Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 62

Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |NÝTT UNDIR SÓLINNI 2015 Óvæntir, alvarlegir og stundum kjánalegir atburðir eða þróun sem sást í fyrsta sinn á árinu 2015. Rithöfundurinn Tricia Tisak tók saman. FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI NASA/The New York Times HALLÓ, PLÚTÓ Níu árum og 4,8 milljörðum kílómetra eftir að það lagði af stað út í geiminn, gaf New Horizons geimfarið jarðarbúum fyrstu ná- kvæmu myndina í júlí af hinni einmana dvergplánetu við endajaðar sólkerfisins. Þetta er því fyrsta geimferðin þar sem Plútó er kannaður ásamt fimm fylgitunglum hans, sem vitað er um. Geimfarið — sem ber inn- anborðs ösku Clyde Tombaughs heitins, sem uppgötvaði hnöttinn árið 1930 — tók myndir af Plútó og stærsta tungli hans, Kar- on, áður en það skaust inn í Kuiper-beltið. Gögnin sem New Horizons sendi til baka hafa þegar breytt hugmyndum vísinda- manna um Plútó og umhverfi hans. Transfólk hefur náð að koma sér fyrir í almannavitundinni meir en nokkru sinni fyrr. Barack Obama, Bandaríkja- forseti, notaði árlega stefnuræðu sína til þess að kalla eftir jöfnum réttindum og virðingu fyrir LGBT-samfélaginu — og notaði orðið transgender í fyrsta sinn í ávarpi forseta Bandaríkjanna. Caitlyn Jenner, sem áður hét Bruce Jen- ner, fyrrverandi íþróttakappi sem hlaut gull í tugþrautarkeppni á sumarólympíuleikunum 1976, er að skrásetja í raunveruleikasjónvarpsþáttum umbreytingu sína úr óheppnum fjölskylduföður yfir í glæsilegan frumkvöðul fyrir réttindum transfólks. Bandaríska leikkonan Laverne Cox, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í þáttunum „Orange is the New Black“ er fyrsta viðurkennda transmanneskjan sem fær af sér vaxstyttu hjá Madame Tussaud. Og Andreja Pe- jic er fyrsta viðurkennda transmanneskjan og fyrirsæta sem verður að andliti stórrar snyrtivörulínu eftir að hún náði samningum við Make Up For Ever. TRANSFÓLK Í FYRIRRÚMI Mladen Antonov/Agence France-Presse/Getty Images Vísindamenn við tækniháskólann École Polytechnique Fédérale de Lausanne í Sviss náðu í mars fyrstu ljósmynd- inni af ljósi sem bæði ögn og bylgju. Ljós getur hegðað sér bæði eins og bylgja og sem straumur efnisagna, en þó að fyrri tilraunir hafi sýnt fram á það, hefur aldrei tekist að festa á filmu þegar það gerist samtímis. Tilraunin gæti að- stoðað vísindamenn við að gera fleiri uppgötvanir á sviði skammta- og tölvunarfræði. TVÖFÖLD NÁTTÚRA Fabrizio Carbone/EPRLU Paul Faith/Agence France-Presse/Getty Images Írland var fyrsta ríkið til þess að samþykkja hjónabönd hin- segin fólks í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem afgerandi meirihluti, 62%, sagði já. Atkvæðagreiðslan í maí breytti stjórnarskrá landsins og leyfði hjónaband tveggja ein- staklinga „án tillits til kynferðis þeirra“, og fór fyrsta hjóna- vígslan fram í nóvember. Litið var á samkynhneigð sem glæp í hinu rammtrúaða kaþólska ríki fram til ársins 1993, en viðhorf almennings hafa mildast á síðari árum. Stuðn- ingur við réttindi hinsegin fólks hefur einnig aukist hinum megin Atlantsála, þar sem Hæstiréttur Bandaríkjanna sam- þykkti í júní með 5 atkvæðum gegn 4 að hjónabönd hin- segin fólks væru stjórnarskrárvarin réttindi, sem bæri að framfylgja um öll Bandaríkin. RÉTTINDI HINSEGIN FÓLKS AUKAST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.