Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
Ef þú gætir breytt í þér erfðaefninu hvaða breytingar myndir
þú gera? Myndir þú vilja sterklegri höku eða stærri vöðva til
að geta hlaupið hraðar? Hefur þú einhvern tímann óskað þess
að þú værir með vængi eða tálkn?
Hópur kínverskra vísindamanna kynni að hafa spurt sig
sömu spurninga þegar þeir tilkynntu árið 2015 að þeir hefðu
reynt að breyta erfðaefninu í ólífvænlegum mannafóstrum. Til-
raunin mistókst. Í mörgum fóstranna komu fram óvæntar
stökkbreytingar.
Vísindamenn um allan heim fóru fram á bann við öllum slík-
um rannsóknum, en kannski munu einhverjir reyna að breyta í
sér erfðamenginu án tillits til áhættunnar.
Hvernig myndi fólk endurhanna líkama sinn ef það gæti?
Við getum ekki giskað á tæknina, sem þyrfti til slíkra breyt-
inga, og ímyndum okkur því að hægt verði að fara inn í klefa,
slá ósk á skjá og koma breyttur út. Brasilíski teiknarinn Roger
Mello leiddi síðan getum að því hvernig útkoman gæti litið út.
1Starf: Óperusöngvari.Ósk: Að geta sungið í kór þannig að enginn annar standi á
sviðinu til að taka athyglina frá áheyrendum.
2Starf: Ljósmyndari.Ósk: Að hafa svo styrka hönd og sjón að smella megi af án
skjálfta eða hristings.
3Starf: HeimspekingurÓsk: Að fljúga í þeirri von að hugsanir mínar verði heldur
ekki jarðbundnar.
4Starf: GeimfariÓsk: Að geta tappað orku af stjörnunum til að geta séð
hvernig vorið er á Júpiter og Mars.
5Starf: NjósnariÓsk: Að umbreytast þannig að hægt sé að gægjast gegnum
allar sprungur og rifur og jafnvel skríða í gegnum þær líka.
6Starf: AtvinnuhjólreiðamaðurÓsk: Að verða svo sinaber og stæltur að fákur minn og ég
verðum eitt.
7Starf: VerðbréfasaliÓsk: Að þenja út höndina innan um sölumennina á gólfinu í
kauphöllinni.
8Starf: EmbættismaðurÓsk: Að ná þeirri leikni að geta stimplað, vísað áfram eða
hafnað erindum án þess að vera sekúndu fram yfir hefðbundinn
vinnutíma.
9Starf: SjómaðurÓsk: Að fá ugga til að geta elt uppi fiskana hvert sem þeir
synda.
10Starf: LeikariÓsk: Að verða að hverri þeirri persónu, sem hlutverkið
krefst.
11Starf: StjórnandiÓsk: Að klóna sjálfan mig svo ég geti verið alls staðar í
einu og náð þannig fullkomnu jafnvægi á milli starfs og einka-
lífs.
12Starf: RithöfundurÓsk: Að útvíkka hugmyndaflugið þannig að minni sviti
fylgi skrifunum
Roger Mello/The New York Times
Erfðavísindamenn halda
áfram að þenja út landamæri
vísindaþekkingar og óhjá-
kvæmilegt virðist að dag
einn muni ákveðnir ein-
staklingar geta breytt í sér
erfðaefninu til að öðlast for-
skot. Hvaða breytingar
myndu þeir gera?
ROGER MELLO
er brasilískur rithöfundur,
leikskáld og teiknari, sem er
þekktur fyrir rúmlega 100
barnabækur, sem hann hef-
ur myndskreytt, þar á með-
al „Zubair e os Labirintos“
og „Selvagem“.
TÍMAMÓT: KRISTALSKÚLAN
ıTU
RN
IN TS ı 2014ı TU
P
O
INTSı20RNIN
G
PO
IN
14
TU
RNIN
G POINTS|TÍM
AM
Ó
T|2016|TURNINGPOI
TS
|T
ÍM
AM
Ó
T|
20
16
|
HVAÐ EF VIÐ GÆTUM END-
URHANNAÐ ERFÐAEFNIÐ?