Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 35

Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 35 Tveir jarðskjálftar, sem riðu yfir hver á eftir öðrum, sá fyrri 7,8 stig á Richter, sá síðari 7,3 stig, ollu gríðarlegu tjóni í Nepal. Talið er að 8.633 hafi látið lífið og á stórum svæðum voru innviðir í rúst eftir skjálftana. Í höfuðborginni, Kat- málaflokkarnir í Nepal samþykktu nýja stjórnarskrá í sept- ember til þess að fjarlægja þröskulda fyrir uppbyggingu. Kom til átaka þegar hópar, sem töldu að þeir hefðu ekki notið sannmælis í stjórnarskránni, mótmæltu. mandu, mátti víða sjá bálfarir eftir hamfarirnar. Stjórnvöld tóku seint við sér og notaði ungt fólk og samtök sjálf- boðaliða félagsvefi og settu upp vefsíður til að samræma björgunaraðgerðir og veita upplýsingar. Stærstu stjórn- Daniel Berehulak/The New York Times JARÐSKJÁLFTI Í NEPAL Stjórnvöld í Suður-Kóreu gripu til aðgerða til að stöðva út- breiðslu sjúkdómsins MERS, sem leggst á öndunarfæri og er kenndur við Mið-Austurlönd, með því að loka skólum og biðja þúsundir manna um að vera í sóttkví. Fyrir utan tvær konur, sem tóku sjálfmynd fyrir utan Gyeongbokgung-höll í Seoul, var þar engan að sjá. Neysla almennings og hag- vöxtur hrapaði vegna aðgerðanna. Vírusinn, sem talið er að hafi borist úr kameldýrum í menn 2012, greindist í Suð- ur-Kóreu 20. maí eftir að maður, sem hafði ferðast til Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna leitaði sér lækningar. Þegar tókst að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins höfðu 186 sýkst og 36 látið lífið. Vírusinn er eins og stend- ur bundinn við Mið-Austurlönd. Ed Jones/Agence France-Presse/Getty Images VÍRUS Í LOFTINU Kínverskir embættismenn og Paulson-stofnunin í Chicago tilkynntu í júní áætlun til reynslu um að koma á fót þjóðgörð- um. Nær áætlunin til fjölbreyttra vistkerfa og jarðsögulegra svæða á borð við Huanglong-verndarsvæðið í Sichuan- héraði. Verndarsinnar fögnuðu fréttunum, enda væru margir af núverandi verndarsvæðum og görðum landsins í hættu vegna ferðamennsku og iðnaðar og stjórnmálamenn í heima í héraði gætu breytt eða þurrkað út mörk þeirra eftir þörfum. Gilles Sabrie/The New York Times NÁTTÚRUVERND Í KÍNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.