Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |NÝTT UNDIR SÓLINNI 2015 Óvæntir, alvarlegir og stundum kjánalegir atburðir eða þróun sem sást í fyrsta sinn á árinu 2015. Rithöfundurinn Tricia Tisak tók saman. FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI NASA/The New York Times HALLÓ, PLÚTÓ Níu árum og 4,8 milljörðum kílómetra eftir að það lagði af stað út í geiminn, gaf New Horizons geimfarið jarðarbúum fyrstu ná- kvæmu myndina í júlí af hinni einmana dvergplánetu við endajaðar sólkerfisins. Þetta er því fyrsta geimferðin þar sem Plútó er kannaður ásamt fimm fylgitunglum hans, sem vitað er um. Geimfarið — sem ber inn- anborðs ösku Clyde Tombaughs heitins, sem uppgötvaði hnöttinn árið 1930 — tók myndir af Plútó og stærsta tungli hans, Kar- on, áður en það skaust inn í Kuiper-beltið. Gögnin sem New Horizons sendi til baka hafa þegar breytt hugmyndum vísinda- manna um Plútó og umhverfi hans. Transfólk hefur náð að koma sér fyrir í almannavitundinni meir en nokkru sinni fyrr. Barack Obama, Bandaríkja- forseti, notaði árlega stefnuræðu sína til þess að kalla eftir jöfnum réttindum og virðingu fyrir LGBT-samfélaginu — og notaði orðið transgender í fyrsta sinn í ávarpi forseta Bandaríkjanna. Caitlyn Jenner, sem áður hét Bruce Jen- ner, fyrrverandi íþróttakappi sem hlaut gull í tugþrautarkeppni á sumarólympíuleikunum 1976, er að skrásetja í raunveruleikasjónvarpsþáttum umbreytingu sína úr óheppnum fjölskylduföður yfir í glæsilegan frumkvöðul fyrir réttindum transfólks. Bandaríska leikkonan Laverne Cox, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í þáttunum „Orange is the New Black“ er fyrsta viðurkennda transmanneskjan sem fær af sér vaxstyttu hjá Madame Tussaud. Og Andreja Pe- jic er fyrsta viðurkennda transmanneskjan og fyrirsæta sem verður að andliti stórrar snyrtivörulínu eftir að hún náði samningum við Make Up For Ever. TRANSFÓLK Í FYRIRRÚMI Mladen Antonov/Agence France-Presse/Getty Images Vísindamenn við tækniháskólann École Polytechnique Fédérale de Lausanne í Sviss náðu í mars fyrstu ljósmynd- inni af ljósi sem bæði ögn og bylgju. Ljós getur hegðað sér bæði eins og bylgja og sem straumur efnisagna, en þó að fyrri tilraunir hafi sýnt fram á það, hefur aldrei tekist að festa á filmu þegar það gerist samtímis. Tilraunin gæti að- stoðað vísindamenn við að gera fleiri uppgötvanir á sviði skammta- og tölvunarfræði. TVÖFÖLD NÁTTÚRA Fabrizio Carbone/EPRLU Paul Faith/Agence France-Presse/Getty Images Írland var fyrsta ríkið til þess að samþykkja hjónabönd hin- segin fólks í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem afgerandi meirihluti, 62%, sagði já. Atkvæðagreiðslan í maí breytti stjórnarskrá landsins og leyfði hjónaband tveggja ein- staklinga „án tillits til kynferðis þeirra“, og fór fyrsta hjóna- vígslan fram í nóvember. Litið var á samkynhneigð sem glæp í hinu rammtrúaða kaþólska ríki fram til ársins 1993, en viðhorf almennings hafa mildast á síðari árum. Stuðn- ingur við réttindi hinsegin fólks hefur einnig aukist hinum megin Atlantsála, þar sem Hæstiréttur Bandaríkjanna sam- þykkti í júní með 5 atkvæðum gegn 4 að hjónabönd hin- segin fólks væru stjórnarskrárvarin réttindi, sem bæri að framfylgja um öll Bandaríkin. RÉTTINDI HINSEGIN FÓLKS AUKAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.