Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 51
marga flóttamenn í kví utan Ástralíu, á Jóla-
eyju, Nauru eða Papúu Nýju Gíneu.
Af öllum hindrunum er merkimiðinn, sem
festur er á þig oft erfiðastur viðureignar.
Hvort sem skilgreiningin er flóttamaður, far-
andmaður eða hælisleitandi segir hún meira
um það sem vakir fyrir þeim sem talar, en til-
raunir þínar til að segja sögu þína. David
Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kallaði
fólkið við landamæri Evrópu „mergð“. Sumir
evrópskir álitsgjafar hafa haft orð á að flestir
þeirra séu múslimar og gefa í skyn að verði
þeim leyft að setjast að gætu þeir reynt að
grafa undan hefðum og siðum, sem fyrir eru.
Hví vekur hjálparlaust fólk ótta?
Ég hef verið að reyna að skilja hvers vegna
hjálparlaust fólk, sem hefur verið rifið upp frá
lífi sínu og óskar einskis heitar en að snúa aftur
heim, vekur slíkan ótta.
Þegar þar er komið að flóttamanna-
fjölskylda flýgur til London eða kemur á rútu-
stöð í Amman eða fer frá borði við strönd Mal-
asíu er staðan iðulega sú að umgjörð
millistéttarlífs hefur glatast – starfsleyfi og
gráður eru einskis virði, vinir og ættingjar hafa
tvístrast um allar jarðir, aðeins örfáar eigur
eru eftir. Kannski er fólk þegar það hrekkur,
slegið óhug, undan flóttamanni að bregðast við
tilhugsuninni um að einnig væri hægt að snúa
lífi þess á hvolf með nokkrum byssukúlum og
leggja allt, sem það áður gat treyst á, í rúst.
Kannski er það vegna þess að sumir flótta-
menn hafa farið langar vegalengdir, flúið til
annars heimshluta í stað þess að fara til næsta
lands og því er ólíklegra að þjáningar séu
þekktar eða mæti samúð.
Ef til vill vekja sumir flóttamannanna upp
minningar, sem við helst vildum gleyma. Ef
Bandaríkjamenn eða Evrópubúar leyfðu írösk-
um eða líbískum flóttamönnum að setjast að á
meðal sín yrðu þeir minntir á að innrásin í Írak
undir forustu Bandaríkjamanna og brott-
rekstur Gaddafis frá völdum með stuðningi
NATO leiddi ringulreið yfir þessi lönd fremur
en frið?
Síðan er hugmyndin um að hryðjuverka-
menn fari huldu höfði meðal flóttamannanna.
Eftir hryðjuverkin í París í nóvember fannst
falsað sýrlenskt vegabréf á líki eins af morð-
ingjunum. Um alla Evrópu kröfðust hópar á
hægri vængnum þess að ríkisstjórnir þeirra
lokuðu landamærunum fyrir flóttamönnum og
sumir í Evrópu og Bandaríkjunum fóru að
leggja að jöfnu innflytjendur og hryðjuverk.
Og þó er það þannig að þegar gæfan er með
flóttamönnum er það oft vegna þess að þeir
upplifa augnablik samúðar og samhygðar á för
sinni. Margir eru tilbúnir að opna heimili sín,
efna til samskota, flytja flóttamenn yfir landa-
mæri. Það er sjaldnast nóg, en veitir kraft til
að halda áfram. Undir lok Bíafrastríðsins varð
ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kona sá aumur á
mér þar sem ég stóð nærri þvögu þar sem ver-
ið var að skammta mat. Hún gaf mér nokkra
matarskammta og langþráðan aur, sem ég fór
með heim til foreldra minna.
Ef þú finnur þér heimili tekur við það erfiða
verkefni að setja sjálfsmyndina saman á ný,
mynda samfélag, ákveða hvaða minningum
eigi að henda. Þú neyðist til að endursmíða
sjálfan þig, mólekúl fyrir mólekúl. Sumum mis-
tekst aðlögunin. Aðrir munu alltaf glíma við
áleitna drauga – ættingja sem týndust eða
voru yfirgefnir, eða þeirra, sem létu lífið á leið-
inni.
Sumar minna sárustu minninga eru frá lok-
um Bíafrastríðsins. Við foreldrum mínum
blasti það sem hafði glatast, ættingjar, sem
höfðu látist eða örkumlast á sál eða líkama, hús
okkar í rústum þannig að myndir og aðrir kær-
ir munir höfðu glatast að eilífu. En við vorum á
lífi.
Nokkrir ættingjar hjálpuðu foreldrum mín-
um að lappa upp á helminginn af þaklausu
heimili okkar og líf okkar hélt áfram. Faðir
minn fór aftur í vinnuna sína hjá póstinum og
móðir mín fór að kenna að nýju.
Ógna ekki lífstíl nokkurs manns
Systkini mín og ég tókum til við námið af
ákveðinni ástríðu. Það skipti ekki máli að níg-
eríski herinn hafði varpað sprengjum á skól-
ann okkar þannig að grunnurinn einn stóð eftir
og við neyddumst til að fara í tíma undir berum
himni, óvarin fyrir sólskini og rigningu. Skóla-
gangan var arfleifð frá okkar fyrra lífi og virt-
ist veita tækifæri til að endurheimta eitthvað
af því.
Þegar þú veist hvernig það er að vera svang-
ur og heimilislaus og hafa misst allt veistu að
hver sem er getur lent í þeirri aðstöðu. Þú von-
ar bara að embættismaðurinn, sem þú biður
um aðstoð, skilji að hann hefði getað lent hin-
um megin við borðið. Þeir mega eiga að þeir
gera það margir.
Við hin þurfum að læra. Flóttamenn eru
ekki fólk, sem ógnar lífsstíl nokkurs manns.
Þeir þekkja margir gildi samúðar og þegar
þeir verða nágrannar okkar, vinir og
samstarfsmenn munu þeir kenna okkur sam-
hygð. Hluti af skuld okkar við þá er að veita
þeim þá aðstoð, sem þeir myndu veita okkur og
jafn vel að finna það í okkur að hjálpa til við að
koma að nýju á reglu eða jafnvægi í uppruna-
legum heimkynnum flóttamannanna, sem
skyndilega voru lögð í rúst og gerð óbyggileg.
Flóttamenn létu fátt stöðva sig. Ungverjar lokuðu landamærum Króatíu í október og fóru hundruð farandmanna þá til Slóveníu á leið til Austurríkis. Flestir vildu til Þýskalands eða Skandinavíu.
Sergey Ponomarev/The New York Times
Ef þú finnur þér
heimili tekur við
það erfiða verkefni
að setja sjálfsmyndina saman
á ný, mynda samfélag,
ákveða hvaða minningum eigi
að henda.
”