Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 77 31 2 11 /1 5 Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! Knorr færir þér hátíðarkraftinn Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ragnar Kjartansson myndlist- armaður hlaut í gær styrk úr sjóði Richards Serra, að upphæð kr. fimmhundruð þúsund. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af gjöf hins heims- kunna bandaríska skúlptúrista Rich- ards Serra á myndverkinu Áfangar í Viðey en það var sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík árið 1990. Viðtakendur gjafarinnar voru Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Ís- lands og Reykjavíkurborg. Markmið sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra. Úthlutað er úr sjóðnum annað hvert ár og að þessu sinni sátu í úthlutunarnefndinni þau Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, og myndlist- arkonurnar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sara Riel. Mættum vera gjafmildari Við valið á Ragnari lagði úthlut- unarnefndin þrennt til grundvallar: merkilegan og stöðugan árangur „svo tiltölulega ungs listamanns – ekki orðinn fertugur“; að „við Ís- lendingar mættum gjarnan vera gjafmildari gagnvart okkar ágæt- ustu listamönnum í staðinn fyrir að draga svo lappirnar gagnvart þeim að við skipuðum okkur í öftustu röð og værum síðastir að viðurkenna ágæti þeirra“; og að „listamaðurinn hefði heldur betur víkkað út hugtak þrívíðrar listar.“ Gjörningar sem skúlptúrar „Mér þykir fáranlega vænt um þetta, það er mikill heiður að fá þennan styrk,“ sagði Ragnar í gær og bætti við að hann liti svo á að hann væri alltaf að vinna í skúlptúr. Á undanförnum árum hefur Ragnar átt mikilli og vaxandi vel- gengni að fagna víða um lönd og er hann nú iðulega sagður einn fremstu myndlistarmanna sinnar kynslóðar. Margbreytileg verk hans, gjörn- ingar, myndbandsverk, málverk, teikningar og skúlptúrar, hafa verið sett upp í virtum sýningarsölum og söfnum víða um lönd og um þessar mundir stendur yfir viðamesta sýn- ing Ragnars til þessa, í samtíma- listasafninu Palais de Tokyo í París. Sýning sem hann vann að ásamt að- stoðarfólki sínu í á þriðja ár. „Mér finnst ég svo oft vera að skúlptúrgera hið „perfomatífa“,“ sagði hann og velti áfram fyrir sér þvívíðri nálgun í verkunum. Hann vinni með gjörninga bæði í málverki og skúlptúr en honum finnst hann þó iðulega enn nær skúlptúrnum. „Síðan hef ég líka unnið heilmikið með hreinræktaðan skúlptúr,“ sagði Ragnar hugsi. „Og ég lít sjálfur á gjörningana sem skúlptúra, að ég sé að skúlptúrgera augnablikið. Og finnst mikill heiður ef litið er á það sem skúlptúríska framþróun.“ Hann sagði hvatninguna sem felst í styrknum líka vera mjög mikil- væga. „Og að styrkurinn sé runninn undan rifjum þessa hálfguðs skúlp- túrsins, hans Serra, er rosalega gaman, og líka að maður fái þetta klapp á bakið frá kollegum í listinni. Mér þykir ótrúlega vænt um það!“ Með virkni eins og Serra verk Þegar spurt var hvort Ragnar væri sáttur við þá skilgreingu val- nefndarinnar á verkum hans, að hann víkki út skilgreiningu þrívíðrar listar, sagðist hann einmitt vera að reyna það. „Tl dæmis í gjörningunum sem eru leikhúslegir. Þegar ég vinn að þessum verkum og útskýri þau fyrir þeim sem flytja þau, þá segi ég að við séum að skúlptúrgera leikhús, að breyta leikhúsinu í skúlptúr.“ Og hann tók sem dæmi eitt nýja verkið á sýningunni í París, gjörninginn Bonjour, þar sem byggt hefur verið heilt torg í safninu, í anda fransks smábæjar og þar leika maður og kona aftur og aftur stutt kynni á torginu. „Þetta er í raun risastórt form í safninu sem er eins og Kardi- mommubæjar-leikrit og ég sagði oft við sýningarstjórann að það þyrfti að hafa svipaða virkni og Richard Serra verk!“ sagði Ragnar og hló. „Sýningarstjórinn glotti alltaf af því að ég líkti þessum Kardimom- mubæ við verk eftir Serra. En ég nota skúlptúr oft sem tilvitnun.“ Þykir fáránlega vænt um þetta  Ragnar Kjartansson fékk styrk Morgunblaðið/Árni Sæberg Styrktur Ragnar Kjartansson hlaut styrk Richards Serra. Hann er sagður hafa „víkkað út hugtak þrívíðrar listar“. „Við verðum með einhverja fasta liði auk þess sem sjaldheyrðari lög fá að fljóta með,“ segir Árni Harðarson stjórnandi Karlakórsins Fóst- bræðra, en kórinn kemur fram á jólatónleikum í Norðurljósum Hörpu í dag kl. 17. Einsöngvari er Auður Gunnarsdóttir sópran, en ein- söngvarar koma einnig úr röðum kórmanna. Við píanóið er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. „Af kunnuglegum lögum munum við flytja „Ó, helga nótt“, „Fögur er foldin“ og „Ave Maria“ eftir Kalda- lóns. Í ár verður talsvert af sænsk- um jólalögum sem ekki eru mikið sungin hérlendis,“ segir Árni og bendir á að karlakórahefðin sé mjög sterk í bæði Svíþjóð og Finnlandi og einboðið að leita í þarlenda tónlist. „Einnig munum við flytja flott stykki, sem nefnist „Lux Aur- umque“ og er eftir bandaríska tón- skáldið Eric Whitacre. Hann er mjög flinkur að skrifa fyrir kóra.“ Í framvarðasveit karlakóra Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki, en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916. Svo skemmtilega vill til að á næsta ári þegar kórinn fagn- ar 100 ára samfelldu starfi verða lið- in 25 ár síðan Árni tók að sér að stjórna honum. „Þegar ég tók við stöðunni á sín- um tíma átti ég ekki von á því að ég yrði svona lengi, en ég hafði lítið kynnst karlakórasöng þegar ég tók við keflinu heldur aðeins stjórnað blönduðum kórum. En þetta heltók mig, því hljóðfærið sem slíkt og hljómurinn heillar mig. Að stjórna karlakór er sama eðlis og að stjórna öðrum kórum, s.s. blönduðum, en hljóðfærið er annað. Ef kvennakór er eins og fiðlusveit þá er karlakór eins og sellósveit,“ segir Árni. Að- spurður segir hann kórfélaga nú vera um hundrað manns sem sam- svarar einni rödd fyrir hvert starfs- ár. „Í tilefni stórafmælisins tókum við okkur til á síðasta ári og fjölg- uðum nokkuð í kórnum og tókum inn nýja menn, en fram að því hafði kór- inn alllengi verið um 70 til 80 manns. Kórinn hefur í gegnum tíðina lagt metnað sinn í að standa fyrir vand- aðan söng, þannig að við séum í framvarðasveit karlakóra hér á landi.“ silja@mbl.is Ljósmynd/Eddi Fjölmenni Stjórnandi og píanóleikari ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum. Fastir liðir sem og sjaldheyrðari lög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.