Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  38. tölublað  104. árgangur  DÝRIN Í HÁLSA- SKÓGI ERU MÆTT Á HÚSAVÍK HIMNARÍKI BÍLAMANNS- INS HEIMSÓTT RANNSAKAR TENGSL DANS OG TÓNLISTAR 32 SÍÐNA BÍLABLAÐ MARTIN KILVADY Á SÓNAR 38ÖFLUGT LEIKFÉLAG 9 Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson Hvannadalshnjúkur Dyrhamar fyrir neðan og svo er horft út á Skeiðarársand.  Einar Rúnar Sigurðsson, leið- sögumaður Local Guide í Hofsnesi í Öræfum, gekk á Hvannadals- hnjúk á sunnudaginn var. Þetta var 281. ferð hans á hæsta tind Ís- lands. Heilmikið hefur bæst við Öræfa- jökul í vetur. Einar sagði að jök- ullinn hefði þynnst hratt eftir Gjálpargosið 1996. Þá fór að sjást jökulsker í um 1.500 m hæð. Það kom æ betur í ljós og stóð orðið 15-20 metra upp úr jöklinum. Skerið hvarf í jökulinn í haust og sést ekki lengur. Einnig hefur fyllt yfir sprungur og jökullinn gjörbreyst frá því sem hann var. Hvannadalshnjúkur hefur einnig hækkað. Einar vill láta mæla í vor hvort hann hafi ekki a.m.k. náð fyrri hæð, 2.119 metrum. »4 Hvannadalshnjúkur hefur hækkað tölu- vert undanfarið Óvissa um fjölda íbúða » Áformað er að byggja yfir þúsund íbúðir í Vogabyggð. » Fyrstu íbúðirnar áttu að koma í sölu í ár en nú er óvíst hvenær framkvæmdir hefjast. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framboð af nýjum íbúðum í Reykja- vík mun aukast hægar á næstu miss- erum en útlit var fyrir og eru tafir á þéttingu byggðar meginskýringin. Fjallað er um fjölda þéttingarreita í Morgunblaðinu í dag þar sem upp- byggingin hefur gengið hægar en upphaflega var áformað. Alls eru vel á þriðja þúsund íbúðir á þessum reitum og eru nokkrir þeirra í miðborg Reykjavíkur. Þessar tafir munu að óbreyttu hafa í för með sér að áfram verði spenna á fasteignamarkaði í borg- inni. Má rifja upp þá áætlun Sam- taka iðnaðarins í haust að 3.000 til 3.600 íbúðir þyrftu að vera í smíðum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta eftirspurn. Voru þá aðeins 2.399 íbúðir í smíðum, færri en voru í smíð- um í október 2014. Þrátt fyrir tafir á uppbyggingu íbúða í stærsta sveitarfélagi landsins er skortur á iðnaðarmönnum. Samanlagt voru útsendir starfs- menn frá EES-svæðinu og erlendir starfsmenn hjá starfsmannaleigum fimmfalt fleiri í fyrra en árið áður. Tafir á þúsundum íbúða  Vegna tafa á uppbyggingu íbúða í Reykjavík verður framboð minna en spáð var  Vel á þriðja þúsund íbúðir munu koma síðar á markað en upphaflega var kynnt MHægt gengur að þétta byggð »6 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Handrit Gísli Sigurðsson prófessor með eitt skinnhandrit í Árnagarði. Indverskur fræðimaður, Shrikrishna D. Pandit, sem býr í borginni Thane í vesturhluta Indlands, vinnur um þessar mundir að þýðingu Njálssögu á Marathi, eitt af merkustu tungu- málum Indlands með samfellda bók- menntasögu aftur til miðalda, rétt eins og íslensku fornsögurnar. Pandit setti sig á síðasta ári í sam- band við starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og óskaði liðsinnis. Indverjanum voru útveguð gögn og skýringartextar ým- iss konar og er hann nú kominn vel af stað með verkefni sitt. Indlandserindið er eitt margra af svipuðum toga sem sérfræðingar á sviði miðaldabókmennta og fornra rita sinna. Fornsögurnar íslensku eru beinlínis hluti af lífi fjölda fólks, segir Gísli Sigurðsson, rannsóknar- prófessor í Árnagarði HÍ. Hann segir að varla líði svo dagur að almenningur hafi ekki samband við fræðafólk til að rökræða Íslendingasögurnar eða fá skýringar á efni þeirra. „Á Suðurlandi er það nánast íþrótt að lesa Njálu og kynna sér efnið nógu vel til að geta rekið fræðimenn á gat,“ segir Gísli. sbs@mbl.is »10 Þýðir Njálu á indverska tungu  Lesa fornar bækur til að geta rekið fræðimenn á gat Talsvert rigndi og blés á höfuðborgarsvæðinu sem og víða um land í gær en enginn er verri þótt hann vökni. Þessir ferðamenn voru við öllu búnir og klæddu sig í samræmi við votviðrið. Önnur og dýpri lægð gengur yfir landið í dag, en búist er við að veðrið gangi niður eftir hádegi. »2 Ferðamenn láta lægðaganginn ekki stöðva sig Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvasst og vott veður um land allt í byrjun vikunnar  Ný markaðs- herferð verður kynnt undir merkjum „Inspi- red by Iceland“ á ráðstefnu Ís- landsstofu í dag. Höfðar hún til efnameiri ferða- manna. „Ask Guðmundur,“ ein auglýsinga- herferða Íslandsstofu, skilaði sér í 164% auknum áhuga á Íslandi á leitarvélum Google meðal þeirra sem sáu herferðina og um sjö millj- ón spilunum á YouTube. »18 Ný markaðsherferð Íslandsstofu kynnt Ferðamenn Fjölgar óðum. „Það er í raun skelfilegt að hafa ekki höfnina í meiri notkun. Þetta er upp á líf og dauða fyrir okkur,“ segir Magnús Bragason, hótelstjóri Hótels Vestmannaeyja, en ferða- þjónustufyrirtæki í Vestmanna- eyjum fá ekki þann straum ferða- manna til sín sem farið hefur um Suðurland í vetur. Á meðan Herj- ólfur siglir ekki frá Landeyjahöfn fara nánast engir ferðamenn til Eyja. Kristín Jóhannsdóttir, safnvörð- ur Eldheima, segir nokkra daga geta liðið án þess að hún sjái sálu í safninu. Á sama tíma rekist ferða- menn hver á annan í miðbæ Reykja- víkur. »4 Ferðamenn sjást varla í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjar Ferðamönnum fækkar veru- lega yfir vetrarmánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.