Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 14

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðburðurinn er fín hreyfing sem skilar ágætum pening, svo það er bara gaman að fara á fætur snemma á morgnana, taka hringinn hér í hverfinu og koma svo hress og kát í skólann,“ segir Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, blaðberi hjá Morg- unblaðinu. Hundruð manna taka þátt í dreif- ingu Morgunblaðsins á hverjum degi, meðal annars unglingar sem eru að safna fyrir einhverju skemmtilegu og grípa þá vinnu sem gefur ágætan pening. Og alltaf þarf fleiri í liðið, því blaðberar Morgun- blaðsins sjá einnig um dreifingu á Fréttatímanum, DV og ýmsum öðr- um blöðum sem þá eru í svonefndri aldreifingu. Sú er til dæmis raunin í dag þegar Mogginn fer í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Safnað fyrir hesti Ásdís Agla býr á Álftanesi og er blaðberi Morgunblaðsins í einu hverfi á sunnanverðu nesinu. Hún grípur svo í meira þegar slíkt býðst. „Þetta eru alltaf nokkrir tíuþús- undkallar í mánuði, sem er fínt að fá inn á bankabókina. Ég fermdist í vor og lagði peningana sem ég fékk þá líka inn svo ég get vonandi keypt mér hest innan tíðar, enda var það þess vegna sem ég fór í þessa vinnu. Nokkrar stelpur sem ég þekki bera út og þetta er mjög skemmtilegt,“ segir blaðberinn á Álftanesinu. Í starfinu hefur Ásdís Agla svo oft notið aðstoðar móður sinnar, Herdísar Egilsdóttur, til dæmis þegar hún dreifir blöðum í götum sem eru nokkuð frá heimili hennar. „Þegar dreift er í hvert hús erum við með um það bil 130 blöð, sem er mátulegur skammtur svona jafn- hliða skólanum sem alltaf er númer eitt. Þá förum við mæðgurnar sam- an í blaðburðinn á morgnana og finnst mjög skemmtilegt,“ segir Herdís Egilsdóttir blaðbera- mamma. Mæðgurnar eru í blaðburði Morgunblaðið/Árni Sæberg Samtaka Ásdís Agla og Herdís með blaðberatöskuna „Nokkrar stelpur sem ég þekki bera út og þetta er mjög skemmtilegt,“ segir blaðberinn ungi.  Ásdís Agla á Álftanesinu  Með blöðin áður en skóladag- ur hefst  Nokkrir tíuþúsundkallar í hverjum mánuði Stykkishólmi | Gullhólmi SH 201 kom til heimahafnar í fyrsta skipti í vikunni. Báturinn er smíðaður hjá Seiglu ehf á Akureyri og var afhent- ur eigendum í lok september s.l. Bát- urinn hefur verið gerður út frá Siglu- firði fyrstu tvo mánuðina, en er nú kominn til veiða í Breiðafirði. Vel hefur verið vand- að til búnaðar og tækja og mun Gullhólmi vera fyrsti báturinn í krókaaflamarks- kerfinu þar sem aflinn er slægður um borð. Agustson ehf í Stykkishólmi er eigandi bátsins og gerir hann út. Sigurður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri, segir að smíði bátsins hafi tekist mjög vel. Hann hafi reynst í alla staði vel og ekkert óvænt komið upp á. Að sögn Sigurð- ar er báturinn í krókaaflamarkskerf- inu og er stærð hans miðuð við þau mörk sem þar eru sett. Báturinn er 13,60 m á lengd, 5,60 m á breidd og mælist tæp 30 brúttótonn að stærð. Agustson ehf starfrækir saltfisk- vinnslu í Stykkishólmi og er Gull- hólma ætlað að sjá vinnslunni fyrir hráefni. Að sögn Sigurðar gerði fyr- irtækið út áður stórt línuskip sem nú hefur verið selt. Útgerð þess skips skorti veiðiheimildir og það var óhentugt. Það var ástand sem ekki var hægt að búa við til lengdar. Minni rekstrarkostnaður Sigurður segir að nokkrar ástæð- ur séu fyrir því að sú leið var farin að smíða nýtt skip í krókaaflamarks- kerfinu. Aflaheimildir þar séu á lægra verði og mun meira framboð, því samþjöppunin þar sé mun minni enn sem komið er heldur en í afla- markskerfinu. Annar þáttur sé, að allur rekstrarkostnaður sé allmikið minni, án þess að verið sé að fórna gæðum hráefnisins. Hægt verði að bjóða sjómönnum fyrirtækisins upp á góð ársstörf, því ætlunin er að gera bátinn út í 10-11 mánuði á ári. „Það eru mikil tímamót hvers út- gerðarmanns að fá afhent nýtt skip. Þetta nýja skip sýnir þróun tækn- innar í útgerð minni báta sem gerir mögulegt að bæta aðbúnað áhafnar, öruggari vinnustað og að fá betra hráefni til vinnslu. Ég gleðst yfir því“, segir Sigurður. Vel hefur verið vandað til búnaðar og tækja. Á Gullhólma eru tvær fimm manna áhafnir. Hvor áhöfn rær 2 vikur og 2 vikur í fríi. Skip- stjórar á Gullhólma eru Sigurður A. Þórarinsson og Pétur Erlingsson Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Gullhólmi Nýi báturinn í heimahöfn, hann hefur reynst vel fyrstu vikurnar. Nýtt skip sem sýnir þróun tækninnar Sigurður Ágústsson Færð hefur víða verið erfið á höfuð- borgarsvæðinu eftir mikla snjókomu að undanförnu, fárviðri með úrkomu og nú seinast hressilegt kuldakast. Eru nú víða háir og harðir klaka- bunkar við vegi borgarinnar, öku- mönnum til mikils ama. „Það eru alltaf einhverjir sem keyra upp á þessa hrauka og tjóna bílinn sinn, en þetta er þó ekki jafn slæmt og það var árið 2012 – þá var alveg ótrúlega mikið að gera í við- gerðum enda göturnar illa hreins- aðar af snjó,“ segir Piero Segatta, framkvæmdastjóri Pústþjónustu BJB, í samtali við Morgunblaðið, en margir ökumenn hafa þurft að sækja fyrirtækið heim undanfarna vetur eftir að hafa t.a.m. misst pústkerfið undan ökutækjum sínum í erfiðri færð. „Nú eru aðalgöturnar ekkert sérstaklega vondar, þó að vissulega megi finna erfiða kafla og þá einkum á bílastæðum,“ segir hann. Anna stundum ekki eftirspurn Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Króks dráttarbíla, segir starfsmenn þar hafa haft í nógu að snúast það sem af er vetri. Eru dæmi þess að sumir hafi ekki fengið aðstoð sökum anna. „Við erum með sex bíla í gangi og það veitir oft ekkert af enda fylgja mörg óhöpp svona færð.“ Morgunblaðið/Golli Frost Borgarbúar eru orðnir nokkuð vanir því að keyra í hálku og snjó enda fengið góða þjálfun í vetur. Nú eru það ískögglar sem angra ökumenn. Klakafjöll í borginni  Færri bifreiðar misst púströr sín þrátt fyrir erfiða færð að undanförnu Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagata 18 • Langahlíð • Dalbraut 1 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.