Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 63
AFP/No Somos Delito Mótmælaganga í sýndarheimum varð að raunveruleika þegar heilmyndir — veifandi skilt- um og syngjandi slagorð — mótmæltu hinum svokölluðu „þöggunarlögum“ fyrir framan þinghúsið í Madríd í apríl. Lögin, sem miða að því að auka öryggi þegnanna, kveða á um þungar sektir fyrir að halda mótmælafundi án leyfis og banna myndatöku á lögregluþjón- um, ásamt öðru sem gagnrýnendur sögðu gegn anda lýðræðisins. Bentu skipuleggj- endur á að sýndarsjálf þeirra hefðu meiri rétt til mótmæla undir hinum nýju lögum. Þrátt fyrir víðtæk mótmæli — stafræn sem raunveruleg — tóku lögin gildi í júlí. MÓTMÆLUM VARPAÐ YFIR NETIÐ Þó að hann væri á meðal þeirra síðustu sem valdir voru, þá varð val Dallas Mavericks á Sat- nam Singh Bhamara í júní til þess að skjóta honum á stall þjóðhetju í heimaþorpi sínu í Pun- jab-héraði Indlands – um leið og hann varð fyrstur indverskra körfuboltamanna til þess að vera valinn inn í bandarísku NBA-deildina. Hinn 19 ára Satnam Singh, sem er um 2,18 metr- ar á hæð, er einungis nokkrum cm hærri en faðir hans, sem ákvað af visku sinni að ráð- leggja syni sínum að leggja fyrir sig íþrótt sem væri ekki jafnvinsæl og krikkett, knattspyrna eða bandí. Aðeins tveimur mánuðum fyrr náði hinn 22 ára gamli Kanadamaður Sim Bhullar að verða fyrsti leikmaðurinn af indverskum ættum til þess að spila í NBA-leik. Shammi Mehra/Agence France-Presse/Getty Images STÓRT STÖKK FYRIR INDLAND MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 63 Þótt kvenkyns þjóðhöfðingjar hafi farið með embætti æðsta yfirmanns ensku biskupakirkjunnar allt frá dögum Elísabetar I., var það ekki fyrr en 2015 að kona komst þar til æðri metorða þegar sr. Libby Lane varð fyrsti kvenkyns biskupinn á Stóra-Bretlandi. Hún var vígð biskup af Stock- port í norðvesturhluta Englands í janúar í kjölfar deilu frjálslyndra og íhaldssamra fylkinga innan kirkjunnar, sem á sér 85 milljónir fylgjenda út um allan heim. FYRSTA KONAN Lynne Cameron/Agence France-Presse/Getty Images Fyrsta ítalska konan í geimnum varð jafnframt að fyrsta kaffibarþjóninum í alþjóðlegu geim- stöðinni í maí, þegar hún hellti upp á ítalskt gæðakaffi í kaffivél sem vegur 25 kíló og var nærri því tvö ár í framleiðslu. Samantha Cristoforetti, 38 ára flugmaður í ítalska flughernum og verkfræðingur, tók fyrsta sopann úr sérhönnuðum bolla, sem gerði henni kleift að drekka kaffið við nær algjört þyngdarleysi nánast eins og hún væri á jörðu niðri. Vélin, sem fengið hefur heitið ISSpresso, getur einnig búið til aðra heita drykki, eins og te og soðsúpu. EITT LÍTIÐ SKREF FYRIR KAFFI NASA/The New York York Times Þrátt fyrir að úrtölumenn segðu leiðina greiða að „hönn- unarbörnum“ ákvað Bretland í febrúar að verða fyrsta ríkið til þess að leyfa læknum að græða nýja hvatbera í fóstur- vísa. Þannig yrðu til fóstur með DNA þriggja, móður, föður og kvenkyns gjafa með heilbrigða hvatbera – til þess að koma í veg fyrir ýmsa arfgenga og ólæknandi sjúkdóma sem berast úr móðurætt. Þetta gefur konum með slíka sjúkdóma í ættinni mögu- leika á að eignast heilbrigð börn á eigin vegum. Heilbrigð- isstofnanir í Bretlandi gátu farið að sækja um leyfi um haustið; fyrsta barnið sem búið er til með þessari aðferð gæti fæðst á næsta ári. VÍSIR FRÁ ÞREMUR Monica Almeida/The New York Times Ariana Miyamoto varð í mars fyrsta konan af blönduðum ættum, svonefnd „Haafu“, til þess að verða útnefnd ungfrú Japan. Slíkt fólk er afar sjaldgæft í hinu einsleita sam- félagi Japans. Faðir Miyamoto er banda- rískur blökkumaður og móðir hennar er japönsk, en hún ólst aðallega upp í Japan. Gagnrýnendur drógu í efa að hún væri nógu „japönsk“ til þess að vera fulltrúi landsins í Ungfrú alheimur, en Miyamoto hlustaði ekki á slíkar úrtöluraddir og sagði að hún vildi nota titil sinn til þess að stuðla að auknu umburðarlyndi gagnvart Jap- önum af blönduðum ættum. ÓVÆNT FEGURÐAR- DROTTNING Ko Sasaki/The New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.