Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 ✝ María Gísla-dóttir, Mæja á Burstarfelli, fædd- ist á Norðfirði 6. mars 1923. Hún lést í Vestmanna- eyjum 11. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Gísli Jó- hannsson, verka- maður í Neskaup- stað, f. 11. febrúar 1889 á Reykjum í Mjóafirði eystra, d. 19. júlí 1955, og kona hans Þórunn Ólavía Ísfeld hús- freyja, f. 11. desember 1892, d. 2. febrúar 1932. Vegna veik- inda móður sinnar var Maríu komið í fóstur til hjónanna Ólavíu Ísfelds afasystur sinnar og manns hennar Sæmundar Einars Þorvaldssonar kaup- manns, en móðir Maríu lést þegar hún var aðeins níu ára. Systkini Maríu voru Gísli, hálf- bróðir, f. 1912, d. 1932, Sig- urður, f. 1915, d. 1999, Katrín Jóhanna, f. 19. janúar 1917 og er ein lifandi systkinanna á 99. aldursári, Karolína, f. 1919, d. 1920, Ólafía Sæmunda, f. 1920, d. 1975, Páll Ólafur, f. 1922, d. 2002, og Stefán, f. 1928, d. Skarphéðinsdóttir. 2) Þór Ís- feld, f. 1945. Kona hans er Sól- veig Adólfsdóttir. 3) Sæmund- ur, f. 1948, áður giftur Elínu Kr. Þorsteinsdóttur, seinni kona hans er Fríða Jóna Ágústsdóttir. 4) Sigurbjörg, f. 1956, maður hennar Muggur Pálsson. 5) Vilhjálmur, f. 1963, fyrri kona hans er Andrea Sig- urðardóttir, seinni kona Ragn- hildur Svansdóttir. Mæja var að mestu heima- vinnandi húsmóðir framan af ævi en árið 1958 festa þau hjón kaup á Fatahreinsuninni Straumi sem þau reka fram að gosi. Árið 1974 kaupa þau af Vestmannaeyjabæ Þvottahús Vestmannaeyja og sameina þar rekstur á þvottahúsi og fata- hreinsun. Ráku þau fyrirtækið til ársins 1988 að þau selja reksturinn. Mæja tók alltaf mikinn þátt í starfsemi fyrir- tækisins og kom að ýmsum störfum þar. Eftir að þau seldu fyrirtækið vann hún á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja um skeið. Eftir að Villi lést flutti hún í Sólhlíð 19. Síðustu tvö árin bjó hún á dvalarheimilinu Hraun- búðum þar sem hún lést. María lætur eftir sig 14 barnabörn, 23 barnabarnabörn og tvö barna- barnabarnabörn. Útför Maríu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. 1995. Sautján ára kynntist María mannsefni sínu Vilhjálmi Árnasyni en hann hafði komið austur á Norðfjörð til sjó- róðra. Vilhjálmur var sonur hjón- anna Árna Odds- sonar frá Odd- stöðum í Vest- mannaeyjum, f. 6. maí 1888, d. 16. júní 1938, og Sigurbjargar Sigurðardóttur frá Stuðlum í Norðfirði, f. 25. júní 1883, d. 15. mars 1970. Flutti María svo til Vestmannaeyja árið 1940 og hóf búskap á Burstarfelli. Mæja og Villi giftu sig 22. febrúar 1941. Bjó með þeim á Burstar- felli móðir Vilhjálms, Sigur- björg Sigurðardóttir, alveg þar til hún lagðist inn á Sjúkrahús Vestmannaeyja um 1962 en hún lést 1970. Eins kom til dvalar hjá Mæju og Villa fóstra Mæju, Ólavía Ísfeld, í hárri elli, en hún lést 1955 og var jarðsett í Vestmannaeyjum. Börn Villa og Mæju eru: 1) Óli Árni, f. 1941. Áður giftur Jenny Joen- sen, seinni kona hans er Ólafía Að kveðja móður sína hinstu kveðju er eins og að kveðja hluta af sjálfum sér. Mamma var að mörgu leyti sérstök persóna. Fór sínar eigin leiðir í mörgu og lét oft ekki trufla sig hvernig aðrir hög- uðu sínum málum. Mamma fædd- ist á Norðfirði og ólst þar upp og þótti alltaf mjög vænt um þann stað. Hún missti mömmu sína kornung, níu ára, eftir langvar- andi veikindi en áður hafði henni verið komið í fóstur hjá sæmdar- hjónunum Sæmundi Þorvaldssyni og Ólavíu Ísfeld. Mat hún þau allt- af mikils og þótti mjög vænt um þau. Mamma kom af stórri ætt Ís- felda, bæði af Austurlandi og Færeyjum. Margt af þessu fólki var mikið athafnafólk og var mamma í miklu og góðu sambandi við það. Hún kynntist föður okkar, Vilhjálmi, er hann kom austur til sjóróðra og flutti með honum til Vestmannaeyja 17 ára gömul 1940. Hjónaband þeirra var far- sælt og ríkti alltaf mikill kærleik- ur á milli þeirra. Það hafa verið mikil umskipti fyrir hana að koma til Eyja úr velmegun þess tíma fyrir austan sem hún bjó við. Tveimur árum áður en hún kom til Eyja hafði fjölskyldan á Burstar- felli orðið fyrir mikilli sorg þegar Burstarfell brann með þeim af- leiðingum að fjölskyldufaðirinn Árni, ásamt syni og dóttursyni, brann inni. Við þessar aðstæður hóf hún búskap á Burstarfelli en með þeim bjó þar Sigurbjörg móð- ir pabba, hún reyndist móður minni vel. Mamma minntist aldrei á annað en henni hefði liðið vel og alltaf hefðu þau haft nóg til hnífs og skeiðar en kannski ekki mikið meira en það á þessum árum eins og algengt var hjá alþýðufólki. Það var oft fjörugt og erilsamt á Burstarfelli þar sem við bræðurn- ir áttum það til að vera fyrirferð- armiklir. Pabbi vann á þessum tímum oft langan vinnudag og kom það í hennar hlut að koma okkur í ró. Það gekk misvel og minnist ég þess að þegar við peyj- arnir vorum með sem mest læti brá hún á það ráð að taka úr ör- yggin fyrir kjallarann á Burstar- felli þannig að ljósin fóru af. Mamma missti mikið þegar faðir okkar lést 1993 og saknaði hans mjög. Hún fékk íbúð í Sólhlíð 19 þar sem hún bjó þar til hún flutti á dvalarheimilið Hraunbúðir fyrir rúmum tveimur árum. Við lát pabba fór hún að keyra bíl, en hún hafði tekið bílpróf löngu fyrr, og til að kóróna það keypti hún sér grænan bíl, en það er okkur til efs að liturinn hefði fallið Villa á Burstarfelli í geð, þeim mikla Þór- ara. Mamma bjó yfir miklum húmor og hafði létta lund. Einu sinni löngu áður en hún flutti á Hraunbúðir var ég að útlista fyrir henni hversu góður staður þetta væri. Sneri hún sér að mér og sagði: „Finnst þér þú ekki of ung- ur til að fara þangað?“ Við mamma áttum oft góða tíma sam- an uppi í sumarbústað en hún elskaði að vera þar. Síðasta skiptið hennar þar vorum við tvö mæðg- inin ein í eina viku. Þá var veisla á hverju kvöldi, eldaður þjóðlegur íslenskur matur og svo tekið í spil og spjallað. Þá þótti henni ekki síðra, eftir að hún fór á Hraun- búðir, að fara í bíltúr um Eyjuna sem henni þótti svo falleg. Mamma átti mjög góða daga á Hraunbúðum og sagði oft að sér fyndist eins og hún byggi á hóteli og fannst starfsfólkið sem þar vann alveg einstakt. Ég kveð móð- ur mína með söknuði og geymi með mér allar þær góðu minning- ar sem ég á um hana. Þór Ísfeld Vilhjálmsson frá Burstarfelli. Til þín elsku mamma. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Þín dóttir, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það eru forréttindi að alast upp í góðri fjölskyldu þar sem samvera er mikil. Samvera sem litast af kærleika, gleði og hlátri, ákveðni og sanngirni. Samvera þar sem við upplifðum fallegt hjónaband ykkar afa, fiskibollur í dós með bleikri sósu og kjötsúpan góða var aldrei langt í burtu. Nú á seinni árum voru það sushi og þorramat- ur sem þér þótti það allra besta á borðum. Sögurnar af bræðrunum á Burstó og Toppustöng sem allir krakkar í fjölskyldunni þekktu vel. Já, það voru nú ekki rólegheit í kringum fólkið á Burstó. Við er- um rík af minningum um þig, elsku amma, sem ylja okkur alla daga. Þú varst hjarta fjölskyld- unnar, ávallt stolt af okkur öllum, tignarleg og vel tilhöfð. Það var al- veg eftir þínu höfði að hafa farið í lagningu og tilheyrandi tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Þú elskaðir að koma upp í Frið og njóta þín í sveitinni með okkur fjölskyldunni. Spilaðir fram á nótt þar sem þú og pabbi okkar létuð alveg vita hvort þið voruð að vinna eða tapa. Samskipti ykkar pabba hafa alla tíð verið einlæg og þið báruð mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þið voruð afar náin og getum við mikið hlegið að ástríðu ykkar fyrir mat. Samband ykkar var einstakt og þykir okkur vænt um að hafa fengið að upplifa slíka ást og væntumþykju ykkar á milli. Þú hafðir yndislega nærveru og vissir alltaf allt það helsta sem var að frétta af þínum nánustu fjöl- skyldumeðlimum. Hvort sem það sneri að börnum, barnabörnum eða barnabarnabörnum. Þú elsk- aðir börnin og það gladdi þig mik- ið að fá þau í heimsókn, alveg sama hversu fjörug þau voru. Börnin okkar öll sakna þín mikið enda áttir þú stað í hjarta þeirra eins og okkar. Við systkinin erum þakklát að hafa fengið að verða samferða þér öll þessi ár. Þú kvartaðir aldrei en þú, elsku amma, saknaðir Villa afa allt frá því hann kvaddi þetta líf. Við kveðjum þig sátt og vitum að það eru fagnaðarfundir hjá ykkur afa. Yndislegu minningarnar munu fylgja okkur um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Adolf Hafsteinn, María, Helga Sigrún og fjölskyldur. Elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir yndislegar minning- ar og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Knúsaðu afa frá mér. Hvíldu í friði og megi góður Guð vaka yfir þér. Þín Bryndís Muggs. Föðursystir okkar, María Gísladóttir, er fallin frá. Hennar er sárt saknað. Á bernskuárum okkar í Eyjum var „Mæja frænka“ alltaf í kallfæri, einlæg, glaðvær og hjálpsöm. Heimsóknir að Burstarfelli voru tíðar og þar mætti okkur ævinlega lífsgleði og hlýja. Fjölskyldurnar frá Bólstað og Burstarfelli voru alltaf tengdar nánum böndum, þrátt fyrir að- skilnað eftir að foreldrar okkar fluttu á „fastalandið“. Í heimsókn- um okkar til Eyja á undanförnum árum reyndum við að ná tali af Mæju, rifja upp árin í Eyjum og forvitnast um bernsku hennar og systkina hennar á Norðfirði. Þess- ar heimsóknir voru bæði gefandi og lærdómsríkar. Faðir okkar og Mæja ólust að nokkru leyti upp hvort á sínu heimilinu, eftir að móðir þeirra, Þórunn Ólafía Karlsdóttir Ísfeld, féll frá og barnahópurinn sundr- aðist. Samt voru þau alltaf mjög náin. Þau voru sláandi lík á marg- an hátt, bæði í skapi og fasi. Ein- hvern veginn veltu þau vöngum og ypptu öxlum á nákvæmlega sama hátt. Það var aðeins ár á milli þeirra og í Eyjum bjuggu þau í ná- býli hvort við annað í heila tvo ára- tugi. Ekki spillti að pabba og Villa, mági hans, var vel til vina; báðir voru glettnir, stundum prakkarar, þótt lífi þeirra fylgdi líka full al- vara. Mæja var örlagavaldur í lífi pabba. Eflaust er af mörgu að taka, en tvennt stendur líklega upp úr. Vertíðina 1942 réð pabbi sig á vélbátinn Gand frá Norðfirði. Mæja, sem þá var búsett í Eyjum, skrifaði honum hvert bréfið á fæt- ur öðru og nauðaði í honum að láta verða af því að koma í heimsókn, en hann hikaði við enda hafði hann lofað formanninum að ljúka ver- tíðinni. Þegar líður nærri vertíð- arlokum bað hann formanninn samt að gefa sér frí, enda þótt einn róður væri eftir, svo hann gæti tekið næsta strandferðaskip til Eyja. Mæja lét hann ekki í friði. Leyfið fékkst og annar maður var ráðinn í hans stað. Þegar strand- ferðaskipið var komið undir Með- alland kvöldið eftir heyrði pabbi í útvarpsfréttunum að Gandur hefði farist með fimm manna áhöfn. Síðar sagði pabbi að Eyja- ferðin hefði verið „hálfgerð vand- ræðaferð“, enda hefði slysið skyggt á allt. En hann lifði og það var Mæju fyrst og fremst að þakka. Pabbi kom aftur til Eyja nokkr- um árum síðar og nú til lengri dvalar. Enn kom Mæja til skjal- anna, að því er mamma sagði. Pabbi hafði fengið vinnu í Eyjum og bjó hjá systur sinni. Hann hafði lítillega kynnst heimasætunni á Bólstað, Báru Sigurðardóttur. Nú bað hann systur sína að fara að Bólstað og biðja hana að finna sig. Mæja gerir það og þær Bára ganga saman vestur að Burstar- felli. Að loknum löngum fundi til- kynna þau Bára og Páll að þeim sé ætlað að ganga sama veg og upp frá því voru þau óaðskiljanleg. Pabbi gekk rösklega til verks og það gerði Mæja líka. Þegar þetta var borið undir Mæju fyrir rúmu ári brosti hún sínu blíðasta, velti vöngum og yppti öxlum. Við og fjölskyldur okkar send- um börnum Mæju, fjölskyldum þeirra og ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin frá Bólstað, Auðbjörg, Gísli, Karl og Lilja. María Gísladóttir Í dag fylgi ég mínum elskulega afa síðasta spölinn, fá en erfið spor. Mínar minning- ar um afa spanna yfir rúm fjörutíu ár. Ég er mjög þakklát og glöð yfir að hafa átt svona öðling fyrir afa og góðan vin, langafa fyrir börnin mín og langalangafa fyrir barnabarnið mitt. Það eru ekki allir svona heppnir eins og ég. Afi elskaði útiveru og að læð- ast um í náttúrunni. Hann fór á gæs og rjúpu í mörg ár, veiddi mikið, þræddi berjalönd sem fjölskyldan naut góðs af. Alltaf fann hann eitthvað að gera á hverjum árstíma sem hann gat nýtt sína hæfileika enda snillingur hér á ferð. Nokkrar voru nú veiðiferðirnar sem við stórfjölskyldan fórum saman, hvort sem það var Skaginn eða Veiðivötn sem urðu fyrir valinu eða bara eitt- hvert vatnið þar á milli. Allar lituðust þær af af fróðleik og mikilli umhyggju, visku og þekkingu af hans hálfu, sem hann miðlaði til okkar, ásamt góðum sögum, enda vandfund- inn skemmtilegri sögumaður. Þegar hann byrjaði á sögu hvort sem það var af honum sjálfum eða vinum fékk hann Gísli Ellert Sigurhansson ✝ Gísli fæddist21. desember 1934. Hann lést 7. febrúar 2016. Útför Gísla fór fram 15. febrúar 2016. óskipta athygli enda voru þær sagðar af svo mik- illi innlifun að unun var að hlusta á. Afi var mjög vel lesinn og fróður maður, ef mig vantaði upplýsing- ar, hvort sem þær tengdust landi eða þjóð gat ég treyst á hann. Mér fannst alltaf að afi vissi allt. Afi var mjög fær rennismið- ur og eftir hann liggja mörg verk, t.d. renndi hann núna síð- ustu ár mikið af skálum og kertastjökum sem hann gaf í allar áttir. Á ég mikið af fallegum gripum eftir hann sem mér eru mjög kærir. Afi var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, enda elskaði hann sína afkomendur og var þakklátur fyrir stóran hóp. Ég kveð með miklum sökn- uði elsku afa minn og er fullviss að hann fylgist með okkur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Góða nótt og Guð geymi þig, elsku afi minn. Sjáumst. Anna Margrét. Enn fækkar í hópnum sem bjó á Múlabæjunum þremur þegar við vorum að alast þar upp. Öll minnumst við Munda sem meistara í öllu sem þurfti að gera, hvort sem það var að smíða úr timbri eða gera við vélar og tæki sem notuð voru í sveitinni. Oft rölti Kalli litli, 10- 12 ára gamall, til Munda og fékk lánuð hjá honum verkfæri þegar eitthvað hafði bilað hjá Jóni á Múla I. Þá spurði Mundi hvað væri að og þegar hann hafði verið upplýstur um það fylgdi uppskrift að því hvernig best væri að vinna verkið. Mundi var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og ekki síst ættfræði. Ættir margra hefur hann rakið langt aftur í aldir. Óhætt er að segja að Guðmundur Björnsson ✝ GuðmundurBjörnsson fæddist 7. maí 1922. Hann lést 5. febrúar 2016. Útför hans fór fram 12. febrúar 2016. Mundi hafi verið með stálminni. Fyrir ca. 15-20 ár- um keyptu þau hjónin, Mundi og Dagný, nýjan svefnsófa í gesta- herbergið í Íra- bakkanum. Annan gaflinn var ekki hægt að hafa á sóf- anum svo hann fór í geymslu. Síðasta sumar flutti Mundi svo úr Íra- bakkanum og þegar átti að setja sófann saman í nýju íbúð- inni kom í ljós að skrúfurnar í gaflinn voru týndar. Mundi hugsaði málið og sagði svo að það gæti verið að þær hefðu farið í poka sem Kalli hefði fengið hjá sér fyrir mörgum ár- um. Kom svo í ljós að pokinn var enn til hjá Kalla og með skrúfunum í. Öll söknum við þeirra sárt, Dagnýjar og Munda. Megi þau hvíla í Guðs friði. Elsku Gerður, fyrir hönd systkinanna frá Múla I sendi ég þér okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Karl Jónsson. á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.