum og verðmæti þeirra. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er fjöldi sendinga um 250 þúsund og verð- mætið um 1,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra voru sendingarnar um 243 þúsund. Allt síðasta ár var fjöldi sendinga um 293 þúsund og tollverðið nærri 1,8 milljarðar króna. Til samanburðar var fjöldi sendinga að utan um 187 þúsund og verðmæt- ið rúmir 1,2 milljarðar. Sé farið enn lengra aftur þá voru sendingar að ut- an vegna netverslunar um 84 þúsund árið 2008 og verðmætið tæplega 600 milljónir. Lokanir fara illa í kaupmenn En hvernig er hljóðið í kaup- mönnum í upphafi jólavertíðar? Gunnar Guðjónsson í Gleraugna- miðstöðinni við Laugaveg, sem jafn- framt er stjórnarformaður Samtaka kaupmanna og fasteigendaeigenda við Laugaveg, segir ágætt hljóð í kaupmönnum, sem reyndar vilji miklu frekar kalla félagsskapinn Miðbæjarfélagið. „Það eru allir tilbúnir að taka á móti viðskiptavinum en þessar lok- anir á Laugavegi fara illa í menn. Það átti að vera meira um þetta en að okkar tilmælum náðist sátt um að hafa bara lokað um helgar. Um síð- ustu helgi var kalt í veðri og þá hefði nú verið betra að hafa allt opið. Þeir sem ráða þessu hjá borginni taka ekki mikið tillit til þess að það er vet- ur,“ segir Gunnar. Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, sem rekur fataverslunina Boutique Bella á Skólavörðustíg, tekur undir með Gunnari um að lokanir helstu versl- anagatna í miðbænum leggist al- mennt illa í kaupmenn, ekki síst á þessum árstíma þegar allra veðra sé von. „Það er verið að loka á ákveðna hópa sem komast ekki leiðar sinnar nema á bíl,“ segir hún. Karlarnir fyrr á ferðinni „Annars er búin að vera góð stemning í bænum, það liggur vel á fólki og verslunin fer vel af stað. Miðað við síðustu ár hefur þetta byrjað fyrr, sérstaklega hjá karl- mönnunum. Það er líka að bætast stöðugt í flóru verslana á svæðinu,“ segir Heiða Lára. Sturla G. Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir viðskiptin vera að glæðast. „Það er mikil og góð stemning í húsinu, uppákomur á hverjum degi og bara gott hljóð í verslunareigendum,“ segir hann. Verslanir verða nú leng- ur opnar, eða til kl. 10 á kvöldin, fram að jólum. Spurður út í vöxt netverslunar segir Sturla hana vissulega hafa ein- hver áhrif en Smáralind hafi hvatt kaupmenn til að líta á það sem tæki- færi en ekki ógn. Jólaverslunin að komast í gang  Aukin sala á fatnaði, bókum og raftækjum fyrir jólin  Black Friday setti jólaverslun fyrr af stað  Veðrið dró úr aðsókninni  Aukin sala gegnum netið  Kaupmenn ósáttir við lokanir á Laugavegi Morgunblaðið/Golli Jólaverslunin Nú þegar aðeins 12 dagar eru til jóla fara kaup landsmanna á jólagjöfum og matvöru margskona að nálgast hámark. Verslun gegnum netið færist í aukana ár frá ári. Það sést t.d. vel í greidd- um virðisaukaskatti vegna kaupa á vörum gegnum vefverslanir. Sam- kvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattastjóra námu þær greiðslur 414 milljónum kr. á síðasta ári, borið saman við 297 milljónir árið 2013. Voru tölurnar fengnar á grunni gagna frá Íslandspósti. Virðisaukaskattur af rafrænt afhentri þjónustu, eða niðurhali, var tæpar 119 milljónir í fyrra og 114 milljónir árið áður. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs versl- unarinnar, segir miklar breytingar eiga sér stað í inn- kaupum fólks. Netverslun aukist jafnt og þétt og hefð- bundnar verslanir séu farnar að nýta sér netið í meira mæli, t.d. velji vörur á netinu og sæki þær í verslanir eða noti jafnvel netið inni í verslunum. „Netverslun sem slík er ekki að ógna hefðbundinni verslun heldur styðja þær hver við aðra,“ segir Emil. Hann bendir einnig á að greiðslumiðlun sé að breyt- ast. Þannig nýti fleiri sér netgíró og fái rukkun beint í einkabanka sinn, eða versli í gegnum símann, framhjá kortafyrirtækjunum. Aukinn vsk. af netverslun BREYTT VERSLUNARMYNSTUR NEYTENDA Emil B. Karlsson ENGIN BANKASKÍTAFÝLA! holar@holabok.is — www.holabok.is Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson sögu Hrekkjalómafélagsins; segir frá hrekkjunum og viðbrögðunum og … afleiðingunum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi. Halli í Turninum fær ís Ráðherrahjónum er gert rúmrusk Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot og margt fleira Það er engin BANKASKÍTAFÝLA af þessari bók!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.