Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Þau okkar sem hafa notið aðgangs að netinu í áratugi geta átt nokkuð erfitt með að muna fyrstu athafnir okkar þar. En fyrir fjölmörg- um er sú tilfinning ný og kraftmikil: Á undan- förnum fimm árum hefur rúmlega milljarður notenda tengst netinu í fyrsta skipti. Hvort sem það var í borðtölvu eða snjallsíma, gegn- um breiðband eða þráðlaust net loftbelgja Go- ogle í háloftunum var þetta fólk fyrst nú að fá reynslu af því hversu magnaður sá einfaldi verknaður að fara á netið getur verið. Tökum sem dæmi að stúlka í skóla í sveitum Indónesíu gæti lesið þessa grein á spjaldtölvu í dag – nokkuð sem ekki hefði verið hægt fyrir aðeins ári. Reynsla hennar af að vera á netinu, eftir að hún yfirgefur þessa grein og fer út um víð- an vefinn, felur í sér mikla möguleika. John Perry Barlow skrifaði í grein sinni „Yf- irlýsing um sjálfstæði netheima“ að netið gæfi fyrirheit um „heim þar sem allir, alls staðar, karlar og konur, gætu tjáð skoðanir sínar, án tillits til þess hversu sérstakar þær væru, án óttans við að verða knúnir til þagnar eða und- irgefni“. Þetta fyrirheit hefur að mörgu leyti ræst. Netið hefur búið til örugg svæði þar sem samfélög geta tengst, átt samskipti, skipulagt og hvatt, og það hefur hjálpað mörgum að finna sér vettvang og rödd. Það hefur getið af sér nýjar birtingarmyndir frjálsrar tjáningar og veitt aðgang að hugmyndum sem ekki var fyrir hendi áður. Börn fá menntun sem þeim hefði aldrei staðið til boða annars; frumkvöðlar stofna fyrirtæki sem þeim hefði ekki einu sinni hugkvæmst að stofna án þess. Það hefur kveikt vináttu, styrkt tengsl og látið drauma milljarða manna um allan heim rætast. Því hefur verið hampað sem aflvaka lýðræðis, það hafi gert borgurum kleift að rísa upp og senda fregnir af vettvangi í arabíska vorinu í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum og regnhlífar- byltingunni í Hong Kong og mótmælum í Brasilíu og á Indlandi á árinu sem er að líða. Íkveikjur jafn gamlar eldinum Eins og ávallt þegar miklar tækniframfarir verða hefur aukinn aðgangur að netinu haft í för með sér alvarleg vandamál. Þar má nefna ógnir við málfrelsi, áhyggjur af eftirliti og ótti við hryðjuverk á netinu. Hvað sem líður öllu því góða sem fólk getur gert með ný verkfæri og nýjar uppfinningar í höndum munu sumir alltaf reyna að valda skaða. Íkveikjur hafa ver- ið til jafnlengi og eldurinn. Í Mjanmar kyndir netið undir lögum ofbeld- is á hendur rohingjum, minnihluta múslima. Í Rússlandi ofsækja hópar nettrölla reglulega raddir lýðræðis og breiða út rangar upplýs- ingar á netinu og í félagsmiðlum. Og í Mið- Austurlöndum nota hryðjuverkamenn sam- félagsmiðla til að ná í nýja félaga. Einkum hef- ur Ríki íslams í Írak og Sýrlandi nýtt sér samfélagsmiðla til að höfða til óánægðs, ungs fólks með því að láta það finnast að það tilheyri og hafi tilgang, nokkuð sem það heyrir hvergi annars staðar. Mikil áhersla er á stíl og vinnslu á áróðursmyndböndum vígamannanna. Þau eru áferðarfalleg og markaðsvæn. Í stuttu máli blekkja þau suma til að trúa því að líf í krafti haturs og ofbeldis sé í raun … svalt. Það er á þessum punkti sem þarf að rýna nánar í samband okkar við netið og tæknina. Netið er ekki bara samsafn af leiðslum sem senda upplýsingar frá einum stað til annars, frá tölvu til tölvu, án tillits til þess hver slær á lyklaborðin eða les af skjánum. Þeir sem nota tækni, hver sem hún er, þurfa að skilgreina hlutverk hennar í samfélaginu. Tækni virkar ekki af sjálfu sér, eins og allir vita. Hún er bara verkfæri. Við virkjum kraft hennar. Rifjum upp réttindabaráttuna í Bandaríkj- unum á sjöunda áratugnum þegar líf minni- hlutahópa gerbreyttist á skömmum tíma vegna samhentra aðgerða, sem buðu upp á op- ið samtal og samhygð, sem fram að því hafði ekki verið fyrir hendi. Það var áður en fólk gat hist í netheimum og fylkt sér um sameigin- legar hugsjónir, áður en hægt var að eiga í kappræðu við einhvern í annarri heimsálfu rétt eins og hann væri í sama herbergi, og áður en við gátum horft á myndskeið sem tekin voru á síma fólks og séð fyrir hverju aðrir í heiminum voru að berjast og gegn hverjum. Nú höfum við þetta allt við höndina – við þurfum bara að nýta okkur það. Það er allt of auðvelt að nota netið eingöngu til þess að tengjast þeim sem hugsa eins í stað þess að kynna okkur sjónarhorn sem annars yrðu ekki á vegi okkar. Þess konar ættbálkahyggja felur þörfina fyrir sameiginleg gildi og öfluga for- ustu. Samfélög eru á hverjum tíma byggð á einu gildi, einum sáttmála. Og það er mik- ilvægt að nota tenginguna til að ýta undir gildi sem draga fram það besta í fólki. Netið sýnir okkur ófegraða tilveru hinna kúguðu og raunverulegar þarfir þeirra. Það leyfir einnig okkar verstu hliðum – í formi öf- undar, kúgunar og haturs – einnig að blasa við. Við þurfum öfluga leiðtoga um allan heim sem eru tilbúnir að berjast á breiðum grundvelli fyrir framförum og umburðarlyndi og leggja áherslu á að bæta líf allra. Við þurfum á því að halda að leiðtogar noti hið nýja afl tækninnar til að gera okkur kleift að víkka sjóndeildar- hring okkar sem einstaklingar og víkka sjón- deildarhring samfélaga okkar um leið. Vegur netsins veltur á okkur Alræðisstjórnir segja borgurum sínum að rit- skoðun sé nauðsyn vegna stöðugleika. Það er á okkar ábyrgð að sýna að stöðugleiki og tján- ingarfrelsi fari hönd í hönd. Við ættum að gera enn auðveldara að sjá fréttirnar frá sjónarhóli annarra landa og skilja veraldarvitundina án þess að fyrir séu síur og fordómar. Við gætum smíðað verkfæri á félagsmiðlum til að hjálpa til við að draga úr spennu – nokkurs konar villuleitarforrit, nema fyrir hatur og ofsóknir. Við ættum að leita uppi reikninga hryðju- verkasamtaka á borð við Ríki íslams á fé- lagsvefjum og fjarlægja myndskeið áður en þau breiðast út eða hjálpa þeim sem bregðast við boðum hryðjuverkamanna að koma rödd sinni á framfæri. Án þess konar forustu frá stjórnvöldum, borgurum og tæknifyrirtækjum gæti netið orðið verkfæri frekari upplausnar veikbyggðra samfélaga og orðið til þess að gefa röngu fólki og röngum röddum aukið vald. Góðu fréttirnar eru að þetta er allt innan seilingar. Innsæi, samhygð og sköpunar- kraftur – þetta eru verkfærin sem við munum nota til að berjast gegn ofbeldi og hryðjuverk- um á netinu, til að drekkja hatrinu með sam- eiginlegri mannúð sem aðeins netið gerir mögulega. Það er undir okkur komið að tryggja að þegar unga stúlkan sem les þess grein á spjaldtölvunni sinni heldur áfram för sinni um netið bíði hennar öruggur og kraft- mikill vettvangur laus við kúgun og fylgispekt. Óhugnanleg umsvif öfgasamtaka á borð við Ríki íslams á netinu hafa varpað skugga á hugmyndina um að það geti verið tæki til að breiða út lýðræði. Hér nota baráttumenn fyrir lýðræði í Hong Kong farsíma í september 2014 til að fylgjast með. Alex Ogle/Agence France-Presse/Getty Images AÐ BYGGJA BETRI HEIM Á NETINU Er tæknin enn hinn mikli afl- vaki lýðræðisvæðingar? ERIC SCHMIDT framkvæmdastjóri Google, er ásamt Jared Cohen höfundur „The New Digital Age: Transforming Nations, Businesses and Our Lives“ og „How Google Works“ ásamt Jonathan Rosen- berg. Netið hefur búið til örugg svæði þar sem samfélög geta tengst, átt samskipti, skipulagt og hvatt, og það hefur hjálpað mörgum að finna sér vettvang og rödd. ” TÍMAMÓT: RÍKI ÍSLAMS Í ÍRAK OG SÝRLANDI LÝSIR YFIR STRÍÐI Á TWITTER ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Ríki íslams hefur notar nýjustu tækni til að ná í liðsmenn. Á skjáskoti frá samtökunum sést vígamaður eyðileggja styttu í Nineveh í Írak. Media Office of the Islamic State/The New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.