Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 53
hins vegar hefur varann á gagnvart trygg-
ingasvikum. Þessi geta gæti þýtt að nýjum
umsækjendum um starf verður vísað frá
vegna þess að færra fólk þarf til að reka fyr-
irtæki.
Ný störf koma í stað þeirra gömlu
En sagan sýnir að atvinnulífið tekur venju-
lega við sér eftir tæknibyltingar – þótt sú þró-
un geti orðið í óvænta átt. Mikið er nú deilt
um hversu mikið rof muni fylgja gervigreind-
arbyltingunni, en ég er bjartsýnn á að ný
störf muni koma í stað þeirra gömlu á sviðum
sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur
enn, rétt eins og vinnumarkaðurinn þróaðist
eftir iðnbyltinguna. Nú kennum við hvorki
eimreiðinni né saumavélinni um atvinnuleysi.
Gervigreind hefur þegar skapað ný tæki-
færi. Tökum þjónustu eins og Magic, nýsköp-
unarfyrirtæki sem byggir á smáskilaboðum
og sendir vörur til viðskiptavina um öll
Bandaríkin. Hugmyndin á bak við Magic er
að notandinn geti fengið hvað sem er sent
þegar hann þarf með því að senda SMS með
því að sameina verk manna og gervigreind. Í
Kína hafa sambærileg nýsköpunarfyrirtæki
ráðið til sín mörg hundruð manns í þjón-
ustuver til að sinna hinum ýmsu þörfum
þeirra sem hringja – þótt mögulegt sé að staf-
rænir þjónustufulltrúar muni dag einn taka
við af „handvirkri greind“.
Margt fólk gæti ákveðið að snúa aftur í
skóla til að ná sér í nýja hæfileika á þessum
nýsköpunarsviðum. Einnig gæti áhugi vaxið á
störfum sem krefjast margvíslegra hæfileika
og mannlegs innsæis, á borð við hjúkrun, leik-
skólakennslu og sölumennsku. Umfangsmikil
opin námskeið á netinu, eins og þau sem ég
býð, hafa þegar hjálpað milljónum manna um
allan heim að ná sér í menntun og við megum
búast við því að menntað fólk á vinnumarkaði
muni reglulega ná sér í frekari menntun til að
reyna að ná sér í forskot á keppinautana.
Sennilegt er að afdrifaríkustu breyting-
arnar verði í þróuðum löndum – í sumum hag-
kerfum er þjónustugeirinn rúmlega 70% af
landsframleiðslu. Í þróunarlöndum er ósenni-
legt að áhrifin á skrifstofufólk komi strax
fram vegna þess að þar tekur lengri tíma að
innleiða gervigreindartæknina, þótt á þeim
svæðum gæti framleiðslustörfum í verktöku
fækkað vegna frekari framfara í þjarkatækni.
Þetta hljómar eins og áhyggjuefni vegna þess
að við getum ekki séð fyrir hvaða ný störf
muni fylgja þessari tækni og hvaða nýju fyr-
irtæki fólk mun stofna eins og það hefur alltaf
gert. Framtíðin er enn björt, þökk sé sköp-
unarkraftinum – hinum einstaka eiginleika
okkar.
Í júlí birtist opið bréf frá meira en þúsund
vísindamönnum á sviði gervigreindar og
þjarkatækni, þar á meðal Elon Musk, Steph-
en Hawking og Steve Wozniak, þar sem varað
var við að nota gervigreind í stríði og banns
krafist við sjálfstæðum vopnum. Tæknin er þó
ekki jafn langt komin og vitundarvélmennin
sem menn sáu fyrir sér í tveimur myndum frá
2015, „Ex Machina“ og „Chappie“. Í þessum
myndum gera menn sér í hugarlund „öfluga“
gervigreind, eða almenna gervigreind, sem
getur gert flest það sem menn geta gert, öf-
ugt við „veika“ eða þrönga gervigreind, sem
gengur út á tiltekin verkefni. Enginn getur
sagt til um hvort „öflug“ gervigreind verði
búin til og, ef svo, hvenær. Ég spurði nokkra
kínverska gervigreindarvísindamenn og af
svörum þeirra að dæma hefði ég eins getað
spurt um líkurnar á lífi í geimnum.
„Veik“ og „öflug“ gervigreind
Það væri heimur þar sem jafnvel störf við
umönnun barna væru í hættu, en sem betur
fer eru mörg ár þar til „öflug“ gervigreindar-
vélmenni líta dagsins ljós. Þegar þar að kem-
ur er ekki víst að við munum þurfa að vinna
mikið til að framfleyta okkur. Vélmennin
munu sjá um mest af vinnunni og við munum
hafa tímann og ráðrúmið til að kanna hvað
það er að vera maður.
Til að ekkert fari á
milli mála þýðir
„gervigreind“ ekki
að slíkar vélar séu skynugar
eins og þeim er lýst í vís-
indaskáldskap, aðeins að fái
þær meiri upplýsingar geti
þær leyst verkefni betur.
”
Gervigreind fleygir fram. Gervigreindarvél , sem vísindamenn hjá Google bjuggu til, var látin skoða tíu milljóni myndir og ĺærði af sjálfri sér að skipta þeim upp í flokka, þar á meðal fyrir ketti.
Jim Wilson/The New York Times
Vélmenni með gervigreind eru tilbúin að hefja störf og maðurinn fer áhyggjulaus út í borgina.
Eduardo Recife
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 53