Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 33
Christophe Archambault/Agence France-Presse/Getty Images
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 33
Syrgjendur votta þeim 130 sem létust og 413 sem særðust í
hryðjuverkum í París 13. nóvember virðingu sína við einn af stöð-
unum sem ráðist var á. Yfirvöld báru fljótt kennsl á höfuðpaurinn:
Abdelhamid Abaaoud, Belga af marokkóskum uppruna sem hafði
farið til Sýrlands 2014, svarið Ríki íslams hollustu, snúið aftur og
lagt á ráðin um árásirnar. Víða um Evrópu var kallað eftir harðari
landamæragæslu, sér í lagi gegn flóttamönnum. Abaaoud og 2 vit-
orðsmenn hans féllu í átökum við lögreglu í París 5 dögum síðar.
Tyler Hicks/The New York Times
KYRRÐIN ROFIN
Brestir komu fram í lýðræðinu í Búrúndí í maí þegar stjórnlagaréttur úrskurðaði að Pierre Nkurunziza forseti
mætti bjóða sig fram þriðja sinni. Mómtæli blossuðu upp í höfuðborginni og herforingi framdi misheppnað
valdarán. Nkurunziza beitti valdi til að kæfa andóf og frelsi fjölmiðla. Hann var endurkjörinn í kosningum í júlí.
Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar á þeirri forsendu að þær væru óheiðarlegar og ólýðræð-
islegar. Rúmlega 170 þúsund manns flúðu til grannríkja af ótta við að ofbeldi myndi blossa upp milli hútúa og
tútsa að nýju.
Jennifer Huxta/Agence France-Presse/Getty Images
NEYÐARÁSTAND Í BÚRÚNDÍ
Lee Kuan Yew, sem var fyrsti forsætisráðherra Singapúr og sat frá
1959 til 1990, lést 23. mars 91 árs að aldri. Á valdatíma hans urðu
meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu í Asíu. Yew er eignuð ör þróun
í landinu og útrýming spillingar. Margir telja hann föður Singapúr,
en aðrir saka hann um gerræði og að hafa reynt að móta íbúa
landsins með smásmyglislegri lagasetningu fremur en að leiða.
Mohd Rasfan/Agence France-Presse/Getty Images
SORG Í SINGAPÚR
Eftir að Cecil, 13 ára gamalt ljón með sérstakan svart-
an makka, yfirgaf eða var lokkaður út úr verndar-
svæði sínu og drepinn fór allt á annan endann.
Bandarískur tannlæknir og áhugaveiðimaður, Walter
James Palmer, skaut Cecil snemma í júní og fékk yfir
sig holskeflu reiði og sorgar frá almenningi um allan
heim. Hann fór í felur þegar yfirvöld í Simbabve sök-
uðu hann um veiðiþjófnað og kröfðust framsals. Í
Bandaríkjunum setti fólk upp minnisvarða um Cecil
fyrir utan tannlæknastofu hans og á netinu. Nokkur
flugfélög brugðust við uppnáminu með því að til-
kynna að þau myndu ekki flytja minjagripi veiði-
manna stórra dýra og Sameinuðu þjóðirnar sam-
þykktu ályktun, sem ætlað er að þrýsta á hnattrænt
átak um að stöðva veiðiþjófnað og sölu og smygl á
dýrum. Svo fór að ríkisstjórn Simbabve greindi frá því
að Palmer hefði verið með tilskilin leyfi til veiðanna.
VEIÐIMAÐURINN
VERÐUR AÐ BRÁÐ
Þjóðgarðar Simbabve/The New York Times