Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
Er lýðræðið nothæft sem stjórnkerfi? Hvaða
áskoranir hafa komið fram á þessu ári, sem
lýðræðisríki eiga fullt í fangi með? Aþenu-
hringborðið um lýðræði kemur saman árlega
undir merkjum International New York Times
með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og Aþenu-
borgar til að fjalla um stöðu opins lýðræðis í
heiminum.
Þessi umræða er sérlega brýn í ár vegna
straums flóttamanna til Evrópu, árása hryðju-
verkamanna og tilfinningaþrunginnar deil-
unnar um skuldir Grikklands. Hér fylgja brot
frá þremur málstofum.
Er opið lýðræði algilt?
Serge Schmemann Opið lýðræði á undir
högg að sækja. Víða í heiminum er ekki lengur
litið á lýðræði í Bandaríkjunum og Evrópu
sem hina „glæstu borg á hæðinni“. Rússar og
Kínverjar færa rök að ráðstjórnarútgáfu, sem
þeir telja falla betur að þeirra menningu; ísl-
amskir öfgamenn heyja blóðuga baráttu fyrir
nýju kalífati. Getum við enn haldið því fram að
opið lýðræði eins og við þekkjum það í vestrinu
sé algilt?
Eric X. Li Ég er áhættufjárfestir. Sem
áhættufjárfestir horfi ég alltaf þegar ég greini
stöðu á ferilskrána. Eftirfarandi blasir við
mér:
Við erum í Aþenu og meira að segja hér er
ferill lýðræðisins stuttur. Það hélt kannski
velli í 200 ár. Síðan var ekkert lýðræði í um tvö
þúsund ár og á þeim tíma urðu engu að síður
til stórfengleg menningarsamfélög, frábær
tónlist, frábær list, frábær menning.
Hugmyndir um lýðræði sneru aftur með
upplýsingunni. En sú útgáfa sem vestræn lýð-
ræðisríki eru að selja restinni af heiminum á
sér ótrúlega skamman feril.
Eftir kalda stríðið breytti ótrúlegur fjöldi
landa stjórnkerfi sínu í kosningalýðræði.
Meirihluta þessara landa hefur vegnað illa,
sérstaklega þróunarlöndum. Þar ríkir enn
glundroði, stríð, fátækt.
Í Kína höfum við annað kerfi. Því fylgdi
fjöldi vandmála, fjöldi stórslysa, í upphafi.
Undanfarin 30 til 40 ár hefur hins vegar ekki
gengið svo illa. Í Kína hefur 650 milljónum
manna verið lyft upp úr fátækt undir stjórn
eins flokks.
Benny Tai Okkur hefur ekki verið „selt“ lýð-
ræði í Hong Kong. Það er þörf. Fólk þarf mat,
það þarf að fullnægja efnislegum þörfum sín-
um og það þarf að finna að það sé öruggt. Og
þegar þessar þarfir hafa verið uppfylltar vill
það frelsi og þá vill það vera visst um að frelsi
þess njóti verndar, það vill réttindi. Og þá för-
um við að láta okkur réttindi annars fólks
varða og viljum setja bönd á stjórnvaldið. Ein
leið til að gera það er að velja okkur leiðtoga.
Lýðræði er ferli í þróun. Ekki bara kerfið
sjálft, heldur í vitund fólksins. Ég held því ekki
fram að við þurfum að fá sams konar kosn-
ingakerfi og í vestrinu á einni nóttu.
Paula Dobriansky Lýðræði er ekki á und-
anhaldi. Eric nefndi að mörg lönd eru í efna-
hagsvandræðum. Það kunna að vera efnahags-
legar áskoranir, en pólitískum réttindum hefur
verið við haldið. Og lönd halda áfram að þokast
í átt til lýðræðis.
Í Búrma hefur verið ákveðið að halda kosn-
ingar. Ég var í Búrma ekki alls fyrir löngu og
sá talsverðar breytingar í efnahagsmálum frá
því sem áður var. Í Úkraínu mótmælti fólk
vegna þess að það vildi eiga þess kost að ganga
í Evrópu og hafnaði einnig spillingu.
Lýðræði er ekki línulaga ferli, það eru stöð-
ugar breytingar og skiptast á skin og skúrir.
Li Við skulum veðja. Ætlum við að veðja á að
íbúar Úkraínu og íbúar Búrma muni búa við
efnahagslega velmegun og vera lausir við spill-
ingu eftir tíu ár? Ég ætla að veðja á móti því.
Dobriansky Ég myndi veðja á að íbúar Úkra-
ínu og íbúar Búrma myndu ef þeir fengju tæki-
færið og væri hvorki ógnað né hindraðir, taka
efnahagslegum framförum og öðlast ný póli-
tísk réttindi.
Schmemann Eric, ég ætla að snúa mér aftur
til þín. Þú nefndir að sem áhættufjárfestir leit-
aðir þú að kerfum sem virka. Margir áhættu-
fjárfestar í Bandaríkjunum hafa notið vel-
gengni og kerfið hefur ekki verið þeim til
trafala eftir því sem ég best veit heldur styðja
þeir það.
Hvað viðkemur veðmálum myndi ég veðja á
að eftir tíu ár muni mjög margt fólk í Kína
verða sama sinnis og fólkið á bak við hreyf-
inguna Leggjum undir okkur miðbæinn í
Hong Kong.
Li Það getur verið, en ég held að það velti á því
hvernig lýðræðisríkin standa sig á næstu tíu
árum. Ég ber virðingu fyrir lýðræði. Vandinn
við lýðræði stafar af hugmyndinni um að það
sé algilt og varanlegt og það besta sem við höf-
um. Kínverjar eru og ættu að vera opnir fyrir
öðrum kostum; ég held ekki að þeir ættu að
loka dyrunum á lýðræði. En ég held ekki að
þeir ættu að gera eins og margir Vest-
urlandabúar og hafna öllum öðrum kostum.
Tai Sammála, sammála.
Dobriansky Enginn þröngvar lýðræði upp á
neinn og enginn ætti að gera það. Það er ekki
hægt að taka, segjum, líkan af lýðræði í
Bandaríkjunum og yfirfæra það á annað land.
Líkönin eru ólík. En það er ljóst hvað er hægt
að kalla lýðræði og lýðræðislegt ferli og hvað
ekki.
Lýðræði snýst ekki bara um einar eða
tvennar kosningar; það snýst um stofnanir, um
frelsi fjölmiðla, um trúfrelsi, um aðhald og eft-
irlit. Það snýst um réttarríkið, altæka vernd
mannréttinda. Hægt er að leggja þessar hug-
myndir fram með ýmsum hætti í ólíkum þjóð-
félögum.
Er ójöfnuður „áskorun“ okkar tíma?
Liz Alderman Fylgir meiri peningum meira
málfrelsi? Hvað þýðir það fyrir lýðræði ef hinir
ríku hafa meiri áhrif en þorri fólks? Hvað er
hægt að gera til að taka á því?
Paul Krugman Þegar fjármálakreppan skall á
áttu margir von á því að Nýi sáttmáli, New
Deal, myndi endurtaka sig, að brugðist yrði
við því að óheftur kapítalismi hefði brugðist,
aftur yrði snúið til stofnana, sem ýta undir
myndun millistéttar; snúið yrði frá dýrkun
markaðarins og af stað færi hreyfing í átt að
auknum jöfnuði.
Yfirleitt hefur það ekki verið raunin. Milli-
stéttin hefur verið svipt valdi í Evrópu, ekki
valdefld. Óttinn við aðra efnahagskreppu, kvíði
vegna skulda, hafa verið notuð eins og sleggjur
til að rústa þær stofnanir sem áður fyrr reynd-
ust brjóstvörn gegn öfgakenndum ójöfnuði.
Þetta ferli hefur verið gríðarlega ólýðræð-
islegt. Tæknikratar hafa ákveðið stefnuna í
Evrópu og þeir hafa enga hugmynd um hvað
þeir eigi að gera fyrir utan að rústa vald vinn-
andi fólks.
Alan Rousso Rannsóknir sýna okkur að það
MUN LÝÐRÆÐIÐ HALDA VELLI?
Á tímum vaxandi ójafnréttis,
skuldakreppa og uppgangs
íslamskra öfgasinna á lýð-
ræði undir högg að sækja.
TÍMAMÓT: SAMRÆÐAN
ıTU
RN
IN TS ı 2014ı TU
P
O
INTSı20RNIN
G
PO
IN
14
TU
RNIN
G POINTS|TÍM
AM
Ó
T|2016|TURNINGPOI
TS
|T
ÍM
AM
Ó
T|
20
16
|
Kona greiðir atkvæði í kosningum í Tyrklandi. Kosningar eru haldnar víða, en meira þarf til að koma á raunverulegu lýðræði, virkar stofnanir, réttarríki, frjálsa fjölmiðla og að mannréttindi séu virt.
AFP
STJÓRNENDURNIR
Serge Schmemann, situr í ritstjórn
The New York Times.
Liz Aldermann, yfirmaður við-
skiptafrétta í Evrópu fyrir The New
York Times.
Steven Erlanger, fréttastjóri á rit-
stjórn The New York Times í Lond-
on.
ÞÁTTTAKENDURNIR
Paula Dobriansky, fyrrverandi að-
stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna um lýðræði og alþjóðamál.
Eric X. Li, áhættufjárfestir og stjórn-
málafræðingur í Sjanghæ.
Benny Tai, aðjunkt í lögum við
Hong Kong-háskóla og einn stofn-
enda hreyfingarinnar Leggjum undir
okkur miðbæinn með ást og friði
(Occupy Central with Love and
Peace movement).
Paul Krugman, nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði og dálkahöfundur hjá
The New York Times.
Alan Rousso, framkvæmdastjóri
ytra samstarfs hjá EBRD, End-
urreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Sir Richard Dearlove, fyrrverandi
yfirmaður bresku leyniþjónustunnar,
MI6, og stjórnarformaður Háskólans
í London.
Ed Husain, yfirráðgjafi og stjórnandi
áætlanagerðar við The Tony Blair
Faith Foundation.
Kishore Mahbubani, rektor Lee Ku-
an Yew-stjórnsýsluskólans við Þjóð-
arháskóla Singapúr.