Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
Mið-
Austurlönd
Í FRÉTTUM
ASÍA
EVRÓPA
AFRÍKA
MIÐ-AUSTURLÖND
Sýrland Rúmlega 250 þúsund
manns hafa látið lífið í borgarastríðinu,
sem staðið hefur milli Bashars al-Assads
forseta og ýmissa uppreisnarhópa síðan
2011. Um fjórar milljónir Sýrlendinga hafa
flúið til nágrannalanda og Evrópu og
sjö milljónir til viðbótar eru á vergangi í
landinu eftir að hafamisst heimili sín.
Eyðilegging eftir stórskotalið
í Damaskus í febrúar 2015
Sprengiflaugum ekið fram hjá mynd af æðsta leiðtoga
Írans, Ali Khamenei erkiklerki, á hersýningu í Teheran 2014.
Íran Í júlí 2015 gerðu Bandaríkin og fimm
önnur ríki samning við Íran um að stöðva
kjarnorkuvopnaáætlun, sem Íranar voru
grunaðir um að fylgja. Í skiptum fyrir afléttingu
lamandi viðskiptaþvingana samþykktu Íranar
að minnka verulega birgðir sínar af úrani og
fækka skilvindum, sem notaðar eru til að gera
úranið nothæft til að smíða vopn. Gagnrýnendur
óttast að samningurinn muni ekki koma í veg
fyrir að Íranar verði sér úti um sprengju. Þeirra
á meðal eru Ísraelar, Sádar og fjöldi bandarískra
þingmanna.
EGYPT
20
°A
S
T
R
IN
G
E
R
/R
E
U
T
E
R
S
(S
Ý
R
L
A
N
D
);
A
T
T
A
K
E
N
A
R
E
/A
F
P
/G
E
T
T
Y
IM
A
G
E
S
(Í
R
A
N
);
M
IL
IT
A
N
T
W
E
B
S
IT
E
/A
P
IM
A
G
E
S
(R
ÍK
I
ÍS
L
A
M
S
);
K
O
R
T
A
G
E
R
Ð
/J
IM
M
C
M
A
H
O
N
(K
O
R
T
)
Ríki íslams
Róttæka íslamistahreyfingin Ríki íslams í Írak og
Sýrlandi leggur jafnt og þétt undir sig meira landsvæði
í þeim löndum. Ríki íslams vill koma á ríki þar sem gilda
ströng íslömsk lög. Samtökin hafa verið í fréttum fyrir
að hálshöggva bandaríska blaðamenn og kristna menn
og hafa farið með ógn gegn almennum borgurum á
svæðum, sem þau hafa lagt undir sig. Þau hafa einnig
eyðilagt fornar minjar á borð við 2000 ára gamalt hof í
Palmýra í Sýrlandi sem þau sprengdu upp í ágúst 2015.
4.000
Fjöldi vesturlandabúa, þar á meðal
rúmlega 550 konur og stúlkur, sem talið
er að hafi gengið til liðs við Ríki íslams.
HEIMILD: THE NEW YORK TIMES
Vígamenn Ríkis íslams í Sýrlandi.
MISSKIPTUR HEIMUR