Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Þegar þar að kemur hefur íslenska landsliðið væntanlega spilað sjö vináttulandsleiki frá áramótum, líkast til alla erlendis. Í fyrstu þremur leikjunum í janúarmánuði, gegn Finn- landi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abu Dhabi og gegn Bandaríkjunum í Los Angeles, munu 12-14 af þeim sem einna mest hafa spilað ekki vera með. Þeir verða þá upp- teknir með sínum félagsliðum og fyrir vikið fá hátt í fjörutíu leikmenn frá liðum á Norð- urlöndum að spreyta sig og reyna að sýna fram á að þeir komi til greina í hinn endanlega EM-hóp. En þó að Lars og Heimir staðhæfi að allir eigi möguleika og allt sé galopið varðandi tæki- færi til að vinna sér sæti í liðinu er alveg á hreinu að þeir eru búnir að skrifa flest nöfnin í sína bók. Þeir hafa verið frekar íhaldssamir í liðsvali sínu til þessa og eru búnir að mynda smám saman sterkt byrjunarlið og öflugan kjarna í kringum það. Þeir munu ekki fara í neinar róttækar breytingar. Nánast er óhætt að fullyrða að sautján leikmenn séu þegar komnir á „örugga“ listann þeirra, með þeim fyrirvara að viðkomandi verði allir heilir heilsu þegar að stóru stundinni kemur, eða hafi ekki hrapað þeim mun meira í getu og formi á því hálfa ári sem er til stefnu. Tveir um hverja stöðu Hópurinn verður þannig samsettur að tveir leikmenn eru um hverja stöðu útispilara, 20 talsins, og svo verða þrír markverðir. Lars og Heimir spila ávallt 4-4-2 þannig að uppsetn- ingin er tiltölulega einföld. Þó er mögulegt að hreyfa þetta eitthvað til. Sumir leikmenn eru fjölhæfir og geta leyst af hendi fleiri en eina stöðu, og þá opnast möguleikar á að kippa inn viðbótarmanni í aðra stöðu. Theódór Elmar Bjarnason getur sem dæmi spilað sem kant- maður, miðjumaður eða hægri bakvörður og Emil Hallfreðsson er jafnvígur sem miðjumað- ur og kantmaður. Þá er skilgreining á kant- mönnum hægra og vinstra megin nokkuð opin og þeir geta í raun allir spilað hvorum megin sem er. Lítum á stöðuna á hópnum nú um áramót. Hvaða leikmenn fara örugglega, miðað við fyrrgreindar forsendur um ástand og gengi, hverjir eru í mestu baráttunni og hverjir eiga kannski möguleika ef þeir standa sig sér- staklega vel? Þó ég hafi ekki fengið að glugga í minnisbók Lars og Heimis þá er ekki fjarri lagi að hún líti svona út, í hverri stöðu fyrir sig: Markverðir (3): Öruggir: Hannes Þór Halldórsson og Ög- mundur Kristinsson. Í baráttunni: Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson. Mögulegir: Frederik Schram, Haraldur Björnsson, Róbert Örn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson. Hægri bakverðir (2): Öruggir: Birkir Már Sævarsson og Haukur Heiðar Hauksson. Mögulegir: Diego Jóhannesson og Adam Örn Arnarson. Miðverðir (4): Öruggir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson. Í baráttunni: Sölvi Geir Ottesen, Hallgrímur Jónasson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Sverrir Ingi Ingason. Mögulegir: Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Her- mannsson, Hjálmar Jónsson. Vinstri bakverðir (2): Öruggur: Ari Freyr Skúlason. Í baráttunni: Kristinn Jónsson og Hörður Björgvin Magnússon. Mögulegur: Hjörtur Logi Valgarðsson. Miðjumenn (4): Öruggir: Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson. Í baráttunni: Rúnar Már Sigurjónsson og Ólafur Ingi Skúlason. Mögulegir: Oliver Sigurjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Kristjánsson. Guðlaugur Victor Pálsson er úr leik vegna meiðsla. Kantmenn (4): Öruggir: Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason. Mögulegir: Arnór Ingvi Traustason, Arnór Smárason og Kristinn Steindórsson. Framherjar (4): Öruggir: Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Alfreð Finnbogason. Í baráttunni: Eiður Smári Guðjohnsen og Viðar Örn Kjartansson. Mögulegir: Matthías Vilhjálmsson, Elías Már Ómarsson og Kjartan Henry Finnbogason. Þegar lesið er betur úr þessu má sjá að mesta baráttan stendur um hvaða tveir mið- verðir verða til taks fyrir Ragnar og Kára, hver fjórði miðjumaðurinn verður, hvaða framherji verður til viðbótar við þá Kolbein, Jón Daða og Alfreð, og hver á að vera til taks fyrir Ara sem vinstri bakvörður. Síðan getur áðurnefnd fjölhæfni leikmanna breytt forsendunum. Ef Theódór Elmar verð- ur valinn sem bakvörður gætu dyrnar galopn- ast fyrir Arnór Ingva, eða þá fimmta fram- herjann. Það er líka í hæsta máta ólíklegt að allir sem taldir eru öruggir með sæti verði heilir heilsu og leikfærir þegar stóra stundin rennur upp. Meiðsli eru hluti af tilveru knattspyrnu- manna og ekkert lið mun sleppa undan því að einhverjir heltist úr lestinni eftir langt og strangt tímabil með sínu félagsliði. Þá verða vináttulandsleikirnir í janúarmánuði mikil- vægur gagnabanki fyrir Lars og Heimi. Til- gangurinn með þeim er því fyrst og fremst að finna hvaða leikmenn eigi að vera til taks ef einhverjir fastamannanna missi af EM í Frakklandi. Stundum er sagt að í vináttulandsleikjum vanti nokkuð uppá að knattspyrnumenn leggi sig alla fram. Sú verður ekki raunin að þessu sinni. Lykilmenn Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa væntanlega verið tvö fyrstu nöfnin sem Lars og Heimir skrifuðu á blað þegar þeir byrjuðu að stilla upp hópnum fyrir EM. Morgunblaðið/Golli Amsterdam Ari Freyr Skúlason, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jón Daði Böðvarsson og Kári Árnason fagna sigri í Hollandi. Þeir fara allir á EM. AFP Þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck gerðu ekki margar breytingar á meðan undankeppnin stóð yfir og verða örugglega með mjög svipaðan hóp og byrjunarlið á EM. Morgunblaðið/Golli SAUTJÁN SÆTI FRÁTEKIN Hvaða 23 leikmenn munu skipa fyrsta hóp íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu sem tekur þátt í loka- keppni Evrópumótsins? Þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson munu ekki velja endanlegan hóp fyrir Frakklandsferðina fyrr en í sumarbyrjun. Ísland leikur þar gegn Portúgal, Ungverja- landi og Austurríki 14., 18. og 22. júní. VÍÐIR SIGURÐSSON er umsjónarmaður íþrótta- deildar Morgunblaðsins og mbl.is og hefur starfað sem íþróttafréttamaður frá árinu 1981. Nánast óhætt er að fullyrða að sautján leikmenn séu þeg- ar komnir á listann þeirra, með þeim fyrirvara að viðkomandi verði allir heilir heilsu þegar að stóru stundinni kemur, eða hafi ekki hrapað þeim mun meira í getu og formi. ” KARLALANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU LEIKUR Á EM Í FRAKKLANDI Í SUMAR ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.