Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
mín eða líkaði hún ekki. Þannig er það – ætli
það sé ekki svalt. Menn kunnu að meta mig
jafn oft og þeir gerðu það ekki og það var í lagi
vegna þess að ég blandaði ekki tilfinningunum í
spilið. Neikvæð gagnrýni breytti því aldrei
hvernig ég skrifaði eða hafði áhrif á þau mál-
efni, sem ég vildi kanna, sama hversu sumum
lesendum ofbuðu lýsingar mínar á ofbeldi og
kynlífi. Þar sem ég tilheyrði x-kynslóðinni átti
ég auðvelt með að hafna eða öllu fremur virða
að vettugi hið viðtekna ástand hlutanna. Einn
af háværustu slögurum minnar kynslóðar er
lagið „Bad Reputation“ með Joan Jett þar sem
segir í viðlagi „I don’t give a damn about my re-
putation/ I’ve never been afraid of any devia-
tion“ (mér er skítsama um orðspor mitt/ ég hef
aldrei verið hrædd við nein frávik).
Ég var skotmark hugarfars fyrirtækjaræðis
þegar fyrirtækið, sem átti forlagið mitt, ákvað
að það kynni ekki að meta innihald tiltekinnar
skáldsögu, sem ég hafði gert samning um að
skrifa, og neitaði að gefa hana út á forsendu
„smekks“. (Ég hefði getað farið í mál, en annar
útgefandi, sem kunni að meta bókina, gaf hana
út í staðinn.) Þetta var frekar ógnvekjandi
stund fyrir listirnar – stórfyrirtæki ákvað hvað
ætti að gefa út og hvað ekki og mótmæli gengu
á báða bóga. En um þetta snerist menningin:
Fólk gat haft ólíkar skoðanir og rætt þær af
skynsemi. Þú gast verið ósammála og það var
ekki aðeins álitið gjaldgengt heldur líka áhuga-
vert. Það voru skoðanaskipti. Þetta voru tímar
þegar hægt var að vera uppfullur af skoðunum
– og efins, sanngjarn gagnrýnandi – án þess að
vera álitinn bulla.
Orðsporshagkerfið og útþynning
menningarinnar
Nú erum við öll orðin vön að dæma kvikmynd-
ir, veitingastaði, bækur, jafnvel lækna, og yf-
irleitt gefum við jákvæða dóma því að hver vill í
raun líta út fyrir að vera fullur af galli? En það
færist líka í vöxt að fyrirtæki dæmi okkur. Fyr-
irtæki í deilihagkerfinu eins og Uber og Airbnb
gefa viðskiptavinum sínum einkunn og hunsa
þá sem fá falleinkunn. Skoðanir og gagnrýni
flæða í báðar áttir og fyrir vikið hafa margir
áhyggjur af hvernig þeir komi út. Mun orð-
sporshagkerfið binda enda á skammarmenn-
inguna eða mun hin litlausa fyrirtækjamenning
þar sem vernd fæst með því að „læka“ allt – að
sýna falska kurteisi til að fá viðurkenningu
hjarðarinnar – verða öflugri en nokkru sinni?
Verður tilhneigingin að gefa jákvæðar um-
sagnir til að fá jákvæðar umsagnir til baka? Í
stað þess að taka opnum örmum hið sanna,
mótsagnakennda eðli mannsins með öllum sín-
um fordómum og ófullkomleika höldum við
áfram að breyta okkur í dyggðum prýdd vél-
menni. Þetta hefur síðan leitt til hinnar afleitu
hugmyndar – og mylgrandi viðskipta um orð-
sporsstjórnun þar sem fyrirtæki er fengið til að
gera þig viðkunnanlegri og vænlegri til að
tengja við. Orðsporsstjórnun snýst um að snúa
á kerfið. Það er ein mynd blekkingar, tilraun til
að þurrka út huglægni og mat byggt á innsæi
gegn gjaldi.
Þegar öllu er á botninn hvolft snýst orð-
sporshagkerfið um að græða peninga. Það
hvetur okkur til að laga okkur að litleysi fyr-
irtækjamenningarinnar og fær okkur til að
fara í vörn og fægja ófullkomið sjálf okkar
þannig að við getum selt og látið selja okkur
hluti. Hver vill deila fari, húsi eða lækni með
einhverjum sem hefur ekki gott orðspor á net-
inu? Orðsporshagkerfið byggist á því að allir
séu með dyggilega íhaldssama, fullkomlega
raunsæja afstöðu. Opni ekki munninn og gangi
í síðu pilsi, sýni hógværð og hafi ekki skoðun.
Orðsporshagkerfið er enn eitt dæmið um út-
þynningu menningarinnar og samt hefur
áherslan á hjarðhugsun aðeins leitt til aukins
kvíða og ofsóknarkenndar, vegna þess að þeir,
sem ganga inn í orðsporshagkerfið, eru vita-
skuld þeir, sem eru hræddastir. Hvað gerist ef
þeir tapa því, sem orðið er þeirra verðmætasta
eign? Innleiðing orðsporshagkerfisins er
skuggaleg áminning um hve fólk er örvænting-
arfullt fjárhagslega og að eina verkfærið, sem
það hefur til að þokast upp efnahagsstigann, er
geislandi gáskafullt orðspor þeirra – sem að-
eins kyndir undir áhyggjunum út af þörf þeirra
á að vera vel liðin.
Valdefling fæst ekki með því að líka við þetta
eða hitt, heldur með því að vera trú við okkar
subbulegu og mótsagnakenndu sjálf. Það eru
takmörk fyrir því að hafa okkar lofsverðustu
eiginleika til sýnis, vegna þess að sama hversu
sönn og ekta við höldum að við séum erum við
samt að búa eitthvað til, burtséð frá því hversu
rétt það kann að vera. Orðsporshagkerfið
þurrkar út mótsagnirnar, sem eru okkur öllum
eiginlegar. Þau okkar sem sýna galla og ósam-
ræmi verða ógnvekjandi í augum hinna og ber
að forðast. Fram kemur heimur samlögunar og
ritskoðunar, sem gæti verið fenginn að láni úr
myndinni „Innrás líkamsþjófanna“ (Invasion
of the Body Snatchers). Þar eru hinir þrjósku
og þrákelknu þurrkaðir út og fólki smalað sam-
an í nafni hinnar fullkomnu fyrirmyndar.
Gleymum hinu neikvæða eða erfiða. Hver vill
bara það? En hvað ef hið neikvæða og erfiða
tengdist því sem er raunverulega áhugavert,
fangar hugann, er óvenjulegt? Það er hinn
raunverulegi glæpur, sem verið er að fremja
með orðsporsmenningunni: að þurrka út
ástríðu; afmá einstaklinginn.
* Hér notar höfundur titil bókarinnar Clockwork Or-
ange eftir Anthony Burgess. Bókin hefur ekki verið
þýdd á íslensku og bein þýðing á borð við gangverk gló-
aldins hefði enga skírskotun til lesenda. Titilinn er
slangur úr Cockney-mállýsku sem Burgess heyrði not-
að fyrir seinni heimsstyrjöld og vísar til þess þegar
gera á hið lífræna vélrænt, eða, svo notuð séu orð Burg-
ess, „gefur til kynna slík furðulegheit eða brjálsemi að
náttúrunni er snúið á hvolf, því að hvaða hugmynd get-
ur verið undarlegri en glóaldin með gangverki?“
Valdefling fæst
ekki með því að
líka við þetta eða
hitt, heldur með því að vera trú
við okkar subbulegu og mót-
sagnakenndu sjálf.”
TÍMAMÓT: UBER VERÐUR EITT AF VERÐMÆTUSTU NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKJUM HEIMS
Hvað, ég? Tilveran í heimi félagsmiðlanna þar sem spurningin er að líka eða ekki að líka.
Jeff Burton
Aukið umfang umsagna viðskiptavina helst í hendur við vöxt félagsmiðla og jafningjaþjónustu.
Því reyna margir að stýra markaðssetningu vörumerkja sinna á netinu í minnstu smáatriðum.
Samsett mynd eftir Tony Cenicola/The New York Times