Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 67
„Þetta er tilvistarleg ögurstund hnattborgarans og sam- eiginleg sókn vitunda til nýrrar óvissu.“ „Landslag með húsum (Duchess County, NY) #1“ eftir James Casebere Myndin mín gefur til kynna hina goðsögulegu „Dögun í Banda- ríkjunum“ (Morning in America) frá skeiði Ronalds Reagans í Bandaríkjunum sem einkenndist af bjartsýni brenglaðs hag- vaxtar, spákaupmennsku með fasteignir og bólgnum fjár- málamörkuðum. Hin furðulegu svefnherbergjasamfélög útborganna virðast ekki alltaf skipulögð – stundum er fremur eins og þau hafi sprottið sjálfkrafa úr rakri jörðinni eins og sveppir, sumir eitr- aðir. Fyrir hverju er þessi draumur að víkja? Samkunda efst á hæðinni bíður áhyggjufull eftir funheitu sumri. Eru úthverfi, útborgir og borgir ekki öll tilbrigði við griðastað? Líðanin er eins og bruni og sviði fari um alla plán- etuna, afleiðing af svikum og prettum mannkyns á sjálfstýr- ingu. Þessi bær sefur, en er við það að vakna við suð ógrynna far- artækja. Iðnir litlir maurar eru í þann mund að demba sér út um hverja glufu og drífa sig af stað án þess að vera á leiðinni neitt. Þeir eru strandaglópar á þúfu fyrir heim, sem að öðru leyti er á kafi. Þetta er tilvistarleg ögurstund hnattborgarans og sam- eiginleg sókn vitunda til nýrrar óvissu. © 2015 James Casebere JAMES CASEBERE er bandarískur listamaður sem býr í New York og vinnur með líkön, sem hann smíðar í vinnustofu. Verk hans eru í eigu safna um allan heim, þar á meðal Whitney Museum of American Art, Solomon R. Guggenheim Museum og Metropolitan Museum of Art í New York, the Walker Art Center í Minneapolis og Vic- toria and Albert Museum og Tate Museum í London. Yf- irlitssýning yfir feril hans, „James Casebere: flóttamað- ur“, undir sýningarstjórn Okwui Enwezor, verður opn- uð 12. febrúar 2016 og stend- ur til 12. júní í Haus der Kunst í München. THE NEW YORK TIMES BANDARÍKIN Randy Mora KÓLUMBÍA RANDY MORA er teiknari og listamaður frá Bogotá í Kólumbíu. Verk hans hafa verið sýnd í Suður-Ameríku, Banda- ríkjunum, Evrópu og Kína. „Á meðan græjurnar okkar verða klárari verðum við heimskari, latari og einangraðri.“ „Ást 2.0“ eftir Randy Mora Einn af þáttum daglegs lífs, sem ég sé breytast hratt fyrir aug- unum á mér, er hvernig við umgöngumst hvert annað. Daglega sé ég hvernig nándin á milli fólks minnkar. Við lifum lífi okkar í gegnum skjái: snjallsíma, spjaldtölvur og tölvur. Fólk er niður- sokkið í græjurnar sínar á götum úti og sér hvorki umhverfi sitt né aðra vegfarendur. Samskipti eru að breytast og fyrir vikið breytumst við líka. Grundvallarathafnir eins og að verða ástfanginn, fá nýtt starf, skipuleggja fund eða fara í bíó verður allt á einhvern hátt háð sýndarmilligöngulið. Á meðan græjurnar okkar verða klárari verðum við heimskari, latari og einangraðri. Vinnsla stafrænu samsetningarinnar minnar er frábrugðin annarra vegna tækninnar, sem ég nota. Ég bý samsetningar mín- ar til úr úrklippum, ljósmyndum og áferð, sem ég finn í gömlum tímaritum og hlutum, sem hefur verið hent. Svo skanna ég allt saman og set saman í Photoshop. Sköpunarferlið byggist á tilfinningu og oft tekur tilviljunin völdin. Stundum hef ég skýra hugmynd þar sem samsetningin verður til með hverju nýju lagi og stundum verður útkoman óvænt. Einföld hugmynd eða samsetning tveggja mynda getur verið kveikja sem skilgreinir verkið. © 2015 Randy Mora MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 67 Johanna Basford „Teikningin mín er nokkurs konar viðvörun, skyndimynd af framtíð, sem ég held að skynsamlegast væri fyrir okkur að forðast.“ „Frjóvgari“ Eftir Johönnu Basford Ég er nýorðin móðir og eftir að ég fæddi glænýja, litla persónu inn í heiminn, get ég ekki að því gert að ég horfi til framtíðar með vaxandi ugg. Hverð ber framtíðin í skauti sér fyrir dóttur mína? Í hvers konar heimi mun hún vaxa úr grasi? Hvaða áhrif munu gerðir minnar kynslóðar hafa á líf hennar? Eitt af mörgu, sem heldur vöku fyrir mér yfir blánóttina þegar ég er ekki að hugsa um litabækur eða lífrænan barnamat eru þankar um hvernig litla plánetan okkar eigi að fara að því að fæða vaxandi mannkyn. Ég hugsa um erfðabreytt matvæli, skort á landi og vitaskuld áþján frjóvgaranna. Teikningin mín er nokkurs konar viðvörun, skyndimynd af framtíð, sem ég held að skynsamlegast væri fyrir okkur að forð- ast. Þegar er farið að fækka í vinnuafli náttúrunnar og ég óttast að þegar dóttir mín verður táningur muni hin auðmjúka býfluga hafa breyst í eitthvað allt annað. Í stað hennar verður komið ger af vélrænum skordýrum suð- andi í kringum erfðabreytt blóm, í óða önn að tryggja uppskerur framtíðarinnar og að blóm blómstri áfram. Litlir, vængjaðir drón- ar gætu skotist frá einni plöntu til annarrar í forritaðri leit að fræflum. Frankenstein-blóm og róbóflugur kunna að virðast eiga heima í vísindaskáldsögum en gætu reynst vera fingraför ugg- vekjandi nýrrar veraldar. Þegar ég teikna hefur það alltaf hverfst um ást á öllu hinu hlið- ræna. Ég teikna með hendinni og reyni að fanga fegurð náttúr- unnar með titrandi línu, dreginni með hendinni, og eilítið ófull- komnum hring. Við nánari skoðun á þessari vængjuðu skepnu kemur í ljós manngert sköpunarverk, ekki hin fínlega skordýra- stúdía, sem þú gætir hafa átt von á. © 2015 Johanna Basford SKOTLAND JOHANNA BASFORD er skoskur trúboði bleks og teiknari og höfundur litabóka fyrir fullorðna. Fyrsta bók hennar, „Leyni- garðurinn“, hefur selst í meira en átta milljónum eintaka á rúmlega 40 tungumálum. Þriðja bók hennar, „Týnt úthaf“, kom út 2015. Hún vinnur og býr í Aberdeenskíri í Skot- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.