Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Íbúar Hamborgar hafa valdið bæði
Angelu Merkel kanslara og Thomas
Bach, forseta Alþjóðaólympíunefnd-
arinnar (IOC), miklum vonbrigðum
með því að dæma borgina úr leik í
keppninni um framkvæmd Ólympíu-
leikanna árið 2024. Ráðamenn í Ham-
borg játuðu að fyrir þá væru úrslitin
áfall en engin tilraun yrði gerð til að
reyna gæða umsóknartilraunina nýju
lífi.
Samþykktu 48,4% íbúanna að sótt
skyldi um leikana 2024 en á móti í
kosningunum 29. nóvember voru
51,6%. Fjarað hafði jafnt og þétt und-
an stuðningi við málið, 64% sögðust
styðja umsóknina í vor en 56% í haust
og trúðu samt flestir – líka andstæð-
ingar málsins – að meirihlutinn yrði
með umsókninni.
Embættismenn óttast að höfnun
Hamborgara geti átt eftir að reynast
þýsku afreksíþróttastarfi áfall en
mótshaldi hefur yfirleitt alltaf fylgt
mikill uppgangur í íþróttalífi viðkom-
andi landa. Sérfræðingar segja að tíð-
indin séu einnig slæm fyrir Alþjóða-
ólympíunefndina. Hamborg sé hvorki
fyrsta né væntanlega heldur síðasta
borgin sem snýr baki við hugmynd-
inni um að verja milljörðum til 16
daga skrauthátíðar sem IOC skrifi
dagskrána fyrir – og hugsanlegur
ávinningur skili sér ekki fyrr en síðar
meir.
Er niðurstaðan lá fyrir sagði Chris-
tiane Wirtz, talsmaður kanslarans, að
Merkel væri hrygg yfir úrslitunum.
„En auðvitað virðir hún vilja íbúanna.
Til þess eru atkvæðagreiðslur haldn-
ar, að fá fram hvað fólkið vill. Og aug-
ljóslega vilja Hamborgarar ekki Ól-
ympíuleikana,“ sagði Wirtz. Hamborg
var ein fimm borga sem eftir voru í
keppninni um leikana 2024, hinar sem
áfram þrauka eru Róm, París, Búda-
pest og Los Angeles.
Önnur höfnunin á tveimur árum
„Við bjuggumst við annarri niður-
stöðu,“ segir Nikolas Hill, fram-
kvæmdastjóri umsóknarnefndarinnar
þýsku. „En úrslitin eru tær og við
verðum að taka þeim. Málið verður
ekkert hugsað upp á nýtt. Fólkið
sagði nei. Niðurstaðan er beiskur bik-
ar að bergja á en lýðræðislegum úr-
slitum verða menn að taka. Við höfum
alltaf sagt að umsókn yrði því aðeins
árangursrík að íbúarnir styddu hana
og þráðu leikina.“
Þetta er í annað sinn á tveimur ár-
um sem þýskir kjósendur skjóta niður
ólympísk áform ráðamanna. Áður
höfðu íbúar München fellt í atkvæða-
greiðslu umsókn um vetrarleikana
2022. „Árásirnar í París, HM í fót-
bolta 2006, flóttamannavandinn og
lyfjahneyksli hafa ekkert með þetta
að gera, en hafa truflað fólk og skap-
raunað því,“ segir Hill en fæstir eru
honum sammála. Til að mynda IOC-
forsetinn Bach sem skrifar niðurstöð-
una á þessa þætti fyrst og fremst.
„Viðbjóður og vantraust“
Þótt ástæður höfnunarinnar séu af
mörgum toga þá er straumur flótta-
manna til landsins og kostnaður sem
því fylgir og ótti um öryggi borgar-
anna eftir hryðjuverkin í París talið
til þess sem einna mest áhrif hefði
haft á afstöðu kjósenda. Ennfremur
var látið í veðri vaka að borgarbúum
hefði sýnst borgarstjórinn Olaf
Scholz einungis hafa viljað fá leikana
til borgarinnar til að réttlæta metn-
aðarfulla og rándýra áætlun um þró-
unar- og uppbyggingarverkefni
hennar.
Þá segja sérfræðingar að kreppa
heimssambanda fótboltans (FIFA)
og frjálsíþróttanna (IAAF), sem sæta
glæparannsókn vegna spillingar og
lyfjahneykslismála, eigi líka sinn þátt
í höfnuninni. „Viðbjóður og vantraust
í garð íþróttanna beinist nú að sam-
tökum hringanna, milljarðafyrirtæk-
inu IOC,“ sagði blaðið Frankfurter
Allgemeine Zeitung í leiðara. Og
bætti við að úrslitin í Hamborg væru
eins og blaut tuska í andlitið á Bach,
hinum þýska forseta Alþjóðaólympíu-
nefndarinnar. Heimablaðið Ham-
burger Abendblatt var ekki með
hýrri há eftir kjörið. Sakaði það í leið-
ara sínum alla þá sem sagt höfðu nei
um bera ábyrgð á því að hafa komið
Hamborg í kröggur sem borgin yrði í
áratugi að vinna sig út úr.
Stjórnmálafræðingurinn Kai-Uwe
Schnapp í Hamborg segir að útilokað
hafi verið að sjá fyrir áhrif hryðju-
verkanna í París á umsóknina. Hann
segir að umfjöllun um málið í hefð-
bundnum fjölmiðlum hafi ef til vill
ekki gefið rétta mynd, raunveruleik-
inn hafi verið annar en þar kom fram.
Aftur á móti hafi allt önnur sjónarmið
– og nær því sanna – komið í ljós á
samfélagsmiðlunum Facebook og
Twitter.
Víti til að varast
Alfons Hörmann, formaður Ól-
ympíunefndar Þýskalands (DOSB),
segir að fengin sé lýðræðisleg niður-
staða sem beri að virða.
„Auðvitað eru úrslitin okkur öllum
áfall. Meirihlutinn hefur tjáð sig og
hann vill ekki leikana. Það var alltaf
okkar afstaða að ekkert yrði úr um-
sókninni ef íbúarnir legðust gegn
henni. Okkur þykir samt leitt að geta
ekki fært Hamborg leikana. Þýska-
land og ólympíuhugsjónin eiga ekki
samleið sem stendur,“ sagði hann og
bætti við að finna yrði upp á öðrum
aðferðum til að örva þýskt íþróttalíf.
Framkvæmdanefndin í Hamborg
hafði áætlað að kostnaður við leika-
hald 2024 yrði um 11,2 milljarðar
evra. Þar af legðust 1,2 milljarðar
evra á borgarsjóð, útsvarsgreiðendur
borgarinnar með öðrum orðum. And-
stæðingar leikahaldsins héldu því til
streitu að það gæti ekki heyrt til for-
gangsverka að verja slíkum fjár-
munum í stærstu íþróttahátíð heims.
Þá lágu engin fyrirheit fyrir frá rík-
isstjórninni um þátttöku hennar í
kostnaðinum og langþreyttir á slakri
fjármálastjórn í Hamborg og halla-
rekstri treystu borgarbúar einfald-
lega ekki loforðum um að leikarnir
yrðu sjálfbærir. Því þykja blasa við
að áform um mikla uppbyggingu í
Hamborg muni um ókomin ár ekki
komast út úr tölvum borgarkerfisins.
Talið er að nýlegar uppljóstranir
um meintar mútugreiðslur Knatt-
spyrnusambands Þýskalands (DFB) í
tengslum við HM í fótbolta 2006 hafi
bitnað á ólympíudraumum Hamborg-
ar. Sambandið hefur verið sakað um
að hafa komið sér upp 10 milljóna
dollara leynisjóði með greiðslum frá
Alþjóðaknattspyrnusambandinu
(FIFA) og notað féð til að kaupa HM
til Þýskalands með því að borga fyrir
stuðning er atkvæði voru greidd um
mótshaldið. Sætir DFB sérstakri
rannsókn vegna þessa.
Þverrandi áhugi á leikahaldi
Brotthvarf Hamborgar úr keppn-
inni um leikahaldið þykir áfall fyrir
IOC sem á undanförnum árum hefur
mátt horfa upp á þverrandi áhuga
þróaðra ríkja á að halda Ólympíu-
leika. Í keppninni um vetrarleikana
2022 drógu fjórar borgir af sex sig úr
keppninni á miðri leið, München,
Stokkhólmur, Ósló og Krakow, svo
eftir stóðu aðeins Almaty í Kasakstan
og Peking í Kína.
Höfnunin grefur einnig undan víð-
tækum breytingum – svonefndri
Verkskrá 2020 – sem samþykkt var í
fyrra og ætlað er, í framhaldi af tíðu
brotthvarfi umsóknarborga, að gera
umsókn um leikahaldið eftirsóknar-
verðara í augum hugsanlegra gest-
gjafaborga. Alþjóðaólympíunefndin
er ekki eina hreyfingin sem hefur á
brattann að sækja í tilraunum til að fá
borgir til að sækja um stórmót. Fyrr
á árinu útnefndi Samveldisleikja-
sambandið Durban í Suður-Afríku
sem gestgjafa Samveldisleikanna
2022 en hún var ein um að sækja um
leikana.
„Ólympíuhugsjónin jörðuð“
Blaðið Süddeutsche Zeitung (SZ)
sagði í leiðara daginn eftir kosn-
inguna að „ólympíuhugsjónin hefur
verið jörðuð til langrar framtíðar. Það
hlýtur að vera skelfilegt fyrir þær
íþróttir sem njóta sín á hinum stóra
heimsvettvangi á fjögurra ára fresti.
Úrslitin geta ekki geðjast IOC-
forsetanum Thomas Bach. Þau sýna
að áætlun hans um umbætur á Al-
þjóðaólympíunefndinni eru ekki sann-
færandi.“
Þessu er gamalreyndur sérfræð-
ingur um ólympíumál, bandaríski
blaðamaðurinn Alan Abrahamson,
sammála. Á vefsíðunni 3wiresports
segir hann að fyrir IOC sé höfnun
Hamborgar „djúpstæður vörumerk-
isvandi“ fyrir leikana. Áform hennar
um að gera leikana ódýrari og sjálf-
bærari hafi beðið skipbrot. „Þegar
fólk vill ekki leikana er eitthvað veru-
lega mikið að. Og á undanförnum
mánuðum í Evrópu, hinu hefðbundna
vígi IOC, hafa kjósendur og opinberir
fulltrúar með vaxandi hætti gert ljóst,
að þeir annaðhvort vilja ekki sjá eða
beinlínis hræðast ólympíumerkið,“
segir hann.
Ekki á dagskrá í heila kynslóð
Clemens Proko, formaður þýska
frjálsíþróttasambandsins, segir að úr
þessu verði Ólympíuleikahald „ekki á
dagskrá í Þýskalandi í heila kynslóð“
og Julius Beucher hjá íþróttasam-
tökum fatlaðra (DBS) segir að þýsk-
um íþróttum hafi verið synjað um
stórt tækifæri til að eflast og láta ljós
sitt skína. Vetraríþróttasambönd
hörmuðu einnig höfnun Hamborgar
og töluðu um „meiriháttar ógæfu“,
eins og Andreas Trautwetter, leiðtogi
bobsleðasambandsins, sagði. „Við
samþykkjum tveggja stafa milljarða-
tölur til að bjarga bönkum og hýsa
flóttamenn og viljum láta líta út fyrir
að við séum umburðarlynd þjóð. En
svo viljum við samt ekki bjóða æsku
heimsins til mestu og mikilvægustu
afreksíþróttahátíðar veraldar,“ bætti
Trautwetter við.
Í Bandaríkjunum varð að leita að
nýjum valkosti vegna leikanna 2024
eftir að Boston dró sig til baka og
Toronto í Kanada hætti við. Niður-
staðan var að Los Angeles mun keppa
um hnossið við París, Búdapest og
Róm. Síðastnefnda borgin hætti við
umsókn vegna leikanna 2020 af fjár-
hagslegum ástæðum en er nú aftur
komin í slaginn. Þessi hópur er IOC
þóknanlegur því mannréttindamál
munu ekki skyggja á ferlið og keppn-
ina eins og slagur Peking í Kína og Al-
maty í Kasakstan um vetrarleikana
2022. Engin þessara borga hefur leit-
að álits íbúanna eins og Hamborg
gerði og því er á huldu hvort þeir kæri
sig um leikahald eða ekki.
Borgarstjóri Parísar var á móti
Ákvörðun Hamborgar að hætta við
að sækja um leikana er talin geta
styrkt umsókn Frakka sem ákveðið
hafa að freista þess að fá leikana til
Parísar hundrað árum eftir fyrri sum-
arleika þar í landi. Þá ákvörðun knúði
forsetinn, Francois Hollande, fram
heima fyrir og knúði borgarstjóra
Parísar, Anne Hidalgo, til fylgis við
hana. Hafði hún opinberlega lagst
gegn umsókninni á þeirri forsendu að
borgin gæti ekki staðið undir kostn-
aði. Ekkert lægi á og betra væri að
bíða og sækja heldur um leikana 2028.
Um síðir lét hún þó tilleiðast – og hef-
ur væntanlega fengið loforð í staðinn
um meiri kostnaðarlega aðkomu rík-
isins að leikunum en ella. For-
ystumenn í París eru enn brenndir af
því að hafa verið hafnað í loka-
atkvæðagreiðslu um leikahaldið 2012,
en einnig varð borgin undir í keppni
um sumarleikana 1992 og 2008.
Parísarbúar fá ekki að segja álit
sitt á umsókninni með atkvæða-
greiðslu. Þá hafa yfirvöld í Búdapest
samþykkt sérstaklega í framhaldi af
kosningunum í Hamborg að þar á bæ
komi íbúakosning heldur ekki til
greina. Loks áforma yfirvöld í Róm að
halda sínu striki og ekki leggja málið
undir í atkvæðagreiðslu.
Íþróttirnar í sárum?
Þær raddir hafa heyrst í um-
ræðunni síðustu daga að í ljósi ítrek-
aðs brotthlaups úr umsóknarferli um
leikahaldið undanfarin ár sé þörf fyrir
algjöra uppstokkun á Ólympíu-
leikunum. Eftir dauða umsókn-
arinnar frá Hamborg sé ekki bara
borgin í sárum heldur IOC einnig.
Sýnu verst sé þó, að sjálf ólympíu-
hugsjónin geti verið í lífshættu. Getur
það átt eftir að gerast? Líklega getur
enginn séð það fyrir.
Og voru leikarnir einfaldlega ekki
of stór biti fyrir Þýskaland vegna
gríðarlegs kostnaðar ríkis, bæja og
borga af völdum hins mikla straums
innflytjenda? Og fyrir borgina sem
rekin hefur verið með skelfilega
lélegum árangri lengi (til að mynda
hefur áætlaður byggingakostnaður
nýrrar tónlistarhallar hækkað ell-
efufalt frá upphaflegri kostnaðar-
áætlun). Og vegna þokukenndrar
fjármögnunar leikahaldsins og loks
hneykslismála stærstu íþrótta-
sambanda heims sem hafa grafið
undan tiltrú á íþróttunum, a.m.k. í
bili.
Ólympíuhugsjónin í hættu
Íbúar Hamborgar vilja ekki fá Ólympíuleikana 2024 til sín Hrundu af stað atburðarás sem sér
ekki fyrir endann á Áfall fyrir þýska afreksmenn Áður verið hafnað af íbúum í München
AFP
Hamborg Þyrla flýgur yfir Fílharmoníuhöllina í Hamborg, sem vígja á í janúar 2017. Hún hefur kostað sitt.
Ólympíuleikar Sífellt færri borgir
hafa áhuga á að halda leikana.
holar@holabok.is — www.holabok.is
Hersetan á Ströndum
og Norðurlandi vestra
Friðþór Eydal
Hér er greint frá liðsveitum,
dvalarstöðum, varnarviðbúnaði
og öðrum umsvifum breska
og síðar bandaríska herliðsins
ásamt samskiptum þeirra við
heimamenn, loftárásum og
öðrum athyglisverðum atburðum.
Fjöldi mynda, sem hvergi hafa
áður birst, prýða bókina.