Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 úruminjaskrá, svo sem Þjórsárver, Guðlaugstungur, Kerlingarfjöll, Orravatnsrústir og Hveravelli svo dæmi séu nefnd. Álag á svæðinu gæti aukist „Með stofnun þjóðgarðs á svæð- inu breytist áhersla friðlýsingar þeirra svæða sem nú eru þegar frið- lýst þannig að meiri áhersla er lögð á félagslega náttúruvernd heldur en nú er gert. Sem dæmi má nefna að Þjórsárver eru nú flokkuð í flokki Ib í flokkunarkerfi IUCN. Í þeim flokki eru svæði sem eru venjulega stór svæði sem eru lítt eða ekki mót- uð af manninum og hafa haldið sín- um náttúrulegu eiginleikum og áhrifum. Innan svæða í flokki Ib er ekki varanleg eða umtalsverð bú- seta og verndun og stjórnun svæð- anna miðar að því að varðveita nátt- úrulegt ástand þeirra. Verði svæðið friðlýst sem þjóðgarður færist áherslan til þess að vera einkum til vemdar vistkerfum og til útivistar fyrir almenning. Með þessum breytingum gæti álag á svæðinu aukist og það er alls óvíst að svæði eins og Þjórsárver myndu þola það aukna álag ferða- manna. Umhverfisstofnun telur því rétt að kanna vel hvort þjóðgarður sé heppilegasti flokkur friðlýsingar eða hvort unnin verði vönduð svæð- isskipting sem tekur tillit til mis- munandi þols svæða fyrir umferð hvers konar,“ segir í umsögn Um- hverfisstofnunar. Markmið gætu náðst í áföngum Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, tekur efnislega undir tillöguna. Hann bendir á nokkur efnisatriði, m.a. segist hann telja rétt að halda opnum möguleika á að umrætt markmið náist í áföngum. Hann nefnir Hofsjökulsþjóðgarð sem dæmi um mikilvægan áfanga og einnig Mýrdalsjökulsþjóðgarð með Friðland að fjallabaki og landsvæði vestur fyrir Heklu innan sinna marka. Náttúrufræðistofnun styður að það verði skoðað af fullri alvöru að stofna þjóðgarð sem taki yfir allt miðhálendið. Svæðið verði þar með gert að einni skipulagseiningu, sem auðveldi margt en krefjist mikils undirbúnings og samvinnu. Veðurstofan lýsir ánægju með til- löguna og telur mikilvæga þá um- ræðu sem hún kann að skapa í sam- félaginu. Þjóðgarður á öllu miðhálendinu  Verði að veruleika vorið 2018 samkvæmt þingsályktunartillögu Vinstri grænna  Umhverfis- stofnun segir að álag gæti aukist og óvíst að svæði eins og Þjórsárver myndu þola slíkt Þjóðgarður á miðhálendinu Kerlingarfjöll Hveravellir Veiðivötn Vatnajökull Kj al ve gu r Sp re ng is an du r Askja Mýrdalsjökull Landmannalaugar Langjökull Hofsjökull Þórsmörk Skiptar skoðanir » Ferðamálastofa fagnar til- lögunni enda séu fjölmargir ferðamannastaðir á hálendinu utan friðlanda og þjóðgarða og njóti þar af leiðandi hvorki verndar né fjármagns til upp- byggingar nema í undantekn- ingatilfellum. » Samorka minnir á að Íslend- ingar standi nú þegar mjög framarlega á sviði náttúru- verndar. Að mati Samorku eru ekki sérstök rök fyrir að ráðist verði í stofnun þjóðgarðsins með tilheyrandi kostnaði. » Bæjarráð Árborgar áréttar að þess verði gætt að hafa samráð við hagsmunaaðila, svo sem vegna upprekstrar- og beitarréttar á svæðinu. » Stjórn Félags leiðsögu- manna og Landvernd styðja til- löguna, en byggðarráð Blá- skógabyggðar er á móti. „Landsvirkjun hefur ekki aðra skoðun á því hvort myndaður verði þjóðgarður sem kenndur er við miðhálendið en að hann verði afmarkaður með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga, þar á meðal þörf okkar fyrir raforku til brýnna eigin þarfa svo sem samgangna og til að efla og viðhalda fjöl- breytni í atvinnulífi landsmanna, m.a. með því að taka að okkur verkefni sem annars myndu unnin með aðstoð ósjálfbærrar orkuvinnslu.“ Þannig segir meðal annars í umsögn Landsvirkj- unar um þjóðgarð á miðhálendinu. Þar er bent á orkuvinnslukosti sem hafi verið til umfjöllunar í rammaáætlun. Landsvirkjun hefur ekki lagt fram alla þessa kosti, en telur rétt að benda á þá við um- fjöllun um þjóðgarðinn. Þeir eru: Skatastaðavirkjun, Hrafnabjargavirkjun ásamt virkjun við Fljótshnjúk, Fremri-Námar austan Bárðardals, virkjun í Skaftá, Hólmsárvirkjun (snert- ir líklega ekki efni þingsályktunarinnar), Há- gönguvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Bjallavirkjun og Tungnaárlón og vindlundir við Þjórsá og Blöndu. Landsvirkjun bendir einnig á að við úrvinnslu til- lögunnar þurfi einnig að leiða til lykta með hvaða hætti orkukerfi landsins (orkuver) eru tengd saman, en einn af þeim kostum sem eru til skoðunar varðar miðhálendið. Tilgangur og markmið „Landsvirkjun vill að endingu benda á, komi til þess að stofnaður verði þjóðgarður eins og hér er gerð tillaga um, að brýnt er að fram komi með skýrum hætti hver sé tilgangur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og að ávallt fylgi áætlun um vöktun og aðgerðir ef markmið nást ekki. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að unnt sé að meta umsóknir um landnotkun og nýtingu auðlinda innan svæðisins sem afmarkað er og heimila notkun stangist hún ekki á við tilgang eða markmið þjóð- garðsins,“ segir í umsögn Landsvirkjunar. Langtímahagsmunir verði hafðir í huga FRAM KOMI MEÐ SKÝRUM HÆTTI HVER SÉ TILGANGUR OG MARKMIÐ MEÐ STOFNUN ÞJÓÐGARÐSINS BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ýmissa grasa kennir í umsögnum um þingsályktunartillögu um þjóð- garð á miðhálendinu. Hagsmunir samtaka og stofnana eru mismun- andi og sjónarmiðin vegast á í um- sögnum. Það er þingflokkur Vinstri grænna sem leggur tillöguna fram og var skylt mál flutt á síðasta þingi. Fyrsti flutningsmaður er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Ómetanlegt gildi Í tillögunni er gert ráð fyrir að Al- þingi álykti að fela umhverfisráð- herra að undirbúa og hrinda í fram- kvæmd, í samstarfi við hlutað- eigandi aðila, stofnun þjóðgarðs sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Ráðherra leggi áætlun um þjóð- garðsstofnun og ráðstafanir sem gera þarf vegna verkefnisins fyrir Alþingi á haustþingi 2017 með það að markmiði að miðhálendisþjóð- garður verði stofnaður vorið 2018 þegar 90 ár verða liðin frá því að sett voru lög um friðun Þingvalla. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Hugmyndir og áætl- anir um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands ganga meðal annars út á vatnsaflsvirkjanir, lagn- ingu raflína og gerð uppbyggðra vega. Allt er þetta til þess fallið að svipta þetta landsvæði, og þar með landið í heild, mikilsverðum sér- kennum og eiginleikum sem erfitt eða ómögulegt er að endurheimta en hafa ómetanlegt gildi í sjálfum sér og búa auk þess yfir aðdráttarafli fyrir fjölda ferðamanna, innlendra og erlendra, sem nú gegna stóru hlutverki í hagkerfi landsins.“ Fjármunir fylgi Samtök ferðaþjónustunnar fagna almennt hugmyndum um stofnun þjóðgarða á svæðum sem nauðsyn- legt er að vernda. „Það verður þó að benda á að það er ekki nægilegt að stofna þjóðgarða. Það þurfa að fylgja þeim fjármunir til uppbygg- ingar og skipulagningar, það er til dæmis nauðsynlegt að góð aðstaða sé sköpuð fyrir fyrirtækin til að fara með ferðamenn um svæðið og mótuð sé atvinnustefna fyrir þjóðgarðana,“ segir í umsögn Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Umhverfisstofnun telur hugmynd um stofnun þjóðgarðs á öllu miðhá- lendinu áhugaverða og vel þess virði að skoða nánar. Gera megi ráð fyrir að þjóðgarðurinn muni þá ná yfir svæði sem eru friðlýst eða á nátt- Þjóðgarður Svæðið hefur ekki verið nákvæmlega afmarkað, slíkt kæmi í hlut umhverfisráðherra ef af yrði. Havarti er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havarti varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havarti er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum. HAVARTI FJÖLHÆFUR www.odalsostar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.