Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Í nýlegum þætti sjónvarpsseríunnar „South Park“ minna persónan Cartman og aðrir bæj- arbúar, sem eru heillaðir af Yelp, smáforritinu sem gerir viðskiptavinum kleift að gefa veit- ingastöðum einkunnir og umsagnir, yfirþjóna og þjónustulið á að þeir muni birta umsagnir eftir málsverðinn. Þessir „yelparar“ hóta að gefa matsölustöðunum eina stjörnu af fimm þóknist þeir þeim ekki og geri nákvæmlega það sem þeir segi. Veitingastöðunum finnst þeir ekki eiga annars kost en að þóknast „yelp- urunum“, sem nota vald sitt til að biðja um ókeypis rétti og setja fram tillögur um úrbætur á lýsingu. Starfsmenn veitingastaðanna láta þetta yfir sig ganga með vaxandi pirringi og reiði – á einum stað eru gagnrýnendur Yelp meira að segja bornir saman við samtökin Ríki íslams – þar til loks kemst á vopnahlé. Yelp- ararnir vita hins vegar ekki að veitingastað- irnir ákveða að hefna sín með því að menga rétti „yelparanna“ með öllum hugsanlegum lík- amsvessum. Hagkerfi orðsporsins Mergurinn málsins í þættinum er að nú er svo komið að allir halda að þeir séu atvinnu- gagnrýnendur („Allir reiða sig á Yelp- umsagnirnar mínar!“), jafnvel þótt þeir hafi ekki hugmynd um um hvað þeir eru tala. Hann er líka dapurleg umsögn um það, sem farið er að kalla „hagkerfi orðsporsins“. Með því að láta veitingastaðina ná fram hefndum gegn „yelp- urunum“ er einnig komið inn á þá staðreynd í þættinum að þjónustugeirinn gefur okkur líka einkunn. Það vekur spurninguna hvernig við tökum á því hvernig við setjum okkur fram á netinu og í félagsmiðlum og hvernig ein- staklingar geri sig að vörumerki í samfélagi þar sem fyrirtækjamenning fer vaxandi. Sú hugmynd að allir haldi að þeir séu sér- fræðingar og rödd þeirra eigi skilið að heyrast hefur í raun gert að verkum að rödd hvers og eins hefur minna vægi. Allt og sumt sem við höfum gert er að stilla okkur upp svo hægt sé að selja okkur hluti – hægt sé að marka okkur, miða okkur út og safna um okkur upplýsingum. En þetta er hið rökrétta endatafl lýðræðisvæð- ingar okkar menningar og hinnar ógnvekjandi dýrkunar þess að tilheyra, sem heimtar að til- vera okkar allra sé undir sömu regnhlíf fyr- irtækjalögmála – forskriftar sem segir til um hvernig við eigum að tjá okkur og hegða. Flestir þeir sem náð hafa ákveðnum aldri tóku sennilega eftir þessu þegar þeir gengu í fyrsta fyrirtækið sitt, Facebook, sem hefur sín- ar eigin reglur um tjáningu skoðana og kyn- hneigðar. Facebook hvatti notendur til að „læka“ hluti og vegna þess að um var að ræða vettvang þar sem margir skilgreindu sig á félagsvef í fyrsta skipti var tilhneigingin að fylgja fyrirmælum Facebook og setja fram upphafna mynd af lífi sínu – betra, vingjarn- legra, leiðinlegra sjálf. Og það var þessi mikli vöxtur á dýrkun viðkunnanleikans og hinnar uggvænlegu hugmyndar um að „geta tengt við allt“ sem þegar upp var staðið gerði alla að ein- hvers konar vélrænu, líflausu gangverki í lík- ama af holdi og blóði* í fjötrum fyrirtækja- ræðis sem vill óbreytt ástand. Til þess að njóta viðurkenningar þurfum við að fylgja siðaboði um að vera í góðu skapi þar sem okkur verður að líka allt og við verðum að virða rödd hvers og eins og hver sá sem hefur neikvæða skoðun – lækar ekki – verður útilokaður frá samtalinu. Hverjum þeim sem veitir slíkri hjarðhugsun viðnám er miskunnarlaust sagt að skammast sín. Fáránlegum skömmtum af skömmum er hrúgað yfir hina meintu bullu þar til hið upp- runalega „brot“ virðist smámunir í sam- anburði. Að búa við gagnrýni Ég hef búið við einkunnir og gagnrýni frá því fyrsta bókin eftir mig kom út þegar ég var 21 árs þannig að fyrir mér virðist þetta umhverfi náttúrulegt. Til varð orðspor byggt á því hversu mörgum gagnrýnendum líkaði bókin Í deilihagkerfinu gengur endurgjöfin í báðar áttir þegar um er að ræða þjónustu á borð við Uber og Airbnb. Farþegar og ökumenn akstursþjónustunnar geta gefið hver öðrum einkunn frá 1 í 5. Sam Hodgson/The New York Times LÍF Í UMHVERFI VIÐKUNNANLEIKANS Í hagkerfi orðsporsins falla dómar á báða vegu. BRET EASTON ELLIS er höfundur sex skáld- sagna, þar á meðal „Less Than Zero“, „The Rules of Attraction“, „American Psycho“, „Glamorama“, „Lunar Park“ og „Imperial Bedrooms“ og smásagna- safnsins „The Informers“. Hann er einnig kynnir hlað- varpsins The Bret Easton Ellis Podcast. Sú hugmynd að allir haldi að þeir séu sérfræðingar og rödd þeirra eigi skilið að heyrast hefur í raun gert að verkum að rödd hvers og eins hefur minna vægi. ” TÍMAMÓT: UBER VERÐUR EITT AF VERÐMÆTUSTU NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKJUM HEIMS ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.