Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 36
CLEMENT/National Post - Toronto, Kanada; CartoonArts International / The New York Times Syndicate Árásin 7. janúar á skrif- stofur háðtímaritsins Charlie Hebdo í París, vegna teikninga tímarits- ins af Múhameð spá- manni sem móðguðu suma múslima, vakti harða umræðu um mál- frelsi víðs vegar um heim- inn. Að minnsta kosti 3,7 milljónir manns tóku þátt í samstöðufundum með fórnarlömbunum, og héldu margir á skiltum sem á stóð „Je suis Char- lie“. Hryðjuverkamenn- irnir, bræðurnir Said og Cherif Kouachi, myrtu 12 manns, þar á meðal rit- stjóra tímaritsins. Par- ísarbúar voru á varðbergi þar til lögregla skaut bræðurna til bana tveimur dögum síðar, líkt og vit- orðsmann þeirra, sem myrti fjóra manns og eina lögreglukonu í annarri árás. JANÚAR Hryðjuverk í París 36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 ERLENDAR SKOPMYNDIR Viðræður sjö ríkja, Írans, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Rússlands, Kína og Banda- ríkjanna leiddu í ljós að ríkin væru nálægt samkomulagi um að takmarka getu Írana til þess að framleiða úran sem hæft væri í kjarnorkusprengjur í skiptum fyrir ívilnanir í við- skiptaþvingunum. Þvingununum var komið á smátt og smátt eftir að stjórnarand- stöðuhópur ljóstraði upp um kjarnorkuáætlun Írans árið 2002. Þegar samkomulag náðist í júlí náðu Obama Bandaríkjaforseti og Rouhani forseti Írans, þrátt fyrir mikla andstöðu heima fyrir, að tryggja samþykki ríkja sinna fyrir samkomulaginu, sem tók formlega gildi 18. október. Íranar hófu fljótlega að taka niður hluta af kjarnorkuverum sínum í skrefum sem tengd voru við afnám refsiaðgerða. MARS Fyllið í rammann OLIVER/Der Standard - Vín, Austurríki; CartoonArts International / The New York Times Syndicate APRÍL Armenska þjóðarmorðsins minnst Hinn 24. apríl síðastliðinn voru hundrað ár liðin frá upphafi armenska þjóðarmorðsins, en talið er að allt að 1,5 milljónir manna hafi fallið í aðgerðum Ottómanaveldisins árið 1915, í miðri fyrri heimsstyrjöld. Í minningarathöfn, þar sem Serzh Sargsyan, forseti Armeníu var viðstaddur, lýsti Frans páfi fjöldamorðunum sem þjóðarmorði, sem leiddi til milliríkjadeilu við ríkisstjórn Tyrklands, sem hafnar hugtakinu, og segir að margir Tyrkir hafi einnig látist á þessum tíma. Kallaði Tyrkland sendiherra sinn heim frá Páfagarði. Athafnir til minningar um voðaverkin voru haldnar víðsvegar um heiminn og í Tyrklandi, og settu pressu á tyrk- nesk stjórnvöld. BLEIBEL/Daily Star - Beirut, Líbanon; CartoonArts International / The New York Times Syndicate FEBRÚAR Barátta Evrópu við stórfyrirtæki AMMER/Wiener Zeitung - Vín, Austurríki; CartoonArts International/The New York Times Syndicate Atlaga Evrópusambandsins að skattafrávikum fyrirtækja lenti í sviðsljósinu á árinu þegar farið var að rannsaka samninga milli tölvurisans Apple og Írlands, kaffihúsakeðjunnar Starbucks og Hollands og Amazon og Fiat við Lúxemborg sem hugsanlega ólöglega ríkisstyrki. Belgía bættist á listann í febrúar. Margrethe Vestager, samkeppnismálastjóri Evrópusambandsins, tilkynnti í október að Holland og Lúxemborg yrðu hvort um sig að krefja Starbucks og Fiat um vangoldna skatta sem næmu allt að 30 milljónum evra. Ákvörðunin gæti haft miklar afleiðingar í för með sér, þar sem hún felur í sér að sum ESB-ríki hafi verið að bjóða ólöglega styrki í viðleitni sinni til þess að laða að fjölþjóðafyrirtæki. Yfirvöld í Sviss handtóku nokkra af æðstu embætt- ismönnum knattspyrnunnar á ársfundi þeirra í Zürich hinn 27. maí, eftir að Bandaríkin hófu rannsókn á spill- ingarmálum innan FIFA, alþjóðaknattspyrnusambands- ins. 14 manns voru ákærðir vestanhafs fyrir spillingu, umboðssvik og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra Sviss tilkynnti rannsókn á 53 grunsamlegum fjármála- tengslum við FIFA í júní og hóf í september saka- málarannsókn á hendur Sepp Blatter, sem hafði verið kjörinn sem forseti FIFA í fimmta sinn. FIFA vék Blatter og tveimur öðrum til hliðar og tilkynnti að sambandið væri að rannsaka nokkra af núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum sínum. MAÍ Knattspyrnukrísa BLEIBEL/Daily Star - Beirút, Líbanon; CartoonArts International / The New York Times Syndicate
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.