Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Hillary Clinton var spáð sigri fram- an af í forkosningum Demókrata- flokksins fyrir forsetakosningarnar 2008. Upp úr áramótunum 2007-’08 fór að draga saman með henni og Barack Obama og að lokum fór svo að hún dró framboð sitt til baka í júní 2008. Kosn- ingabarátta hennar þá var talsvert gagnýnd, m.a. fyrir að henni hafi ekki tekist að gefa nógu jákvæða mynd af sjálfri sér. Mörgum stjórnmálaskýr- endum þykir kveða við annan tón nú, þeirra á meðal er Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræð- ingur. „Ég sé heilmikinn mun á kosn- ingabaráttu Hillary Clinton nú og árið 2008,“ segir Silja Bára sem fylg- ist grannt með gangi mála í barátt- unni fyrir forkosningarnar vestan- hafs. „Þá fannst mér og mörgum það skína í gegn að hún teldi sig eiga til- kall til forsetastólsins og því fylgdi ákveðinn hroki. Hún virðist hafa lært af því og sýnir núna ákveðna auðmýkt, sem ég held að komi henni til góða. Ég held að hún hafi áttað sig á því að hún þarf að vinna fyrir hverju einasta ríki, hverju einasta atkvæði. Hún er ekki að fara að slaka á og bíða eftir að atkvæðin komi til hennar, þó hún sé með mesta fylgið núna.“ Önnur breyting sem Silja Bára segist merkja í málflutningi Clinton er að nú leggur hún miklu meiri áherslu á jafnrétti kynjanna. Hugs- anlega eigi slíkur málflutningur og framganga meira upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum nú en fyrir átta árum. „Þá lagði hún ekki jafn mikla áherslu á að hún væri kona en núna virðist hún þora að stíga fram í krafti kyns síns.“ Lítið hefur borið á eiginmann- inum, fyrrverandi forsetanum, það sem af er kosningabaráttunni og segir Silja Bára að hugsanlega gæti orðið breyting þar á um áramótin, þá muni kosningabaráttan komast á annað stig og „stóru kanónurnar“ og stóru málefnin dregin fram. Útnefningin er ekki tryggð Fyrstu forkosningarnar verða í Iowa-ríki 1. febrúar og þær síðustu í júní. Formlegt val á forseta- frambjóðanda fer síðan fram á landsfundi Demókrataflokksins sem haldinn verður Pennsylvaníu-ríki í lok júlí. Forsetakosningar verða síð- an haldnar 8. nóvember. Núna mælist Hillary með langmest fylgi þeirra þriggja demókrata sem gefa kost á sér í forkosningunum, en Silja Bára segir alls ekki tryggt að hún hljóti útnefninguna. „Það má ekki gleyma því að á svipuðum árstíma árið 2007 var hún mjög öruggur leið- togi, en það breyttist hratt þegar Obama fór að sækja í sig veðrið.“ Hillary hefur óneitanlega mikla reynslu – hún er fyrrverandi for- setafrú og þekkir því vel til embætt- isins, hún var öldungadeildar- þingmaður og utanríkisráðherra. Getur þessi pólitíska fortíð staðið í vegi fyrir henni? „Já og nei. Hún hefur svarað opinberlega fyrir ýms- ar umdeildar ákvarðanir sem hún tók í ráðherratíð sinni og tekist það mjög vel,“ segir Silja Bára. Skiptir miklu máli að næsti forseti Bandaríkjanna sé kona? „Já, gífur- lega miklu máli. Það eru ekki marg- ar konur sem eru kjörnir þjóðhöfð- ingjar í heiminum og hver einasta hreyfing í þessa átt skiptir máli, sér- staklega þegar um valdamikið ríki eins og Bandaríkin er að ræða. Bandaríkin eru að mörgu leyti mjög aftarlega á merinni hvað varðar jafnréttismál og ég held að það myndi bæta ásýnd landsins mikið út á við.“ Heldurðu að hún yrði góður for- seti? „Hún er að mörgu leyti ekkert sérlega góður frambjóðandi, en ég held að hún gæti orðið góður forseti. Hún er svolítill stjórnsýslunörd, hún sökkvir sér niður í mál og kynnir sér þau vel. Hún er fljót að átta sig á að- stæðum og taka ákvarðanir af yf- irvegun og ígrundun. Ég held að þessir eiginleikar séu góðir fyrir for- seta.“ Hún þarf að vinna fyrir hverju einasta atkvæði  Stóru kanónurnar verða dregnar fram upp úr áramótum Silja Bára Ómarsdóttir Hún var farsæll lögfræðingur með eigin rekstur, þénaði fimm sinnum meira en eiginmaðurinn og hafði lát- ið til sín taka á ýmsum sviðum. Vet- urinn 1991-’92, þegar Bill Clinton, ríkisstjóri í Arkansas, sóttist eftir tilnefningu demókrataflokksins til forsetaframboðs, var eiginkona hans, hin 44 ára Hillary Rodham Clinton, á hvers manns vörum. Hún þótti öðruvísi en fyrrverandi forseta- frúr og margir Bandaríkjamenn vissu einfaldlega ekki hvað þeim átti að finnast um þessa konu, sem sagð- ist hafa ýmislegt þarfara við tíma sinn að gera en að vera heima og baka smákökur. Bill Clinton var forseti Bandaríkj- anna 1992-2000 og seinni hluti for- setatíðar hans einkenndist af hneykslismálum, upp komst um ást- arsamband hans við ungan lærling í Hvíta húsinu, Monicu Lewinsky, og hjónin voru orðuð við bankahneyksli sem kennt var við Whitewater- fasteignafélagið. Síðan hann lét af embætti árið 2000 hefur Bill Clinton m.a. starfað að mannúðarmálum, haldið fyrirlestra og unnið fyrir Demókrataflokkinn. AFP Breyttir tímar Áður var Hillary oft í bakgrunninum þegar myndir voru teknar af þeim Bill. En nú er það hún sem er í framboði og í sviðsljósinu. Í Hvíta húsið á ný? Ljósmynd/Facebooksíða Hillary Clinton Fjölskyldan Með einkadótturina Chelsea sem fæddist árið 1980. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Laxinn okkar er einungis unninúr ferskum laxi og þurrsaltaður með sjávarsalti. Saltinnihald er einungis 2%. G     kryddaður með einstakri kryddblöndu. F       ingu eru gamlar verkhefðir virtar, sem skilar sér í mildu bragði sem gælir við bragðlaukana. Ómissandi á jólaborðið Reyktur og  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.