Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.2015, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Sigurður Ægisson sae@sae.is Í Þýskalandi, eins og reyndar víðar í Mið-Evrópu, er gömul og rík hefð fyrir aðventumörkuðum, Christ- kindlmärkte eða Weihnachts- märkte, eins og þeir eru nefndir á þýsku, og setja þeir afar mikinn svip á undirbúning jólanna þar. Yfirleitt er þeim komið fyrir ut- andyra, á gömlum torgum eða þá í göngugötum, þar sem heitt Glü- wein og ilmandi piparkökur eiga ríkan þátt í að skapa ógleymanlega stemmningu, að ekki sé minnst á ristaðar hnetur og möndlur og kryddpylsur. Njóta gestir og heimamenn þess enda að rölta þarna um á milli ljósum prýddra viðarbásanna á kvöldin, þar sem hillur svigna undan gjafavöru, jóla- bakkelsi af ýmsu tagi, handverki og fleiru, og taka svo vitanlega með sér eitthvað af því til síns heima, til minningar eða brúks. Einn slíkan markað er um þetta leyti að finna í hinum vinsæla ferða- mannabæ Rüdesheim am Rhein, eins og hann opinberlega er kall- aður, til aðgreiningar frá Rüdes- heim an der Nahe, sem ekki er þar langt frá. Sá er kallaður Jólamark- aður þjóðanna. Í ár bjóða fulltrúar 18 landa þar vörur sínar af ýmsum toga í um 120 sölubásum. Í þessum gamla vínbæ á Rín- arbökkum, sem fyrst er getið í heimildum árið 1074 og sem fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1818, búa ekki nema um 10.000 manns, en hann er rómaður fyrir mikla gleði allan ársins hring. Tíðindamaður Morgunblaðsins var þar á ferð nýverið, í byrjun des- ember, og tók meðfylgjandi ljós- myndir. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Frá mörgum löndum Ítalir voru þarna mættir og buðu upp á osta, kjöt og fleira góðgæti. Maturinn mun svo rata á jólaborðið hjá Þjóðverjum. Jólavörur Flest öll heimili í Þýskalandi eru vel skreytt um jólin. Úr mörgu er að velja. Jólamark- aður þjóðanna Sagan Jólafrásagan er áberandi á þýsku mörkuðunum. Lykilpersónurnar voru í fullri stærð. Spáð og skekúlerað Úrvalið er svo mikið af góðu sælgæti að tíma tekur að velja úr. Bragðgott Rüdesheimskaffið er afar sérstakt. Tveggja ára af- mæli Hollvina- samtaka Sjúkra- hússins á Akureyri er um helgina og af því tilefni verður haldin hátíð í verslunarmið- stöðinni Gler- ártorgi í dag frá kl. 14 til 16. Margir starfsmenn Sjúkrahúss- ins verða á Glerártorgi í dag og boðið verður upp á alls kyns heilsu- farsmælingar fyrir fullorðna, auk þess sem bangsar og önnur tusku- dýr barna verða grandskoðuð. Hollvinasamtök SAk hafa á þess- um tveimur árum safnað hátt í 60 milljónum króna og keypt ýmis lækningatæki og annan búnað handa stofnuninni. Formaður sam- takanna er Jóhannes Bjarnason. Hollvinir SAk halda hátíð á Glerártorgi Jóhannes Bjarnason holar@holabok.is — www.holabok.is Ævisaga Jóns Magnússonar skipstjóra, útgerðar- og athafnamanns á Patreksfirði á erindi til allra sem áhuga hafa á sögu sjávarútvegs á Íslandi. Hann hefur ekki alltaf fylgt straumnum, heldur fer hann óhikað sínar leiðir ef svo ber undir. Þetta var nú bara svona er lífleg og skemmtileg bók þar sem orðalag og frásagnargleði Jóns fær að njóta sín. ÞETTA VAR NÚ BARA SVONA Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Njóttu aðventunnar með frönskum mat og drykk Jólamatseðill og jólaglögg alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.